Morgunblaðið - 07.07.1996, Side 21

Morgunblaðið - 07.07.1996, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ1996 21 Sællcerafero í september , Bordeaujt _ FARARSTJORAR Sigurður Hall og Þorfinnur Ómarsson 17. - 27 sept. Viö efnum til einstakrar sælkeraferöar til Frakklands i haust. Hjarta matar- og vínmenningar heimsins bíöur okkar í París, Cognac, Bordeaux og Champagne. Við hitum upp meö því að drekka í okkur heimsmenningu Parísar en síðan liggur leiðin til Cognac, þar sem við L kynnumst leyndardómum héraðsins í mat og drykk. Mesta vínræktarsvæði L heims, Bordeaux, er næsti áfangastaður og gistum við þar á glæsilegu hóteli, ferðumst á milli vínkastala og borðum sælkeramáltíðir. Ekið í Loire- dalinn, „fegursta hérað Frakklands", þar sem við gistum og snæðum í kastala H í hæsta gæðaflokki. Síðan liggur leiðin til Reims, höfuðborgar kampavínsins T en þar bíða okkar stórbrotnustu vínkjallarar heims, katakombur og stærsta dómkirkja Frakklands. Síðasta deginum eyðum viö í Trier og fljúgum svo heim H á leið frá Luxemburg. H Fagurkerarnir Sigurður L. Hall og Þorfinnur Ómarsson leiða hópinn um ævintýralönd A eldamennsku og vínræktar. Þetta er ferð í B algjörum sérflokki sem enginn sannur sælkeri Hj má látaframhjásérfara.Takmarkaðursætafjöldi. ’mmcL: J0k .. ■: TJ1 Verð: 128.920 lcr.* * Staðgreitt á mann í tvíbýli. Innifalið: Flug, gisting með morgunverði, ferðir á milli staða erlendis, fjórar sælkeramáltíðir, vínsmökkun, fararstjórar og flugvallarskattar. (Lágmarksþátttaka 20 manns.) . v .. Saniviiwiiferiir-Laii Reyk)avik: Austurstrali 12 • S. 5691010 • Slmbréf 552 7796 ofl 569 1095 Telex 2241 • Innanlandster&ir S. 5691070 Hótel Sögu við Hagatorg • S. 562 2277 • Slmbrét 562 2460 Hatnart|örður. Bæjartirauni 14 • S. 565 1155 • Slmbrét 565 5355 Kellavik: Hafnargötu 35 • S. 421 3400 • SJmbrél 421 3490 Akranes: Breiöargötu 1 • S. 431 3386 • Simbréf 43111ft: Akureyrl: Ráöhústorgi 1 • S. 462 7200 • Sfmbréf 461 1035 VKtawnMylar Vestmannabraut 38 • S. 481 1271 • Símbréf 481 2792 Elnnlg umboðsmenn um land altt OAIW# skýrsiur sem sanna að Hrafnhildur gat hreyft vinstri fót í spelkum þeg- ar hún var ennþá greind með þverlömun. Þá eru einnig til mynd- bandsupptökur og skýrslur sem sýna hvemig hún hreyfir báða fætur án spelkna eftir aðgerðina í desember. Þetta vill enginn líta á. Fjórir bandarískir skurðlæknar, þar af er einn formaður heimssam- taka skurðlækna, hafa staðfest að þeir þekki til aðgerða dr. Zhangs, menn sem fengið hafa inni í virtustu læknaritum heims með rannsóknir sínar. Engu að síður vísar landlækn- isembættið staðfestingu þeirra á hæfni dr. Zhang á bug á þeim for- sendum að hún sé ómarktæk. Sjálfir höfðu taugaskurðlæknarnir alla möguleika á því að rannsaka Hrafn- hildi þegar hún lá á Borgarspítalan- um en gerðu ekki. Enginn tauga- skurðlæknir hefur enn skoðað hana, þrátt fyrir óskir mínar þar um.“ Fari ekki út fyrir sérsviðið í lok maí sl., fimm og hálfum mánuði eftir að erindi læknanna barst, sendir aðstoðarlandlæknir svo frá sér svar, þar sem tekið er að hluta undir gagnrýni læknanna. Seg- ir ámælisvert að Halldór hafi tekið á sig ábyrgð á aðgerðinni án þess að leita álits íslenskra sérfræðinga í taugaskurðlækningum. Aðgerðir sem þessar séu enn á tilraunastigi bæði hvað varðar dýr og menn. Land- læknir telur þó ekki ástæðu til lög- formlegrar áminningar en beinir því til Halldórs að fara ekki út fyrir sér- svið sitt og hafa fullt samráð við sérfræðinga á þeim sviðum sem það eigi við. Auður segir að í millitíðinni hafi taugaskurðlæknar og Halldór átt nokkra fundi með landlækni en eng- in niðurstaða fengist á þeim. „Þá bað landlæknir Kristján Ragnarsson end- urhæfingarlækni í New York um áiit. Spyr hvort hann telji læknisfræðilega tilhlýðilegt að framkvæma svona aðgerð og hvort hann þekki til þeirra bandarísku lækná sem höfðu staðfest að þeir þekktu til Zhang. Ég tel þessa fyrirspurn vera móðgun við Halldór ; ■'K,, Morgunblaðið/Sverrir DR. Zhang Shaocheng og Halldór Jónsson bæklunarskurðlæknar, skoða hvernig skynið hefur aukist í fæti Hrafnhildar eftir aðgerðina í desember sl. Línumar sýna hvemig skynið hefur aukist frá degi til dags. enda gat Kristján lítið tjáð sig um málið þar sem hann er ekki sérfræð- ingur í því.“ Segir Auður Halidór hafa orðið að þola harkalega gagnrýni vegna þess að hann hafí haft kjark til að taka ábyrgð á aðgerðinni. Hann hafí staðið sem klettur við hlið sér í þess- ari baráttu. Hefur Halldór áhuga á því að kynna sér aðgerðir dr. Zhang frekar og mun hann fljótlega halda til Kína til að fýlgjast með dr. Zhang. En hvers vegna þessi mótstaða lækna eftir að fyrri hluti aðgerðar- innar fór fram? Auður segist þess fullviss að taugaskurðlæknar hefðu ekki sett sig upp á móti aðgerðinni ef ekki hefði komið til sú mikla fjöl- miðlaumfjöllun sem varð. Það sé kaldhæðnislegt til þess að hugsa að athyglin hafi ekki síst beinst að bar- áttunni við skrifræðið i kínverska hernum við að fá dr. Zhang hingað. „Ég tel að læknarnir bregðist svo illa við af því að ekki var haft sam- band við þá. Þeir höfðu þó marglýst því yfír að aðgerð sem þessi væri ekki möguleg. Þeir fóru í fagfýlu og málið er komið í þvílíkan hnút vegna hennar að menn eru löngu hættir að nenna að hlusta.“ Aumkunarvert Auður segir að sér fínnist það aumkunarvert að læknar skuli vilja tefja málið, eyðileggja fyrir dóttur sinni og öðrum sem svipað sé ástatt um, á þeim forsendum að verið sé að gefa þeim falskar vonir og að um skottulækningar sé að ræða. „Hver tapar á því að þessi aðgerð sé gerð á dóttur minni? Fordómarnir mega ekki vera svo miklir að þeir komi í veg fyrir framfarir. Eini taugaskurðlæknirinn sem hefur viljað tala við mig er Aron Björnsson. Ég hef einnig rætt við Brynjólf Mogensen bæklunarskurð- lækni, vegna þess að málið var kom- ið í hnút. Hann bauðst fyrir skömmu til að líta á pappíra um dóttur mína ef ég gæti útvegað honum meiri upplýsingar um dr. Zhang, m.a. greinar hans um taugaflutninga sem bíða birtingar í bandarísku lækna- tímariti. Greinarnar hef ég ekki feng- ið og því fæst ekkert gert. Allt þetta mál hefur orðið til þess að ég á ekki annars úrkosti en að kæra Sjúkrahús Reykjavíkur fyrir ranga sjúkdómsgreiningu og með- ferð, m.a. var Hrafnhildur lengi hryggbrotin án þess að það væri athugað. Ég hef raunar engan áhuga á því að kæra sjúkrahúsið, því þar starfar margt gott fólk sem myndi dragast inn í málið óverðskuldað. Ég hef sagt stjórninni að þetta sé örþrifaráð til að fá málið athugað frá grunni og frið til að vinna að hags- munum dóttur minnar. Penni eða hnífur Mappan með bréfaskriftum og skýrslum vegna málsins er þykk og enn bætist í hana. Auður segist þó ekki vera mikið fýrir pappíra, síst af öllu í tengslum við svona mál og minnir á að læknar framkvæmi ekki aðgerðir með pennum, heldur hnífum. Óll þessi barátta hefur kostað Auði og fjölskyldu hennar ómælda vinnu og íjármuni. Kostnaðurinn vegna málsins er á þriðju milljón. Auður segir að eina aðstoðin sem hafi fengist, hafi verið í tengslum við komu dr. Zhangs í desember. Hann hafi verið greiddur af hinu opinbera og numið um 1,1 milljón kr. Þurfi Auður að fara með Hrafn- hildi til Kína verði kostnaðurinn að minnsta kosti tvær milljónir en tak- ist að leigja skurðstofu í Svíþjóð, til að framkvæma aðgerðina, verði hann eitthvað minni, þó margfaldur á við það sem kostar að fá dr. Zhang hing- að til lands. Kostnaðurinn við það myndi nema um hálfri milljón, sem hún myndi greiða sjálf. Það er vissulega þreytuleg kona sem segir frá baráttu sinni og maður hlýt- ur að velta því fyrir sér hvort hún sjái fram á að baráttunni ljúki nokkum tíma. „í sjö ár hef ég orðið að beijast fyrir hveiju einasta skrefi sem ég hef tekið í þágu dóttur minnar, nema skólagöngu hennar í MH. Ég efast ekki um að að þetta tekur enda og ég hef fullan sigur. Dóttir mín er dæmi um kjark og æðruleysi, hún hefur lagt á sig erfiðar aðgerðir, ekki aðeins í von um bata, heldur að aðrir kunni að njóta góðs af niðurstöðunni. Ég er sannfærð um að samvinnan við dr. Zhang mun verða liður í því að færa læknavísindi í vestri og austri nær hvort öðru. Það er óskap- lega mikils virði, ég efast í raun ekki um það, að lækning við mænu- skaða og alvarlegum taugaáverkum er fundin, hún er bara í brotum víða um heim og þau þarf að sameina. Vonandi getur samvinna dr. Zhang og Halldórs orðið hluti af því.“ HVlIA húsið / SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.