Morgunblaðið - 02.07.1996, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 02.07.1996, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ1996 57 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Bókstafstrú vísinda Frá Þorkeli Ágúst Óttarssyni: 20. JÚNÍ birtist grein undir nafninu „Er guð dauður?" Þar svara tveir ungir eyjapeyjar grein um að Darw- inskenningin sé villukenning og ljúka greininni með því að benda á að hverjum hugsandi manni sé það ljóst að maðurinn skapaði Guð en ekki öfugt! Þeir saka alla þá sem trúa öðruvísi um ofstæki og skipa þeim á bekk með glæpasinnuðum sértrúarsöfnuðum. Þessi grein þeirra á að vera andsvar við ofstæki og fáfræði en því ver og miður virðast þeir falla í sömu gryíjuna og þeir eru að vara við. Mín skoðun er sú að margir öfga- sinnaðir sértrúarsöfnuðir eiga sök á því trúleysi sem ríkir í heiminum í dag. Ofstæki þeirra, heldni í gamlar kreddur og lög sem eru mannanna tilbúningur, sem og oft á tíðum valdafíkn og fordómar hafa fælt margt vel gefið og hjartahreint fólk frá trúarbrögðum. Þar sem það fann ekki skjól undir væng trúarinnar leitaði það á vit vísinda. Æ síðan hefur bilið á milli vísinda og trúar- bragða verið að stækka. Fólki finnst það verði að velja á milli (að það heldur) þessara tveggja ósamræm- anlegu póla og hvor hópurinn hefur skörnm á hinum. En spurningin er hvort trú og vísindi séu andstæðir pólar. Mín skoðun er sú að svo sé ekki og að trú og vísindi séu aðeins tvær hliðar á sama málinu, óaðskilj- anlegar og báðar manninum nauð- synlegar Ástæðurnar fyrir því að það virð- ist vera ómælishaf á milli vísinda og trúarbragða eru margar og mun ég telja upp tvær þeirra hér. 1. Trúarrit fást við málefni er við- koma andlegu lífi mannsins en vís- indi fást við veraldlega hlið hans. Þannig leggur trúin aðaláherslu á andleg sannindi á meðan vísindin leggja megináherslu á veraldleg sannindi. Hvoru tveggja eru mann- inum nauðsynleg. Án vísinda höfum við ofstæki, sem er aðeins annað form ofbeldis. Án trúar höfum við taumlausa efnis- og vísindahyggju sem kann sér ekki siðferðilegt hóf og gengur áfram í brjálsemi í nafni vísinda. Þetta er ástæðan fyrir því að kjarnorku- og sýklavopn eru framleidd, náttúran er menguð og hryllilegar tilraunir eru framkvæmd- ar á lifandi fólki eins og gert var í síðari heimsstyijöldinni. 2. Trúarritin voru oft að útskýra flókin mál fyrir fáfróðu fólki, mál sem það hafði engan grunn tii að skilja. Hvernig hefði verið hægt að útskýra atómið og frumuna fyrir fólki sem vissi ekki betur en að jörð- in værin flöt, því miklu síður að út- skýra flókið ferli sköpunarinnar. Ferli sem er reyndar svo flókið að vísindin eru alltaf að finna nýja hluti sem afsanna það sem áður var talið víst, svo það er líklega langt í að við höfum „allan" sannleikann um þetta mikla leyndarmál. Rétt eins og faðir útskýrir hlutina fyrir barni sínu í einföldu máli og oft í dæmisög- um, útskýrðu trúarritin þessi erfiðu mál í einfölduðu máli og dæmisögum fyrir fáfróðu fólki fortíðar. Það merkilega er að þegar maður lærir að lesa úr dæmisögunum sér maður að þar er (að mestu leyti) sama sag- an og vísindin eru að boða í dag. Umburðarlyndi Ég er baha’íi og í baha’i trúnni er lögð áhersla á umburðarlyndi fyr- ir skoðunum annarra og að vísindi og trúarbrögð fari hönd í hönd. Einn- ig boðar hún að Guð hafi vissulega skapað heiminn og allt sem í honum er en að þær sögur sem finnast í trúarbókum séu táknrænar og beri ekki að taka bókstaflega. Vissulega átti þróun sér stað en sú þróun var ekki tilviljunarkennd heldur ákvörð- uð frá upphafi. Það að það átti sér stað þróun afsannar á engan hátt tilvist Guðs! (hér er ekki átt við gamlan mann uppí skýjum með skegg og stóra bók, Guð getum við aldrei skilið eða gefið mynd). Hveij- um getur dottið það í hug að halda því fram að heimurinn og allt sem í honum hrærist sé tilviljun ein? Nokkrir vísindamenn reiknuðu út líkurnar á því að líf hafi verið tilvilj- un ein og komust að þeirri niður- stöðu að talan var stjarnfræðileg. Það eru álíka miklar líkur og að hvirfilbylur myndi ganga yfir rusla- haug og þeyta honum upp með þeim afleiðingum að úr yrði farþegaþota á flugi. Nú getur hver hugsandi maður velt því fyrir sér hvort hann trúi að það gæti gerst. i Kviknaði lífið í leir? Þótt þróun hafi átt sér stað er ekki þar með sagt að við höfum verið apar. Sú staðreynd að við litum út eins og apar einhvern tíman á þroskaferli okkar gerir okkur ekki að öpum, ekkert frekar en að sú staðreynd að mannsfóstur líkist hal- akörtu gerir það ekki að halakörtu. Það er hægt að tína margt til sem sýnir djúpa og fólgna visku Biblíunn- ar en þar sem þetta er aðeins stutt- ur pistill verður það að bíða betri tíma. Samt get ég ekki staðist að benda á eitt. Nýjustu niðurstöður vísindanna eru þær að lífið kviknaði ekki í hafinu heldur líklega í leir. Þegar maður skoðar önnur trúarrit, þar á meðal Biblíuna, kemst maður að því að þar er talað um að Guð hafi skapað manninn úr leir. Gæti verið að hér sé um meira en tilviljun að ræða? Strákamir frá Eyjum gleyma því í grein sinni að þótt það sé ekki hægt að sanna tilvist Guðs vísinda- lega er ekki heldur hægt að afsanna hana og síðast þegar ég vissi var ekkert talið rangt þar til það hefur verið afsannað. Kenningin um að maðurinn sé kominn af öpum hefur Fjandvinir á prestastefnu ekki enn verið sönnuð, hinn týndi hlekkur er enn ófundinn (þar með er ég ekki að afneita kenningum Darwins um þróun, en hann sagði ekki helminginn af því sem honum er eignað, til dæmis það að við höf- um verið apar eða að Guð hafi ekki skapað okkur). Hver er þá munurinn á þessum tveim kenningum? Þær eru báðar ósannaðar og hvorugar af- sannaðar, önnur hefur bara meira til síns máls á andlega sviðinu á meðan hin dvelur nær eingöngu á því veraldlega. Önnur mistök sem strákarnir gera er að þeir skipa öllum trúarbrögðum á sama bekk og dæma þau út frá öfgafullum og sjaldgæfum dæmum. Með því að nota sömu aðferð gæti ég vel afneitað vísindunum með öllu, með því að benda á slæmar hliðar þeirra og rangar niðurstöður. Hver heilvita maður sér að slíkur vinnu- háttur er ekki uppbyggjandi og langt frá því að þjóna tilganginum, sem hlýtur að vera að komast að sann- leikanum. Sönnuð og afsönnuð vísindi Þessi öld hefur séð svo mörg kraftaverk í nafni vísinda að hún er farin að trúa þeim í einu og öllu. Hægt væri að tala um bókstafstrú Frá Guðna Björgólfssyni: ÞEIR eru einkennilegir, krókóttir og margslungnir þeir vefir og þræð- ir sem snúnir eru innan þjóðkirkj- unnar á þessari tíð. Og þau eru ekki síður eftirtektarverð þau við- brögðin sem við margvíslegum „tíð- indum“ úr þessari stofnun berast og þá ekki sízt í fjölmiðlum. Og lít- ill er hann munurinn orðinn á fyrri öldum og því sem gerist á þessari. Eitt hefur alls ekkert breyst, — mannlegt eðli er og verður samt við sig, Hatur, óvild, öfund; þetta grær allt á einni og sömu rótinni. Og þó svo að reynt sé að koma hlutunum lævíslega fyrir þá vita flestir hve langt er frá seinasta bisk- upskjöri. Hvort munu ekki þær hendur sem vígðar voru og þau heit sem vísindanna í þessu efni. Um leið og ný uppgötvun kemur fram er henni tekið sem heilögum sannleik og fáir þora að mótmæla ægilegum mætti hennar og yfirráðum. Það vill gleym- ast að næstum því á hveijum degi er verið að sanna og afsanna hluti í nafni vísindanna. Fyrir um einni og hálfri öld var gefin út yfirlýsing um að það væri búið að finna allt upp sem hægt væri að finna upp. Á þeim tíma fannst vísindamönnum þeir hafa allan sannleikann. Hve margir hlutir hafa verið afsannaðir síðan þá? Enn í dag virðist maðurinn lítið sem ekkert hafa lært, nefnilega það að við munum aldrei hafa allan sannleikann. Það sem er satt í dag verður það kannski ekki á morgun og líklega ekki eftir nokkrar aldir. Oft þegar ég les um vísindalegar niðurstöður heyri ég í kennurum framtíðarinnar iesa yfir nemendum sínum „þannig töldu menn þetta vera um aldamótin 2000 en við vitum betur núna“. Forðumst ofstæki og bókstafstrú bæði innan trúarbragða sem og í vís- indum. Að lokum vil ég láta hér fylgja með orð sem krotuð voru á vegg í ónefndri borg. Þar stóð: „Guð er dauður" og undir var skrifað „Nietzc- he“. Fyrir neðan hafði síðan einhver annar bætt við: „Nietzche er dauður“ og undir var skrifað „Guð“. ÞORKELL ÁGÚST ÓTTARSSON, Nóatúni 18, Reykjavík. Sambyggðar trésmíðavélar Hjólsagir, bandsagir, spónsugur, LAUGAVEGI 29 slmar 552 4320 - 552 4321 • 552 4322 gefin voru sem slíkt verk vinna létt- væg fundin verða á hinum efsta degi. Hvort mun ekki það vígða vatn sem stökkt verður til helgunar blóðlitað í höndum slíkra manna, — þeirra manna sem ganga gegn eig- in réttlætisvitund, eru tilbúnir að segja það réttlæti sem er ranglæti; snúa öllu á haus í orðræðu sinni. Svo er að sjá sem hin íslenzka þjóðkirkja sé í fjörbrotum sínum. Hún er sjálfri sér sundurþykk; rót hennar er spillt orðin, feyskin og lúin af amstri; önd hennar er þreytt. Henni hæfir bezt úr því sem komið er að minnast kristnitökunnar um aldamótin með því að fullkomna verkið, sofna svefninum langa og leggja sjálfa sig niður. GUÐNI BJÖRGÓLFSSON, Reykhólaskóla, Krókfjarðarnesi. Honda Civic 5 dyra 90 hestöfl traustur fjölskyldubíll Honda Civic 3ja dyra 90 hestöfl glæsilegur sportbíll Honda Accord 1.8i 115 hestöfl uppfyllir kröfur vandlátra sumartilboö fallegustu bílarnir nú meö meiri búnaöi 1.384.000.- staögreitt á götuna innifaliö umfram staðalbúnað - álfelgur - vindskeið - þjófavörn - samlitir stuðarar 1.3W.000.- staögreitt á götuna innifalið umfram staðalbúnað - álfelgur - þjófavörn - geislaspilari - 1 50 w hátalarar 1.749.000.- staögreitt á götuna innifalið umfram staðalbúnað - álfelgur - vindskeið - þjófavörn Umboösaöilar Honda á Akureyri: Höldur hf., Tryggvabraut 12, S: 461 3000 á Egilsstöðum: Bíla- og Búvélasalan ehf., Miöási 19, S: 471 2011 í Keflavík: Bílasalur Suöurnesja., Grófinni 8, S: 421 1200 (H VATNAGARÐAR24 S: 568 9900
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.