Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 33 ! I 1 I I I ] I í I í i I i i i i 3 i i i i < dagskvöldið þegar þú varst að fara í háttinn eftir mjög vel heppnað kvöld. Þú varst svo hress og kát, syngjandi og hlæjandi að skemmti- atriðunum hjá yngstu barnabörnun- um þínum. En við megum vera þakklát fyrir að hafa átt með þér þetta síðasta kvöld þitt, og vera í návist þinni. Elsku amma mín, ég á svo marg- ar minningar um þig. Ég man fyrst eftir þér þegar þið afi áttuð heima í Ásgarðinum og þú varst að kenna mér faðir vorið. Og allar lopapeys- urnar sem þú ptjónaðir á okkur í fjölskyldunni. En ég þakka þér fyrir þessi ár sem ég hef fengið að lifa með þér og allt sem þú hefður gefið mér. Ég mun ávallt minnast þín. Elsku afi, pabbi, Árni, Dóri, ívar, Guðni og ijölskyldur, söknuðurinn hverfur aldrei, en sorgin dofnar, því lífið verður að halda áfram. Þín Linda Rós. Elsku amma mín. Að skrifa minningargrein um þig hafði ég ekki átt von á að þurfa að gera svona fljótt, alltof fljótt. Kvöldið áður en kallið þitt kom varstu svo ánægð og glöð með okk- ur öllum á ættarmótinu á Laugar- bakka. Þú og afi voruð bæði uppá- klædd og fín svo það geislaði af ykkur. En hlutirnir eru fljótir að gerast. Þú kvaddir okkur á laugar- dagskvöldið og fórst upp á herberg- ið til þín að sofa en á sunnudags- morgni varstu dáin. Eftir sitjum við með tárin í augunum og sorg í hjarta, en þó einnig gleði yfir því að hafa þekkt og átt að eins yndils- lega konu og þú varst. Elsku amma, ég á margar falleg- ar minningar um þig sem alltaf munu skipa stóran sess í hjarta mínu, minningar sem ég mun varð- veita alla mína ævi. Ég var ekki orðin margra ára þegar ég fékk að gista hjá ykkur afa í Ásgarðinum, að eigin ósk, því þú varst alltaf svo góð við mig. Ég fékk alltaf lánaðan hjá þér fínasta náttkjólinn þinn og fallegt sjal yfir mig svo að mér yrði ekki kalt. Svo hitaðir þú handa mér kakó eða gafst mér Sinalco að drekka. Svo dundaði ég mér við það að setja í þig rúllur og greiða þér fallega. Á kvöldin bjóstu svo um mig fyrir neðan rúmið þitt með öllum þeim dýmnum og teppum sem þú áttir til. Svo hélstu í hendina á mér og við fórum með bænirnar okkar sam- an, bænirnar sem þú kenndir mér. Elsku amma mín, ég kveð þig með miklum söknuði, en ég veit að þú ert í góðum höndum hjá guði og sem hefur ætlað þér stærra hlut- verk annars staðar og að þú vakir yfir afa og okkur öllum. Ég mun halda áfram að fara með bænirnar mínar sem þú kenndir mér og ég mun hugsa til þín alla dag. Góði Guð, ég bið þig að gefa afa, pabba og bræðrum hans og öðrum ástvinum sem eiga um sárt að binda, styrk á þessum erfiðu tímum. Elsku amma mín, ég kveð þig í bili. Þín Hanna Dísa Magnúsdóttir. Elsku amma mín, nú ertu komin á góðan stað. Þegar ég heyrði á sunnudags- morgunn að þú værir farin í sjúkra- bíl, óraði mig ekki fyrir því að þú myndir fara til Guðs þennan sama dag. Ég reyni að hugsa um það þegar ég verð sorgmædd að þú hafir farið ánægð frá okkur og þín hafi verið beðið uppi. í bílnum á leiðini heim frá ættar- mótinu fór ég að hugsa um góðu dagana í Ásgarðinum. Alltaf þegar ég kom í heimsókn áttirðu góðu flatkökurnar handa mér og síðan þegar ég gisti hjá ykkur afa leyfð- irðu mér alltaf að dútla við hárið á þér, greiða þér og setja krullur í það. Góður guð, megir þú hjálpa afa, pabba og bræðum hans í gegnum þessar sorgarstundir. Bless elsku amma mín. Þóra Kolbrún Magnúsdóttir. SVEININA HALLDÓRA MAGNÚSDÓTTIR + Sveinína Hall- dóra Magnús- dóttir var fædd í Vatnshorni við Steingrímsfjörð 23. júlí 1905. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Sunnuhlíð í Kópavogi 2. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ingi- björg Magnúsdóttir og Magnús Júlíus Jónsson sem bjuggu í Feigsdal við Arn- arfjörð. Systkini hennar voru: Magn- ús, f. 25.11. 1891, d. 27.5. 1959; Jón, f. 22.4. 1895, d. 29.4. 1957; Guðrún, f. 13.11. 1896, d. 14.7. 1976; Ragnheiður, f. 14.8. 1901; og Ingunn, f. 26.10. 1913, d. 7.2. 1996. Sveinína verður jarðsungin frá Kópavogskirkju á morgun, mánudaginn 8. júlí og hefst athöfnin klukkan 10.30. Elsku frænka, það var fallegur morgunn þegar þú kvaddir. Nú ert þú farin á fund feðra þinna og vina. Ég veit að þar hafa orðið fagnaðar- fundir, því það voru svo margir farnir á undan sem þér þótti vænt um og þú saknaðir svo sárt. Sveina var fædd í Vatnshorni við Steingrímsfjörð. Þaðan flutti hún sem barn með foreldrum sínum og fjórum systkinum að Feigsdal í Árnarfirði. Þar fæddist yngsta syst- irin. Eftir að faðir þeirra lést tóku systurnar þijár Ranka, Sveina og Ingunn við búinu ásamt móður sinni. 1942 fluttu þær allar suður og settust að í Kópavoginum en hann var þá nánast eins og sveit, fáir og lélegir vegir og allt varð að sækja til Reykjavíkur. Sveina mín, það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar ég lít til baka og skoða í hugskoti mínu allar stund- irnar sem við áttum saman og þú varst mér eins og önnur móðir. Oft var glatt á hjalla á Digranes- veginum. Þar var oft þröngt og margt um manninn bæði skyldir og óskyldir komu til ömmu og systranna og dvöldu ýmist um lengri eða skemmri tíma. Sumir áttu þar sitt annað heimili. Eftir að ég fór sjálf að búa og eignast börn varst þú eins og amma þeirra.' Ingvar tókst þú sem lítinn dreng með þér í sveit norður í land því honum þótti svo gaman að vera innan um dýrin. Seinna voru Hulda og Hafdís líka með þér vestur í Döl- um. Það voru líka ófá skiptin sem þið systurnar og amma komuð til okkar og voruð yfir helgi þegar við bjuggum austur í Þorlákshöfn og allfaf var sama tilhlökkunin hjá krökkunum. Ég minnist líka margra kvölda sem þú komst hlaupandi upp í Melaheiði til okkar, þá sagðist þú vera á kvöldgöngu, en þannig varst þú, alltaf á sprettinum. Stundum komst þú líka á bílnum og þurftir að láta Baldvin og strákana líta á hann fyrir þig, gera við það sem bilaði eða skipta um dekkin. Öll höfðum við gaman af glettninni og húmornum sem þú áttir í svo miklum mæli og sem þú hélst vel fram á seinustu stund þó þú ruglaðir okkur mæðgunum jafnveí saman en mund- ir alltaf eftir Baldvini og Einari. Vertu sæl, elsku Sveina mín. Þakka þér fyrir allt. Megi góður Guð geyma þig. Unnur og Baldvin. Elsku Sveina mín, nú ertu komin í þann stað sem þú þráðir að kom- ast í. Þó þú værir ekki veik varst þú búin að lifa þitt blómaskeið og orðin södd lífdaga fyrir þó nokkru. Þú varst orðin fangi í líkama sem komst ekki lengur yfir með þeim hraða sem hafði ætíð einkennt þig alla þína bestu tíð. Utivera og „göngur“ eins og þú kallaðir hlaup- in þín voru daglegur þáttur í þínu lífi og skipuðu þar háan sess, svo það var erfitt fyrir þig að verða SIGRÍÐUR SIG URÐARDÓTTIR + Sigríður Sig- urðardóttir var fædd á Þiðriksvöll- um í Hrófbergs- hreppi 7. október 1924. Hún lést á Landspítalanum 30. júní síðastliðinn. Sigríður var dóttir hjónanna Guðrúnar Júlíönnu Jónatans- dóttur og Sigurðar Helgasonar bónda á Hrófá í Stranda- sýslu. Sigríður var ein tólf systkina og lifa níu þeirra. Eftirlifandi maki Kristjánsson sem hún gekk að mánudaginn 8. júlí og hefst eiga 1961. Börn: 1) Sigmar J. athöfnin klukkan 13.30. er Birgir fer fram Halldórsson fram- kvæmdastjóri, f. 1953, maki Sóley Björgvinsdóttir, börn þeirra Haukur Lindberg, f. 1972; dóttir hans Fanney Lind; Magni Sig- urður, f. 1975; Dav- íð Snævar, f. 1980 og Elmar Leví, f. 1994. 2) Björn Birg- isson bygginga- verkfræðingur, f. 1962, maki Grace Lai. Útför Sigríðar frá Fossvogskirkju 8. júlí verður tengdamóðir mín, Sigríður Sigurðardóttir, borin til grafar. Hún lést 30. júní eftir langa og stranga viðureign við erfiðan sjúkdóm. Siddu, eins og hún var jafnan kölluð af sínum nánustu, kynntist ég er ég hóf sambúð með syni hennar, Sigmari, fyrir tuttugu og fimm árum. Það var gott að eiga Siddu fyrir tengdamóður og þó að langt væri á milli okkar, þar sem við höfum búið í Hrísey og þess vegna ekki dagleg samskipti, urð- um við góðar vinkonur. Það var alltaf gott að leita til hennar og vel tekið á móti okkur þegar við komum suður. Synir okkar áttu athvarf hjá ömmu sinni þegar þeir þurftu að sækja skóla hér syðra og gafst þeim þá tækifæri til að kynnast henni. Sidda var trúuð kona og einnig ljóð- elsk og gat gefið barnabörnum sín- um gott veganesti fyrir lífið. Við sem eftir lifum eigum ekki aðeins góðar minningar heldur einnig nokkurt safn af ljóðum sem hún orti. Það voru góðar stundir þegar hún las fyrir okkur það sem hún gömul og lúin. Eftir að þú varst komin í Sunnuhlíð vildir þú enn oft koma með okkur í bíltúra og heim- sóknir en um leið og við vorum loks búnar að koma þér inn heima vildir þú komast aftur til baka í stólinn þínn. Það var greinilegt að þér fannst erfitt þegar það fór að slá út í fyrir þér, en þrátt fyrir það bjóst þú enn að mjög svo dýrmætum eig- inleika sem einkenndi þig alla tíð en það var þinn hárfíni „húmor“ sem gerði það að verkum að oftast gátum við, og ekki síst þú, hlegið að ruglinu. Margar mínar bestu minningar frá því ég var barn tengjast þér og ykkur systrum, ömmu og Rönku. Alltaf var gott að fá að gista hjá ykkur eða vera um lengri eða skemmri tíma. Þá fékk ég og við systkinin að gera nánast allt sem okkur datt í hug innan velsæmis- marka. Einnig voru lesnar og sagð- ar sögur í rökkrinu og talað um alla heima og geima oft fram eftir nóttu. Að ég tali nú ekki um ef jólin voru að nálgast. Þá fengum við að heyra um jólasveina, Grýlu, Leppalúða og svo auðvitað jólakött- inn ógurlega og þá var kverið hans Jóhannesar úr Kötlum í hávegum haft. Þegar ég var svo orðin eldri eign- uðumst við, ég og maðurinn minn, barn sem var ansi mikið lasið. Við fluttum um þær mundir úr Kópa- voginum upp í Árbæ. Þá var ég ein með bamið alla daga og fékk fáar heimsóknir frá vinum og vanda- mönnum, þetta var svo langt utan við bæinn sem við bjuggum, fannst fólki. Nema ykkur Rönku. Þið kom- uð á bílnum ykkar þó þið væruð báðar þá um áttrætt. Þessar heim- sóknir léttu mér lífið ósegjanlega mikið. Þið gátuð alltaf stoppað góða stund og spjallað og er ég viss um að þið hafið oft bjargað geðheilsu minni þessa mánuði. Elsku Sveina mín, þakka þér innilega allar góðu samverustund- irnar. Megi góður Guð geyma þig um alla framtíð. Þín frænka, Hafdís Erla Baldvinsdóttir og fjölskylda. Hún Sveina mín er nú dáin. Hún fékk yndislegt andlát. Svona vildi ég fá að deyja þegar minn tími kemur. Þegar hennar var vitjað að morgni svaf hún vært en u.þ.b. hálfri klukkustund seinna var hún hafði ort. Ljóðin hennar eru aðal- lega um náttúruna og trúarlegs eðlis. Síðast las hún fyrir mig bæn í ljóðaformi. Það var stuttu áður en hún lést og var það fyrirbæn þar sem hún biður Guð að blessa börnin sín og barnabörn og gæta þeirra. Þar kemur glöggt fram umhyggja hennar og væntumþykja. Garðurinn hennar Siddu var henni til mikils sóma og eru ótaldar stund- irnar sem hún eyddi þar og ber hann vitni um þá alúð og um- hyggju sem voru einkennandi fyrir hana. Þrotin að kröftum fór hún út í garð til þess að halda honum í horfinu og virtist það gefa henni aukinn kraft. Síðastliðna sex mán- ’uði hef ég búið hér fyrir sunnan og þess vegna getað verið nálægt henni þegar halla fór undan fæti. Samskipti okkar þessa síðustu mán- uði hafa verið mér mikils virði. Sidda er ein þeirra kvenna sem maður er ríkari eftir að hafa kynnst og að leiðarlokum vil ég þakka elskulegri tengdamóður minni sam- fylgdina. Sóley Björgvinsdóttir. látin. Miklir fagnaðarfundir trúi ég að hafi orðið þegar hún hitti systur sína, hana ömmu mína, sem alla tíð var hennar stoð og stytta, en hún lést 7. febrúar síðastliðinn. Sveina var orðin 90 ára gömul og þrátt fyrir takmarkað samband við þessa veröld hin seinni ár þá . tapaði hún aldrei sínum hárfína húmor. Við héldum henni veislu á 90 ára afmælinu og þegar maðurinn minn heilsaði henni spurði hún hann hver hann væri og hann svaraði: „Ég heiti Jóhannes." Þá spurði hún: „Og ert þú karl eða kona?“ Þetta er mun fyndnara þegar maður veit hvernig Jóhannes lítur út. Það er I sem sagt útilokað að líkja honum við konu. Á fystu árum skólagöngu minnar, fyrir rúmum 30 árum, fór- um yið Sveina á Skódanum hennar til ísafjarðar. Við vorum fimm í bílnum og í hverja smugu var troð- ið dóti. Þá voru bara malarvegir og maður varð sár í hálsinum af rykinu. Þetta var skemmtileg ferð en minnisstæðust er mér þó dvölin í sumarbústað í Tungudal. Þarna vorum við á sjómannadaginn í ynd- islegu veðri. Við Sveina vöknuðum snemma og fórum í gönguferð upp á Ijall. Við gengum lengi og hitnuð- um og svitnuðum og hver hjallur- inn á fætur öðrum var að baki. Alltaf vildi Sveina halda hærra og skoða meira. Þegar komið var há- degi fór hún að hafa áhyggjur af öðrum samferðamanni _sem hún hafði lofað að aka til ísafjarðar. Þá neyddumst við til að snúa við. Seinna talaði hún oft um hvað henni þótti leiðinlegt að hafa ekki getað gengið lengra. Þetta var ekki í eina sinnið sem við fórum saman í fjallgöngu. Hún var mikil fjallageit og fannst gaman að ganga. Fram á áttræðisaldur gekk hún og hljóp fram og aftur um Kópavog í hvernig veðri sem var. Oft rak^r hún nefið inn á æskuheimili mitt rétt til að kasta á okkur kveðju og var svo hlaupin út aftur. Mér eru líka minnisstæð sumrin sem við unnum saman og deildum saman herbergi þegar ég var 14 og 15 ára. Það var óverulegur aldursmun- ur á okkur þó hún væri 50 árum eldri en ég. Ég á eftir að sakna þín, Sveina mín, en get þó ekki annað en sam- glaðst þér þegar þú ert nú búin að fá þína ósk uppfyllta. Elsku Ranka mín. Guð styrki þig. Hulda Björg Baldvinsdóttir. LAUGARNES APÓTEK Kirkjuteigi 21 ÁRBÆJAR APÓTEK Hraunbæ 102 b eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Laugarnesapótek LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 - sími 587 1960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.