Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ1996 31 Listahátíð á ekki bara að falla fólki í geð, heldur einnig ögra því Hvert er hlutverk listahátíða? 0 g hvað er alþjóðleg listahátíð? Þess- um spumingum og flei svarar Bergljót Jónsdóttir, stjómandi Lista- hátíðarinnar í Björgvin, í samtali við Þröst Helgason sem sótti hátíðina þetta árið. Bergljót segir að listahátíðir þurfí að kynna fólki eitthvað nýstárlegt en um leið efla þá listastarfsemi sem fyrir er í eigin landi. Ijósmynd/Eirik Hagesæter BERGLJÓT Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Listahátíðar í Björgvin, hefur vakið athygli fyrir rögg- sama sljórnun hátíðarinnar og fyrir að fara ekki troðnar slóðir. BERGLJÓT Jónsdóttir tók við stöðu framkvæmdastjóra Listahá- tíðarinnar í Björgvin fyrir rúmu ári. Hátíðin er haldin í lok maí á ári hverju og var þetta fyrsta há- tíðin sem Bergljót hefur umsjón með. Hún segir að það taki tíma að breyta hátíð sem þessari og gefa henni nýtt yfirbragð. Samn- ingur Bergljótar gildir til ársins 1999 en möguleikar eru á fram- haldsráðningu ef svo ber undir. Starf Bergljótar felst ekki aðeins í listrænni stjórnun hátíðarinnar heldur einnig fjárhagslegri stjórn- un. Hátíðin stendur í 12 daga og bauð í ár upp á 130 viðburði. Síð- astliðin ár hafa áhorfendur verið um 40.000 ár hvert. Bergljót er fædd árið 1954. Hún lauk píanókennaraprófi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík árið 1974. Árið 1978 lauk hún M.A.- prófi í tónlistarkennslu í Banda- ríkjunum og hóf síðan kennslu hér á landi. Hún gegndi starfi fram- kvæmdastjóra íslensku tónverk- amiðstöðvarinnar frá 1986 til 1994 og var framkvæmdastjóri listahátíðarinnar, Sólstafa, sem haldin var hér á landi á síðasta ári í tengslum við þing Norðurlanda- ráðs. Einnig vann hún að undir- búningi kynningar á norrænni tón- list í Bretlandi á þessu ári. Hlutverk listahátíða Þann tíma sem Bergljót hefur verið í Björgvin hafa störf hennar vakið þó nokkra athygli. Fjölmiðl- ar hafa sagt stjórn hennar á hátíð- inni röggsamlega og að hún fari ekki troðnar slóðir í listrænni stjórnun. Sjálf segist hún leggja mikla áherslu á að hlutverk hátíð- arinnar sé skýrt og vel skilgreint, það sé grundvöllurinn að heil- steyptri hátíð. Telur hún að það sé örugglega nokkur misbrestur á því að menn velti nægilega fyrir sér hlutverki listahátíða sem haldnar séu vítt og breitt um heim- inn og spretta nú á dögum upp eins og gorkúlur á haug. „Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir til hvers er verið að halda listahátíð og hvaða hópum hún á að þjóna? Margar þessar hátíðir voru stofnaðar rétt eftir seinna stríð á fimmta og sjötta áratugnum. Þá var fólk hungrað í menningu, það langaði til að heyra meira og sjá meira en það sem var í næsta nágrenni. Tæknin var ekki orðin jafngóð og nú, menn áttu heldur ekki jafnauðvelt með að ferðast; því var það góð lausn að safna listafólki saman á einn stað og efna til hátíðar. Hátíðirnar sem eiga rætur sínar að rekja til þessa tíma, svo sem eins og sú í Avignon, Edinborg og Björgvin, voru stofnaðar til að fullnægja sterkri þörf fyrir aukið listalíf. En það má velta því fyrir sér hvort þær hafi breyst í sam- ræmi við þá þróun sem orðið hefur í þjóðfélaginu. Helstu breytingarn- ar felast í því að hátíðirnar hafa stækkað, atriðum á þeim hefur flölgað o.s.frv. Ég held því að það sé mjög þýðingarmikið í dag að taka upp þessa spurningu: Hvers vegna höldum við listahátíð? Svarið er ekki einfalt en ljóst er að hátíð af þessu tagi getur ekki verið endurtekning á því sem er að gerast hér allt árið um kring, þannig má hún ekki vera samsett af hefðbundinni hljómleika- og leikhúsdagskrá í samþjöppuðu formi. Hún ætti að bjóða upp á eitthvað sem fólki í tiltekinni borg gæfist annars ekki kostur á að sjá og heyra. Eitt af hlutverkum lista- hátíðar á með öðrum orðum að vera að kynna fólki eitthvað nýst- árlegt; hún á ekki aðeins að falla fólki í geð, heldur einnig ögra því. Það er einnig mikilvægt að lista- hátíð hafi hvetjandi áhrif á lista- og menningarstarfsemi í því landi sem hún er haldin. Sömuleiðis þarf hún að kynna innlenda list og listamenn fyrir umheiminum; sjónvarps- og útvarpsupptökur eru mikilvægar í því samhengi. Og það er reyndar ekki síður mikilvægt að kynna innlendu lista- mennina betur fyrir löndum sínum; í þeirri viðleitni okkar hefur reynst vel að sýna þá í nýju og óvæntu ljósi. Sem dæmi má nefna að við fengum Truls Mork, einn kunnasta og færasta sellóleikara Noregs, til að vera á hátíðinni í heila viku og halda nokkra tónleika með erlend- um og innlendum vinum sínum, eins og við kölluðum það; hann safnaði með öðrum orðum saman nokkrum frábærum tónlistarmönn- um til að leika með sér, sumum hafði hann leikið með áður en öðr- um ekki. Hin hefðbundna leið hefði verið að hann hefði haldið eina eða tvenna einleikstónleika og síðan ekki söguna meir. Með þessu fær fólk hins vegar ekki aðeins að heyra hann spila í öðru samhengi en áður heldur einnig leika verk sem hann myndi annars ekki flytja. Þetta sama var gert á bók- menntasviðinu þar sem skáld hátíð- arinnar, Herbjerg Wassmo, kom ekki aðeins fram á upplestrum sjálf heldur hafði líka umsjón með upp- lestrarkvöldi þar sem kynntar voru fjórar norrænar skáldkonur. Hún fékk þannig tækifæri til að stofna til samræðna við önnur skáld og um leið varð dagskráin áhugaverð- ari og fjölbreyttari. Svipuð dag- skrá, bara viðameiri, var skipulögð með tónskáldi hátíðarinnar, Lasse Thoresen. Samstarfíð við hann leiddi meðal annars til þess að heil Gamelan hljómsveit kom til Björg- vinjar og flutti tónlist sem kynnt var af Lasse Thoresen. Listamennirnir sjálfir hafa verið mjög ánægðir með þessa tilbreytni og þarf það ekki að koma á óvart. Tónlistarmenn eru til dæmis ótrú- lega oft í þeirri aðstöðu að vera að spila sömu efnisskrána á hveij- um tónleikunum á fætur öðrum. Svona tækifæri taka þeir því opn- um örmum. Ég held reyndar að það megi skipta listahátíðum í tvennt eftir því hvað þær taka þetta hlutverk sitt alvarlega og sinna því vel, að vinna með listamönnum og lista- stofnunum í því landi sem þær eru. Ég hef heyrt því borið við að það sé ekkert nýtt að bjóða upp á innlenda listamenn en menn verða auðvitað að hafa hugmyndaflug til að gera það með þeim hætti að það verði spennandi." Finnst þér Listahátíð í Reykja- vík hafa gegnt þessu hlutverki sínu nægilega vel í gegnum tíðina? „Eitt af meginhlutverkum Listahátíðar í Reykjavík finnst mér að ætti að vera að kynna ís- lenska list og listamenn með nýj- um og forvitnilegum hætti og leggja þá meiri áherslu á gæði en magn. Þó verður maður að hafa það í huga við skipulagningu á svona hátíðum að hlutfall erlendra gesta verður sjaldan hærra en 15%. Á Björgvinjarhátíðinni seljast um 10% miða til erlendra gesta.“ Hvað er að vera alþjóðlegur? Bergljót hefur lagt áherslu á hugtakið alþjóðlegur í kynningu sinni á hátíðinni í Björgvin en hún segir ennfremur að það sé mjög mismunandi hvaða skilning menn leggja í það. „Það hefur verið til- hneiging til að kalla þær listahá- tíðir alþjóðlegar sem bjóða upp á listamenn sem hafa ferðast á milli New York, London, París, Berlínar og fleiri borga og haldið tónleika. Ég skil þetta orð ekki þannig. Að mínu mati er ekki nóg að hafa Norður-Evrópu og Bandaríkin undir þegar halda á alþjóðlega listahátíð; slík hátíð verður að bjóða upp á viðburði frá fleiri og framandlegri menningarsvæðum, frá Asíu, Afríku og Suður-Amer- íku, svo eitthvað sé nefnt. Það er alltaf verið að tala um að heimur- inn sé að verða minni og minni, tæknin geri það að verkum en hvað vitum við um það sem í dag er að gerast í menningarlífi þeirra heimsálfa sejn ég taldi upp hér að framan. Ég held það sé harla lítið enda held ég að streymi upp- lýsinga um listir og menningu sé afskaplega lélegt milli heimsálfa. Við skipulagningu Björgvinjar- hátíðarinnar hef ég lagt áherslu á að kynna menningu framandi landa. í ár kom til að mynda víet- namskur danshópur fram á hátíð- inni og vakti óskipta athygli. Einn- ig söng líbanska nunnan, systir Marie Keyrouz, sem hefur vakið athygli í Vestur-Evrópu fyrir ein- staka túlkun sina á austrænni kirkjutónlist. Við kynntum einnig tónlist frá Indónesíu og fleira mætti nefna.“ Svona er Björgvin - skilgreining hátíðar Bergljót segir mjög vinsælt að tala um að listahátíðir eigi að vera sérstakar og einkennandi fyrir borgirnar sem þær eru haldnar í. „Fólk vill hafa sína listahátíð öðrú- vísi en í öðrum borgum. Svona er Björgvin, vill fólk geta sagt á meðan Listahátíðin stendur yfir. Það er því mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir að hvaða leyti við erum sérstök og nýtum okkur það við skipulagningu hátíðarinn- ar. Á hátíðinni í ár lögðum við áherslu á miðaldamenningu en hún var einmitt mjög sterk í Björg- vin. Hér höfum við líka nokkrar miðaldabyggingar þar sem við fluttum bæði tónlist frá þessum tíma og nýrri tónlist. Með þessum hætti getur fólk fengið ákveðna sýn inn í það sem var að gerast hér á þessu tímabili í sögu borgar- innar. Og um leið erum við a.ð tengja fortíð og nútíð. Þemu hátíðarinnar Listahátíðin í Björgvin vinnur með ákveðin þemu. Tvö megin- þemu voru í tónlistardagskrá hennar í ár, ungir tónlistarmenn og miðaldir. „Við getum ekki bara einblínt á síðustu þrjú hundruð ár í menningarsögunni," segir Berg- ljót, „heldur verðum við að reyna að kynna það besta úr allri listá- sögunni. í ár lögðum við sérstaka áherslu á miðaldamenningu. Þáð hefur á síðustu árum blossað upp mikill áhugi á miðöldum, bæði miðaldafræðum og -menningu, én það er ekki aðalástæðan fyrir því að við tökum þetta þema upp. Mér þykir það einfaldlega vera mikil- vægt að við vitum hvaðan við erum komin, að við þekkjum söguna, fáum aðeins víðari sýn á fortíð okkar. Við höfum því ekki aðeins verið að halda tónleika þar sem miðalda- tónlist hefur verið flutt heldúr höfum við líka stofnað til fyrir- lestra á undan þeim þar sem fræði- menn hafa fjallað um verkin óg tímabilin sem þau eru samin á. Þetta hefur mælst ágætlega fyrir, aðsóknin hefur verið allt frá 30 til 100 manns á hveijum fyrir- lestri. Fyrirlestrahaldið höfum víð unnið í samvinnu við háskólann hér í Björgvin en þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin vinnur með skól- anum. í ár lögðum við áherslu á að kynna unga norska tónlistarmenn í sérstakri tónleikaröð sem fram fór á Troldhaugen, heimili Griegs. í Noregi er fjöldi góðra ungra tón- listarmanna og ég tel mikilvægt að þeir fái tækifæri til að auka hróður sinn með því að koma fram á þekktri listahátíð ásamt viður- kenndum listamönnum. Borgarbúar jákvæðir Að sögn Bergljótar þykir Björg- vinjarbúum mjög vænt um hátíð- ina. „Það heyrast alltaf einhveijar gagnrýnisraddir á hveiju ári um að þetta og hitt hefði mátt vera betra, og þannig verður það allt- af, en það vill samt engin missa hátíðina. Við fáum mikinn stuðn- ing af fyrirtækjum í borginni sem eru áhugasöm um að efla listalífið og sjá sér reyndar einnig beinlínis hag í því að hafa hátíðina í borg- inni. Þegar hátíðin lenti í fjárhags- vanda fyrir nokkrum árum síðan var það þannig ekki ríkið sem kom henni til bjargar heldur fyrirtækin í borginni. Opinber framlög til hátíðarinnar eru aðeins 40% af þeirri upphæð sem við höfum til umráða hvert ár, núna var upphæðin 200 millj- ónir íslenskra króna. Afganginn fáum við frá fyrirtækjum og af miðasölu. Hlutfall opinberra styrkja er því óvenju lágt miðað við það sem gerist og gengur. Þetta mundi aldrei ganga upp nema vegna þess hvað viðhorf borgarbúa og fyrirtækja hér í borginni og nágrenni er jákvætt. Ég efast um að þetta myndi ganga upp annarsstaðar, þetta myndi að minnsta kosti örugglega ekki ganga heima á íslandi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.