Morgunblaðið - 02.07.1996, Side 1

Morgunblaðið - 02.07.1996, Side 1
112 SÍÐURB/C 147. TBL. 84. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ólafur Ragnar Grímsson kj örínn forseti Islands Hlaut 40,9% greiddra atkvæða ÓLAFUR Ragnar Grímsson, nýkjör- inn forseti Islands, og eiginkona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, hittu frú Vigdísi Finnbogadóttur á Bessastöðum í gær. Vigdís sýndi eftirmanni sínum húsakynnin á for- setasetrinu og kynnti hann og eigin- konu hans fyrir starfsfólki forseta- embættisins. Ólafur Ragnar tekur við embætti forseta 1. ágúst næst- komandi. Ólafur Ragnar var kjörinn fimmti forseti íslands í kosningunum sem fram fóru síðastliðinn laugardag. Hann hlaut 68.370 atkvæði eða 40,9% greiddra atkvæða. Pétur Kr. Hafstein fékk 48.863 atkvæði eða 29,2%, Guðrún Agnarsdóttir fékk 43.578 atkvæði eða 26% og Ástþór Magnússon fékk 4.422 atkvæði eða 2,6%. Auð eða ógild atkvæði voru 2.101 eða 1,3%. Á kjörskrá í kosningunum voru 194.707 kjósendur og greiddu 167.334 atkvæði. Kjörsókn var 85,9%, sem er nokkuð minna en í forsetakosningunum 1980 þegar 90,5% kjósenda greiddu atkvæði. Strax þegar fyrstu tölur birtust, skömmu eftir að kjörstöðum hafði verið lokað kl. 22, var ljóst að Ólaf- ur Ragnar myndi sigra í kosningun- um. Hann hlaut flest atkvæði fram- bjóðenda í öllum kjördæmum. Stuðn- ingur við hann var nokkuð meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgar- svæðinu. Tími sátta og samstöðu Fljótlega eftir að fyrstu tölur í kosningunum lágu fyrir fór Ólafur Morgunblaðið/Sverrir Á MILLI þijú og fimm þúsund manns komu saman við heimili Ólafs Ragnars og Guðrúnar Katrínar á Barðaströnd á Seltjarnarnesi daginn eftir kosningarnar. Mannfjöldinn fagnaði nýkjörnum forseta með klappi og húrrahrópum. Ragnar til fundar við stuðningsmenn sína sem biðu hans á Hótel Sögu. Honum var fagnað vel og lengi af fjölda fólks. Síðar um kvöldið, þegar þau hjón komu öðru sinni í Súlnasal, rétt fyr- ir klukkan eitt, flutti Ólafur Ragnar 15 mínútna langa ræðu. Hann þakk- aði stuðningsmönnum sínum um allt land fyrir stuðninginn. Hann þakk- aði einnig meðframbjóðendum sín- um, Pétri Hafstein, Guðrúnu Agn- arsdóttur og Ástþóri Magnússyni, fyrir heiðarlega og drengilega fram- komu. Undir lok ræðu sinnar vék Ólafur Ragnar að næstu verkefnum og sagði: „Auðvitað skil ég vel að á þessu kvöldi, þessari nóttu, viljum við fagna, en mig langar að lokum til að setja fram þá ósk að hvert og eitt ykkar sem hér eru í kvöld og hvert og eitt ykkar sem heima sitjið eða eru saman komin úti um land, virðið þá ósk mína að taka af heilum hug um hönd þeirra sem aðra hafa stutt í þessu kjöri. Nú fer í hönd tími sátta og samstöðu. Hvað sem líður afstöðu okkar í kosningum til embættis forseta íslands, er sú skylda öllu æðri að vera íslendingur og virða embætti forseta íslands." Nýkjörnum forseta hafa borist fjöldi skeyta og heillaóska víðsvegar að. Pétur Hafstein, Guðrún Agnars- dóttir og Ástþór Magnússon hafa sent honum skeyti og óskað honum velfarnaðar í starfi. Honum hafa einnig borist góðar kveðjur frá for- sætisráðherra, fyrir hönd ríkisstjórn- ar íslands og biskupnum yfir íslandi. ■ Forsetakosningaruar 2/6/10/11/12/14/16/34/35. Rússlandsforseti kom fram í sjónvarpi eftir að hafa ekki sést í fimm daga Enn vangaveltur um heilsu Jeltsíns Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, kom fram í sjónvarpi í Rússlandi í gær, tveimur dögum fyrir seinni umferð forsetakosninganna á morgun, eftir að hafa ekki sést í fimm daga en frammistaða hans nægði ekki til að eyða efasemdum um heilsu hans og getu til að stjórna landinu næstu fjögur árin. Jeltsín sat bak við skrifborð og flutti tveggja mínútna ávarp og var ekki að sjá að þar færi sami maður og fyrir nokkrum vikum svipti af sér jakkanum og steig villtan dans á rokktónleikum I kosningaherferð sinni. „Eg veit nákvæmlega hvað ber að gera, ég hef viljann, styrkleikann og ákveðnina til þess að gera þetta," sagði Jeltsín fremur hásri röddu. „Það, sem nú vantar, er ykkar stuðningur.“ „Hann er við slæma heilsu, það er ljóst“ Jeltsín var skýrmæltur en virtist stífur og talaði ekki af tilfinningu. Opinbera skýringin á hvarfi Jeltsíns var sú að hann hefði verið sár í hálsi eftir erfiða kosningabaráttu fyrir kosningarnar á morgun en í gær sögðu embættismenn að hann hefði verið kvefaður. Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista og andstæðingur Jeltsíns í seinni umferð kosning- anna, krafðist þess áður en Jeltsín kom fram að gerð yrði rækileg grein fyrir heilsu forsetans í opin- berri skýrslu eftir að hann hefði aflýst fjölda funda, þar á meðal viðræðum við ráðamenn í Úkraínu og Moldóvu. „Hann er við slæma heilsu, það er alveg ljóst,“ sagði Zjúganov. Jeltsín er 65 ára gamall og fékk tvisvar vægt hjartaáfall í fyrra. Ekki er vitað til þess að Zjúganov eigi við heilsuvanda að stríða. ■ Jeltsín líkt við/29 Reutcr JELTSÍN á fundi með ráð- gjöfum sínum í gær. Naumur sigur múslima Mostar. lleuter. FLOKKUR Alja Izetbegovic, forseta Bosníu, sigraði naum- lega í borgarstjórnarkosning- um, sem fram fóru í Mostar um helgina. Búist er við að lokatölur berist á morgun. Að sögn talsmanna ESB er talið að stjórnarflokkur músl- ima, Virkt lýðræði, hljóti 19 sæti í borgarstjórn en Lýðræð- issamband Króata hljóti 18. Er ESB tók við stjórn borg- arinnar fyrir um ári, var hvor- um flokki um sig úthlutað 16 sætum, en fimm voru til skipt- anna fyrir aðra flokka, t.d. Serba. Svo virðist sem þeir komi engum manni að. ■ Vilja herða atlöguna /27

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.