Morgunblaðið - 02.07.1996, Side 11

Morgunblaðið - 02.07.1996, Side 11
 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 11 FORSETAKJÖR Ævi og ferill Ölafs Ragnars Grímssonar og Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur Morgunblaðið/Sverrir GUÐRÚN Katrín Þorbergsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson á kosningavöku á Hótel Sögu aðfaranótt sunnudags. Ólafur Ragnar FIMMTI forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er fæddur ísfirð- ingur 14. maí árið 1943. Foreldrar hans voru Grímur Kristgeirsson, hárskeri og bæjarfulltrúi á ísafirði, og Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar húsmóðir. Ólafur Ragnar ólst upp vestra en eftir að hann fluttist til Reykjavíkur dvaldist hann áfram nokkur sumur hjá skyldmennum sín- um á Þingeyri. Að loknu grunnskólaprófi gekk Ólafur í Menntaskólann í Reykjavík og varð hann stúdent 1962. Ólafur var virkur í félagslífi í skólanum og varð þegar á unglingsárum forseti, þá forseti Framtíðarinnar. Stúdent- inn lagði leið sína til Manchester og hóf að nema hagfræði og stjórn- málafræði. BA-prófi lauk hann 1965 í þessum greinum en doktorsprófi í stjórnmálafræði lauk hann við sama skóla fimm árum síðar, árið 1970. Eftir nám var Ólafur Ragnar skip- aður lektor í stjórnmálafræði við Háskóla íslands og 1973 var hann skipaður prófessor í sömu grein. Ólafur Ragnar stundaði einkum rannsóknir á íslenska stjórnkerfmu og annaðist kennslu á því sviði við félagsvísindadeild. Ólafur Ragnar er höfundur fræðigreina og kennslurita um íslenska stjórnkerfið og fræðirit- gerða um alþjóðamál og friðarmál í innlendum og erlendum fræðiritum og safnritum. Ólafur hóf ungur þátttöku í stjórnmálum. Hann sat í stjórn Sam- bands ungra framsóknarmanna á árunum 1966-1973 og var í fram- kvæmdastjórn Framsóknarflokksins frá 1971 til 1973. Ólafur bauð sig fyrst fram til Alþingis fyrir Samtök fijálsiyndra og vinstrimanna árið 1974 á Austurlandi. Það kjörtímabil kom hann tvisvar inn á þing sem varaþingmaður, á árunum 1974 og 1975. Ölafur var formaður fram- kvæmdastjómar Samtaka frjáls- lyndra og vinstrimanna 1974-1975. í kosningum 1978 var Ólafur kjör- inn þingmaður Reykvíkinga fyrir Alþýðubandalagið og aftur í kosn- ingunum 1979. Sat hann á þingi til ársins 1983 og var formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins 1980- 1983. Hann tók þrívegis sæti á Al- þingi sem varaþingmaður Reykvík- inga á árunum 1984 og 1985 og í fjögur skipti sem varaþingmaður Reyknesinga 1987, 1988, 1989 og 1990. Ólafur Ragnar var fjármála- ráðherra í ráðuneyti Steingríms Her- mannssonar 1988-1991. Hann var kjörinn þingmaður Reyknesinga fyr- ir Alþýðubandalagið árið 1991 og aftur í alþingiskosningunum árið 1995. Árið 1987 var Ólafur kjörinn for- maður Alþýðubandalagsins en hann lét af formennsku á landsfundi flokksins síðastliðið haust. Ólafur Ragnar hefur sinnt ýmsum félags- og nefndarstörfum. Hann sat í hagráði 1966-1968, í útvarpsráði 1971- 1975, var formaður milliþinga- nefndar um staðarval ríkisstofnana 1972- 1975 og formaður Félagsvís- indafélags íslands 1975. Ólafur var varaformaður öryggismálanefndar 1979-1990 og sat í stjórn Lands- virkjunar 1983-1988. Ólafur Ragnar var formaður og síðar forseti alþjóðlegu þingmanna- samtakanna Parliamentarians for Global Action 1984-1990 en hefur setið í stjórn þeirra síðan. Samtökin skipulögðu m.a. friðarátak sex þjóð- arleiðtoga 1984-1989 og sat Ólafur í framkvæmdanefnd þess átaks fyrstu ijögur árin. Fyrir störf sín á þessum vettvangi hlaut Ólafur frið- arverðlaun Indiru Gandhi árið 1987. Ólafur sat þing Evrópuráðsins 1980-1984 og tók sæti að nýju á þingi þess 1995. Hann var formaður skipulagsnefndar þingmannaráð- stefnu Evrópuráðsins um Norður- Suður: Hlutverk Evrópu 1982-1984. Ólafur Ragnar hefur hin síðari ár verið ráðgjafí fyrir íslensk fyrirtæki sem leitað hafa inn á nýja markaði, einkum í Asíu og Suður-Ameríku. Ólafur Ragnar kvæntist Guðrúnu Katrinu Þorbergsdóttur árið 1974. Dætur þeirra eru tvíburarnir Guðrún Tinna og Svanhildur Dalla sem fæddust 1975. Báðar stunda þær nám við Háskóla íslands, Tinna í viðskiptafræði og Dalla í hagfræði frá og með næsta hausti eftir nám í stjórnmálafræði. Guðrún Katrín EIGINKONA Ólafs Ragnars Gríms- sonar er Guðrún Katrín Þorbergs- dóttir. Hún er fæddur Reykvíkingur 14. ágúst 1934, dóttir hjónanna Guðrúnar Símonardóttur Bech hús- móður og Þorbergs Friðrikssonar skipstjóra. Hún er önnur í röðinni af fjórum systkinum, sem eru Auð- ur, héraðsdómari í Reykjavík, Þór búfræðingur og Þorbergur verk- fræðingur. Guðrún Katrín ólst upp í Vestur- bænum. Hún fór í Menntaskólann í Reykjavík og varð stúdent árið 1955. Að námi loknu starfaði Guðrún sem fulltrúi á Náttúrufræðistýfnun ís- lands frá 1955 til 1963. Á árunum 1965-1973 dvaldi Guðrún í Dan- mörku og Svíþjóð. Hún las fornleifa- fræði við Gautaborgarháskóla skóla- árið 1971-1972. Guðrún las þjóðfé- lagsfræði frá 1973 til 1975. Guðrún hefur verið framkvæmda- stjóri Póstmannafélags íslands frá 1979, með þriggja ára hléi árin 1988-1991. Þann tíma rak hún versl- unina Garn gallerí við Skólavörðu- stíg í Reykjavík. Guðrún hefur látið félags- og sveitarstjórnarmál sig varða. Hún var bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi á árunum 1978-1994. Frá 1991 hefur hún síðan setið í stjórn Minja og sögu, vinafélags Þjóðminjasafns ís- lands. Guðrún Katrín hefur loks unnið talsvert við pijónahönnun og uppskriftir eftir hana hafa birst í blöðum og tímaritum. Guðrún Katrín á tvær dætur rneð fyrri eiginmanni sínum Þórarni B. Ölafssyni lækni. Þær eru Erla, myndlistarkona fædd 1955, ogÞóra, kennari við Sólvallaskóla á Selfossi, fædd 1960. $ SUZUKI SUZUKI • Afl og öryggi • SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. Ókrýndur konungur innan- bæjarakstursins. Einstaklega rúmgóður. Með stærri og öflugri vél. En alltaf jaín sparneytinn. Skemmtilegur bíll fyrir þá sem eru ungir - að aldri eða í anda. GLSi 3-dyra, verð 940.000,- kr. GXi 5-dyra, verð 980.000,- kr. báðir með öryggisloftpúða. Mikið fyrir peningana ... og þú getur fengið hann strax í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.