Morgunblaðið - 07.07.1996, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.07.1996, Qupperneq 4
4 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ • VIKAN 30/6 - 6/7. ► STÓRM ARKAÐIR hafa boðið svínakjöt á mikið lækkuðu verði og hefur sal- an verið með ólíkindum góð að sögn talsmanna stór- markaðanna. Verðlækkunin nemur á bilinu 25-40%. Að sögn formanns félags svína- bænda hefur framboð á svínakjöti aukist um 20% frá áramótum og var því tekin ákvörðun um að selja kjöt á lækkuðu verði til stórmark- aða í eina viku. ►GÓÐ grasspretta í vor hefur gert það að verkum að margir bændur um sunnanvert landið eru að komast í vandræði vegna þess að grasið er að spretta úr sér, en við það tapast mikið af næringarefnum úr grasinu og það verður verra fóður, að sögn Guðmundar Lárussonar, formanns Landssambands kúabænda. Fjöldi bænda er í þeirri stöðu að tún eru fullsprottin en sláttur ekki hafin. Á jörð- um upp til dala og um norð- anvert landið er grasvöxtur hins vegar víða stutt á veg kominn og beðið eftir betri sprettu. Rætt er um að lík- ast til hafi munur milli landshluta að þessu leytinu aldrei verið meiri. ► VERÐ á strásykri hækk- ar um allt að 33% þessa dagana og kfló af strásykri sem kostaði áður 69 krónur kostar eftir hækkunina milli 90 og 100 krónur. Þetta stafar af því að 1. júli sl. tóku gildi breytingar á vörugjöldum á innfluttum vörum og innlendum fram- leiðsluvörum. ►NÝLIÐINN júnímánuður var sá fijóríkasti frá upp- hafi fijómælinga í Reykja- Loðnuveiði hófst af miklum krafti SUMARLOÐNUVERTÍÐ hefur sjaldan eða aldrei byijað jafnvel og í sumar. 35 íslensk skip voru á miðunum þegar heimilt var að byija veiðar 1. júlí og fylltu sig nánast öll strax og héldu til hafnar með fullfermi. Skipin voru mörg hver ekki send út strax aftur þar sem það hefði leitt til þess að löndunarbið hefði skapast og hætta orðið á að hrá- efni spilltist. Heldur dró úr veiðunum eftir því sem á leið vikuna, en veiðin er eftir sem áður góð. Lög um raforkuver endurskoðuð FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, hefur ákveðið að end- urskoða lög um raforkuver, en í lög- unum er að finna allar heimildir sem Alþingi hefur veitt iðnaðarráðherra til að ráðast í nýjar virkjanir. Finnur seg- ir þetta nauðsynlegt vegna aukins áhuga stórra orkukaupenda á að byggja stóriðju á íslandi. Þær forsend- ur sem núverandi lög byggi á séu um margt breyttar. Landmælingar fluttar til Akraness LANDMÆLINGAR íslands flytjast að ósk Guðmundar Bjamasonar umhverf- isráðherra til Akraness og er gert ráð fyrir að starfsemin verði komin í fullan gang þar í ársbyijun árið 1999. Guð- mundur segir að hér sé fyrst og fremst um að ræða pólitíska ákvörðun í sam- ræmi við stefnu ríkisstjómarinnar um flutning ríkisstofnana út á landsbyggð- ina. Starfsmenn Landmælinga íslands em um 30 talsins. Ríkisstjómin hefur samþykkt flutninginn. vík árið 1988. Borís Jeltsín endurkjörinn SÍÐARI umferð forsetakosninganna í Rússlandi fór fram á miðvikudag og stóð valið milli Borís Jeltsíns forseta og frambjóðanda kommúnista, Gennadís Zjúg- anovs. Flestar skoðanakannanir fyrir kjördag gáfu til kynna að forset- inn myndi sigra með yfirburðum, en vom taldar óá- reiðanlegar. Þá var talið að dræm kjör- sókn gæti komið sér vel fyrir Zjúg- anov, og einnig gott veður, sem var á kjördag, þar eð kjósendur væru vísir með að nýta sér frídaginn, til þess að fara út í sveit, í stað þess að mæta til kjörfundar. Svo fór, að forsetinn vann afgerandi sigur, hlaut tæp 54% atkvæða, en Zjúganov rúmlega 40%. Um fimm af hundraði greiddu at- kvæði gegn báðum frambjóðendum, og þar á meðal voru fyrrum Sovétleið- togi, Míkhaíl Gorbatsjov, og þjóðern- issinninn Viadímír Zhfrínovskí. Sharon verður ráðherra DAVID Levy, utanríkisráðherra ísra- ►LÖG sem kveða á um rétt dauðvona sjúklinga til að láta stytta sér aldur tóku gildi í Norðurhéraðinu í Astralíu á þriðjudag. Er þetta í fyrsta sinn sem líkn- ardráp er lögleitt í heimin- um. Samtök sem beijast gegn lögunum hyggjast fara með málið fyrir hæsta- rétt. ►FLOKKURINN yst til hægri í tyrkneskum stjórn- málum hefur sett ríkissljórn Velferðarflokks heittrúar- manna og Sannleiksstígs fyrrum forsætisráðherra, Tansu Ciller, skilyrði fyrir stuðningi og krefst aðildar að stjórninni. Búist er við að greidd verði atkvæði um traustsyfirlýsingu á stjórn- ina nú í byrjun vikunnar. ►RAFMAGN fór af víða í vesturhluta Kanada, Banda- ríkjanna og Mexíkó á þriðju- daginn. OIli bilunin erfið- leikum á hundruðum þús- unda heimila, hjá fyrirtækj- um og á flugvöllum, þar sem veruleg röskun varð á áætl- unum. Ekki er vitað hvað els, hótaði á miðvikudaginn að segja af sér embætti, ef forsætisráðherrann, Benjamin Netanyahu, veitti ekki Ariel Sharon, ráðherraembætti innan fímm daga. Tilkynning Levys þótti koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. Netanyahu sagði á fimmtudag að hann myndi finna Sharon ráðherraembætti. Búist er við að ákvörðun Netanyahus muni valda úlfaþyt meðal araba, og ekki verða til þess að auðvelda friðarumleitanir fyrir botni Miðjarðarhafs. Sharon var áður vamarmálaráðherra og stjómaði innrás ísraela í Líbanon 1982. olli biluninni. ►FINNSKIR sérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóð- anna létu andmæli Bosníu- Serba sem vind um eyru þjóta á föstudaginn og sóttu lík að minnsta kosti níu manna, sem talið er að hafi verið meðal múslima sem myrtir voru þegar þeir flúðu Srebrenica í fyrra. Voru lfkin flutt til bæjarins Tuzla. FRÉTTIR Landris við Hengil vegna kvikuinnstreymis í eldstöðvarkerfi Vísbending um að það stytt- ist í Suðurlandsskjálfta Koit/Norræna eldQallastöðin KORTIÐ sýnir jarðskjálfta á Hengilssvæðinu samkvæmt mæling- um Veðurstofu íslands. Svæðið greinist í tvö eldstöðvakerfi sem aðgreind eru með línum, eldstöðvakerfi Hengils t.v., Hrómundar-eldstöðvakerfi t.h. LAND hefur risið um allt að fímm sentimetra á eystri hluta Hengils- svæðis, einkum undir Ölkelduhálsi, síðustu fjögur ár á sömu slóðum og skjálftavirkni var óvenju mikil frá miðju ári 1994 og fram á þetta ár. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlis- fræðingur hjá Norrænu eldfjallastöð- inni, sem borið hefur saman skjálfta- virkni og landris á svæðinu telur eld- gos ekki yfírvofandi en aukin spenna í jarðskorpunni bendi til þess að það styttist í Suðurlandsskjálfta. í ágúst eru 100 ár liðin síðan síðasta hrina stórra skjálfta reið yfír, en á söguleg- um tíma hafa orðið Suðurlands- skjálftar með 45-112 ára millibili. „Á Hengilssvæðinu hefur alltaf verið stöðug smáskjálftavirkni. Frá miðju ári 1994 heftir skjálftavirkni aftur á móti verið óvenju mikil," segir Freysteinn. Hann segir að heldur hafí dregið úr virkninni síðustu mánuði. A sama tíma benda landmælingar, sem gerðar hafa verið, til þess að land hafí risið og þanist út á svæð- inu,“ segir Freysteinn. Um væri að ræða niðurstöður hæðarmælinga Orkustofnunar og GPS-landmælinga Norrænu eldfjallastöðvarinnar. „Við vitum ekki hvenær landris hófst en á árunum 1992-1994 virðist land hafa risið um Vk cm og síðan um annað eins á því timabili, sem skjálftavirkni var óvenju mikil, frá 1994 til ársloka 1995. Eg hef reikn- að út að rismiðja sé undir Ölkeldu- hálsi en þar er einmitt miðja skjálfta- virkninnar," segir hann. Kvikustreymi veldur landrisi í ljósi þessara upplýsinga telur Freysteinn að landris stafi af þrýsti- aukningu í jarðskorpunni. Líklegasta skýringin er sú að kvika hafí komist inn í annað af tveimur eldstöðvakerf- um á Hengilssvæðinu. Svæðið skiptist í tvö eldstöðvakerfi, annars vegar eld- stöðvakerfi Hengils, en á því væru Hengill, Nesjavellir og Þingvallasvæð- ið. A eystri hluta Hengilssvæðisins er sérstakt eldstöðvakerfí sem kennt er við Hrómundartind. „Kvika virðist hafa komist í eldstöðvakerfí Hró- mundartinds sem aftur hefur valdið auknum þrýstingi. Sá þrýstingur hef- ur síðan komið skjálftunum af stað.“ Ekki gosið í tíu þúsund ár Aðspurður segir Freysteinn að landris og kvikustreymi gefí ekki til- efni til að ætla að eldgos sé yfírvof- andi. Ástæðan sé sú að hæðarbreyt- ingar væru litlar miðað við það sem þekktist frá öðrum eldstöðvum. Að sögn Freysteins hefur ekki gosið á eystra Hengilssvæðinu í 10 þúsund ár. Gosvirkni hafí verið bundin við vestari hluta Hengilssvæðisins. Á hinn bóginn sýna jarðskjálftam- ir á Hengilssvæðinu að há spenna er í jarðskorpunni á Suðurlandi. „Skjálftahrinan á síðustu misserum virðist stafa af mjög litlum þrýsti- breytingum i eldstöðvakerfinu. Það gefur til kynna að svæðið er mjög viðkvæmt fyrir breytingum. Niður- staða mín er sú að myndast hafi há spenna í jarðskorpunni á Hengils- svæðinu og jafnframt á Suðurlands- undirlendinu. Óhjákvæmilega þýðir þetta að farið er að styttast í næsta Suðurlandsskjálfta," segir hann. Freysteinn segist þó ekki boða ný tíðindi. Sagan kenni að stórar skjálftahrinur, sem nefndar væru Suðurlandsskjálftar, komi að með- altali einu sinni á öld. Þetta væri athyglisvert fyrir þær sakir að i ár séu einmitt 100 ár liðin frá því að síðasta skjálftahrina reið yfir áric 1896. Hann segir að enn geti liðií allt að tuttugu ár þar til SuðurlandS' skjálftar láti á sér kræla. Bil mill hrina hafí hlaupið á 45-112 árum.’ „Skjálftahrinan árið 1896 hófst 26. ágúst og þá komu nokkrir skjálftar á stærðargráðunni 6-7 stig á Ric- hter. Síðasti staki skjálftinn varð aftur á móti árið 1912 þegar skjálfti upp á 7 stig reið yfir. Við getum búist við hrinu stórskjálfta fyrr en síðar. Segja má líklegt að slíkt ger- ist eigi síðar en eftir 20 ár,“ sagði \ hánn. Dómsmálaráðuneyti um úrskurð umboðsmanns Hefur almennt gildi kalli á að kannað verði hvemig uppfylla megi eftirlauna- réttindi embættismanna sem ávinnist með þessum hætti. Hann segir að fjármálaráðuneyti verði kynnt álit umboðs- manns þar sem ráðuneytið fari með lífeyrismál embættis-; manna sem og annarra starfsmanna ríkisins. „Niðurstað- an hefur almennt gildi fyrir alla embættismenn og hefurj enga sérstaka þýðingu fyrir ráðunéyti okkar,“ segir hann. Þorsteinn minnir á að nýlega hafi verið lögfest ný lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. í þeim sé lögfest almenn flutningsheimiid og því þurfi framveg- is ekki að lögjafna um almenna starfsmenn út frá stjórn-. arskrá eins og gert var í þessu tiltekna máli. Heimilislæknar og heilbrigðisráðuneyti Afturkippur í viðræðum ÞORSTEINN Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðu- neyti, segir að lagaákvæði skorti til að ákveða hvað felast skuli í eftirlaunarétti embættismanna sem sæta flutningi og kjósa ekki að taka við nýju starfi. Umboðsmaður Alþingis hefur úrskurðað að ráðuneyt- ið hafí ekki farið að lögum við meðferð máls þegar maður var fluttur úr starfi yfirlögregluþjóns í einum kaupstað í stöðu varðstjóra í öðrum kaupstað. Umboðs- maður túlkar stjórnarskrá á þann veg að embættismað- ur sem sætir flutningi eigi raunhæft val um hvort hann taki við nýju starfi eða fari á eftirlaun. Þorsteinn segir niðurstöðuna athyglisverða en hún AFTURKIPPUR hefur orðið í við- ræðum heimilislækna og heilbrigð- isráðuneytisins um fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahús- anna. Katrín Fjeldsted, formaður Félags íslenskra heimilislækna, segir því ljóst að niðurstaða viðræðnanna verði ekki, eins og áður var gert ráð fyrir, kynnt nú í vikulok. Hún segist engu að síður vera bjartsýn á að saman nái 5 viðræðunum á næstunni. Katrín sagði að gerðar hefðu verið vissar athugasemdir við tillögur ráðu- neytisins frá 25. júní. Athugasemdim- ar virtust hins vegar ekki hafa skilað sér nægilega vel 1 annarri útgáfu til- lagnanna. Að minnsta kosti hefðu á fundum með umbjóðendum komið fram svipaðar athugasemdir og Ijóst væri að stefna ráðuneytisins kæmi ekki nægilega skýrt fram 5 tillögun- um. Athugasemdimar voru lagðar fyrir fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins í viðræðunum sl. fimmtudagsmorgun. Svör bárust frá ráðuneytinu á föstu- dag. Ekki hafði hins vegar verið farið yfir þau af hálfu heimilislækna á föstudagskvöld. Stefnt var að félags- fundi í Félagi íslenskra heimilislækna á sunnudag. Kjaraviðræður hafnar Að sögn Katrínar var ekki boðað til annars fundar. Hins vegar taldi hún ekki ólíklegt að efnt yrði til við- ræðufundar fljótlega í næstu viku. Næsta útgáfa tillagnanna yrði vænt-; anlega kynnt á fundi félagsins. Að honum loknum færi fram almenn kynning. Ef ekki fæst niðurstaða taka framlengdar uppsagnir heimilis- lækna gildi 1. ágúst nk. Katrín minnti á að heimilislæknar hefðu tekið stórt skref með þvf að segja upp störfum sínum fyrir rúm- um fimm mánuðum enda væri fram- tíð heilbrigðisþjónustunnar á íslandi í húfí. Nú væri heilsugæslan undir- mönnuð og ekki nægilega burðug til að geta sinnt því verkefni sínu að vera grundvöllur heilbrigðisþjónustu í landinu. Þriðji kjaraviðræðufundur heimilislækna og samninganefndar ríkisins verður á mánudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.