Morgunblaðið - 02.07.1996, Page 28

Morgunblaðið - 02.07.1996, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Kosningar í Mongólíu Stórsigur lýð- ræðissinna Reuter SARA Netanyahu, ásamt eig'inmanni sínum, Benjamin Netanya- hu. Barnfóstra þeiiTa hjóna segist hafa verið rekin vegna deilu um viðbrennda súpu. Rekin barnfóstra setnr Netanyahu í bobba Jerúsalem. Reuter. BENJAMIN Netanyahu, nýkjör- inn forsætisráðherra ísraels, fékk að reyna það í gær, mánu- dag, að lífið getur verið erfitt fyrir fjölskyldumann í hans stöðu, er barnfóstra sem rekin hafði verið úr þjónustu fjölskyld- unnar leysti frá skjóðunni í út- varpsviðtali. Hin 21 árs gamla Tanya Shaw, sem ættuð er frá Suður-Afríku, sagði fréttamönnum að Sara, eig- inkona Netanyahus, hafi á sunnu- daginn hent sér á götuna og kall- að sig „morðingja" í kjölfar deilu vegna viðbrenndrar súpu. Barnfóstran sagði í útvarpi ísraelska hersins að Sara væri haldin hreinlætisæði og hefði gert henni að þvo sér stöðugt um hendurnar og hafi látið soninn Yair Netanyahu sitja klukku- stundum saman í sófa til refsing- ar fyrir að óhreinka teppi. Á sunnudaginn hefði Sara kall- að sig inn úr garði, þar sem hún var að gæta sonarins Yair og öskrað á sig fyrir að hafa látið súpu brenna við og „næstum valda eldi“. Hún hafi þá stungið upp á því að fara með tveggja vikna uppsagnarfresti. Þá hafi Sara sagt: „Þar sem þú ætlar að yfir- gefa börnin mín ertu eins og morðingi." Skrifstofa Netanyahus hafnaði því að gefa út opinbera yfilýsingu vegna málsins en vísaði til orða sem höfð voru eftir í dagblaðinu Maariv, þess efnis að barnfóstran væri óstöðug persóna, að sögn öryggisvarða. Shaw vísaði slikum ásökunum á bug og sagði útvarpinu. „Ef einhver er óstöðugur er það hún (Sara).... Ef ég er svona óstöðug, hvemig stendur þá á því að hún lét mig annast börnin sín í hálft ár?“ Hin 35 ára gamla Sara Net- anyahu er þriðja eiginkona for- sætisráðherrans og hefur sýnt áhuga á að leika óvenjulega virkt opinbert hlutverk. f kosningabar- áttunni var henni og bömunum tveimur óspart teflt fram. Ulan Bator. Reuter. FLOKKUR stjórnarandstöðu Mon- gólíu, Lýðræðiseiningarsamtökin, vann yfirburðasigur í kosningum sem fram fóru í landinu á sunnu- dag. Fyrrverandi kommúnistar, sem hafa stjórnað hinu risastóra steppu- landi sleitulaust síðastliðin 75 ár, biðu þar með algjöran ósigur. Lýðræðissinnar hlutu 48 af 76 sætum á þjóðþingi Mongóla, Stóra Húralnum, og komu þessi úrslit þeim sjálfum á óvart, jafnt sem erlendum sendimönnum. í síðustu kosningum árið 1992, sem voru fyrstu fijálsu kosningarnar í land- inu, hlaut stjórnarandstaðan ein- ungis 6 af hundraði atkvæða. Lýðræðiseiningarsamtökin sam- eina í kosningabandalagi tvo helztu stjómarandstöðuflokka Mongólíu, Þjóðlega lýðræðisflokkinn og Sós- íaldemókrata. Formaður samtak- anna, Enkhsaikhan, sagði úrslitin sérstaklega mikilvæg. „Við erum að beina sjónum mongólsku þjóðar- innar inn í næstu öld.“ Hinir fyrrverandi kommúnistar, skipulagðir í Byltingarflokki mong- ólskrar alþýðu, þurftu að þola að hinn yfirgnæfandi 70 sæta meiri- hluti þeirra væri skorinn niður í 23 sæti. Formaður sósíaldemókrata, Gonchigdoij, sagði í viðtali að nú væri Mongólía „í fyrsta sinn í nú- tímasögunni lýðræðisleg“. „Við höf- um axlað þunga ábyrgð en við erum ánægðir með að verkefnið er okk- ar,“ sagði Gonchigdoij, sem hafði efnt til áhlaups til að fella forsætis- ráðherrann Purevdoij. „Við höfum gert samning við þjóðina og nú munum við framkvæma þann samning." Hinir sigruðu fyrrverandi komm- únistar neituðu að tjá sig opinber- lega um kosningaúrslitin. Vestrænir stjórnmálaskýrendur segja kosningarnar hafa farið heið- arlega fram, en úrslitin hafi komið öllum á óvart, ekki sízt stjórnarand- stöðunni sjálfri. Greinilegur munur væri á kosningahegðan yngri og eldri kjósenda. Hinir eldri hefðu enn treyst á fyrrverandi kommúnista en yngra fólkið hefði fremur kosið stjórnarandstöðuna, sem hafi í kosningabaráttunni auglýst hraðari efnahags- og stjórnarfarsumbætur. Hraðlestrarnámskeið Vilt þú lesa meira, en hefúr ekki nægan tíma? Vilt þú vera vel undirbúin(n) fyrir námið í haust? Sumarnámskeið í hraðlestri hefst 17. júlí n.k. Lestrarhraði þátttakenda Ijórfaldast að jafiiaði. Við ábyrgjumst að þú nærð árangri! Skráning er í síma 564-2100. HRAÐLESTRARSKÖLJINISÍ MONGÓLSKIR kjósendur, íklæddir hefðbundnum litríkum klæð- um, sjást hér raða sér upp til að skrá sig fyrir þingkosningarnar á sunnudag. Þetta var í annað sinn sem frjálsar kosningar fóru fram í landinu eftir fall kommúnistastjórnarinnar árið 1990. Kýpurdeilan tekin upp í Strassborg Rannsaka ásakanir um mannréttinda- brot Tyrlga Strassborg. Reutcr. KÝPUR vann áfangasigur gegn Tyrklandi í gær, mánudag, þegar Mann- réttindanefnd Evrópu sam- þykkti að rann- saka ásakanir um mannréttindabrot frá því að hernám Tyrkja hófst árið 1974, sem skipti eyjunni í tvennt. Nefndin mun rannsaka ásak- anir um að Tyrkir séu ábyrgir fyrir mannréttindabrotum í tengslum við innrás þeirra 1974. Meðal annars ásaka Kýpverjar Tyrki um hvarf 1.619 manna, sem enn séu ófundnir frá innrásinni, 170.000 grískir Kýpverjar séu enn sviptir að- gangi að eignum sínum og grískir Kýpverjar sem búi á norður- hluta eyjarinnar sæti ómannúð- legri meðferð. Ef nefndinni tekst ekki að koma á friðsamlegu samkomulagi deiluaðila og kemst að þeirri nið- urstöðu að Tyrkir hefðu framið mannréttindabrot, verður málinu vísað til ríkisstjórna aðildarríkja Evrópuráðsins eða til Mannrétt- indadómstóls Evrópu í Strass- borg. Lekií Tsjernó- býl LÍTILL skammtur af geisla- virkum efnum slapp út í and- rúmsloftið í Tsjernóbýl-kjarn- orkuverinu, þar sem versta kjarnorkuslys sögunnar átti sér stað fyrir tíu árum. Verk- fræðingur í stöðinni sagði að leki hefði uppgötvast á föstu- dag, hann hefði verið lítill og engin hætta hefði skapast. Loka á kjarnorkuverinu fyr- ir aldamót og hafa sjö helstu iðnríki heims lofað að styrkja lokunina með framlögum að andvirði þriggja milljarða doll- ara (um 200 milljarða ís- lenskra króna). Dýralyf vin- sælt í Svíþjóð DEYFILYF, sem notað er á hunda og ketti í skurðaðgerð- um, nýtur nú mikilla vinsælda meðal sænskrar æsku í reif- samkvæmum og teknó-nætur- klúbbum, að því er sænska dagblaðið Svenska Dagbladet greindi frá í gær. Lyfið er talið hættulegt og sagt að of stór skammtur geti valdið hjartaáfalli. Lyfið nefnist ketamín og sagði ungur maður í viðtali við blaðið að auk þess að missa stjórn á líkamanum hefði jafn- vægisskynið horfið og sér hefði fundist sem höfuðið hefði losnað frá búknum eftir að hafa tekið lyfið. Grammið af lyfinu kostar 15.000 íslenskar krónur á göt- unni. Nýr forseti Dóminik- anska lýð- veldisins MIÐJU- MAÐUR- INN Leonel Femandez sigraði naumlega í annarri um- ferð forseta- kosninganna í Dóminik- anska lýð- veldinu á sunndag, að því er tilkynnt var í gær. Fernandez tekur við emb- ætti 16. ágúst af Joaquin Ba- laguer, sem setið hefur í sjö kjörtímabil og mátti ekki bjóða sig fram til endurkjörs. Biblíueign fangelsissök DÓMSTÓLL í Singapore dæmdi í gær 72 ára gamla ömmu, Yu Nguk Ding, í fang- elsi fyrir að eiga Biblíuna og prentað efni, sem Vottar Je- hóva gefa út, en sá söfnuður er bannaður þar. Greint verður frá því í dag hversu þunga refsingu Yu hlýtur. Samkvæmt lögum Singapore um óæskilegar út- gáfur á hún yfir höfði sér tveggja ára fangelsi. Vottar Jehóva voru bannaðir í Sin- gapore árið 1972 vegna þess að félagar í söfnuðinum neit- uðu að gegna herþjónustu. Leonel Fernandez.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.