Morgunblaðið - 30.06.1996, Qupperneq 40
40 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
M C és ES?AE>Æ.FA MG i AÐÍ 5AKLEVSISLEGA ÓT ) c O ■* j GRETTlR, PAE> V/ILL WST EKkCI SVO 7|L AO þó VITU? HVER ÞAD VAR SEM " rr-^ TÆMÞl ÍSSKAPINH
Dn svona
| fS?M. PAVÍ& 11- °>
Ferdinand
Gettu hvað, Kalli... ég náði í öllum Ja, ég fékk „MN“ í öllu... „Með naumindum."
fögunum...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Með vinsemd
og virðingu
Frá Björk Hauksdóttur:
VIÐ GÖNGUM nú til ópólitískra
kosninga og veljum okkur þjóðhöfð-
ingja. Máttur og vald þessa embætt-
is er fyrst og fremst áhrifavald. Það
vald, hlýtur að falla niður máttvana
og dautt njóti hann ekki virðingar.
Við hljótum að verða að nenna að
hlusta á þjóðhöfðingja okkar.
Eða hvað? Við íslendingar viljum
geta sagt við börnin okkar með vin-
semd og virðingu í röddinni: „Þarna
fer forsetinn yfir íslandi.“ Geta sest
niður og liðið nokkuð notalega sem
skynsemisverum, undir ávarpi for-
seta, en allt hugsandi fólk gerir
greinarmun á lýðskrumi mælsku-
manna og annarra þeirra mælsku-
manna sem eiga innstæðu fyrir því
sem þeir segja. Innstæðu sem lýsir
andlegum burðum og þroska, víðsýni
og framsýni og síðast en ekki síst
góðu mannviti. Eftir kosningar til
embættis forseta íslands viljum við
geta sameinast um persónu sem við
treystum og gerir okkur sýnilegri
meðal þjóðanna. Er okkur til sóma
í samstarfi þeirra á milli, beinir sjón-
um að afurðum okkar og hugmynd-
um, hæfni og þekkingu og síðast en
ekki síst eyjunni sjálfri, okkur sem
hér búum, menningu okkar og list-
sköpun. Til þeirrar persónu sem í
það hlutverk velst hljótum við að
gera þá kröfu að hún kunni að tala
fallegt mál sem lýsir fijóum huga,
tærri og rökfastri hugsun. Við þurf-
um í þetta embætti Ijóngreindan ein-
stakling, heillandi og vakandi en
umfram allt íslenskan. Með íslensk-
an „elegans" og íslenskan stíl. Sér-
stakan íslenskan forseta. Þannig
kandídat höfum við í Guðrúnu Agn-
arsdóttur.
Okkar talsmaður verður að tala
fyrir þeim gildum sem við virðum
sjálf. Kynna okkur einsog við erum
og viljum vera meðal annarra þjóða
heima og heiman. Það eru jú gömul
sannindi og ný að „menningin selur
saltfiskinn". Eða hvað viljum við
vera? Hvernig? Við þessu eigum við
vafalítið og sem betur fer marglit
og mismunandi svör. Þó held ég að
við viljum öll byggja á raunverulegri
sjálfsvirðingu og innri styrk sem
þjóð í fjölskyldu þjóðanna. Þann
styrk sækjum við aldrei í tækifæris-
sinnað froðusnakk. Kjósum ekki yfir
okkur forseta sem brýtur niður
þennan styrk með flatneskju og
doða. Sameinumst um Guðrúnu
Agnarsdóttur sem við þekkjum af
vönduðum vinnubrögðum og góðum
verkum, alltaf málefnaleg, alltaf
glæsileg. Við erum alltof miklir
prakkarar í okkar þjóðarsál til að
elta kosningaspár einsog skynlausar
skepnur í hjörð. Notum lýðréttindi
okkar til þess sem þau eru ætluð,
verum sjálfum okkur samkvæm.
Það er ekki rétt að forseti þessar-
ar þjóðar skipti litlu sem engu máli.
En við verðum sjálf að geta tekið
mark á orðum hans ef við eigum
að geta sagt við börnin okkar:
„Sjáðu! Þarna er forsetinn yfir ís-
landi. Usss! Hlustum!"
BJÖRK HAUKSDÓTTIR,
Holtsgötu 22, Reykjavík.
Samanburður
við Danmörku?
Frá Ólafi Reyni Guðmundssyni:
UNDANFARIÐ hefur mikið verið
fjallað um lífskjör í öðrum löndum.
Lífskjör í Danmörku hafa ennfremur
rækilega verið borin saman við lífs-
kjör hér á landi.
Á hinn bóginn er
allur samanburður
í eðli sínu ákaflega
erfiður. Á það sér-
staklega við um þá
aðstöðu þegar þjóð-
félög eru borin
saman. Fjárhagsleg
skynsemi. í rekstri
þeirra er mismikil
og stundum er hún
einfaldlega ekki
Ólafur Reynir
Guðmundsson
höfð að leiðarljósi.
Allar þjóðir eiga við einhver
vandamál að stríða hvort sem þau
felast í atvinnuleysi, lágum launum,
verðbólgu eða einfaldlega ótryggu
efnahagsástandi. Og þótt sumar
þjóðir hafi sparsemi að leiðarljósi
nota aðrar hvert tækifæri til þess
að auka almenna neyslu. Síðast en
ekki síst er slök framleiðni víða alvar-
legt vandamál. Af þessu má ljóst
vera, að samanburður á lífskjörum
þjóða hlýtur ávallt að vera mjög erf-
iður og jafnframt umdeilanlegur og
gildir þá einu um hvaða þjóðir ræðir.
Líklega vegur þó þyngst að gengi
þjóða er mjög fallvalt. Lífskjör eru
gjaman háð talsverðum breytingum
milli ára. E.t.v. er hægt að bera sam-
an viss grundvallaratriði en þá aðeins
ef til lengri tíma er litið.
Síðan má spyija hvaða mæli-
kvarða beri að nota? Er t.d. réttlæt-
anlegt að bera okkur saman við þær
þjóðir sem greiða hæst tímakaup í
heiminum? Er e.t.v. eðlilegra að
horfa til meðallauna í Evrópu? Við
samanburð skal bera saman hluti
sem eru sambærilegir. En hvenær
eru þjóðfélög sambærileg? Söguleg
tengsl íslands og Danmerkur rétt-
læta ekki efnahagslegan samanburð
milli landanna tveggja.
Sá mælikvarði sem er notaður
hveiju sinni ræður útkomu saman-
burðarins. Það er þ.a.l. grundvallar-
atriði að þjóðir með sams konar efn-
hag séu bornar saman. Fiskveiðiþjóð-
ir séu þannig bomar saman við aðr-
ar fiskveiðiþjóðir og iðnaðarsamfélög
séu borin saman við önnur iðnaðar-
ríki. Segja má, að það sé jafnumdeil-
anlegt að bera saman iðnaðar- og
fískveiðiþjóð eins og að bera saman
olíu- og landbúnaðarríki. Að auki er
afar umdeilanlegt að bera saman
land, sem nýskriðið er úr kreppu, við
land sem hefur ekki búið við hlið-
stæða efnahagslægð. Er sanngjamt
að bera saman árangur tveggja
hlaupara - ef aðeins annar þeirra
er heill heilsu?
ÓLAFUR R. GUÐMUNDSSON,
laganemi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.