Morgunblaðið - 02.07.1996, Page 49

Morgunblaðið - 02.07.1996, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ1996 49 MINNINGAR LILJA VIGDIS BJARNADÓTTIR + Lilja Vigdís Bjarnadóttir var fædd í Akureyj- um í Helgafellssveit á Breiðafirði 26. maí 1906. Hún and- aðist á Hrafnistu í Reykjavík sunnu- daginn 23. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ólöf Sigmundsdótt- ir húsfreyja frá Akureyjum (f. 2. júní 1878, d. 29. sept. 1957) og Bjarni Jónsson út- vegsbóndi frá Sellátri (f. 27. feb. 1868, d. 19.des. 1929). Þau hjón eignuðust átta börn og komust sex þeirra til fullorðins- ára en þau voru: Jón sjómaður í Reykjavík (f. 7.sept. 1900, d. 17. sept. 1948), Salbjörg ráðs- kona (f. 30. okt. 1901, d. 14. mars. 1956), Andrea kennari (f. 1. ágúst 1903, d. 23. nóv. 1988), Lilja Vigdís, sem hér er minnst, Sigmundur skipasmiður í Hafn- arfirði (f. 14. sept. 1910) og Magnús skipasmiður í Hafnar- firði (f. 9 nóv. 1911), síðar fædd- ust, drengirnir, Iiannes og Gunnar sem báðir dóu í frumbernsku. Lilja Vigdís ólst upp í Akureyjum hjá for- eldrum sínum og systkinum. Hún var einn vetur í barna- skóla á Hellissandi hjá móðursystur sinni Ingveldi Sig- mundsdóttur og síð- ar í húsmæðraskóla á Blönduósi vetur- inn 1930-1931, þá 24 ára gömul. Hún vann við ýmis störf m.a. við fiskverkun og kaupavinnu. Seinna vann hún við sauma fyrst hjá Gefjun á Akureyri og síðar hjá Andrési klæðskera, í Reykjavík, en þar kynntist hún eiginmanni sinum Haraldi Guð- mundssyni klæðskera (f. 9. okt. 1903, d. 29. des. 1980). Þeim hjónum varð ekki barna auðið en Lilja Vigdís gekk Ólöfu Lilju, frænku sinni, í ömmustað. Lilja Vigdís verður jarðsungin frá Áskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Hún Lilja, ömmusystir okkar og ippáhaldsfrænka, er dáin. Minn- ngarnar eru margar og þær itreyma fram því Lilja hefur verið partur af tilveru okkar svo langt sem við munum. Elstu minningarn- a.r eru frá Eiríksgötu 33 þar sem nún bjó ásamt Haraldi eiginmanni sínum í það lítilli íbúð að okkur fannst sem kvæðið um litlu Gunnu ng litla Jón hlyti að hafa verið sam- ið um þau hjón, sem bæði voru frekar lágvaxin. Við systkinin sóttum ung í að vera hjá Lilju frænku sem hafði einstaklega góða nálægð. Á Eiríks- götunni lékum við okkur með dóta- kassann, sátum niðri í kompu og sögðum hvort öðru sögur í myr- krinu eða renndum okkur niður stífbónaðar tröppurnar frammi á gangi. Þegar við urðum þreytt á að leika okkur fórum við inn í eld- hús og fengum appelsínu með mola í okkur til hressingar. Lilja, sem var mjög starfssöm og féll aldrei verk úr hendi, lét okkur krakkana ekki tefja sig frá störfum, hún sneið, saumaði, bakaði og þreif og við krakkarnir nutum þess að fylgj- ast með henni vinna og fá að taka þátt í því sem hún var að gera. Þó að íbúðin væri lítil gilti það sama um hana og hjartarými þeirra hjóna að þar var alltaf nóg pláss fyrir aðra enda leið varla sá dagur að ekki liti einhver inn. Sumir stoppuðu stutt, svona rétt litu inn í kaffi, aðrir þáðu matarbita og enn aðrir gistu um lengri eða skemmri tíma. Þau hjón tóku vel á móti öll- um og alltaf voru dregnar fram veitingar, kökur eða grjónagrautur og ýsa, allt eftir því á hvaða tíma dagsins var og alltaf vildi Lilja hafa nóg. Þó að Lilja hafi alla tíð tekið höfðinglega á móti gestum þá var aldrei bruðlað með neitt og engan vitum við sem farið hefur betur með. Meira að segja appels- ínubörkur og grautarafgangar fóru ekki í ruslið heldur var börkurinn notaður í heimsins besta marmelaði og afgangurinn af hafragrautnum frá morgninum fór í lummur um miðjan daginn og gömlu svörtu ttt Krossar á leiði J&fMbjMý®r Safnaðarheimili Háteigskirkju Sími: 551 1399 flauelsbuxunum var ekki heldur hent því upp úr þeim saumaði Lilja fallegar barnasmekkbuxur. Skemmtileg er minningin um það þegar hún ætlaði að hressa upp á gamla hvíta skyrtu af Haraldi sem var orðin nokkuð snjáð. Lilja keypti grænan fatalit og litaði skyrtuna í eldhúsvaskinum heima en skyrtan hrinti frá sér öllum lit svo eftir sat hvít skyrta með fallega grænum tölum. Lilja og Haraldur voru einstak- lega samhent hjón sem báru mikla virðingu hvort fyrir öðru. Þau ferð- uðust mikið og nutu þess að skoða landið sitt og gleðjast saman yfir snilldarverkum náttúrunnar. Einn er sá staður sem var þeim hjart- fólgnari en aðrir en það er Vala- ból, lítill blettur í norðanverðum Valahnúkum. Gróðurblettur sem félagar úr Farfuglum hafa ræktað upp allt frá árinu 1942 og svo vænt þótti þeim um þennan stað að þau eyddu þar brúðkaupsnótt sinni í helli þann áttunda október 1949. Seinna þegar Lilja var orðin ekkja og aldurinn farinn að færast yfir flutti hún á Hrafnistu í Reykja- vík. Þó að starfsþrekið væri farið að dvína féll henni ekki verk úr hendi þar frekar en fyrr. Þau níu ár sem Lilja bjó á Hrafnistu stund- aði hún handavinnu af miklu kappi. Svo mikils virði var handavinnan henni að hún missti varla dag úr í handavinnustofunni. Þar naut hún leiðsagnar frábærra kvenna sem aðstoðuðu hana við erfiðustu hlut- ina sem margir hveijir eru algjör listaverk. Lilja, sem alla tíð var bæði lítillát og hógvær, vildi þakka þessum góðu konum hversu vel tókst til hjá sér en þær hlógu bara að því og sögðu hana eiga allan heiðurinn. Síðar nutu svo vinir og ættingjar listfengi Lilju því allt sem hún gerði gaf hún og svo handlag- in var Lilja að Hrafnista fékk hana til að vefa þijú stór veggteppi sem nú prýða veggi heimilisins. Nú er hún frænka okkar farin sína síðustu ferð og við vitum að hún hlakkaði til þeirrar ferðar. Minningarnar eigum við sem eft- ir lifum um hógværa konu sem breiddi um sig kyrrlátri gleði hvar sem hún fór. Hanna Björg og Andri Helgi. P E R L A N Slmi 562 0200 TllIIIIIIlf ^ulSarmo^ríálœlr]" íunandi mynsfur, vönduo vinna. 553 6929 Og 883 8736 Blánmslqfa Suðurlandsbraul 10 108 Reykjavík • Sími 5531099 Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um Skreytingar fyrir öll tí • . Gjafavöru LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 - sími 587 1960 10% staðgreiðsluafsláttur á legsteinum úr graníti, marmara o.fl. teg.j Verð frá kr. 340 S ÓLSTEINAR t Bróðir okkar, andaðist 30. júní. KRISTJÁN SIGURÐSSON, Meðalholti 5, Sigurþór Sigurðsson, Sigurður G. Sigurðsson, Einar Sigurðsson, t Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir, BRYNJÓLFUR BRYNJÓLFSSON vélstjóri, Álfaskeiði 24, Hafnarfirði, andaðist á heimili sínu að morgni 1. júlí. Synir og tengdadætur. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma SIRREY KOLBEINSDÓTTIR, Bröttukinn 7, andaðist þann 28. júní. Útförin auglýst síðar. Björn Kristjánsson, Kolbrún B. Björnsdóttir, Ómar Morthens, Ásta María Björnsdóttir, Steinn Steinsen, Birgitta Ö. Björnsdóttir, Jóhannes Skagfjörð Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA S. ÍVARSDÓTTIR, Furugrund 66, Kópavogi, andaðist í Sjúkrahúsinu á Akranesi sunnudaginn 30. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Þorvaldur Magnússon, Árni R. Þorvaldsson, Valgerður Sumarliðadóttir, Magnús S. Þorvaldsson, Þóra Ó. Þorgeirsdóttir, Halldór B. Þorvaldsson, Aida S. Ottosdóttir, Magnús í. Þorvaldsson, Kolbrún Haraldsdóttir, Guðni Þ. Þorvaldsson, Sigurlaug S. Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLGRÍMUR HALLDÓRSSON, frá Hraungerði, Álftaveri, Grettisgötu 55b, Reykjavík, lést í Landspítalanum sunnudaginn 30. júní. Sigrún Hallgrimsdóttir, Bryan Allen Smith, Halla Marie Smith, Valgerður Hallgrímsdóttir, Torfi Dan Sævarsson, Ármann Snær Torfason. Opið kl. 13-18 alla virka daga Nýbýlavegi 30, Dalbrekkumegin, Kópavogi, sími 564 3555. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma, langamma og langalan- gamma, GUÐNÝ BRYNHILDUR JÓAKIMSDÓTTIR, Skúlagötu 78, andaðist í Landspítalanum laugardag- inn 29. júní. Rósa Jónsdóttir, Hallgrímur Þorsteinsson, Ásta Jónsdóttir, Valur S. Franksson, Magnea Jónsdóttir, Guðmundur Jóhannsson, Álfheiður E. Jónsdóttir, Jón Jónsson, Anna Jónsdóttir, Þórður Bjarnason, Örn Stefánsson systkini, barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.