Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 27
26 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ1996 27 PlnrgwMaMI* STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Umhverfisráðuneytið hefur kveðið upp úrskurð vegna stjórnsýslukæru Ferðafélags íslands þar sem þess var kraf- izt, að sá hluti aðalskipulags Svínavatnshrepps, sem fjallar um Hveravallasvæðið, skyldi felldur úr gíldi. Hefur ráðuneyt- ið komizt að þeirri niðurstöðu, að aðalskipulagið skuli standa óbreytt. Páll Sigurðsson, forseti Ferðafélags íslands, segir í samtali við Morgunblaðið í gær, að stjórn félagsins muni í sam- ráði við lögfræðing þess taka ákvörðun um, hvort úrskurður- inn verði borinn undir umboðs- mann Alþingis og að hugsan- lega verði látið reyna á málstað félagsins fyrir dómstólum. í frétt í Morgunblaðinu hinn 13. marz sl. er vitnað til um- mæla skipulagsstjóra ríkisins þess efnis, að embætti hans telji, að hreppurinn hafi stjórn- ■ sýsluheimildir á svæðinu, sem aðalskipulagið nái til. En síðan segir um bréf sem skipulags- stjóri sendi umhverfisráðuneyti í febrúarmánuði sl.: „Vísað var í úrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur frá 20. nóvember 1995 í máli Svínavatns- og Torfalækj- arhreppa gegn Landsvirkjun, að ekki hefði verið sýnt fram á eignarhald hreppanna á Auðk- úluheíði en skipulagsstjóri tel- ur, að ekki sé tekið á stjórn- sýslulegum heimildum sveitar- stjórna innan svæðisins heldur grunneignarrétti. Ekki sé held- ur tekið á staðarmörkum hrepp- anna og því bendi ekkert til annars en að Hveravellir séu innan staðarmarka Svínavatns- hrepps. Skipulagsstjóri segir ennfremur að á meðan niður- ntaða Héraðsdóms í framan- greindu máli um eignarhald á Hveravöllum stendur og lög- gjafinn hefur ekki mælt fyrir Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. um hvernig því skuli háttað, sé ekki hægt að heimila fram- kvæmdir á svæðinu." Samkvæmt þessari skoðun skipulagsstjóra ríkisins er ekki hægt að heimila þær fram- kvæmdir á Hveravöllum sem áformaðar eru á vegum Svína- vatns- og Torfalækjarhreppa á meðan ofangreindum dómi hef- ur ekki verið hnekkt eða Al- þingi tekið af skarið. Á fundi, sem Ferðafélag íslands efndi til um þetta mál sl. vetur sagði Haukur Jóhannesson varafor- seti félagsins, að „Hæstaréttar- dómar í öðrum málum, sem fjallað hafa um afrétti, benda til að búast megi við að niður- staða hans yrði á svipaða lund í þessu máli.“ Varaforseti Ferðafélagsins sagði ennfremur, að félagið véfengdi eignar- og yfirráðarétt Svínavatnshrepps yfir svæðinu. Fleiri hafa varpað fram spurningum í því sambandi. Hinn 10. febrúar sl. birtist hér í Morgunblaðinu grein eftir Jón Otta Jónsson, starfsmann Reykjavíkurborgar, sem hefur langa reynslu af ferðalögum og er félagsmaður í Ferðafélagi Islands. Hann segir m.a. i grein sinni: „í hugum flestra lands- manna er hálendið sameign þjóðarinnar. Nú hafa mál þróast á þann veg, að fámennur hrepp- ur í Húnavatnssýslu, Svína- vatnshreppur, með 118 íbúa, hefur slegið eign sinni á þetta hálendissvæði í krafti eldgam- alla og úreltra laga um yfirráð hreppa í afréttum . . . Má búast við að aðrir hreppar leggi lúkur sínar á ýmsa staði á há- lendinu. Munu Mývetningar t.d. leggja undir sig Herðubreiðar- lindir, Öskju og Kverkfjöll? Munu Skaftfellingar eigna sér Eldgjá og Nýjadal? Munu Rang- vellingar slá eign sinni á Land- mannalaugar og Þórsmörk?" Fyrir nokkrum mánuðum var ítarleg umfjöllun hér í Morgun- blaðinu um þá vinnu, sem nú stendur yfir til undirbúnings aðalskipulagi fyrir allt hálendið. Það liggur í augum uppi, að fáránlegt væri, ef einn aðili leggur fram deiliskipulag og hyggst hefja framkvæmdir á Hveravöllum áður en þetta að- alskipulag liggur fyrir. Engum stendur nær en umhverfisráðu- neytinu, vilji það ráðuneyti standa undir nafni, að koma í veg fyrir slíkt. I grein, sem Kristín Halldórs- dóttir, alþingismaður, skrifaði í Morgunblaðið hinn 14. maí sl. minnti hún á samþykkt fjöl- mennrar ferðamálaráðstefnu Ferðamálaráðs á árinu 1991, þar sem sagðú„Nauðsynlegt er að miðhálendi íslands verði sett undir eina skipulagsstjórn og svæðið skýrt afmarkað og skil- greint. Ferðamálaráðstefnan telur að stefna beri að því að gera hálendið allt að einum þjóðgarði.“ í þessum umræðum eru við- horfin til málefna hálendisins smátt og smátt að skýrast. í fyrsta lagi er ljóst, miðað við dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, að því fer fjarri að fyrrnefndir hreppar geti litið svo á að þeir eigi Hveravallasvæðið. í öðru lagi má búast við að sterk krafa komi fram um að litið verði á óbyggðir íslands sem sameign þjóðarinnar. Af þessu leiðir, að nauðsynlegt er að Alþingi taki af skarið og kveði upp úr um það, að hér sé um þjóðareign að ræða. í þessu sambandi rninnti Jón Otti Jónsson á að Bragi heitinn Sigurjónsson hefði flutt tillögu á Alþingi um eignarhald þjóðarinnar á há- lendinu á sínum tíma, sem ekki hefði náð fram að ganga. Þing- menn úr öllum flokkum þurfa að taka höndum saman um þetta stórmál á næsta þingi. Eignarhaldið er auðvitað grundvallaratriði en jafnframt fer ekki á milli mála, að skipu- lagsyfirvöld geta ekki fallizt á framkvæmdir á hálendinu skv. deiliskipulagi hreppa á meðan unnið er að aðalskipulagi fyrir hálendið. Þess vegna verður að treysta því að yfirvöld sjái til þess, að engin óhöpp verði við Hveravelli á meðan unnið er að frekari ákvörðunum, sem varða þetta landsvæði og önnur áþekk. HVERAVELLIR -J OO ÉG HEF IOO* minnzt á fegurstu ástarsögu ís- lenzkrar tungu. Hún er ein setning í íslend- inga sögu. Yfir henni er einhver jarðneskur svali sem minnir á morgungeisla í sporrækri dögg. Það er annarskon- ar tilfinning í ástum Beru og Ljós- víkingsins. Samt þessi nálæga heið- ríkja einsog í Jónsmessunætur- dögginni, en ástir Solveigar og Sturlu Sighvatssonar rísa úr gras- inu við Örlygsstaði einsog helgisaga úr hillingum: Hvort gerðu þeir ekki Solveigu? Og einskis spurði hann annars. En hver er þá fegursta ástarsaga heimsbókmenntanna? Kannski þær sem ég nefndi, kannski einhverjar aðrar, ég veit það ekki. En eftir- minnilegasta ástarsagan er áreið- anlega þessi eina lína, þessi hverf- uli fögnuður Kierkegaards, þessi undarlega alsæla í næsta nágrenni við hyldýpi örvæntingarinnar, þessi vímukennda fullnæging sem eitur- lyfjaneytendur eltast við sýknt og heilagt: Tilveran öll var einsog ást- fangin af mér...(!) Sjálft andartakið(I) En það virðist ekki beinlínis vera það ástand sem búddatrú- armaðurinn sækist helzt eftir, takmarkið mikla: að losna við sjálfan sig einsog hvert annað mein. Sturla Sighvatsson af öllum mönn- um var nær því að höndla þetta eftirsóknarverða takmark í þeirri einu setningu um Solveigu sem varðveitzt hefur en Constantin Constantius í setningunni um ást tilverunnar á aðalpersónu Endur- tekningarinnar og sæluvímuna í tengslum við hana. "| OQ í NJÁLS sögu er sagt AÖ«/»frá því að Kári sigldi suður til Bretlands að vefja Kol Þorsteinssyni tungu um höfuð. Brennumálin voru ekki enn í gadda slegin, svoað notað sé tungutak sögunnar. Kári gekk í borgina þar sem Kolur keypti silfur og hæddist að brennumönnum, að venju. Kári kom að honum þarsem hann sat og taldi silfrið, þekkti hann þegar og hjó af honum höfuðið og nefndi það tíu er af fauk bolnum. Svipað atvik kemur fyrir í Lax- dælu, að höfuð tali eftirað það hef- ur fokið af bolnum. Þessar sagnir eru alkunnar og óþarft að endurtaka þær. En það geri ég vegna þess, hvemig slíkir atburðir eru látnir endurtaka sig í nútímanum. Ég hélt satt að segja að talandi höfuð heyrðu til'ævintýr- um fornaldar. En það er nú eitt- hvað annað(!) í þekktri kvikmynd með Albert Finney, Vörgunum eða Wolfen, sníða úlfarnir höfuðið af rannsóknarlögreglumanninum og það liggur á götunni með opin augu í nokkrar sekúndur og heldur áfram að tala. Þannig ganga þessi gömlu ævin- týri aftur í nútímanum - og þá helzt í kvikmyndum einsog Vörgun- um og Sindbað og hvað þær nú heita allar þessar nútímamyndir sem hafa sótt efni og atburði í ævintýri og ímyndunarafl fortíðar- innar. Ekkert er nýtt undir sólinni. Varir rannsóknarlögreglumannsins halda áfram að hreyfast, þarsem höfuð hans liggur á miðri götu stór- borgarinnar einsog táknræn áminn- ing um þann hrylling sem fylgt héfur manninum frá örófi alda. M. HELGI spjall REVKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 6. júlí FRAM hjá ÞVÍ VERÐUR ekki litið,“ sagði Þor- steinn Pálsson kirkju- málaráðherra á presta- stefnu, „að hún [íslenzk kirkja] er þjóðkirkja sam- kvæmt stjómarskrá lýð- ræðisríkis.“ - „Ég hef áður lýst skoðunum mínum á mikilvægi þjóðkirkjuskipulagsins fyrir íslenzkt sam- félag,“ sagði ráðherra ennfremur, „og fyr- ir þá sök vil ég halda áfram að vinna á þeirri braut er leiðir til aukins sjálfstæðis og ábyrgðar kirkjunnar. En kirkjunnar menn verða að leggja sitt af mörkum til þess að fólkið í landinu geti sannfærzt um að það sé til einhvers að vinna í þessu efni." í HUGA MARGRA og máski flestra landsmanna er þjóðkirkjuskipulag- ið mikilvægt fyrir íslenzkt samfélag. í raun og sannleika hefur kristin siðfræði mótað samfélag okkar, meira og minna, allar götur frá því að Þorgeir Ljósvetninga- goði kvað upp þá þjóðarsátt á Alþingi við Oxará árið 1000 „að allir menn skyldu kristnir vera og skírn taka“. Kristin áhrif ná þó enn lengra aftur í íslands sögu. í hópi landnámsmanna voru kristnir ein- staklingar sem ræktuðu trú sína og byggðu kirkjur á jörðum sínum: Ásólfur alskik, Auður djúpúðga, Ketill fíflski í Kirkjubæ, Örlygur gamli á Esjubergi o.fl. Þúsund ára kristni í landinu hefur skilað íslenzku samfélagi ómetanlegum innri verðmætum. Það breytir á hinn bóginn ekki þeim veruleika, þeim vanda þjóðkirkj- unnar, sem við landsmönnum blasti á prestastefnu í enduðum júnímánuði, þar sem kærleiksboðskapur kristindómsins og kristnitökuafmælið árið 2000 hefðu átt að skyggja á allt annað. Það var ekki hægt að lesa það út úr fréttafrásögnum af prestastefnu að kirkjunnar þjónar legðu þar allar sáttaárar út til styrktar kristnum söfnuðum sínum og samheldni kristins fólks í landinu. Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráðherra komst svo að orði í ávarpsorðum til prest- anna: „Þegar prestum landsins er nú stéfnt saman til árlegs fundar nær sumarsólstöð- um er að baki erfiður vetur. Þjóðkirkja íslands hefur sennilega ekki á síðari árum gengið gegnum jafn miklar raunir. Hvað framundan er veit enginn. En hitt er ljóst að framtíð þjóðkirkjunnar er að miklu leyti í ykkar höndum sem hér komið saman í dag. Á undanfömum mánuðum hafa átt sér stað mjög alvarleg og djúpstæð átök innan þjóðkirkjunnar...“ Síðar í ávarpi sínu sagði kirkjumálaráð- herrann: „Vandinn sem þjóðkirkjumenn standa frammi fyrir er hins vegar sá að þessi átök hafa veikt kirkjuna. Því verður seint trúað að það sé raunverulegur vilji manna eða tilgangur. En hvað sem því líður hljóta menn nú að velta fyrir sér, hvemig leiðin til nýrrar framtíðar verður bezt vörðuð, svo takast megi að styrkja og efla kirkj- una á ný. Það er verkefni dagsins. Og gleymum því ekki að kjölfestan er traust, þrátt fyrir ágjöfina... Kirkjunni verður ekki jafnað til annarra stofnana ríkisvaldsins. En fram hjá því verður ekki litið að hún er þjóðkirkja sam- kvæmt stjórnarskrá lýðræðisríkis. Bæði prestar og söfnuðir verða því að vinna í þeim lýðræðislega anda sem er grundvöll- ur stjórnskipunar landsins. Prestum verður ekki með valdboði skipað að haga predikun sinni eða boðskap á einn eða annan veg. En um leið verða þeir að virða sjónarmið þeirra sem þeir hafa fengið skipun til að þjóna. Jafnvægið þarna á milli verða menn að finna sjálfir. Mistakist það getur enginn annar leyst það verkefni svo vel fari.“ Deilur í þjóðkirkj- unni ÞORSTEINN Pálsson kirkju- málaráðherra vék og á prestastefnu að þúsund ára kristnitökuafmæli og sagði: „Senn líður að því að íslendingar minnast þess að þúsund ár eru liðin frá því að kristni var lögtekin í landinu. Það var mikill viðburður og olli straumhvörfum um framvindu og þróun íslenzkrar þjóðfélagsgerðar. Það eitt skal nefnt hér í því samhengi að það er ekki sízt í skjólshúsi kirkjunnar sem það gerð- ist að íslenzk tunga varðveittist. Þau tímamót sem framundan eru eiga ekki einvörðungu að vera minningarhátíð með sögulegri upprifjun. Þúsund ár eru ekki meira en einn dagur í trúarlegu til- liti. Það vitum við. ÞeSsi tímamót hljóta því fyrst og fremst að vérða ný viðspyrna kristinnar kirkju í landinu: Ráðagerð um það, hvernig sótt verður fram og gengið til móts við nýja tíma yið nýjar aðstæður og hvemig tekið verður á nýjum viðfangs- efnum á nýrri öld.“ í kaþólskum sið voru biskupssetur og klaustur nær einu skólar og menningarm- iðstöðvar landsmanna. Þar var forn menn- ingararfur þjóðarinnar varðveittur og skil- að frá kynslóð til kynslóðar. Þyngst vegur máski í huga okkar, er biblían [Guð- brandsbiblía] kom út í heild sinni á ís- lenzku í fyrsta sinn, árið 1584. Sá atburð- ur er talinn eiga drýgstan þátt í því að íslenzk tunga, sem er hornsteinn fullveldis okkar og þjóðernis, hefur varðveizt lítið breytt fram á okkar dag. Síðast en ekki sízt á allt það bezta, sem einkennir ís- lenzkt samfélag og viðhorf kynslóðanna í landinu í tímans rás, rætur í kristinni kenn- ingu og kristinni siðfræði. Það er mikilvægt að rifja upp þessa sögu á þúsund ára afmæli kristnitökunnar á Alþingi við Öxará. Mikilvægara er þó, eins og kirkjumálaráðherra undirstrikar réttilega, að þessi tímamót verði ný við- spyrna kristinnar kirkju í landinu; ráða- gerð um það, hvernig sótt verður fram og gengið til móts við nýja tíma við nýjar aðstæður á nýrri öld. I þeim efnum verða þjóðkirkjuprestar að ganga á undan með góðu eftirdæmi, láta af innbyrðis deilum, sem veikja kirkjuna, og taka höndum sam- an við söfnuði sína og landsmenn alla um „nýja viðspyrnu kristinnar kirkju“ í samfé- laginu. STÖÐUGLEIK- ihn, sem ríkt hefur í íslenzku efna- hagslífi síðustu ár- in, hefur skilað sér í hagvexti og betri samkeppnisstöðu ís- lenzkra atvinnuvega. Þetta á ekki hvað sízt við um ýmsar iðngreinar, sem áttu á brattann að sækja á liðnum kreppuárum. Margar þeirra hafa rétt verulega úr kútn- um, bæði á heimamarkaði og í útflutn- ingi. Það má glögglega lesa út úr þeim hagtölum sem fram koma í eftirfarandi texta. Verðmæti útfluttra íðnaðarvara jókst um tæplega fjóra milljarða króna í fyrra, eða um tæp 20%, frá árinu á undan. Verð- þáttur verðmætisaukningarinnar var um 12,4% en magnþátturinn um 5,8%. Verðmæti útflutnings orkufreks iðnaðar jókst um tvo milljarða króna eða 14,7%. Verðmætisaukning afurða frá stóriðju skýrist nær eingöngu af hækkuðu verði, en magnaukning er veruleg hjá öðrum iðnaði. Hlutdeild iðnaðar í vöruútflutningi hækkaði úr 18,6% á árinu 1994 í 21,4% árið 1995. Verðmætisaukning iðnvarnings, annars en stóriðju, nam á síðastliðnu ári um 26,5%, sem einnig var um tveir milljarðir króna. Aukningin var einna mest í lyfjaút- flutningi, en lyf voru flutt út fyrir um 600 m.kr. Af annarri framleiðslu, sem jók hlut Hagvaxtar- stefna Ný við- spyrna kristinnar kirkju sinn að ráði, má nefna rafeindavogir, fiski- net, vélar til fiskvinnslu, álpönnur og pappaumbúðir. Fyrirtæki í byggingaiðnaði hafa og hasl- að sér völl á erlendri grundu, m.a. í Þýzka- landi, Rússlandi, Eystrasaltsríkjunum, Bandaríkjunum og Grænlandi. Sú mark- aðssókn kemur ekki fram í fyrrgreindum tölum, en Ijóst er að þessi umsvif eru umtalsverð og vaxandi. Frekari vöxtur íslenzkra iðngreina ræðst af því, hvort við göngum áfram veg hyggilegrar hagstjórnar, sem tryggir stöð- ugleika í rekstrarumhverfí fyrirtækjanna. Með öðrum orðum, hvort við stöndum áfram og sameiginlega vörð um þá hag- vaxtarstefnu, sem er grundvöllur hækk- andi þjóðartekna, nýrra atvinnutækifæra og batnandi lífskjara fólksins í landinu. Skuldir og utanríkis- viðskipti MARKAÐSSÓKN íslenzkra fyrir- tækja síðustu árin hefur skilað sér í hagstæðum við- skiptajöfnuði og nokkurri grynnkun erlendra skulda. Árið 1995 var raunar þriðja árið í röð sem skil- aði afgangi í viðskiptum okkar við um- heiminn. Ofurbyrði erlendra skulda.hvílir samt sem áður ennþá verulega þungt á landsmönnum og skerðir umtalsvert skiptahlutinn á þjóðarskútunni. Heildarvöruútflutningur í fyrra nam rúmum 116 milljörðum króna og skilaði um 3,5% aukningu frá árinu á undan. Þjón- ustutekjur án vaxta námu 43,2 milljörðum króna. Vöruinnflutningurinn þetta ár nam á hinn bóginn 103 milljörðum króna, jókst um 11%, og þjónustugjöld voru nálægt 41 milljarði króna. Vöruskiptajöfnuðurinn var þannig hagstæður um 13,5 milljarða króna, þjónustujöfnuður án vaxta var hag- stæður um 2 milljarða en jöfnuður þátta- tekna var neikvæður um 11,5 milljarða. Á líðandi ári er gert ráð fyrir nokkrum halla á viðskiptum við umheiminn á nýjan leik. Ráðgerður halli stafar fyrst og fremst af sérstökum fjárfestingum, m.a. í tengsl- um við raforkuframkvæmdir og stóriðju. Þessi tímabundni halli er óhjákvæmilegur undanfari fjölgunar starfa og verðmætis- aukningar í orkufrekum iðnaði og því rétt- lætanlegur. En miklu varðar að stefna að viðvarandi hallalausum viðskiptum við umheiminn, ekki sízt til að grynnka á er- lendum skuldum, sem hrönnuðust upp á árum mikils halla í viðskiptum við útlönd og taka til sín drjúgan hlut. þjóðartekna. Hrein skuldastaða í hlutfalli af landsfram- leiðslu hefur aukizt úr 20% í um 55% á 25 ára tímabili, frá árinu 1970 talið. Greiðslubyrði í hlutfalli af heildarútflutn- ingi er mjög mikil - var um 35% árið 1994. FERÐAÞJÓN- usta verður æ gild- ari þáttur í íslenzk- um þjóðarbúskap. Nálægt 190 þúsund erlendir gestir heimsóttu okkur í fyrra, sem var um 6% aukning frá árinu áður. Að auki komu rúmlega 21 þúsund gestir með skemmti- ferðaskipum, eða um 20% fleiri en i hittið- fyrra. Bréfritari las það í grein eftir Magnús Oddsson ferðamálastjóra um síðastliðin áramót, að galdeyristekjur af ferðaþjón- ustu hafi orðið um 19 milljarðar króna árið 1995. „Það er 6 til 7 milljörðum meira en fyrir þremur árum,“ segir ferðamála- stjóri, „sem er yfír 50% aukning." Þetta er eftirtekarverður árangur, ekki sízt þegar þess er gætt, að ferðaþjónusta er trúlega harðasta samkeppnisgreinin á heimsmarkaðinum. Eyland, mitt í verald- arútsæ, sem hefur ekki annan ferðamáta að bjóða ferðafólki en „dýrar“ flugferðir, stendur á ýmsan hátt verr að vígi en lönd samtengd góðvegum og járnbrautum. Vaxandi hluti þjóðarinnar sækir tekjur sínar að hluta til eða alfarið til ferðaþjón- ustu. Þetta á við um störf í flugþjónustu, fólksflutningum innanlands, á hótelum og Öðrum gististöðum, á veitingastöðum og í verzlunum og raunar í flestum þjónustu- greinum. Og ríkið og sveitarfélögin taka sína hluti í gegnum virðisaukaskatt af veltu og tekjuskatt og útsvar af starfsfólki. Það er því mikils um vert að treysta þennan gildandi þátt í þjóðarbúskapnum, sem ferðaþjónustan er. I því sambandi er máski fyrst að nefna það „að verðleggja sig ekki út af markaðinum", en hátt verð- lag, ekki sízt í mat og drykk á veitingastöð- um, er eitt helzta aðfinnsluefni erlendra ferðamanna. Það má heldur ekki gleyma markaðs- setningu til heimafólks: Island - sækjum það heim! Ferðaþjónustan verður að bjóða verð sem kemur heim og saman við greiðslugetu landsmanna. Og enn eitt mikilsvert atriði. Aukinn ferðamannastraum verður að samhæfa nauðsynlegri vernd íslenzkrar náttúru: vernd á náttúrperlum landsins, gróðri og dýralífi. A Island - sækjum það heim „í þeim efnum verða þjóðkirkju- prestar að ganga á undan með góðu efirdæmi, láta af innbyrðis deilum, sem veikja kirkj- una, og taka höndum saman við söfnuði sína og landsmenn alla um „nýja við- spyrnu“ kirkjunn- ar í samfélaginu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.