Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ HRAFN FRÁ HOLTSMÚLA STENDUR UPP ÚR Eftir þijátíu og fimm ára þjónustu við hrossa- ræktendur í landinu hefur Þorkell Bjamason hrossaræktarráðunautur látið af störfum. Þótt oft hafí verið stormasamt á þessum stól skilur hann sáttur við starfið og almennt er talið meðal hrossaræktenda að liðveisla Þorkels í ræktuninni hafí skilað góðum árangri. Valdi- mar Kristinsson heimsótti Þorkel og konu hans, Ester Guðmundsdóttur, austur á Laugar- vatni þar sem þau hafa búið alla sína búskapart- íð, til að líta yfír farinn veg í viðburðaríku starfí. VÍST MÁ telja að enginn einstaklingur hafi haft eins mikil áhrif á stefnu- mótun í íslenskri hrossa- rækt og túlkun dómskalans í kyn- bótadómum hrossa þessa rúmu þijá áratugi og Þorkell Bjamason. Hann tók við af Gunnari Bjarnasyni 1961 þegar hann settist í stói skólastjóra Bændaskólans á Hólum. Gunnar hafði um áratug áður aðstoðað Þor- kel við að komast á ýmiskonar nám- skeið í Þýskalandi veturinn 1952 til ’53 til að kynna sér hrossarækt og hestamennsku erlendis með það fyrir augum að hann tæki við ráðunauts- starfinu. Hættur að hugsa um starfið „Ég var löngu hættur að hugsa um þetta starf því Gunnar sýndi ekkert fararsnið á sér og því kom það mér nokkuð í opna skjöldu þegar mér var boðið þetta. Ég var alveg kominn inn á það að verða áfram bóndi. Það fór nú ekki svo og ég hóf störf 1. júní 1961 en átti upphaflega að vera Gunnari til aðstoðar, en hann reyndist svo upptekinn í starfi sínu á Hólum. Varð raunin sú að ég varð að sjá um ailar sýningar þetta árið og þar með talið fjórðungsmót á Suðurlandi. Síðan tók ég við starfinu með formlegum hætti 1. janúar árið eftir. Þetta var hálft starf fyrstu tíu árin sem ég gegndi því og frá upphafi hafði ég aðsetur á Laugarvatni," segir Þorkell þegar hann rifjar upp fyrstu árin. Þar kemur hann inn á atriði sem alla tíð hefur ríkt örlítill miskilningur um. Margir hafa haldið að það hafi verið einhver forréttindi honum til handa að fá að sitja heima hjá sér á Laugarvatni og starfa þar en það var ekki samkvæmt hans ósk. „Gunnar hafði setið á Hvanneyri, var þar kennari, og því hafði þessi staða ekki haft aðsetur á skrifstofu búnaðarfélagsins í hans tíð. Þegar ég svo tek við er aldrei farið fram á að ég starfi fyrir sunnan. Um þessar mundir eignuðumst við hjónin sjöunda og siðasta bamið okkar þannig að það var ekki hægt að meðhöndla mig eins og einhleypan strák, auk þess gat ég ekki séð mér og mínum far- borða af hálfu starfi. Eg var búinn að byggja og koma mér vel fyrir hér á Laugarvatni þegar stöðunni var breytt í fullt starf og þá var ekkert á það minnst af mínum yfirmönnum að ég komi suður eða mér verði sköp- uð vinnuaðstaða þar. Ég býst við að ég hefði hætt ef farið hefði verið fram á að ég kæmi suður,“ segir Þorkell. Samhliða ráðunautarstarfinu rak Þorkeli fjárbú á Þóroddsstöðum í Grímsnesi, jörð sem þau hjónin höfðu keypt á þessum árum. Einnig hafði hann verið bústjóri á Laugarvatnsbú- inu. Moldargötur og grundlr Fljótlega barst talið að vinnuað- stöðunni við kynbótasýningarnar þegar Þorkell tók við starfi og segir hann að þar hafi að sjálfsögðu orðið mikil breyting á. „Vellir voru yfír- leitt ekki fyrir hendi hvað þá húsa- kostur fyrir dómarana. Oftast þurfti að finna einhverjar moldargötur, grundir eða sæmilega slétt reiðfæri. Bílarnir voru dómpallar því ekki var hægt að vera úti því oft rigndi og kom fyrir að snjóaði stundum. Svo hljóp maður bara út og þreifaði á fótum og skoðaði hófa og mældi hrossin. Ég mældi allt sjálfur framan af og síðar einn af þremur dómnefnd- armönnum; þetta hefur alltaf verið svona verkaskipting. Venjulega voru þrír í dómnefnd nema um væri að ræða iands- eða fjórðungsmót, þá var fjölgað um tvo. Fyrir landsmótin fór ég ásamt íjórum öðrum um land- ið allt og hross tekin út, oftast heima á bæjunum en síðar komu héraðssýn- ingamar. Þetta fyrirkomulag hefur haldist lítið breytt í gegnum árin fram á þennan dag. Nú er þó farið að aðskilja dómar- ana og til allrar guðslukku fékk ég frí frá dómstörfum í vor áður en ég hætti störfum og þurfti ekki að taka þátt í þeim leiðindum sem hafa verið í sambandi við þetta. Þetta er alveg gjörsamlega mislukkað, það er klárt mál,“ segir Þorkell og liggur ekkert á skoðunum sínum á þessum breyt- ingum. Hann bætir þó við að auðvit- að eigi menn ekki að leggjast gegn breytingum, það er ekkert eilíft. Honum fínnst í þessum efnum skyn- samlegt að þrír dómarar geti gefið hver sína einkunn og síðan séu þær ræddar á eftir og ef ekki næst sam- komulag sé reiknuð meðaleinkunn fyrir atriðið. Oftast komast menn að einhverri niðurstöðu. Hann bendir á að í mati á hæfileikum getur alltaf verið mis- munur á hvað hrossið sýni í hvert skipti sem það kemur fram. Það sama gildi um bygginguna. „Það er vart hægt að stiila hrossi þannig upp í þijú skipti að byggingin komi eins fyrir sjónir í öll skiptin. En hvað um það, öll starfsaðstaða hefur gjör- breyst sérstaklega síðustu árin“. Krappur línudans Þorkell kveðst hafa dottið inn í starfið með litlum fyrirvara og því kannski ekki verið eins vel undir það búinn og hann hefði kosið. Strax í upphafi kveðst hann hafa tekið þá stefnu að fylgja eigin sannfæringu og standa og falla með henni, sama hvað yfir dyndi. Heimur hrossarækt- arinnar og hestamennskunnar er af- ar tilfínningaþrunginn og geta sprottið upp deilur af mismiklum til- efnum. Það hefur því oft verið krapp- ur línudans sem Þorkell hefur þurft að stíga í starfi sínu því hrossarækt- armenn geta verið afar hvassir í við- brögðum ef þeir telja á sig eða sín hross hallað. „Áríðandi var að hafa sína eigin skoðun á hveiju máli en láta ekki aðra mynda sér skoðun eða vera flytja skoðun annarra. Ég sá strax að þetta væri grunnur þess að mér væri vært í starfinu. Að sjálfsögðu ræddi maður hlutina við marga ágæta menn og auðvitað þurfti að beita diplomatik með í hæfilegum skömmtum því oft var maður með eldfim efni í höndunum. En það er svo skrýtið samt, að oft þegar maður átti von á að allt yrði vitlaust gerð- ist kannski ekki neitt en í öðrum til- vikum gat allt hlaupið í bál og brand út af því sem mátti ætla að væri lít- ið eða ekkert tilefni. Það er ekki hægt að neita því að þetta starf krefst mikillar samskiptahæfni. Frekjan iöulega fyrlrgefin Ég tel mig hafa verið heppinn og siglt nokkuð rétta leið í þessu leið- beiningarstarfi. Auðvitað hafa stund- um átt sér stað átök og hvellir en málin hafa alltaf sjatnað án þess að ég hafi orðið að gefa mikið eftir. Ef ég hefði gert það hefði ég fljótlega verið kveðinn i kútinn og rekinn út í hom. Oft þurfti ég að vera bæði frekur og stífur, ég viðurkenni það, en ég held að ég hafi ekki verið ós- anngjarn og því síður ósvífinn. Svo hefur mér iðulega fyrirgefíst hafí ég stuðað menn í hita leiksins." Starf Þorkels þessi þijátíu og fimm ár hefur snúist um hrossarækt og berst talið að því hvað hafi áunnist á þessum árum. Þorkell bendir á að það sama gildi um sig og aðra að enginn er dómari í sjálfs sín sök og sé hann tæplega rétti maðurinn til að leggja mat á eigin störf. „Það voru vissulega til góð hross á þeim tíma þegar ég hóf störf, á því er enginn vafi, vandamálið var kannski það helst að hvorki ég eða aðrir viss- um almennilega hversu góð þau gætu orðið best. Ég hef tamið mér það að vera ekki að hreykja mér af því hversu góð hross eru til í landinu á hveijum tíma. Það fer kannski betur á því að aðrir dæmi þar um. Ég verð þó að segja fyrir mig að mér finnst alveg með ólíkindum hvað sjást góð hross í dag. Til dæmis á Hellu í vor var mikið af dágóðum hrossum í röðum og þaðan af betri. Það er notalegt að upplifa þetta á þessum tímamótum og ég held að menn greini ekki á um að það hafí orðið framfarir en líklega greinir menn frekar á um hveiju það er að þakka. Sumir vilja þakka þetta að miklu eða öllu leyti LAUGARVATNSHROSSIN hafa getið sér gott orð í hinni hörðu sam- keppni þótt Þorkell hafi ekki búist við miklu af þeim í byijun. Hér virðir hann fyrir sér stóðhestinn Guma sem er undan Pá og Glímu. SÍÐUSTU árin hafa ýmis félagasamtök hestamanna og hrossa- ræktenda veitt Þorkeli margskonar viðurkenningar og þakklæt- isvott fyrir framlag hans til hrossaræktar. Hér stendur hann ásamt eiginkonu sinni, Ester Guðmundsdóttur, framan við mál- verk eftir Baltasar sem honum var fært á sextugsafmælinu sem sýnir Þorkel í hrossahópi þar sem hann mundar bogmálið á lend eins hestsins. EITT af verkum ráðunautarins er að heimsækja hrossabændur og líta á hrossin. Spá og spekulera hvað sé gott og hvað mætti betur fara. Hér skoðar Þorkell ungan fola, Kormák frá Kjarnholt- um I, sem er í eigu Arngríms Ingimundarsonar, hrossabónda í Dalsmynni í Biskupstungum. Með þeim á myndinni eru tveir afa- strákar Þorkels, Ragnar Gylfason til vinstri og Stefán Hilmir Stefánsson til hægri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.