Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 152.TBL.84.ARG. SUNNUDAGUR 7. JULI1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS „Mér hefur verið rænt" „SOS - HJÁLP - Vinsamlegast hjálpið mér, mér hefur verið rænt, hringið í lögregluna." Monique Truong, ellefu ára gömul áströlsk stúlka, sýndi það hugrekki, undir miðnættið á fimmtudag, að skrifa þessi skilaboð á miða og smeygja honum út undir hurðina á hótel- herberginu þar sem vopnaðir menn héldu henni í gíslingu. Munu þeir hafa ætlað að krefjast lausnargjalds sem svarar tveimur og hálfri milljón ís- lenskra króna. Starfsfólk hótelsins fann miðann og lögreglan kom á vettvang nokkrum minútum síðar. Vopnaðir menn Laust upp úr klukkan átta á miðviku- dagskvöldið höfðu sex menn, vopnaðir byssum, ráðist inn á heimiii Monique og krafið fðður hennar, sem er kaup- sýslumaður, um peninga. Hann lét þá hafa sem svarar rúmum eitt hundrað þúsund íslenskum krónum. í því kom húsmóðirin heim ásamt tveim sonum hjónanna, og þá gripu óboðnu gestirnir telpuna með sér og hurfu á braut í bíl fjðlskyldunnar. Hringt var á lðgregluna og undir morgun á fimmtudag fannst bíllinn yfirgefinn og skðmmu síðar hringdu ræningjarnir og skildu eftir skilaboð um farsímanúmer. „Við reynd- um að rekja símann ef það mætti verða tii þess að við fyndum stúlkuna, en hún bjargaði sér sjálf," hefur ástralska dag- blaðið The Sydney Morning Herald eftir lðgreglumanni. „Hún er einstðk stelpa." Þóttist skrifa dagbók Monique sagði að þetta hefði allt ver- ið eins og draumur. „Mér datt í hug minnisblokkin á hótelinu og að skrifa miða." Hún sagði ræningjunum að hún væri að skrifa dagbók og þyrfti á papp- ír að halda, og skrifaði nokkrar setning- ar um atburði dagsins ððrum megin á blað. Skömmu seinna þóttist hún sofna, eftir að hafa heyrt ræningjana tala um að nú væri stóri dagurinn að renna upp og líklega væri best að hvíla sig. „Þegar þeir voru sofnaðir [...] skrifaði ég neyð- arkallið hinum megin á blaðið," sagði hún. Mennirnir vðknuðu og Monique sagðist þurfa að fara á salernið. „Á leið- inni, þá, sko, laumaði ég blaðinu bara undir hurðina." Hún sagði ræningjana hafa verið góða við sig, og pantað handa sér mat. Skýrleiksstúlka Sjð manns hafa verið handteknir vegna málsins. Haft er eftir lögreglu- manni að snðr viðbrögð þessarar „skýr- leiksstúlku" hafi líklega bjargað lífi hennar. „Þessi dusilmenni létu sig hafa það að ræna henni með vopnavaldi. Við bjuggumst við hinu versta." Þegar allt var afstaðið og Monique var komin í fangið á mðmmu sinni og pabba sagði hún: „Mig langar bara til að fara að sofa." Morgunblaðið/Þorkell A ÞINGVOLLUM Pólitísk óvissa í Indónesíu Suharto sakaður um vald- níðslu Jakarta. Reuter. HÓPAR andófsmanna í Indónesíu lýstu í gær yfir stuðningi við leiðtoga stjórnarandstöð- unnar, Megawati Sukarnoputri, og sökuðu stjórn Suhartos forseta um að fótumtroða lýðræðisleg réttindi andstæðinga sinna. ( Megawati er dóttir Sukarnos, fyrrverandi forseta indónesíu, og formaður Indónesíska lýðræðisflokksins (PDI), annars tveggja stjórnarandstöðuflokka sem leyfðir eru í land- inu. Á fundi, sem stjórnarflokkurinn og herinn efndu til í síðasta mánuði í samvinnu við andstæðinga Megawati innan PDI, var henni vikið úr sæti og nýr formaður kjörinn. I mótmælayfirlýsingu andófsmannanna, sem send var til fréttastofu Reuters í gær, segir að stjórnvöld hafi með þessu augljóslega misnotað vald sitt til þess að hlutast til um innanbúðarmál í PDI. Hafi afskipti stjórnar- innar nú þegar gengið of langt. Forsetinn til Evrópu Meðal þeirra sem skrifa undir yfiriýsinguna eru fyrrverandi borgarstjóri í Jakarta og Sukmawati Sukarnoputri, dóttir Sukarnos og systir Megawati. Yfirlýsingin var undirrituð á föstudag, sama dag og tilkynnt var að Suharto forseti myndi fara til Evrópu í dag, sunnudag, og gangast þar undir læknisskoðun. Ollu þau tíðindi pólitískri óvissu í landinu þar sem ekki er vitað hvað við muni taka að Suharto gengn- um, en hann er nú hálfáttræður að aldri. Segja talsmenn forsetans að hann sé við góða heilsu en fréttin hefur vakið vangaveltur um hugsanlegan eftirmann Suhartos sem leið- toga Indónesíu. Ríkið er það fjórða fjölmenn- asta í heimi með 200 millj. íbúa. Aukin andstaða Suharto er meðal þeirra þjóðhöfðingja, sem lengst hafa verið við völd, en hann tók við af Sukarno um miðjan sjöunda áratug- inn. Síðan hefur hann stjórnað næstum ein- valdur. Andstaða við harða stjórn hans hefur færst í aukana eftir fund PDI, og hefur Megawati neitað að láta eftir höfuðstöðvar flokksins, sem nú er gætt af hundruðum stuðnings- manna hennar. Óeirðir brutust út í kjölfar fundarins og börðust stuðningsmenn Megaw- ati við andstæðinga hennar á götum úti. vmsKiiniiaviNNUiiF 22 A SUNNUOiai ¦¦ ¦•¦ SVIFIÐ SEGLUM... BARIST A ÖLLUM VÍGSTÖÐVUM 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.