Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristín Maija STRÖNDIN er óspart notuð á sumrin, enda steinsnar frá heimili fjölskyldunnar sem er í einu fjölbýlishúsanna í baksýn. Nils og Inger Johannsson með Söru, yngsta barnið. Lífskjör á Norðurlöndum: Sænskir sunnudagar í Svíþjóð þar sem vinnuvikan er 40 stundir geta menn lifað góðu lífí af dagvinnunni, eins og kom í ljós þegar Kristín Marja Baldursdóttir ræddi um afkomuna við sænska fjölskyldu. Frístundir og tími með bömunum __skipta líka miklu máli, enda lifa böm og unglingar þar í landi_ eins og blómi í eggi. Svíar standa Dönum ekki að baki þegar hagur og vel- ferð fjölskyldunnar á í hlut. í Svíþjóð er vinnu- tími eðlilegur og þurfa þeir ekki að vinna látlausa yfirvinnu til að láta enda ná saman. Þar eins og í Danmörku, er það heldur ekkert lífsspursmál að aka um á íjalla- jeppa, en miklu máli skiptir að börnin fái gott uppeldi og aðhald. í síðasta sunnudagsblaði sagði ég frá heimsókn minni til danskrar fjölskyldu, en hér á eftir segir frá heimsókn til Svía. Þótt ýmislegt sé ólíkt þegar fjárhagur þessara fjölskyldna er annars vegar virðast lífskjör vera svipuð, og ekki síður viðhorf til lífs og verðmæta. Vinnutíminn Við ströndina í Málmey, skammt frá miðbænum, búa Nils ög Inger Johannsson, bæði 44 ára gömul. íbúð þeirra er á sjöundu hæð í vinalegu fjölbýlishúsi, björt og rúmgóð, með fjórum svefnher- bergjum og stórri stofu sem búin er vönduðum húsgögnum. Þau eiga þrjú börn, Oskar 18 ára, Malin 16 ára, sem bæði eru í menntaskóla, en yngsta barnið Sara sem er 12 ára er í grunn- skóla. í Svíþjóð er vinnuvikan 40 stundir og eru þau hjónin bæði í fullu starfi, Nils sem háskólakenn- ari og Inger sem grunnskólakenn- ari. Hvorugt vinnur fasta yfir- vinnu, en eins og títt er með kenn- ^ra sitja þau Iöngum við skrifborð- ið að kvöldi dags og á sunnudags- kvöldum, og í frítíma sínum skrifar Nils til dæmis kennslubækur. Nils vaknar snemma, kl. korter í sex, til að geta notið einverunnar eins og hann segir, en fer út úr húsinu kl. hálf átta og ekur um 30 km í vinnuna. Inger vaknar hálfri stundu síðar, borðar og les blöðin og vekur síðan bömin milli klukkan sjö og hálf átta. Hún hjól- ar síðan í vinnuna, um 6 km leið, en skólinn bytjar kl. 8.20. Frúin kemur yfirleitt heim um þrjúleytið, en sá tími mun eitthvað breytast í framtíðinni því að frá og með ágúst næstkomandi verða kennarar í Svíþjóð að verja 35 klukkustundum á viku á vinnu- stað. Vinnutíma Nils er lokið um kl. fjögur, en hann er þó einum til tveimur tímum lengur á vinnustað þegar hann er að semja kennslubækurnar. Heitur matur í hádeginu Fyrir 40. stunda vinnuviku er Nils með kr. 214.000 íslenskar í mánaðarlaun og Inger með kr. 151.000. Þau borga 35% af tekjum sínum í skatt, og eru því ráðstöfun- artekjur ■ þeirra samanlagðar kr. 232.000 á mánuði. Að auki fá þau barnabætur með öllum börnunum þremur, því í Sví- þjóð fá foreldrar greiddar bætur með börnum 16 ára og eldri meðan þau eru í framhaldsskóla, og eru það kr. 6.500 með hveiju barni á mánuði, eða kr. 234.000 á ári fyr- ir þau öll þrjú. Nils hefur síðan tekjur af kennslubókagerð og af þeim tekj- um borgar hann skatt sem verk- taki, eða um 50%. Þau hjónin segja að sá kostnað- arliður sem komi mest við pyngj- una hjá Svíum sé húsnæði. „Við erum þó nokkuð heppin því við leigjum þessa íbúð á kr. 60.000 á mánuði sem er ekki hátt verð þeg- ar staðsetning er höfð í huga. Við getum bæði farið fótgangandi í bæinn og niður á strönd. En hér skammt frá okkur er verið að byggja nýjar íbúðir og þær verða leigðar á rúmar 90.000 krónur á mánuði. Aftur á móti greiðum við lítið fyrir hita, rafmagn og síma hér í Svíþjóð." Á móti hárri húsaleigu koma svo húsaleigubætur, en þau segjast engar bætur fá því þau hafi það góðar tekjur. Og í Svíþjóð eins og í nær öllum Evrópulöndum er rétt- ur leigjandans mikill og geta þau þess vegna leigt þessa íbúð eins lengi og þau lystir, enda fara þau með hana eins og hún væri þeirra eigin. Annar stór útgjaldaliður er mat- urinn. „Við förum með um það bil kr. 50-60.000 í mat á mánuði, en inni í þeirri upphæð er líka vín og bjór. Við kaupum oftast saman inn, gjarnan á laugardögum, og kaupum vörur á tilboði ef við rek- umst á þær.“ Ekki verður logið á gamla, sænska velferðarríkið þegar börnin eru annars vegar, þau fá heitan mat í hádeginu í skólanum, foreldr- um að kostnaðarlausu. Reyndar greiða foreldrar fyrir þann munað með sköttum sínum, en þeir eru nú heldur ekki nema 35% af tekj- um. Nils og Inger fá líka heitan mat á vinnustað sínum en fyrir hann greiða þau um kr. 400, hvort um sig, og er sú upphæð ekki tal- in með í ofangreindum matarreikn- ingi. Inger segist nú reyndar oft hafa með sér smurbrauð. Bílar eru dýrir í Svíþjóð og segja þau mér að nýr Volvo kosti um 2,2 milljónir. Sjálf eiga þau tíu ára gamlan Volvo. „Þetta háa bílverð hefur að sjálfsögðu leitt til þess að bílar á götum Svíþjóðar er margir orðnir gamlir, og hyggst nú ríkisstjórnin reyna með ein- hveijum hætti að lækka bílverð," segir Nils. Þau segja rekstrar- kostnað bifreiða ekkert mjög háan, en bensínlítri kosti um kr. 85.00. Á þessu sænska heimili eru aldr- ei gerðar fjárhagsáætlanir en auk venjulegra útgjalda greiða þau mánaðarlega kr. 5.500 hvort um sig í einkalífeyri, og um kr. 8.000 í annan sparnað. „Það eru alltaf peningar afgangs og við erum ekki að safna fyrir neinu sérstöku, leyfum okkur það sem okkur lang- ar í.“ Nils lætur þess getið að gegnd- arlaus neysla sé löngu liðin tíð í Svíþjóð, umhverfisvernd sé orðinn snar þáttur lífsins og allir hlutir því nýttir vel. Þau hjónin séu ekki haldin neinni kaupsýki og nefnir sem dæmi að þau hafi fyrst fengið sér myndbandstæki fyrir sex mán- uðum. Það er hins vegar alveg ljóst að mikið er keypt af bókum á þessu heimili. íþróttir eftir vinnu „Verkaskipting inni á heimilinu er algeng meðal hjóna í Svíþjóð, en við Inger höfum aðeins stigið skref afturábak í þeim efnum eftir að ég fór að semja kennslubæk- ur,“ segir Nils. „Hér áður skiptum við hússtörfunum á milli okkar, enda kom ég þá heim fyrr á dag- inn og Inger vann þá oft lengur." Það er semsagt Inger sem eld- ar, þvær og þrífur, og straujar meðan hún horfir á sjónvarpið. Nils segist þó ekki vera með öllu laus. „Eg laga matinn um helgar, og þríf svo eins og hinir þótt mér þyki það mjög leiðinlegt.“ Börnin þrífa herbergin sín sjálf og eru í ýmsum snúningum. Sara sú yngsta, kemur úr skólanum um tvöleytið en systkini hennar á fjórða tímanum. „Þá fyrst hverfa allir þegar heim er komið!“ segir Nils, og á við börnin og eiginkon- una, þvl að sonurinn æfir tennis eftir skólann, eldri dóttirin stundar fijálsar íþróttir og þjálfar auk þess aðra í þeim greinum, yngri dóttirin er í tónlistarnámi, og frúin bregður sér stöku sinnum í leikfimi. Inger eldar þó oftast heitan mat á kvöldin, sem heimilismenn borða eftir hentugleikum eins og gefur að skilja. „Við borðum þó öll sam- an um helgar,“ segir Inger. „Áður fyrr var besta máltíðin á sunnu- dögum, en nú er hún á föstudögum eða laugardögum.“ Svona spari eru þau oftast með nautakjöt, en í miðri viku svínakjöt, sem er ódýrt í Svíþjóð, pasta og grænmeti. Á vinnustað og í skólanum er hins vegar oft fiskur í hádeginu. . Eftir klukkan átta á kvöldin eru flestir komnir í hús og þá er verið að borða, læra, vinna og horfa á sjónvarp. Börnin og Inger fara í háttinn á milli klukkan hálf tíu og ellefu, en húsbóndinn, sem er þó mesti morgunhaninn, er á róli fram yfir miðnætti. Hann nýtur kvöld- kyrrðarinnar. Útivist enginn höfuðverkur í Málmey er ekkert bæjarslang- ur á unglingum um helgar. For- eldrarnir vita varla hvað ég er að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.