Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ARNOR BJÖRNSSON + Arnór Björns- son fæddist í Reykjavík 6. maí 1966. Hann varð bráðkvaddur 25. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 4. júlí. Kæri Arnór. Ég hélt satt að segja ekki að það ætti fyrir mér að liggja að skrifa minningargrein um einhvem vina minna næstu fimmtíu árin eða svo. Og að sú fyrsta sé um þig og það þetta fljótt er mér gersamlega óskiljanlegt. Við kynntumst fyrst í Menntaskólarium í Reykjavík í þriðja bekk haustið 1982, en vinir urðum við í fimmta bekk. Það sem leiddi okkur saman voru fyrst og fremst sameiginlegir félagar, Val- ur, Tóti og Andrés, og að sjálfsögðu sameiginleg áhugamál, félagslíf, leikfimikennarahrellingar og enskuslettur. Eflaust stendur upp úr sá tími þegar við börðumst hlið við hlið í ræðuliði 6. B/R og náðum þeim árangri að komast í úrslita- keppnina vorið 1986. Eftir að við útskrifuðumst úr MR það vor lágu leiðir okkar í sitt hvora áttina. Við höfum þó alltaf hist við og við gegn- um árin og þrátt fyrir að við værum ekki í sífellu að rekast hvor á ann- an í kakósölunni í Casa Nova var ljóst að vináttan hafði ekki vikið. Fyrir tveimur vikum hittumst við svo á Kaffibamum í hádeginu ásamt fleiri félögum og töluðum saman um daginn og veginn, for- setakosningar og Menntaskólaárin, en við vorum að fagna tíu ára út- skriftarafmæli nú í vor. Þú sagðir okkur meðal annars frá því hversu vel gengi úti í náminu. Það er með trega, söknuði og sorg sem ég skrifa þér þessa hinstu kveðju. Þín verður sárt saknað. Fjölskyldu þinni og unnustu sendi ég mínar samúð- arkveðjur. Þú fórst of fljótt. Allt of fljótt. Þinn vinur, Friðrik Jónsson. Elsku Amór. Ég vildi að þú gætir lesið hugsanir mínar því 'að mig vantar sár- lega orð til þess að lýsa öllu því sem flýg- ur í gegnum huga minn þessa dagana. Það er svo margt sem ég þarf að segja þér, þó ekki væri nema að kveðja þig í eigin per- sónu. Ég get ekki hugsað þá hugs- un til enda að ég geti ekki hitt þig aftur, ekki tekið upp símann og hringt í þig. Enn síður skil ég hvers vegna þú, af öllum mönnum, þurft- ir að fara svona fyrirvaralaust frá okkur. Ég reyni sem best ég get að vera jákvæð og horfa framtíðina björtum augum eins og þú kenndir mér, en ég verð að viðurkenna að það er erfitt. Ég á erfitt með að sætta mig við að þú munir ekki vera partur af mínu lífi framar. Að þú munir ekki vera til staðar til þess að taka þátt í sorg minni og gleði, eða einfaldlega þegar ég þarf á þér að halda. Ég horfi með mikl- um söknuði til þess tíma sem við áttum saman, því sá tími var mér mjög mikils virði. Fyrir utan að vera einn besti og hreinskilnasti vinur sem ég mun nokkurn tíma eignast, kenndir þú mér flest það sem ég kann um lífíð. Með já- kvæðni þinni og óbilandi lífsorku gafstu mér þann kraft og það sjálfs- traust sem ég bý yfir í dag og hef- ur gert mig að þeirri manneskju sem ég er. Hreinskilni og heiðar- leiki eru kostir sem þú tamdir þér og ég er stolt að ég skuli hafa lært af jþér. I augnablikinu sé ég ekki fyrir mér að lífið geti án þín gengið sinn vanagang. Það er mér þó styrkur + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLÍNA JÚLÍUSDÓTTIR, Birkivöllum 3, Selfossi, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands þriðjudag- inn 2. júlí. Jarðsett verður frá Selfosskirkju mánu- daginn 8. júlí kl. 13.30. Jónina Andersen, Flemming Andersen, Garðar Gestsson, Guðbjörg Haraldsdóttir, Brynjólfur Gestsson, Sigurbjörg Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, KATRÍN ÓLAFÍA ODDSDÓTTIR, Álfhólsvegi 8A, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 9. júlí kl. 13.30. Oddur B. Grimsson, Katrín Oddsdóttir, Hreiðar Oddson, Eyrún Oddsdóttir. Herdi's Einarsdóttir, Valdimar Harðarson, + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför STEINUNNAR SNORRADOTTUR, Hjartans þakkir til starfsfólks Vífilsstaðaspítala fyrir einstaka umönnun, alúð og hlýju. Jón H. Guðmundsson, Gyða Gfsladóttir, Berta Bragadóttir, Helgi Bragason, Halldór S. Bragason, barnabörn og barnabarnabörn að hugsa til þess að það væri and- stætt þínum hugsunarhætti að gef- ast upp. Lífið heldur áfram, það er engin spuming. Einhvem veginn verð ég að venjast því að hafa þig ekki hjá mér lengur. Ég mun gera mitt besta í því að halda þeim lífs- gildum sem þér voru töm á lofti. Elsku Amór. Ég mun ávallt elska þig og virða fyrir þann yndislega persónuleika sem þú hefur að geyma. Ég kveð þig á þessum dekksta degi lífs míns með þau orð í huga að þér mun ég vafalítið aldr- ei gleyma. Helena. Arnór Bjömsson varð bráðkvadd- ur í Kerlingarfjöllum að kvöldi 25. júní síðastliðins. Arnór var sem einn af fjölskyldu okkar í Stóragerði. Hann var unnusti dóttur minnar Helenar og mjög náinn heimilisvin- ur í mörg ár. Helena var tæplega 17 ára þegar hún kom heim einn daginn og bað mig um að koma út í glugga. „Sjáðu", sagði hún. „Þarna er hann, þú kynnist honum seinna." Ég var frá fyrstu stundu, þegar ég sá þennan unga .mann standa þarna fyrir utan og bíða eftir dóttur minni, sannfærð um að þarna væri einstakur maður á ferð. Okkur þótti sérlega vænt um Am- ór, þótt Helena og hann slitu sam- vistir. í byijun júní, þegar Amór kom heim í sumarleyfi frá Colorado-há- skóla í Boulder, þar sem hann var í doktorsnámi, kom hann í stutta heimsókn til mín í vinnuna. Við áttum góða spjallstund saman, eins og svo oft áður, og þakka ég fyrir þá stund í hjarta mínu nú. Lífið er undarlegt þegar við stöndum frammi fyrir því að ungur, fallegur, bráðgáfaður, skemmtilegur og já- kvæður maður eins og Arnór er hrifinn burt í skyndi og engin skýr- ing finnst á því. Lífið og tilveran er aftur orðið spurningarmerki fyrir mér. Lífíð allt er blððrás og logandi und sem læknast ekki fyrr en á aldurtilastund. (Kr. Fjallaskáld.) Sara, yngri dóttir mín, biður fyr- ir kveðju til Amórs síns, en hún er í badmintonþjálfun í Danmörku. Kæri Bjöm, faðir Amórs, elsku Álfheiður, Vilhjálmur og Andri, Sólborg, amma Arnórs, sem var honum alltaf svo góð, allir ástvinir hans; haldið fast, haldið það út; þolinmæði er hugvit. Gunilla Skaptason og fjölskylda, Stóragerði 27. Þegar við í unglingaathvörfunum fréttum að Arnór kæmi með í okk- ar árlegu sumarferð, sem að þessu sinni var farin á skíðanámskeið í Kerlingafjöllum, skein gleði úr hveiju andliti. Við vissum að Arnór væri frábær ferðafélagi og hlökkuð- um til að deila þessum dögum með honum í fjöllunum. Hann hafði ekki átt von á því að fara á snjóbretti hér um hásumar en hlakkaði til eins og við hin því þeirri íþrótt hafði hann kynnst í Colorado í vetur. Arnór hafði verið starfsmaður í unglingaathvarfmu á Amtmanns- stíg í 2 ár áður en hann hélt til Bandaríkjanna í nám í fyrra haust. Sum okkar þekktu hann því frá því áður eða höfðu heyrt mikið um hann. Okkur hinum, sem vorum að hitta hann í fyrsta sinn, leið strax vel í návist hans.Við fundum svo vel að þarna fór maður sem átti auðvelt með að umgangast ungl- inga. Okkur finnst Arnór hafa verið gæddur óvenju miklum mannkost- um. Hann var afskaplega hjartahlýr og góður við okkur. Hann hlustaði á okkur af einlægni og sýndi okkur ótrúlega þolinmæði þegar eitthvað bjátaði á og gagnvart okkar mörgu misvinsælu uppátækjum. Arnór hafði ríkt skopskyn og frábæran húmor sem gerði honum auðvelt að sjá spaugilegu hliðamar á hlut- unum og tókst alltaf að koma okk- ur í gott skap. Hann hafði líka mjög skemmtilegan og lifandi frá- sagnarstíl og svo hressilegan og smitandi hlátur að ekki var hægt annað en hlæja með. Bjartsýnin og jákvæðnin einkenndi alla hans framkomu við okkur. Enda sagði hann oft þegar eitthvað óx okkur í augum; „ekki málið!“, og þar með var það heldur ekkert mál lengur. Arnór var mikill keppnismaður og lét engan taka sig í bakaríið hvorki í rökræðum, íþróttum né öðru sem hann naut sín í. Einu sinni vorum við í vatnahandbolta í sundi og reyndum mikið til að sigra Arnór. Við stelpumar komum okkur upp leynikerfi sem fólst í því að ein hoppaði upp á herðamar á honum og hélt um augun á honum á með- an önnur kafaði og reyndi að kippa undan honum fótunum. En allt kom fyrir ekki. Hann hristi okkur af sér eins og flugur. Þetta var óskaplega + Þökkum irmilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÚLFHILDAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ. Guð blessi ykkur öll. Anna Jóna Ragnarsdóttir, Úlfhildur, Sigrún, Jóhannes og Ólafur Guðmundarbörn og fjölskyldur. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, EINARS ARNAR BJÖRNSSONAR, Mýnesi, Eiðaþinghá, Arnljótur Einarsson, Sigríður Laufey Einarsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Björn Einarsson, Áskell Gunnar Einarsson, Úlfur Einarsson, Guðjón Einarsson, Guðrún Gústafsdóttir, Anna Kristin Magnúsdóttir, Erla Þórhildur Sigurðardóttir, Halla Björk Guðjónsdóttir, Hulda Friðriksdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir vandamenn. gaman og okkur dýrmæt minning eins og svo margar aðrar. Okkur finnst það forréttindi að hafa kynnst Arnóri og mikill heiður að fá að njóta samvista við hann síðustu dagana í lífi hans. Það var ef til vill táknrænt að hann var með unglingum þegar kallið kom, þar sem málefni unglinga og vinna með unglingum var það sem hugur hans dvaldi svo oft við. Við kveðjum Amór með djúpum söknuði og þökkum honum af alhug ljúfar sam- vemstundir. Aðstandendum hans vottum við okkar dýpstu samúð. Unglingar og starfsfólk unglingathvarfanna tveggja í Reykjavík. Sú harmafregn blasti við mér þegar ég leit í Morgunblaðið þann 27. júní sl. að bemskuvinur minn Arnór Björnsson væri látinn, aðeins 30 ára að aldri. Minningarnar streyma fram í hugann hver af annarri. Við vomm allra bestu vinir, þetta má ekki skilja svo að við höfum ekki verið vinir áfram. Það er ein- mitt sagt að sú vinátta sem menn bindast í bemsku endist lengst og svo var með vináttu okkar Amórs. Á hana féll aldrei skuggi. Það fór hins vegar eins fyrir okkur og svo mörgu öðm ungu fólki, að eftir að leiðir skildu að loknum stúdentspróf- um, þá einhvem veginn lágu þær ekki saman, hvorki í námi né starfi. Við Arnór urðum vinir um leið og við settumst hlið við hlið í Hvassaleitisskóla og þeim vinskap lauk aldrei . Það vom ófáar stundirnar sem við áttum saman í leik og starfí. Við dvöldum tíðum á heimilum hvor annars, fengum að gista hvor hjá öðmm og brölluðum margt saman líkt og gengur og gerist með börn og unglinga. Arnór var slíkur vinur sem mað- ur getur aldrei gleymt. Gáfur hans og hæfileikar voru mikil. Ég vil meina framúrskarandi. Þetta sýndi sig með margvíslegum hætti. Hann var afreksmaður í námi. Hann var snillingur í skák, en einmitt á þess- um ámm stunduðum við vinirnir skák hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Ég var mjög tapsár og kom oft sár heim í þá daga. Af mörgum sigrum Arnórs er mér sérstaklega minnisstæð frammistaða hans á skákþingi Norðurlanda sem háð var í Reykja- vík 1981. Þar varð hann Norður- landameistari í opnum flokki. Fékk hann þá fullt hús stiga og vann allar sínar skákir með glæsibrag. Var það haft á orði að hér væri undrabarn á ferð. Þetta er aðeins fátt eitt af því sem segja má um afrek Arnórs, en ég læt hér staðar numið. Arnór hafði skemmtilega kímni- gáfu. Ég tók upp bréf sem ég hafði fengið frá Arnóri þegar við vorum unglingar og las yfír, þau vom full af þessari sérstöku kímni hans. Það var ekki hægt annað en brosa. Kímni hans gat oft á tíðum verið meinleg, en það var ekki síst á hans eigin kostnað. Með Arnóri Björnssyni er fallinn í valinn einn af allra bestu vinum mínum og drengur góður. Arnór var án efa einn af efnilegustu son- um íslands og við hann voru bundn- ar miklar vonir. Fersk blóm og skreytingar viðölltœkifœri Opið til kl. 10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákaíeni 11, s/rni 568 9120 *»0***öí*IOtö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.