Morgunblaðið - 07.07.1996, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 07.07.1996, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 29 Fararstjóri: Bryndís Schram Feröin hefst í Fort Lauderdale en flogið strax daginn eftirtil San Juan á Puerto Rico þar sem skemmtiferðaskipiö Fascination bíöur okkar drekkhlaðið af góðum mat og fjöri. Á siglingunni er komið við á St. Thomas t Jómfrúareyjaklasanum, Guadeloupe, Grenada sem oft hefur við nefnd kiyddeyjan, Caracas höfuðborg Venezuela og að lokum farið til Aruba. Hvarvetna ber eitthvað nýtt og spennandi fyriraugu. Að siglingunni lokinni liggur leið okkar til Orlando, skemmtigarðaborgarinnar viðfrægu. Og að lokum fljúgum við aftur heim til Islands, endurnærð, reynslunni og minningunum ríkari. 138.225 RKR Fararstjóri: Hildur Jónsdóttir Rogið verður til Fort Lauderdale á Róndaskaganum og dvalið í góðu yfirlæti á fyrsta flokks hóteli, verslað, legið í sólinni eða siglt um síki borgarinnar sem oft er nefnd Litlu Feneyjar. Þaðan ökum við til Tampa, á vesturhluta Flórídaskagans og gengið um borð í skemmtiferðaskipið Celebration. Siglingin er engu lík. Á skipinu em barir, diskótek, spilavfti og næturklúbbar. íþróttaaðstaðan er með besta móti, nuddböö, sundlaugar og heilsurækt. Skipið hefur viðkomu á Grand Cayman eyjunni, í Playa del Carmen - Conzumel í Mexíkó þar sem skoða má fomar rústir Maya indiána og í hinni óviðjafnanlegu New Orleans. Þriðja nóvember verður svo ekið til Orlando þar sem finna má helstu skemmtigarða heims; Disney World, Epcot og Sea World. Þetta er sannkölluð ævintýraferð. 116.280 kr. Áherslur í uppeldinu eru skýrar: „Fyrst og fremst viljum við að þau séu glöð og áreiðanleg. Þau verða að læra að bjarga sér og taka ábyrgð á eigin gerðum.“ Og ekki verður annað séð á þeim systkinum en að þau séu ánægð með tilveruna, séu kát og hress í framgöngu, án þess að vera þjökuð af þeirri athyglissýki sem hrjáir alltof mörg íslensk böm. Enda má segja að hjá sænskum bömum séu alltaf sunnudagar. Foreldramir hafa tíma til að sinna þeim og yfirvöld setja velferð þeirra ofar öllu. Það þætti nú ekk- ert slæmt á íslandi að fá heitan mat í hádeginu, þurfa ekki að vinna með skólanum en fá samt vasapening, og geta stundað íþróttir án þess að setja pabba og mömmu á hausinn. • UNGLINGARNIR á heimilinu, Oskar og Malin, eru uppteknir við nám og íþróttir frá morgni til kvölds og rétt hægt að ná í þau í morgunsárið. Sara getur hins vegar haft það náðugra. tala um þegar ég spyr um þennan þátt uppeldisins, sem er þó stór hluti af daglegu lífi íslenskra ungl- inga. „Hér hittist ungt fólk í heimahúsum hvert hjá öðru,“ segja þau. „Skólinn sér um skemmtanir og diskótek, en þau em oft haldin í veitingahúsum fyrir mennta- skólanema, en í skólanum sjálfum fyrir yngri nemendur." Barnabætumar sem foreldram- ir fá fyrir framhaldsskólanemana, renna óskertar til unga fólksins sem vasapeningar, og því fá Oskar og Malin um kr. 6.500 í vasa sinn mánaðarlega. Sú. yngsta fær hins vegar rúmar þúsund krónur á mánuði frá pabba og mömmu í vasapeninga. Sænsk börn og unglingar fá tíu vikna sumarfrí, kennarar þeirra átta vikur, en sumarvinna er eng- in. Þegar ég spyr Inger eins og íslenskir foreldrar gera gjarnan, hvort það sé ekki erfitt að hafa þau „svona á götunni" þessa sum- armánuði, og hvort þeim leiðist ekki voðalega, hnussar bara í henni. „Nei þeim leiðist ekki vitund og hafa nóg fyrir stafni allan dag- inn. íþróttirnar gegna hér líka stóm hlutverki." í Svíþjóð eru golf og tennis dýrar íþróttagreinar. Fyrir tennis- iðkun sonarins borga þau Nils og Inger um kr. 40.000 á ári í félags- gjöld, en fyrir dótturina, sem stundar fijálsar íþróttir, segjast þau borga sama og ekkert, eða aðeins kr. 5.000 á ári. Þau segja að sú lága upphæð gildi um flest- ar íþróttagreinar sem börn og unglingar stunda, eins ogtil dæm- is handbolta, körfubolta og fót- bolta. Útivistartími barna og unglinga er heldur ekki eilífur höfuðverkur pg vandamál eins og hér á landi. í Svíþjóð og Danmörku virðast foreldrarnir stjórna uppeldinu, ekki börnin. „Það hefur aldr- ei verið neinn fastur útivistartími á þessu heimili,“ segja þau hjónin. „Þau koma samt aldrei seint heim. Þau láta alltaf vita af sér og hafa lík- lega lært það af okkur. Við látum þau vita hvert við erum að fara og hvar þau geta náð í okkur, og það sama gera þau.“ Börnin fá heit- an mat í há- deginu í skól- anum, foreldr- um að kostn- aðarlausu. YFIRVINNA er engin, en eins og títt er um kennara er erfitt að draga þá frá skrifborðinu. Ferðalög og veislur Eins og áður er getið stunda flestir í fjölskyldunni íþróttir nema húsbóndinn og yngsta barnið, sem er í tónlistarnámi. Þótt bókasafnið sé gott og fjölbreytt á heimilinu segjast þau þó helst lesa fagbækur í frístundum. Tónlist finnst þeim líka gaman að hlusta á, en gera það „með veikum mætti“, eins og Inger segir, „því við þurfum að hlusta á þrenns konar tónlist sem yfirgnæfír okkar.“ Inger fer oft í bíó, og bæði fara í leikhús ef athyglisverð sýning er á fjölunum. „Við förum sjaldan á veitingahús," segir Nils. „Það er dýrt að borða úti á kvöldin, eins og það er nú ódýrt í hádeginu. Næstum gefins. En eiginlega ger- um við ekki nokkurn skapaðan hlut um helgar,“ bætir hann svo við nokkuð spekingslega. Inger tínir þó ýmislegt til: „Við verslum og heimsækjum vini og ættingja. Foreldrar mínir sem bæði eru mjög ánægðir ellilífeyris- þegar búa hér skammt frá okkur. Krakkarnir eru líka tíðir gestir þar, einkum þegar maturinn í skólanum hefur verið vondur. Á sumrin hjólum við eða göngum niður á ströndina hér fyrir neðan og þar hittum við oft vini okkar. Stundum grillum við þar.“ ________ í sumarleyfum ferðast þau oft innanlands og fara í sumarhús sem foreldrar Ing- er eiga, en einnig fara þau oft utan, einkum til Frakklands og Ítalíu. Nils segist helst vilja eyða aurunum sínum í ferðalög, en In- ger finnst skemmtileg- ast að eyða þeim í mat og vín fýrir góða vini. Þau eru samt sammála um að það sé síðasta sort að eyða þeim í bíla og fatnað. Niðri á ströndinni, sem er mannlaus þenn- an dag, því hann er að norðan, ræðum við áfram um tilveruna og ég spyr hvað þau leggi nú helst áherslu á í líf- inu? Nils segir þetta svo erfiða spurningu að hann verði að byija á því að rannsaka líf sitt. Svarið veltist þó ekki fyrir Inger: „Eg legg áherslu á að eiga skap- andi og góðar frístund- ir. Það er líka mikilvægt að vera í vinnu sem gefur ein- hveija lífsfyllingu." Nils sem hefur nú aðeins rann- sakað líf sitt, segist helst vilja að börnin hafi það gott, og að þau öll séu ánægð á sem flestum svið- um. „Ég geri nú engan mun á vinnutíma og frítíma, en mér finnst það mikilvægt að geta verið sjálf- stæður í vinnunni jafnvel þótt ég starfi hjá öðrum.“ Þau vilja endilega sýna mér alla Málmey sem er græn og falleg borg, svo maður tali nú ekki um ströndina, en ég hef nú tafið þau nógu lengi frá vinnu og tómstund- um, auk þess sem tími er til kom- inn að fara að rannsaka líf sitt, eins og sænsku gestgjafar mínir voru svo vinsamlegir að gera fyrir mig. 4. - 14. olctóber. Reyhjavfl: Austurstræti 12 • S. 5691010 • Slmbréf 552 7796 oo 569 1095 Telíx 2241 • Innanlandsferðir S. 569 1070 Hótel Söqu við Hagatorg • S. 562 2277 • Slmbréf 562 2460 Hafnarflðrður: Bæiarhrauni 14 • S. 5651155 • Slmbréf 565 5355 ****** OATIAS S* Keflavfk: Hafnargötu 35 • S. 421 3400 • Simbréf 421 3490 Akranes: Brelðargðtu 1 • S. 431 3386 • Sfmbréf 431 1195 ií>A EUIWCARO Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 462 7200 • Slmbtéf 461 1035 VestMMiMriar: Vestmannabraut 38 • S. 481 1271 • Símbrél 481 2792 Eiiudg umboðsmenn um land allt 25. olct. - 5. nóv. ‘Staðgreitt á mann í tvíbýli. Innifalið: Flug, gisting, skemmtisigling í viku með fullu fæði og skemmtidagskrá alla daga, hafnargjöld, akstur erlendis samkvæmt lýsingu, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Ekki innifalið: Skoðunarferðir og þjórfé um borð, u.þ.b. kr. 5.000 - sem greiðist um borð í skipinu. StmviBiiulepSirLíiiisýB Lúxussigling um Karfbahafið Við bjóðum nú tvœr stórkostlegar ferðir á ótrúlegu verði. HVÍTA.HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.