Morgunblaðið - 30.06.1996, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 30.06.1996, Qupperneq 50
50 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ístórfljóti Með froskalappir og flotholt Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar Ekki nema fullhuga mönnum dytti í huga að kasta sér í straumharða á eða stórfljót, hang- andi aftan í plast- fiotholti með froska- lappir á fótunum. Við svo erfiðar að- stæður að hvorki kajakar né gúmmíbátar eiga mögu- leika að komast klakklaust í gegn. En við þessar aðstæður hófu menn að stunda áhugmál, sem orðið er að keppnisíþrótt á Spáni, í Frakk- landi og víðar. Keppnisíþrótt sem hófst í ísköldum og þröngum jökul- ám við rætur frönsku alpanna, þar sem venjulegir bátar komust ekki leiðar sinnar. Ævintýramenn létu ekki sér ekki segjast og fundu upp nýstárlegan búnað til að komast jökulárnar, sama hvað tautaði og raulaði. Á 38 km stórfljóti, sem rennur um Pallars Sobira í Lleida, skammt frá Barcelona á Spáni, eru stundað- ar alls kyns vatnaíþróttir. Fjölmörg fyrirtæki annast ferðamenn sem vilja reyna sig í fljótinu á gúmmí- bátum, en um 70 gúmmíbátar eru til taks á hveijum degi. Áin þykir sú besta fyrir ævintýrsiglingar í Evrópu og skiptist í bæði létt og erfið svæði. Þarna má meðal ann- ars finna Ramon Barrber, spánska meistarann í hinni ört vaxandi keppnisíþrótt, sem kölluð er „hyd- rospeed" í Evrópu. Hann vinnur sem leiðsögumaður hjá fyrirtæki sem dregur nafn sitt af snjómannin- um ógurlega úr Himalaya-fjöllun- um, Yeti Emotions. Því stýrir Jordi, sem er mikill ævintýramaður og hefur farið niður straumhörðustu ár og klifíð mörg af hæstu fjöllum heims. Árlega skipuleggur hann ævintýraferðir á fjarlægar slóðir fyrir Evrópubúa. „Þessi íþrótt er enginn barnaleikur og allt annað en að á sigla kajak eða gúmmíbát. Það er stöðug hætta á meiðslum, Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Ofurhugi í stórfljóti ÞAÐ kostar kjark og áræði að kasta sér í straum- harða á eða stórfljót, hangandi aftan í plasthylki með froskalapplr á fótunum. þótt iðkandinn sé í þykkum blautbún- ingi með sérstakri vörn fyrir fæturna, sem eru í mestri hættu að verða fyrir hnjaski," sagði Jordi í samtali við Morgun- blaðið. „Menn verða að stjórna förinni með fótunum og með því að breyta afstöðu flotholtsins, þegar , SPÁNSKI melstarinn, Ram- on Barrber, er hér í þykkum blautbúningi, með froska- lappir, hjálm og plastþot- una, sem hann þeytist á nið- ur fljótin hraðast Spánverja. við á. Oft missa menn stjórn á þessu og þeytast yfir flúðir á fullri ferð án þess að fá við nokkuð ráðið. Best er að byija varlega, í litlum straum. Keppt er á þrennan hátt, í kapp við klukkuna 5 km leið og sömu vegalengd í gegnum fyrirfram ákveðið hlið, eins og í stórsvigi. Þá keppa Frakkar að komast sem hrað- ast 500 metra vegalengd í miklum straumi. Keppendur skoða árnar vel fyrir keppni og ákveða siglingalín- una, en hlutirnir fara ekki alltaf eins og ætlast er til. Til þess eru aðstæður of breytilegar. Þessi íþrótt reynir gifurlega á styrk manna, lungu og kjark. Það er enginn óhult- ur, sama hvað vanur hann er, því óvæntar flúðir og breyttar aðstæður eru alltaf á næsta leyti. Barrber er geysilega fær og stingur aðra af við erfiðustu aðstæður, þannig að kajakmenn og vanir stjórnendur gúmmíbáta blikna," sagði Jordi. Klettakast ÖNNUR ævintýramennska í Leida-héraðinu í nágrenni Pallars er að renna sér í 9 mm blautgalla niður lækj- arsprænur í þröngum klettagljúfrum, eftir hæfi- lega langt klifur eða göngu- ferð. í forystu til framtíðar Menntun er mikilvœg undirstaða jyrir öflugt atvinnulíf og sjálfstteði þjóðarinnar. Landsbanki Islands hefur staðið við hlið námsmanna og stofnaði fyrstur islenskra hanka sérhæfða þjónustu fyrir námsmenn Námuna. Náman veitir sveigjanlega þjónustu sem er sniðin að þötfum nams manna og á hverju ári er úthlutað styrkjum til náms á Islandi og erlendis. Með ungufólki til bjartari framtíðar Við lítum svo á að nám sé fjárfesting til framtíðar og á námsárunum aðstoðar bankinn námsmenn við fjármögnun og veitir þjónustu og öryggi - til þess að námið beri sem mestan ávöxt. Náman, námsmannaþjónusta Landsbankans, sparar námsmönnum tíma og umstang. I Námunni er hægt að fá ráðgjöf og tekið er tillit til þess að námsmenn, ungt fólk sem er að byggja upp fyrir framtíðina, þurfa aðstoð við að mæta óvæntum útgjöldum. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.