Morgunblaðið - 02.07.1996, Page 43

Morgunblaðið - 02.07.1996, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 43 AÐSEIMDAR GREIIMAR Komuverslun í Leifs stöð er óeðlileg KAUPMANNA- SAMTÖK íslands hafa ítrekað farið þess á leit við stjórnvöld, að í tollfrjálsri verslun fyrir komufarþega í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar á Miðnesheiði verði aflögð sala á öðru en einkasöluvör- um ríkisins, áfengi og tóbaki. Ástæðan fyrir þessari ósk samtaka smásöluverslunar í landinu er mjög eðli- leg, þ.e.a.s. að í núver- andi rekstri felist óþol- andi mismunun í versl- unarrekstri og óvirðing við íslenska verslun. Þrátt fyrir að gengið hafi verið á fund ráðamanna sem hafa lýst skilningi á málinu, og erindið síðar verið ítrekað með formlegum hætti, þá bólar ekkert á breyting- um. Rök samtaka verslunarinnar Helstu rök verslunarinnar fyrir því að leggja beri af umrædda verslun, a.m.k. með aðrar vörur en áfengi og tóbak, eru þau, að á sama tíma og íslensk verslun verður að gjalda ríki og bæjarfélögum gjöld sem eru hærri en nokkur annar atvinnuvegur á íslandi greiðir til samneyslunnar, þá greiði komu- verslunin í Leifsstöð aðeins húsa- leigu. Hún greiðir ekki venjulegar Sigurður Jónsson álögur á verslunina, og innheimtir ekki virðis- aukaskatt. Svo er það ekki hlutverk ríkis- valdsins að stunda verslunarrekstur í samkeppni við inn- lenda verslun, enda leyfa stjórnvöld ann- arra landa sér ekki slíka framkomu við atvinnugreinina. Komuverslunin í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar hefur smám saman þróast upp í það að verða stærsti selj- andi á íslandi í snyrti- vörum, ásamt með fríhafnarverslun í brottfararsal, og einn hinna stærstu í ýmsum öðrum vörum s.s. grillum, reiðhjólum, hljómtækjum o.s.frv. Fólk sem er að fara utan getur pantað þessar vörur hjá versl- uninni fyrir brottför þannig að var- an sé innpökkuð og tilbúin til af- hendingar þegar viðkomandi kem- ur aftur til landsins. Verðinu er stillt til samræmis við reglur um tollfijálsan innflutning ferðamanna þannig að enginn einn hlutur kosti meira en 18 þúsund krónur. í fríhöfnum erlendis tíðkast að viðskiptavinir verða að sýna brott- fararspjöld til að geta keypt vörur tollfijálst. Þó munu dæmi um það í Ungveijalandi og Tyrklandi, að komufarþegar geti keypt tollfijáls- .'WWfPWWNWIlBBMWi* - 'rkmMaLk' • -.v- Auka á verslunarrými í Leifsstöð, segir Signrð- ur Jónsson, og leigja einkaaðilum. an varning. ísland skipar sér því í sveit með þessum löndum í óeðli- legri framkomu við eina þýðingar- mestu atvinnugrein hvers þjóðfé- lags. Þótt vissulega megi benda á að íslensk heildverslun njóti við- skipta við komuverslunina, þá rétt- lætir það ekki tilvist hennar í Leifs- stöð eða annars staðar. Enda hafa samtök stórkaupmanna staðið að kröfunni um að þessi verlsun verði aflögð með Kaupmannasamtökum íslands og Samtökum samvinnu- verslana. Það er skýlaus krafa verslunarinnar allrar, að komu- verslunin hætti sölu annarra vara en áfengis og tókbaks á meðan rík- ið hefur þessar vörur í einkasölu. Tollfrjáls verslun í miðborg Reykjavíkur? Nú kann einhver að segja sem svo, að komuverslunin afli ríkinu svo mikilla tekna, að erfitt sé þess vegna að leggja hana niður. Lítum nánar á þessa hlið málsins. Ef það er fyrst og fremst markmið þessar- ar verslunar að afla ríkinu tekna þá hlýtur að vera miklu eðlilegra að tekið sé á leigu hentugt verslun- arhúsnæði, t.d. í miðborg Reykja- víkur, og sett þar upp svona toll- fijáls verslun. Enda hljóta sölu- möguleikar að vera mun meiri þar en í flugstöðinni á Miðnesheiði. Áuk þess væri þá öllum landsmönnum gert jafnt undir höfði, bæði þeim sem hafa efni og ástæður til að ferðast, svo og þeim sem eru lítið eða ekki í ferðalögum. Að sjálf- sögðu væri ekkert vandamál að fá hentuga aðstöðu fyrir slíkan rekst- ur, því önnur verslun legðist af samhliða. Þetta væri þannig ágætt dæmi um það sem stundum er nefnt að skjóta sig í fótinn. Skynsemi ráði Vonandi fæst fljótlega niður- staða í þetta mál, og er það von mín að þessar línur stuðli að því. Að sjálfsögðu munu stjórnvöld láta skynsemina ráða í þessu máli og styrkja íslenska verslun með ráð- um og dáð. í Leifsstöð á að reka verslun með tollfijálsan varning í brottfararsal fyrir viðkomufar- þega og aðra sem eru á leið út úr landinu, og sýna brottfarar- spjöld því til staðfestingar. En að sjálfsögðu þarf einnig að auka aðra verslun til þessara ferða- langa. Kaupmannasamtök íslands hafa látið þá ósk í ljósi að verslun- arrými í flugstöðinni verði aukið og það leigt einkaaðilum til rekst- urs fjölbreyttrar verslunar og þjón- ustu við flugfarþega. Þarna á að reka verslun á almennum og eðli- legum grundvelli, — fyrirtæki sem taka fullan og eðlilegan þátt í at- vinnulífi landsmanna, — á jafn- ræðisgrundvelli! Höfundur er framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka íslands. Laxá f Þingeyjarsýslu „Ég nota GSM símann minn í borg- inni og kemst ekki af án hans. En þegar ég set vöðlurnar og stöngina í bílinn og skrepp i lax pá tek ég alitaf með mér NMT símann minn. Það er ábyrgðarhlutur að vera sambandslaus i óbyggðum og ég gœti ekki hugsað mér að vera án langdrœgninnar og öryggisíns sem fylgir pví að vera með NMT far- síma með sér. Svo er alltaf gaman að hringja í kunmngjana og stríða peim aðeins pegar sá stóri hefur tekið.“ „Get ekki verið án langdrœgni og öryggis NMT í veiðinni“ NMT farsímarnir hafa fyrir löngu sannað notagildi sitt á íslandi. Dreifikerfið fyrir NMT farsímana er víðtækt og símarnir eru langdrægir. Þessir kostir gera NMT að ákjósanlegum valkosti fyrir þá sem eru á ferð um sveitir landsins, óbyggðir og ekki síður á hafi umhverfis landið. (slenska NMT síma má einnig nota á Norðurlöndum. NMT símar - þegar langdrægni og öryggi skipta máli. PÓSTUR OG SÍMI Stettm erfyrsta skrefíð inn... afhellum og steinum. Mjöggottverð. STÉTT HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700 -FAX 577 1701

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.