Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 11
 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 11 FORSETAKJÖR Ævi og ferill Ölafs Ragnars Grímssonar og Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur Morgunblaðið/Sverrir GUÐRÚN Katrín Þorbergsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson á kosningavöku á Hótel Sögu aðfaranótt sunnudags. Ólafur Ragnar FIMMTI forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, er fæddur ísfirð- ingur 14. maí árið 1943. Foreldrar hans voru Grímur Kristgeirsson, hárskeri og bæjarfulltrúi á ísafirði, og Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar húsmóðir. Ólafur Ragnar ólst upp vestra en eftir að hann fluttist til Reykjavíkur dvaldist hann áfram nokkur sumur hjá skyldmennum sín- um á Þingeyri. Að loknu grunnskólaprófi gekk Ólafur í Menntaskólann í Reykjavík og varð hann stúdent 1962. Ólafur var virkur í félagslífi í skólanum og varð þegar á unglingsárum forseti, þá forseti Framtíðarinnar. Stúdent- inn lagði leið sína til Manchester og hóf að nema hagfræði og stjórn- málafræði. BA-prófi lauk hann 1965 í þessum greinum en doktorsprófi í stjórnmálafræði lauk hann við sama skóla fimm árum síðar, árið 1970. Eftir nám var Ólafur Ragnar skip- aður lektor í stjórnmálafræði við Háskóla íslands og 1973 var hann skipaður prófessor í sömu grein. Ólafur Ragnar stundaði einkum rannsóknir á íslenska stjórnkerfmu og annaðist kennslu á því sviði við félagsvísindadeild. Ólafur Ragnar er höfundur fræðigreina og kennslurita um íslenska stjórnkerfið og fræðirit- gerða um alþjóðamál og friðarmál í innlendum og erlendum fræðiritum og safnritum. Ólafur hóf ungur þátttöku í stjórnmálum. Hann sat í stjórn Sam- bands ungra framsóknarmanna á árunum 1966-1973 og var í fram- kvæmdastjórn Framsóknarflokksins frá 1971 til 1973. Ólafur bauð sig fyrst fram til Alþingis fyrir Samtök fijálsiyndra og vinstrimanna árið 1974 á Austurlandi. Það kjörtímabil kom hann tvisvar inn á þing sem varaþingmaður, á árunum 1974 og 1975. Ölafur var formaður fram- kvæmdastjómar Samtaka frjáls- lyndra og vinstrimanna 1974-1975. í kosningum 1978 var Ólafur kjör- inn þingmaður Reykvíkinga fyrir Alþýðubandalagið og aftur í kosn- ingunum 1979. Sat hann á þingi til ársins 1983 og var formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins 1980- 1983. Hann tók þrívegis sæti á Al- þingi sem varaþingmaður Reykvík- inga á árunum 1984 og 1985 og í fjögur skipti sem varaþingmaður Reyknesinga 1987, 1988, 1989 og 1990. Ólafur Ragnar var fjármála- ráðherra í ráðuneyti Steingríms Her- mannssonar 1988-1991. Hann var kjörinn þingmaður Reyknesinga fyr- ir Alþýðubandalagið árið 1991 og aftur í alþingiskosningunum árið 1995. Árið 1987 var Ólafur kjörinn for- maður Alþýðubandalagsins en hann lét af formennsku á landsfundi flokksins síðastliðið haust. Ólafur Ragnar hefur sinnt ýmsum félags- og nefndarstörfum. Hann sat í hagráði 1966-1968, í útvarpsráði 1971- 1975, var formaður milliþinga- nefndar um staðarval ríkisstofnana 1972- 1975 og formaður Félagsvís- indafélags íslands 1975. Ólafur var varaformaður öryggismálanefndar 1979-1990 og sat í stjórn Lands- virkjunar 1983-1988. Ólafur Ragnar var formaður og síðar forseti alþjóðlegu þingmanna- samtakanna Parliamentarians for Global Action 1984-1990 en hefur setið í stjórn þeirra síðan. Samtökin skipulögðu m.a. friðarátak sex þjóð- arleiðtoga 1984-1989 og sat Ólafur í framkvæmdanefnd þess átaks fyrstu ijögur árin. Fyrir störf sín á þessum vettvangi hlaut Ólafur frið- arverðlaun Indiru Gandhi árið 1987. Ólafur sat þing Evrópuráðsins 1980-1984 og tók sæti að nýju á þingi þess 1995. Hann var formaður skipulagsnefndar þingmannaráð- stefnu Evrópuráðsins um Norður- Suður: Hlutverk Evrópu 1982-1984. Ólafur Ragnar hefur hin síðari ár verið ráðgjafí fyrir íslensk fyrirtæki sem leitað hafa inn á nýja markaði, einkum í Asíu og Suður-Ameríku. Ólafur Ragnar kvæntist Guðrúnu Katrinu Þorbergsdóttur árið 1974. Dætur þeirra eru tvíburarnir Guðrún Tinna og Svanhildur Dalla sem fæddust 1975. Báðar stunda þær nám við Háskóla íslands, Tinna í viðskiptafræði og Dalla í hagfræði frá og með næsta hausti eftir nám í stjórnmálafræði. Guðrún Katrín EIGINKONA Ólafs Ragnars Gríms- sonar er Guðrún Katrín Þorbergs- dóttir. Hún er fæddur Reykvíkingur 14. ágúst 1934, dóttir hjónanna Guðrúnar Símonardóttur Bech hús- móður og Þorbergs Friðrikssonar skipstjóra. Hún er önnur í röðinni af fjórum systkinum, sem eru Auð- ur, héraðsdómari í Reykjavík, Þór búfræðingur og Þorbergur verk- fræðingur. Guðrún Katrín ólst upp í Vestur- bænum. Hún fór í Menntaskólann í Reykjavík og varð stúdent árið 1955. Að námi loknu starfaði Guðrún sem fulltrúi á Náttúrufræðistýfnun ís- lands frá 1955 til 1963. Á árunum 1965-1973 dvaldi Guðrún í Dan- mörku og Svíþjóð. Hún las fornleifa- fræði við Gautaborgarháskóla skóla- árið 1971-1972. Guðrún las þjóðfé- lagsfræði frá 1973 til 1975. Guðrún hefur verið framkvæmda- stjóri Póstmannafélags íslands frá 1979, með þriggja ára hléi árin 1988-1991. Þann tíma rak hún versl- unina Garn gallerí við Skólavörðu- stíg í Reykjavík. Guðrún hefur látið félags- og sveitarstjórnarmál sig varða. Hún var bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi á árunum 1978-1994. Frá 1991 hefur hún síðan setið í stjórn Minja og sögu, vinafélags Þjóðminjasafns ís- lands. Guðrún Katrín hefur loks unnið talsvert við pijónahönnun og uppskriftir eftir hana hafa birst í blöðum og tímaritum. Guðrún Katrín á tvær dætur rneð fyrri eiginmanni sínum Þórarni B. Ölafssyni lækni. Þær eru Erla, myndlistarkona fædd 1955, ogÞóra, kennari við Sólvallaskóla á Selfossi, fædd 1960. $ SUZUKI SUZUKI • Afl og öryggi • SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. Ókrýndur konungur innan- bæjarakstursins. Einstaklega rúmgóður. Með stærri og öflugri vél. En alltaf jaín sparneytinn. Skemmtilegur bíll fyrir þá sem eru ungir - að aldri eða í anda. GLSi 3-dyra, verð 940.000,- kr. GXi 5-dyra, verð 980.000,- kr. báðir með öryggisloftpúða. Mikið fyrir peningana ... og þú getur fengið hann strax í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.