Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 13 ræða og án þess að sýna minnsta vilja til viðnáms". I Guangxi þekktu morðingjarnir yfirleitt fórnarlömbin. En fólkið þorði ekki að gráta myrta vini og fjölskyldumeðlimi og lét það lík- amshluta, sem urðu afgangs, liggja á víðavangi í stað þess að safna þeim saman og grafa þá. Zheng Yi fann ekki eitt einasta dæmi þess að einhver hefði mót- mælt morðunum og ódæðis- verkunum. Nokkur fórnarlam- banna mótmæltu því að vera órétti beitt og eitthvað var um að menn fremdu sjálfsmorð frekar en að verða grimmd samborgaranna að bráð. Enginn lést hins vegar af því að ráðast á morðingja sína. Einn morðingjanna, sem Zheng Yi hafði upp á, iðraðist einskis: „Það er betra að myrða eitt hund- rað saklausa, en að láta einn sek- an komast undan.“ í einn og hálfan áratug þorði enginn að spyija um mannát í Kína eða leita heimilda um þessa atburði í skjalasöfnum. Árið 1983 féll héraðsstjóri Guangxi, Wei Guoqing, í ónáð hjá Deng Xiaoping og fékk Zheng Yi þá takmarkaðan aðgang að sögu mannátsins. Þetta er án vafa umfangsmesta mannát á þessari öld og þótt lengra væri leitað aftur í tímann. Það er hefur einnig sérstöðu vegna þess að hvorki hungur né geðbilun bjó að baki heldur opinber stefna. í Kína var hugmyndafræði gangráðurinn og mannátið fór fram fyrir opnum tjöldum. Þeim sem frömdu þessa glæpi hefur aldrei verið refsað. í Wuxu- an-umdæmi var 91 maður rekinn úr flokknum fyrir mannát og 39 óflokksbundnir menn voru lækk- aðir í tign eða hýrudregnir. Enginn var sóttur til saka, ef frá er talin „Fjórmenningaklíkan", sem miklu réði í Kína á þessum tíma. Árið 1980 var hún dregin fyrir dóm fyrir morð og aðra glæpi í menn- ingarbyltingunni. „Fyrir börn fórnarlambanna er það verst að morðingjunum var aldrei refsað af neinni alvöru,“ sagði Zheng Yi í samtali við Nic- holas D. Kristof, annan höfund bókarinnar „China Wakes“. „Þau segja að daglega sjái þau á götu fólkið, sem myrti og át foreldra þeirra.“ reyndar komið í ljós í öðrum könnunum af svipuðum toga, og virðist hafa breyst frá því sem áður var. Þegar gerð var könnun á væntingum kínver- skra unglinga fyrir tíu árum nefndu þeir ekki fjölskyldumál, en núna er fjölskyldan í öðru sæti, á eftir menntun. f könnuninni nú kemur fram, að unglingum er lítt umhugað að halda í heiðri hefðbundnar veiyur og siði. Þetta á sérstak- lega við um evrópska unglinga, en einnig í löndum Rómönsku Ameríku og Asíu, þar sem hefð- ir hafa verið sterkari. Vestrænir unglingar eru mun svartsýnni á framtíðina yfir- leitt. í Bandaríkjunum, Kanada, Vestur-Evrópu, Grikklandi og Japan taldi innan við fimmtung- ur að ástandið í heiminum myndi batna á næstu áratugum. Lesa lítið í Bandaríkjunum Bandarískir unglingar skera sig úr að því leyti að þeir virð- ast hafa mun meira á sinni könnu en unglingar í öðrurn löndum. Þeir vinna meira, fara oftar á rómantísk stefnumót og nota meiri tíma til heimilis- starfa. Þessir þættir eru taldir geta útskýrt hvers vegna bandarísk- ir unglingar lesa mun minna en jafnaldrar þeirra annarsstaðar í heiminum. Einungis þriðjung- ur unglinga í Bandaríkjunum taldi bóklestur meðal þess sem þeim þætti skemmtilegt, en í til dæmis Kína, Nígeríu og Pól- landi nefndu tveir af hveijum þrem bóklestur. LISTIR DÓMKIRKJAN í Riga þar sem orgelhátíðin var haldin. HÖRÐUR Áskelsson við Walker-orgelið sögufræga. EFTIR að Lettland öðlaðist sjálf- stæði fyrir fáeinum árum hefur sókn þjóðarinnar aukist eftir menningar- legum samskiptum við önnur lönd og ekki síst við Norðurlönd. Asbaltic- um-menningarhátíðin við Eystrasalt- ið er afsprengi þessarar menningar- sóknar og er orgelhátíð hluti af henni. Markmið orgelhátíðarinnar er að flytja samtímakirkjutónlist frá þátttökulöndunum. Ekki síst felst gildi hátíðarinnar í því að organistar úr ólíkum áttum kynnist hver öðrum og kynni sjálfa sig og tónlistina sem þeir fljdja. Tveir á sömu tónleikunum „Ég hef aldrei kynnst því fyrr að tveir organistar spili á sömu tónleikunum þar sem einn tók við af öðrum,“ segir Hörður. „En fyrir vikið kynntist ég fimm eða sex org- anistum þótt ég hefði bara dvalið í fjóra daga.“ Á tónleikununi með Herði lék Litháenskur organisti sem að sögn Harðar var afburða- góður. Þeir tónleikar voru teknir upp fyrir útvarp og sjónvarp og segir Hörður að mikill áhugi sé fyrir tónleikum af þessu tagi sem útvarpsefni þrátt fyrir bágborinn tækjakost. „Það var eins og koma inn í Ríkisútvarpið fyrir 25 árum en þeir eiga engra kosta völ.“ Áðalaðdráttarafl orgelhátíðarinn- ar fyrir organistana var orgelið sjálft sem er einstakt í sinni röð. „Þetta er eitt af sögufrægari orgelum í Evrópu og þetta er merkasta orgel sem hefur varðveist í upprunalegri mynd úr smiðju svonefnds Walkers. Hans blómaskeið var um og eftir síðustu aldamót og þetta orgel er einmitt smíðað um það leyti,“ segir Hörður. Það segir leikmanni lítið að orgelið sé 120 radda fyrr en Hörður útskýrir hvað sé „eðlileg" stærð: „Orgelið í Hallgrímskirkju er með því stærsta sem smíðað er í dag og t'elur 72 raddir." Organistar og hljómborðsleikarar Mörg gömul orgel hafa eftir því sem tækninni fleygir fram verið færð til nútímalegra horfs með því að bæta í þau stýribúnaði sem auðveld- ar stjórnun á röddunum. Oft er sett- ur tölvustýribúnaður í þau þannig að organistar viðhafa ekki ósvipuð vinnubrögð og hljómborðsleikarar. Þeir forrita fyrirfram ákveðnar skip- Fingrafimir organistar á faraldsfæti er alvég ódrepandi," bætir hann við. Hörður getur ekki orða bundist yfir þjóðfélagslegu ástandi í Lett- landi og þeirri dapurlegu niðurníðslu sem þar er. „Bændur t.a.m. standa ráðþrota með ónýtan tækjakost eftir að sovétkerfið rann sitt skeið á enda. Þá höfðu menn a.m.k. í sig undir vernd kerfisins en nú hefur verðlag rokið upp og framleiðnin er varla nokkur. Lettland hefur líka alltaf verið kúgað af öðrum þjóðum sem ekki hafa skilið neitt eftir þjóðinni til hagsbóta, svo maður hefur mikla samkennd með Lettum," segir Hörð- í Dómkirkjunni í Riga er sögufrægt orgel sem flesta organista dreymir um að leika á. Það er eitt af fáum orgelum í heiminum sem hafa varðveist óbreytt og stærð þess er tröllaukin. Hörður Áskelsson sagði Örlygi Sigurjónssyni frá tónleikaferð þangað og væntanlegri tónleikaröð í Hallgrímskirkju. anir og fyllingu í hljómi og sýndi Hörður blaðamanni dæmi um það við orgelið í Hallgrimskirkju. í stað þess að draga út raddirnar, hverja og eina, við kaflaskipti þrýsti hann á einn hnapp sem dró út allar þær raddir sem ákveðið hafði verið. Þetta slakar samt ekki á kröfum um fingra- fimi og kunnáttu heldur er þetta hugsað sem tímasparnaður. Þessu er aldeilis ekki til að dreifa í Walker- orgelinu í Riga því þar er allt jafn- handvirkt og fyrir daga rafmagns- ins. „Þessi staðreynd var mjög spennuvaldandi fyrir mig. Það eru 126 takkar á orgelinu og engin raf- tækni til hægðarauka og okkur org- anistunum var skammtaður tími til að undirbúa okkur og venjast hljóð- færinu. Ég mátti æfa samtals 6 tíma á tveimur dögum og það var allt og sumt. Á þeim tíma varð ég að gera mín verk tilbúin og æfa þau. Þetta var gjörólíkt því sem maður hefur vanist, t.d. voru tvö efri hljómborðin feiknalega þung ásláttar og þar við bættust allir takkarnir. Sem betur fór kom til skjalanna aðstoðarmaður, sem þekkir orgelið eins og lófann á sér, seinni æfingadaginn og skráði allar raddskiptingar. Ef hans hefði ekki notið við þá hefði ég lent í mikl- um vandræðum. Hann dansaði í kringum mig á tónleikunum til að skipta um raddir á ógnarhraða og ekki minnkaði spennan þegar sjón- varpsupptökumenn beindu mynda- vélum sínum upp að mér á alla kanta,“ segir Hörður. Af sex tónleikum á hátíðinni voru þessir valdir úr til upptöku þar sem léku saman Litháen og ísland. Einn organistanna sagði Herði eftir á að þessir tónleikar hefðu verið hápunkt- ur hátíðarinnar. Bágborið ástand en mikill áhugi „Maður skammast sín nánast fyrir það hvað maður hefur það gott, þeg- ar maður hittir starfsfélagana þama úti því öll tæknimál eru áratugum á eftir, hvort sem viðkemur öryggis- málum bifreiða eða sjónvarpstækni og svo eru launakjörin sérkapítuli. Það er óskiljanlegt hvernig fólk kemst af með þetta 5.000 krónur á mánuði,“ segir Hörður. „En áhuginn Sumarkvöld við orgelið Þqú undanfarin sumur hefur verið tónleikaröð í Hallgrímskirkju sem ber yfiskriftina „Sumarkvöld við orgelið" og hefst enn á ný slík tónleikaröð í kvöld. Á hverju sunnudagskvöldi verða orgeltónleikar klukkan 20:30 og mun Hörður sjálfur ríða á vaðið með tónleikum þar sem hann leikur m.a. efnisskrána sem hann lék í Lett- lándi. Ýmsum ágætustu organistum heimsins hefur verið boðið að leika á tónleikaröðinni og má þar nefna Christopher Herrick frá Englandi, sem leikur 28. júlí. Annar ágætur organisti kemur frá Svíþjóð og heitir Gunnar Idenstam, en hann leikur þann _18 ágúst. Auk Harðar leika tveir íslendingar, Ragnar Björnsson, sem mun leika m.a. hina margfrægu Tokkötu og fúgu í d-moll eftir Bach, og Lenka Mátéová, sem er organisti í Fella- og Hólakirkju. „Aðsóknin hefur verið mjög góð og við njótum þess hve vel kirkjan er staðsett. Það skiptir miklu máli að kirkjurnar séu í miðbæ borganna því jafnvel þó heimsins bestu organ- istar leiki á tónleikum í kirkju sem er úr alfaraleið myndi aðsóknin detta niður. Þetta er alþekkt erlendis og þær kirkjur sem eru miðsvæðis njóta einar góðrar aðsóknar. Ég held að tónleikarnir hér hafi mikla þýðingu fyrir orðspor menningarinnar út á við því hingað koma aðallega útlend- ingar þó að íslendingar séu farnir að koma meira," segir Hörður að lokum. Auk sunnudagstónleikanna verða hádegistónleikar hvern fimmtudag og laugardag. Á fímmtudögum leika félagar úr Félagi íslenskra organleik- ara og á laugardögum leikur organ- isti sunnudagstónleikanna. Tónleikar í Listasafni Siguijóns Að vissu leyti eins og hjónaband FIÐLULEIKARINN Hlíf Siguijóns- dóttir og David Tutt píanóleikari flytja verk eftir Beethoven og Dvorak á tónleikum sínuhi á þriðjudagskvöld klukkan 20:30 í Listasafni Sigutjóns. „Það er stígandi í efnisskránni, við byijum á sónatínu eftir Antonin Dvorak sem er samin um sama leyti og svokallaði ameríski kvartettinn úr Nýja heiminum og má finna nokk- ur tengsl milli þessara verka,“ segir Hlíf en á efnisskránni verða að auki tvær sónötur eftir Beethoven, Vor- sónatan í F-dúr opus 24 og Kreutzer- sónatan í A-dúr opus 47. En er erfiðara að leika margfræg tónverk eins Kreutzersónötuna þegar áheyrendur hafa væntingar fyrir- fram heldur en að frumflytja tónverk sem enginn þekkir? „Það er mjög gaman að frumflytja verk. Nýlega samdi Karólína Eiríks- dóttir verk fyrir mig og samstarf við tónskáldið sjálft er mikils virði. Ég hef meira frelsi í túlkun þegar um nýtt verk er að ræða en óneitanlega eru nokkrar kvaðir á manni þegar maður spilar klassísk verk. Það þarf að þekkja undangengna sögu verks- ins og hin ýmsu stílbrögð auk þess sem handverkið er mikilvægt. Það þarf að vita hvað hver nóta þýddi á HLÍF Sigurjónsdóttir og David Tutt. ritunartímanum. En Kreutzersónat- an er höfuðvígi þessarar hljóðfæra- skipunar og feiknalega skemmtilegt og krefjandi," segir Hlíf. Hlíf lauk einleikaraprófi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík og stundaði framhaldsnám í Indiana og Toronto. Hún lék með kammer- hljómsveitum í Þýskalandi og Sviss uns hún kom til íslands þar sem hún sinnti kennslu og lék á tónleikum heima og erlendis. Hlíf er núria fastráðin við Sinfóníuhljómsveit ís- lands. David Tutt hefur leikið með Or- ford kvartettinum og the Fine Arts Quartet og hefur komið fram sem einleikari með sinfóníuhljómsveitum í heimalandi sínu Kanada og víðar. Hlíf segir þau Tutt hafa þekkst mjög lengi og að þau hafi hist reglu- lega til að leika saman. „Samleikur af þessu tagi er að vissu leyti eins og hjónaband. Það ríkir gagnkvæm virðing og menn verða að vera sam- mála um grundvallaratriði. Ef fólk er mjög ólíkt þá er ólíklegt að sam- starfið gangi upp. Við Tutt erum af sama grunni, bæði vorum við í námi í Bloomington. Þess vegna tölum við sama „tungumál" og á æfingum þurfum við ekki að viðhafa miklar orðræður heldur spilum við okkur inn að samkomulagi,“ segir Hlíf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.