Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ERU ÞEIR AÐ FA’ANN? JÖRUNDUR Markússon leigutaki Svalbarðsár í Þistilfirði renndi í ána á dögunum og fór ekki tómhentur heim eins og myndin ber með sér. 13 laxar, allir stórir, veiddust fyrstu tvo dagana og hefur veiði síðan gengið prýðilega. Gljúfurá í sókn Ljómandi veiði hefur verið í Gljúf- urá í Borgarfirði og er það mönn- um gleðiefni. Þessi litla fallega á var árum saman í lægð, en í fyrra jókst veiði eftirminnilega svo að minnti á gamla góða tíma. Nú er útlit fyrir að uppsveiflan haldi áfram. Góðar göngur Um miðja vikuna voru komnir 45 laxar á land úr Gljúfurá, en veiðin var ekki í samræmi við þær göngur sem menn hafa séð. Að- stæður hafa á stundum ekki verið veiðimönnum til framdráttar. Þrátt fyrir það eru þetta góðar tölur miðað við hversu stutt er liðið á veiðitíma. Lax hefur veiðst um alla á, en að undanfömu hafa ver- ið talsverðar göngur á neðri svæð- unum. Líflegt í Stóru-Laxá Menn eru yfirleitt sáttir við gang mála í Stóru-Laxá í Hrepp- um. Um miðja síðustu viku voru komnir 60 laxar á land, 33 af neðstu svæðunum, 8 af miðsvæð- inu og 19 af efsta svæðinu. Mikið líf hefur verið á efsta svæðinu og má búast við að mun meira hefði veiðst þar að undanfömu ef ekki hefði verið illa selt á svæðið. Lax- inn er mest vænn, 10-14 pund og einn rúmlega 21 punda veiddist á dögunum í Kálfhagahyl. Síðustu daga hafa auk þess komið smá- laxaskot. Reytist Lax úr Soginu Það er að reytast lax á land af flestum svæðum í Soginu og best hefur Bíldsfellið komið út þótt merkilegt sé, því það hefur löngum þótt vera síðsumarssvæði. í viku- lokin voru komnir a.m.k. 11 laxar á land af svæðinu og mikið af vænni bleikju. Þá hafa verið skot í Alviðru, t.d. veiddust á eina stöng 3 laxar og 4 bleikjur á þriðjudag og á miðvikudag var annar veiði- maður í Asgarði með tvo laxa og 12 bleikjur. Lax er einnig farinn að sjást og veiðast á Landaklöpp í Syðri-Brú. Sjóbleikjan mætt Það er mál manna að sjóbleikja sé að ganga fyrr nú en oftast áður og þakka þeir það góðu árferði. Um síðustu helgi var t.d. rennt í Skálmardalsá á Barðaströnd til reynslu. Vom þar leigutakar árinn- ar á ferð. Bleikjan reyndist vera mætt á staðinn og veiddust 20 fisk- ar þrátt fyrir litla ástundun og vom flestar vel vænir, 2-4 pund eins og gjarnan í upphafí veiðitíma. Allur var aflinn tekinn á flugu. SUNNUDAGUR7. JÚLÍ 1996 31 Húsin við Hverfisgötu eruopin ' - r?;-' - - ’ " - % - - ' , - -------~ Bílahúsin Traðarkot og Vitatorg eru OPIN þrátt fyrir framkvæmdir við götuna. Aðkoma að bílahúsinu Traðarkoti er niður Smiðjustíg eða upp Klapparstíg. ■ ■ ; / ■ . í sumar munum við selja síðustu sætin i ókveðnar ferðir til Portúgals og Mallorca með stuttum fyrirvara með SiKiífSliÍIií Aðeins 13 sæti laus Upplýsingar ekki gefnar í síma! - • ^^I^^yilkjörum er einungis hægt að staðfesta með fullnaðargreiðslu við pöntun. róðstafa ó hvaða gististöðum farþegar munu dvelja. Aðeins góðir gististaðir koma til greina. Upplýsingar um gammii eru ekki gefnar í síma heldur einungis á söluskrifstofum ÚRVALS-ÚTSÝNAR og hjá umboðsmönnum. * Fylgist með LOKAUTKALLI URVALS-UTSYNAR HJ® DATIAS^ M- ÚRVAL ÚTSÝN trygging fyrir gæðum Lágmúla 4, í Hafnarfirði, t Keflavík, á Akureyri, á Selfossi - og bjá umboðsmönnum um land allt. Gísli B. & SKÓP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.