Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI Hjalti er sonur Sig- urbjöms Þorkelssonar frá Kiðafelli, kaup- manns í Reykjavík og fyrri konu hans Gróu Bjamadóttur Jakobs- sonar bónda á Valda- stöðum í Kjós. Eigin- kona Hjalta er Anna Einarsdóttir vega- verkstjóra Jónssonar frá Sauðahaga í ^/allahreppi. Böm þeirra em Þorkell Gunnar, vélvirki og fiskkaupmað- ur, Sigurbjöm búfræðingur og bóndi á Kiðafelli, Kristín sem starfar í Noregi og Bjöm bókbind- ari. Anna Einarsdóttir var áður gift Þorvarði Kjerúlf sýslumannj Isfírðinga. Böm Önnu af fyrra hjónabandi em flest uppalin að meira eða minna leyti á Kiðafelli. Einar verkfræðingur, Sigríður verslunarmaður, Margrét hjúkmn- arfræðingur og ljósmóðir, Guð- björg búfræðingur og dýralæknir og Þorsteinn líffræðingur. Al- systkini Hjalta em Kristín (Ninna) - “istakona og húsfreyja, Sólveig húsfreyja, Þorkell Gunnar verslun- armaður, Bima húsfreyja, Hanna fv. bókavörður og Helga fv. bankafulltrúi. Hálfsystkini Hjalta em, Friðrik, fv. lögreglustjóri í Bolungarvík og prófstjóri Háskól- ans, Ástríður sem lést af slysförum í æsku, Áslaug hjúkmnarfræðing- ur og Bjöm ráðuneytisstjóri í land- búnaðarráðuneyti, fv. forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnað- arins og Matvæladeildar Samein- 'uðu þjóðanna. Þegar sólin tyllir sér milli Akra- fjalls og Skarðsheiðar á björtum sumamóttum er óvíða fegurra en á Kiðafelli í Kjós. Þar hefur föður- bróðir minn Hjalti Sigurbjömsson búið rausnarbúi í hartnær hálfa öld. Þar bjuggu og forfeður hans af Kortsætt í marga ættliði. Á Kiðafelli bjó fyrstur Svartkell kat- neski landnámsmaður eins og seg- ir í Landnámu. Hann var frá Kata- nesi á Skotlandi, nábýlingur Örl- ygs á Esjubergi þess er fyrstur byggði kirkju á íslandi og helgaði heilögum Patreki. Hvalfjörðurinn var þá allur að því er virðist kelt- . aeskt kristið menningarsvæði. Á Kiðafelli var beðin fyrsta bænin sem til er skráð á íslensku. Landn- áma segir að sonarsonur Svartkels á Kiðafelli hafí beðist svo fyrir að krossi „Gott ei gömlum mönnum, gott ei ómm mönnum" sem út- leggst „heill gömlum mönnum og ungum“. Á Kiðáfelli er og þjóð- þekktur merkisdraugur, Irafells- móri, sem fylgir ætt Hjalta. Mjög er af þeim draugi dregið en hefur þó sést nokkram sinnum á Kiða- felli á þessari öld. Ungur missti Hjalti móður sína Gróu Bjamadóttur. Hún lést úr Spænsku veikinni 1918. Engin lyf vom til gegn þessari geig- vænlegu pest, sem dugðu, annað en hið ævafoma pestarlyf hvönn, sem notuð var með nokkrum árangri gegn veikinni í Dan- mörku. Sorg og dmngi lá yfír Reykja- vík frostaveturinn mikla, þær vikur sem veikin geisaði. Víða lá fólk bjargarlaust á heimilum sín- um og í mörgu húsi knúði dauðinn dyra. Harmur var kveðinn að 7 móðurlausum bömum, Hjalta og systkinum hans þegar móðirin ung að áram og í blóma lífsins lá liðið lík. Sigurbjöm Þorkelsson kaup- maður í Vísi faðir Hjalta var stefnu- fastur, ákveðinn og sanntrúaður maður og hélt bamahópi sínum saman. Hann giftist aftur Unni Haraldsdóttur og þá bættust 4 böm í systkinahópinn. Oft var þröng á þingi á heimilinu en sam- heldni og kærleikur hefur einkennt þessi systkini fram á þennan dag. Hjalti gerðist snemma mikill íþróttamaður. Hann var lengi í hópi fremstu skíða- og fímleika- manna landsins og sýndi meðal annars fimleika við stofnun lýð- veldis á Þingvöllum árið 1944. Þá vann hann það afrek með snarræði og harðfylgi að bjarga lífí drengs sem var að drakkna í Tjöminni í Reykjavík einn kaldan vetrardag. Hjalti stundaði nám í kvöldskóla KFUM, stundaði verslunamám við Verslunarskóla íslands, en snéri sér síðan að landbúnaðamámi og út- skrifaðist sem búfræðingur frá Búnaðarskólanum á Hvanneyri árið 1936. Hann var við nám í hænsnarækt og refarækt í Dan- mörku og Noregi. Hann var bóndi á Kiðafelli frá 1938 til ’41 og aftur frá 1950. Starfaði við heildverslun Sverris Bemhöft, hjá framtals- nefnd og Skattstofu Reykjavíkur og frá 1977 starfaði hann sem rannsóknarmaður hjá Rannsókna- stofnun Iandbúnaðarins. Hjalti hef- ur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. verið safnaðarfulltrúi Saur- bæjarsóknar og meðhjálpari, próf- vörður við Háskóla íslands og fréttaritari Morgunblaðsins um árabil. Það var ekki heiglum hent að setjast að og gerast bóndi á Kiða- felli, þrátt fyrir náttúrafegurð sem þar er. Jörðin er lítil, einungis 15 hundmð að fomu mati, hlunninda- laus og þótti heldur rýr bújörð. Kiðafells er að einu getið í jarða- bókinni 1703, „að hey eyðist þar vegna storrna". Hjalti hefur sléttað tún með æmu erfíði, bætt jörðina og ræktað. Eitt mesta happ í lífi hans var þegar hann giftist Önnu Einarsdóttur, stórglæsilegri konu, dugnaðarforki og listamanni í mörgum greinum. Saman hafa þau skapað eitthvert fegursta heimili, sem maður kemur inná, prýtt lista- verkum, blómum og dýmm stein- um. Til skamms tíma þótti til hlýða að fara þangað með erlenda þjóð- höfðingja. Þar ríkir höfðingsskap- ur, mannkærleikur og húmanismi, enda er þar gestkvæmt, ávallt em þar einhveijir erlendir menn, vinir og vandamenn. Á Kiðafelli hefur ávallt verið bammargt, böm þeirra hjóna mörg og þau vinmörg. Þó hefur þar allt- af verið rúm fyrir fleiri böm. Ófá em þau böm úr ættinni og vanda- laus sem hafa verið á Kiðafelli í æsku sinni. Hjalti var umvafinn þessu bamastóði. Þótt stundum þvældist smáfólkið fyrir í hey- skapnum um háannatímann leyfði Hjalti krökkunum ofttugum saman að sitja á heyvagninum og ærslast í hlöðunni. Þá leyfði hann krökkun- um ótakmarkað að fara í reiðtúra á reiðhestum og gæðingum heim- ilisins, ævintýraferðir inn í fegurð sumarlandsins. Hjalti er mjög fróður um sögu Hvalfjarðar á stríðsámnum, sem eru byltingartímar í tækni og menningu og raunar eitt allra merkilegasta skeið íslandssögunn- ar. Hvalfjörður var ein mikilvæg- asta flotastöð Bandamanna og á Kiðafelli vom haldnar dagbækur um allar ferðir skipa þar í stríðinu sem em nú einstök heimild um sögu styijaldarinnar á Norður-Atl- antshafí. Á Kiðafelli var á sínum tíma merkt kría, sem fannst svo 20 ámm síðar upp í Borgarfirði og sýndi mönnum í fyrsta sinn aldur þess langfleyga fugls. Fugla- athuganir og merkingar em enn stundaðar á Kiðafelli og stundar þær Bjöm Hjaltason sonur Hjalta. Og þótt Móri sé farinn að daprast þá gerast enn undur á Kiðafelli, það komst í heimspressuna þegar selir tóku þátt í smalamennsku á Kiðafelli á dögunum. Tijágarður fagur er nú risinn við Kiðafellsbæinn. Á Kiðafelli rís og vörpulegur nýskógur sem veitir skjól fyrir sviptivindum Esjunnar. Hjalti hóf með systkinum sínum og föður þessa skógrækt fyrir nærfellt 5 áratugum á þeim tíma þegar fáir gerðu sér grein fyrir mikilvægi þess að planta tijám. Nú hefur Sigurbjöm Hjaltason sonur Hjalta sem stýrir fyrirmynd- arbúi á Kiðafelli tekið upp merkið og ræktar plöntur til skjólbelta- gerðar og skógræktar í stómm stfl. Hjalti er félagslyndur gleði- maður og síðustu áratugina hefur tær tenórrödd hans ómað um Kjós- ina þegar menn koma saman. Af- mæli Hjalta eru með þeim fjöl- mennari og skemmtilegri. Viðbúið er að áttræðisafmælið verði þar engin undantekning og afmælis- bamið taki „Hamraborgina" með- an miðnætursólin gyllir Akrafjall og Skarðsheiði og tjaldar og hett- umáfar tína maðk á nýslegnu Kiðafellstúninu. Þorvaldur Friðriksson. HJALTI SIGURBJÖRNSSON Þröngt mega sátt- ir sitja Þ AÐ var þröng á þingi í heita pottinum í Ljósafosslaug í Grímsnesi þegar hressir skátar "úr Skátafélaginu Vogabúum í Grafarvogi slógu nýtt met. 50 skátar í einu fóru ofan í pottinn en þessir nýju methafar voru ásamt fjölmörgum öðrum félög- um sínum úr Grafarvogi og skátum úr Hveragerði í æfing- arútilegu á Úlfljótsvatni en þar landsmót skáta fram dagana 21.-28. júlí nk. BLÁFELLALYKILL — prim. alpicola violacea FellalykiU EIN alvinsælasta ætt garð- blóma er prímúluættin, sem í raun ber heitið Maríulykilsætt á íslensku. Þetta er ekki að furða því þessi ætt er mjög stór, í henni era meira en 800 teg- undir og um 20 ættkvíslir og þama er að fínna margar plönt- ur af vinsælustu íslensku garð- blómunum. Stærsta ættkvíslin er sjálf prímúluættkvíslin. Heimkynni hennar em einkum nyrðra tempraða beltið í Asíu og oft er talað um prímúlubeltið sem liggur um Kína, Himalayafjöll, Afg- anistan, íran og Litlu-Asíu, með af- leggjurum í ýmsar áttir. Þó nokkrar prímúlutegundir vaxa í Ameríku og Evrópu og meira að segja vaxa tvær tegundir á íslandi. Það sýnir vel fjöl- breytni og aðlögun- arhæfni ættkvíslar- innar að hún vex bæði við nyrsta haf í Eyjafírðinum og hátt í hlíðum Hi- malayjafjalla og víða þar á milli. Því skal engan undra að þessi ættkvísl hafí stundum verið kölluð safnaraættkvíslin, því þarna geta flestir fundið plöntur við sitt hæfí og blómgunartími lyklanna (prímúlanna) er frá því snemma á vorin fram á haust. Ræktun lykla hefur verið mjög vinsæl í Evrópu frá því um 1500 og stundum hefur hreinasta prímúluæði gripið um sig. Allflestar tegundir lykla þola bæði frost og kulda en það sem verður þeim stundum erfítt em umhleypingarnir í íslenskri vetrarveðráttu — sumum er hætt við að fúna og rotna í vetrarvætunni, en þær væri best að setja í skjól yfir vetur- inn í reit eða undir gler. Prímúluættkvíslin er mjög stór, í henni eru nálægt 600 tegundir og til að halda röð og reglu á þessari stóm hjörð hef- ur henni verið skipt í 30 deild- ir. Mig langar að fjalla lítillega um einstakling í einni þessari deilda, Sikkimensis-deildinni. Nafnið er dregið af Sikkim í Himalayafjöllum, sem liggur á milli Burma og Nepal, en ís- lenska samheitið er Kínalykils- deild. Þessir lyklar hafa reynst mjög vel harðgerðir hér á landi. í heimkynnum sínum vaxa þær hátt til fjalla ofar skógarmarka, gjarnan við ár eða læki og vilja fijóan rakan jarðveg, jafnvel mýraijarðveg. Fellalykillinn — prim. alpicola — er einn þessara harð- gerðu Kínalykla og mjög dæmigerður fyrir deildina. Hann myndar stóra blað- hvirfmgu með af- löngum, tenntum, dálítið gámðum blöðum við jörð. Upp úr blaðhvirf- ingunni rís 40-60 cm hár blómstöng- ullinn, sem er alltaf blaðlaus, en eins og mélugur að utan. Á enda hans sitja blómin mörg sam- an í lútandi sveip. Blómin em mélug að innan og ilma vel. Til eru ýmis afbrigði af fellalyklin- um sem bera mismunandi lit, afbrigðið alba er snjóhvítt, af- brigðið luna er tunglskinsgult og violacea er fjólublátt. Það afbrigði er stundum kallað blá- fellalykill og er líklega vinsæl- ast í ræktun hérlendis. Bláfella- lykillinn hefur reynst mér fram- úrskarandi harðgerður og betri en hvíta eða gula afbrigðið, en allir blómstra fellalyklarnir um miðjan júlí eins og aðrir lyklar í Sikkimensis- deildinni og jafn- vel fram í ágústlok. Fellalykill- inn er ekki gamall í ræktun í Evrópu. Það var hinn frægi breski plöntusafnari Kingdom Ward sem fann hann í söfnun- arferð sinni um háfjöll Asíu í Tíbet og Bhutan á árunum 1924-26. í þeirri ferð fundust margar blómaperlur sem garð- ræktendur í Evrópu dá og dýrka nú 70 árum seinna. S.K(j. BLOM VIKUNNAR 334. þáttur Umsjón Ájjústa Bjornsdotlir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.