Morgunblaðið - 30.06.1996, Síða 46

Morgunblaðið - 30.06.1996, Síða 46
46 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Háskólabíó Heimasíða Barb Wire http://vortex.is/pamela „EKKI SEGJA VINAN"!! : HASKOLABIO SÍMI 552 2140 IAN HART ART MALIK taiekking. blekkir o' sjálfan s| P Rlj FUGLABURIÐ Leslie Nielsen fer á kostum í hlutverki sínu sim Drakúla greifi i sprenghlægilegri gamanmynd frá gríngreifanum Mel Brooks. Nielsen og Brooks gera hér stólpagrín að þjóðsögunni um blóðsuguna ógurlegu. Þú munt aldrei líta blóðsugur sömu augum eftir þessa mynd!!! Sýnd kl. 5, 7, 9 oq 11. B.i 12 ára. Nýr kennari i skóla fyrir vandræðaunglinga fær eldskírn í því að takast á við vandræðaunglinga sem eru eins og eimreiðar á fullri ferð til glötunar. Allar venjulegar leiðir til að ná til krakkana eru fánýtar og þá er um að gera að reyna eitthvað nýtt. Aöalhlutverk: lan Hart (Backbeat) og Art Malik (True Lies). Sýnd kl. 5, 7 og 9. ÞYSKALAND - TEKKLAND KL. 18.00 BEIN ÚTSENDING Á BREIÐTJALDI!! Fyrirtaks safnplata TÓNLIST Geisladiskur STONE FREE Tónlist úr leikritinu Stone Free. Flytjendur eru meðal annars Jón Ólafsson hljómborðsleikari, sem einnig stýrði upptökum, Daníel Ag- úst Haraldsson, Eggert Þorleifsson, Emilíana Torrini og Ingvar Sigurðs- son sem syngja, Guðmundur Péturs- son sem leikur á gítar og syngur, Stefán Hjörleifsson sem leikur á gít- ar, Róbert Þórhallson sem leikur á bassa og Jóhann Hjörleifsson sem leikur á trommur og bakraddasöng- konumar Margrét Vilhjálmsdóttir og Guðlaug Elisabet Ólafsdóttir. Lögin em eftir ýmsa, þar á meðal Jimi Hendrix, Melanie Safka, Paul Simon, Bob Dylan og fleiri. Japís gefur út. 44,35 mín., 1.999 kr. ÞAÐ HEFUR gefist vel að gefa út gamla tónlist endurupptekna og hefur tíðkast frá örófi. Ýmist er að menn hafa reynt að túlka KVIKMYNPIR Bíóhöllin/Bíóborgin KLETTURINN „THE ROCK“ ★ ★ ★ Leikstjóri: Michael Bay. Framleið- endur: Don Simpson og Jerry Bmckheimer. Aðaihlutverk: Sean Connery, Nicholas Cage, Ed Harr- is. Hollywood Pictures. 1996. SÖGUÞRÁÐURINN í hasar- myndunum frá Hollywood gerist æ villtari. Lítum á Klettinn, nýjustu (og síðustu) sumarsprengjuna frá framleiðendadúettnum Don Simp- son og Jerry Bruckheimer. Hópur úrvalshermanna úr bandaríska landgönguliðinu kemur sér fyrir á fangaeyjunni Alcatraz við San Francisco ásamt gislum og hótar að dreifa eiturefnum yfir borgina ef ríkið greiðir ekki ijölskyldum látinna hermanna bætur og þeim sjálfum ríflegan lífeyri. Stjórnvöld senda sinn eigin úrvalsflokk að bijótast inn í fangelsið en í honum eru m.a. óreyndur eiturefnafræð- ingur, sem varla getur stafað orðið gamalt lag á nýjan hátt eða reynt að fara sem næst upprunalegri útsetningu og útgáfu. Gott dæmi um verk þar sem menn þræddu meðalveginn var tónlistin úr Hár- inu sem kom út fyrir tveimur árum, en vaskur hópur tónlistar- manna endurgerði hana skemmti- lega og breytti veigalitlu verki í bráðskemmtilega plötu. Á nýút- kominni plötu sem heitir Stone Free og á er tónlist sem heyrist víst í samnefndu leikriti Jims Cart- wrights, sem frumsýnt var í Borg- arleikhúsinu fyrir skemmstu, er aftur á móti farin sú leið að fara eins nærri upprunalegri útgáfu og unnt er. Það tekst og víða allvel, enda valinn maður í hverju rúmi, og fyrir vikið er platan prýðileg skemmtun, þó meira hefði verið gaman að heyra ný efnistök eða átakameiri túlkun. Mikið söngvaraval er á plötunni og þar fara fremst í flokki Emil- íana Torrini og Daníel Ágúst Har- aldsson. Emilíana fer hreinlega á kostum á plötunni. Á stöku stað árás, og gamall breskur njósnari, eini maðurinn sem tekist hefur að stijúka frá Alcatraz. Svo er bara að halla sér aftur og fylgjast með flugeldasýningunni. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af langsóttum söguþræðinum, þú hefur engan tíma til að pæla í honum fyrr en einhverntíman í næstu viku. Það er kannski vegna þess að Kletturinn er forkunnarskemmti- leg hasarmynd og það skiptir minnstu máli um hvað hún fjallar. Hún minnir jafnvel á klassískar stríðsmyndir eins og Arnarborgina; óvinnandi virki, illskeyttur óvinur, úrræðagóð valmenni. Hasarinn er auðvitað talsvert meiri en það er ekki endilega meiri spenna. Fyrir myndbandabyitinguna hefði Klett- urinn líkt og Arnarborgin í gamla fer hún þó tæpt, til að mynda er falsettan í mærðarrullunni Sounds of Silence brothætt og ekki alveg hrein, en á móti kemur að hún syngur White Rabbit og fleiri lög frábærlega; hún er tvímælalaust komin í hóp helstu söngkvenna, en enn bið eftir því að hún skapi eitthvað nýtt. Daníel Ágúst kemst líka víða vel frá sínu, en víða reynir um of á takmarkaða rödd hans. Eggert Þorleifsson skráir sig líklega seint söngvara í símaskrá, en hann syngur Sooner or Later passlega illa; var ekki sagt um höfundinn að hann syngi eins og belja sem fest hefði löpp í gaddavír? Ingvar Sigurðsson kemur einnig skemmtilega á óvart, en hann hef- ur reyndar áður sýnt ágæta takta fyrir framan hljóðnemann. Guð- mundur Pétursson er aftur á móti ekki öfundsverður af að fara í föt Jimi Hendrix í söng, því þó hann nái gítarleiknum af snilld, á hann nokkuð í land með sönginn. Jón Ólafsson sannar enn að daga verið endursýnd í tætlur. Og líkt og gömlu stríðsmyndirnar eru Simpson/Bruckheimer myndirnar dýrðaróður til hermennsku af hverskonar tagi. í síðustu mynd þeirra var kafbátaáhöfn sett í dýrl- ingatölu („Crimson Tide“). Þeir hafa áður lofað og prísað flugher- inn („Top Gun“). Nú er komin röð- in að sérsveitunum. Jafnvel ill- mennin í sérsveitunum, þeir sem hóta að myrða milljón manns með eiturefnum takið eftir, eiga margir (ekki allir) samúð áhorfandans af því þeir fengu slæma útreið eftir Víetnamstríðið. Leikstjórinn, Michael Bay („Bad Boys“), kann að raða saman bfla- eltingarleik með hámarks eyði- leggingarmætti og halda uppi bul- landi hraða í frásögninni hlaðinn enginn kemst með tæmar þar sem hann hefur hælana í endurgerð; víða fer hann ótrúlega nærri upp- runalegri útgáfu laganna, vel studdur af snilldarleik Guðmundar Péturssonar, en lagið sem hann syngur geldur fyrir slakan fram- burð. í því Iagi leikur hann reynd- ar bráðskemmtilega á píanó og svo er víðar á plötunni að hann fer vel með. Upplýsingar sem fylgja með lögunum eru eflaust vel þegnar þeim sem ekki þekkja til, en þær hefði mátt lesa betur yfir („ballaða sem skýrð er éftir frægri grúpp- íu“). Einnig er vafaatriði hvort rétt sé að segja My Sweet Lord eftir George Harrison, því eins og fram kemur í bæklingnum með disknum var höfundarréttur dæmdur annað. Stone Free er fyrirtaks safn- plata fyrirtaks laga frá sjöunda áratugnum. Hún bætir að vísu engu við lögin og þeir sem þegar eiga lögin finna varla mikla þörf til að kaupa hana. Allir aðrir, og þeir eru fjölmargir, ættu að hafa af henni mikið gaman og fyrir þá fær hún bestu meðmæli. Árni Matthíasson þungavopnum. Líkt og Tony Scott, uppáhaldsþasarleikstjóri framleið- endanna hingað til, kemur hann úr auglýsingabransanum og treystir á hraðar klippingar, mjúka birtu og endalausar nærmyndir til að koma frásögninni beint í æð. Hann hefur með sér tvo öndvegis- leikara sem hjálpa myndinni mikið. Sean Connery er eini raunverulegi kletturinn í Klettinum. Hlutverk hans er meira en lítið reyfarakennt en hann er alltaf aktraustur í hverju sem hann lendir. Hann er líka glettilega önug föðurímynd Nicholas Cage, sem leikur hinn óreynda eiturefnasérfræðing er mannast heilmikið í Alcatraz. Cage er vandaður og góður leikari og fer létt með rulluna og gefur henni kómískt og mannlegt yfirbragð. Hann verður seint talinn í liði með Rambó. Að auki er Ed Harris fínn í tvíbentu hlutverki. Svo hér er á ferðinni sumaraf- þreying eins og hún gerist best. Kletturinn er afbragðs skemmti- efni. Það ætti engum að leiðast frekar en venjulega í Alcatraz. Arnaldur Indriðason BJÖRGVIN varð í öðru sæti í alþjóðlegri söngv- arakeppni í Tyrklandi. Björgvin í öðru sæti BJÖRGVIN Halldórsson náði öðru sæti í alþjóðlegu söngv- arakeppninni í Pamukkele sem fór fram 20.-23. júní. Alls voru 16 þjóðir sem tóku þátt í keppn- inni og varð söngkona frá Búlg- aríu í fyrsta sæti og söngvari frá Ástralíu í því þriðja. Björgvin söng tvö lög í keppninni. Lagið Núna sem hann söng í söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva á ír- landi í fyrra og tyrkneska lagið Muptelayim söng hann bæði á ensku og á frummálinu, en lag- ið er eftir þekktan tyrkneskan höfund. Meðal þeirra þjóða sem tóku þátt í keppninni voru ítal- ía, Bandaríkin, írland, Brasilía, Kúba, Litháen, England, Þýskaland, Spánn, ísrael og Tyrkland. Keppninni var sjón- varpað beint í Tyrklandi, Búlg- aríu og Grikklandi. Pamukkele-söngvarakeppn- in er hluti af fjögurra daga listahátíð sem er haldin árlega í Tyrklandi. Björgvin hefur ákveðið að hljóðrita tyrkneska lagið á næstunni. Var honum boðin þátttaka í næstu keppni í Tyrk- landi. Einnig þáði hann boð um að taka þátt í áströlsku söngva- keppninni og Cavan-söngva- keppninni á Irlandi. ARASIN A ALCATRAZ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.