Morgunblaðið - 02.07.1996, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 02.07.1996, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 43 AÐSEIMDAR GREIIMAR Komuverslun í Leifs stöð er óeðlileg KAUPMANNA- SAMTÖK íslands hafa ítrekað farið þess á leit við stjórnvöld, að í tollfrjálsri verslun fyrir komufarþega í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar á Miðnesheiði verði aflögð sala á öðru en einkasöluvör- um ríkisins, áfengi og tóbaki. Ástæðan fyrir þessari ósk samtaka smásöluverslunar í landinu er mjög eðli- leg, þ.e.a.s. að í núver- andi rekstri felist óþol- andi mismunun í versl- unarrekstri og óvirðing við íslenska verslun. Þrátt fyrir að gengið hafi verið á fund ráðamanna sem hafa lýst skilningi á málinu, og erindið síðar verið ítrekað með formlegum hætti, þá bólar ekkert á breyting- um. Rök samtaka verslunarinnar Helstu rök verslunarinnar fyrir því að leggja beri af umrædda verslun, a.m.k. með aðrar vörur en áfengi og tóbak, eru þau, að á sama tíma og íslensk verslun verður að gjalda ríki og bæjarfélögum gjöld sem eru hærri en nokkur annar atvinnuvegur á íslandi greiðir til samneyslunnar, þá greiði komu- verslunin í Leifsstöð aðeins húsa- leigu. Hún greiðir ekki venjulegar Sigurður Jónsson álögur á verslunina, og innheimtir ekki virðis- aukaskatt. Svo er það ekki hlutverk ríkis- valdsins að stunda verslunarrekstur í samkeppni við inn- lenda verslun, enda leyfa stjórnvöld ann- arra landa sér ekki slíka framkomu við atvinnugreinina. Komuverslunin í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar hefur smám saman þróast upp í það að verða stærsti selj- andi á íslandi í snyrti- vörum, ásamt með fríhafnarverslun í brottfararsal, og einn hinna stærstu í ýmsum öðrum vörum s.s. grillum, reiðhjólum, hljómtækjum o.s.frv. Fólk sem er að fara utan getur pantað þessar vörur hjá versl- uninni fyrir brottför þannig að var- an sé innpökkuð og tilbúin til af- hendingar þegar viðkomandi kem- ur aftur til landsins. Verðinu er stillt til samræmis við reglur um tollfijálsan innflutning ferðamanna þannig að enginn einn hlutur kosti meira en 18 þúsund krónur. í fríhöfnum erlendis tíðkast að viðskiptavinir verða að sýna brott- fararspjöld til að geta keypt vörur tollfijálst. Þó munu dæmi um það í Ungveijalandi og Tyrklandi, að komufarþegar geti keypt tollfijáls- .'WWfPWWNWIlBBMWi* - 'rkmMaLk' • -.v- Auka á verslunarrými í Leifsstöð, segir Signrð- ur Jónsson, og leigja einkaaðilum. an varning. ísland skipar sér því í sveit með þessum löndum í óeðli- legri framkomu við eina þýðingar- mestu atvinnugrein hvers þjóðfé- lags. Þótt vissulega megi benda á að íslensk heildverslun njóti við- skipta við komuverslunina, þá rétt- lætir það ekki tilvist hennar í Leifs- stöð eða annars staðar. Enda hafa samtök stórkaupmanna staðið að kröfunni um að þessi verlsun verði aflögð með Kaupmannasamtökum íslands og Samtökum samvinnu- verslana. Það er skýlaus krafa verslunarinnar allrar, að komu- verslunin hætti sölu annarra vara en áfengis og tókbaks á meðan rík- ið hefur þessar vörur í einkasölu. Tollfrjáls verslun í miðborg Reykjavíkur? Nú kann einhver að segja sem svo, að komuverslunin afli ríkinu svo mikilla tekna, að erfitt sé þess vegna að leggja hana niður. Lítum nánar á þessa hlið málsins. Ef það er fyrst og fremst markmið þessar- ar verslunar að afla ríkinu tekna þá hlýtur að vera miklu eðlilegra að tekið sé á leigu hentugt verslun- arhúsnæði, t.d. í miðborg Reykja- víkur, og sett þar upp svona toll- fijáls verslun. Enda hljóta sölu- möguleikar að vera mun meiri þar en í flugstöðinni á Miðnesheiði. Áuk þess væri þá öllum landsmönnum gert jafnt undir höfði, bæði þeim sem hafa efni og ástæður til að ferðast, svo og þeim sem eru lítið eða ekki í ferðalögum. Að sjálf- sögðu væri ekkert vandamál að fá hentuga aðstöðu fyrir slíkan rekst- ur, því önnur verslun legðist af samhliða. Þetta væri þannig ágætt dæmi um það sem stundum er nefnt að skjóta sig í fótinn. Skynsemi ráði Vonandi fæst fljótlega niður- staða í þetta mál, og er það von mín að þessar línur stuðli að því. Að sjálfsögðu munu stjórnvöld láta skynsemina ráða í þessu máli og styrkja íslenska verslun með ráð- um og dáð. í Leifsstöð á að reka verslun með tollfijálsan varning í brottfararsal fyrir viðkomufar- þega og aðra sem eru á leið út úr landinu, og sýna brottfarar- spjöld því til staðfestingar. En að sjálfsögðu þarf einnig að auka aðra verslun til þessara ferða- langa. Kaupmannasamtök íslands hafa látið þá ósk í ljósi að verslun- arrými í flugstöðinni verði aukið og það leigt einkaaðilum til rekst- urs fjölbreyttrar verslunar og þjón- ustu við flugfarþega. Þarna á að reka verslun á almennum og eðli- legum grundvelli, — fyrirtæki sem taka fullan og eðlilegan þátt í at- vinnulífi landsmanna, — á jafn- ræðisgrundvelli! Höfundur er framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka íslands. Laxá f Þingeyjarsýslu „Ég nota GSM símann minn í borg- inni og kemst ekki af án hans. En þegar ég set vöðlurnar og stöngina í bílinn og skrepp i lax pá tek ég alitaf með mér NMT símann minn. Það er ábyrgðarhlutur að vera sambandslaus i óbyggðum og ég gœti ekki hugsað mér að vera án langdrœgninnar og öryggisíns sem fylgir pví að vera með NMT far- síma með sér. Svo er alltaf gaman að hringja í kunmngjana og stríða peim aðeins pegar sá stóri hefur tekið.“ „Get ekki verið án langdrœgni og öryggis NMT í veiðinni“ NMT farsímarnir hafa fyrir löngu sannað notagildi sitt á íslandi. Dreifikerfið fyrir NMT farsímana er víðtækt og símarnir eru langdrægir. Þessir kostir gera NMT að ákjósanlegum valkosti fyrir þá sem eru á ferð um sveitir landsins, óbyggðir og ekki síður á hafi umhverfis landið. (slenska NMT síma má einnig nota á Norðurlöndum. NMT símar - þegar langdrægni og öryggi skipta máli. PÓSTUR OG SÍMI Stettm erfyrsta skrefíð inn... afhellum og steinum. Mjöggottverð. STÉTT HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700 -FAX 577 1701
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.