Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 35
I MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ1996 35 Arnór var einstæður persónu- leiki, prúður í framkomu, hjálpsam- ur og velviljaður. Hann var vinsæll svo af bar og leyndi sér ekki að flestir báru hlýjan hug til hans. Sár harmur er nú kveðinn að foreldrum hans, bróður, unnustu og öllum ættmennum. Ég bið Guð að veita þeim styrk. Björn Sveinn Björnsson. Ég á erfitt með að trúa því að komið sé að kveðjustund og að ég þurfi að sjá á bak einum besta dreng sem ég hef kynnst. Með honum deildi ég menntaskólaárunum, ein- um skemmtilegasta tíma sem ég hef upplifað. Við vorum nánast óaðskiljanlegir þessi íjögur ár og áttum alltaf gott með að trúa hvor öðrum fyrir okkar innstu leyndar- málum. Við hittumst nokkrum sinnum í vikunni áður en hann lést og rifjuð- um upp skólaárin, enda héldu illar tungur því fram að um það leyti væru 10 ár frá útskrift okkar. Við vildum reyndar ekki kannast við það, því mun styttra væri síðan við þrættum við leikfimikennarann um að skák væri íþrótt og þess vegna þyrftum við ekki endilega að mæta í leikfimi heldur gætum haldið áfram að sitja niðri í Cösu. Arnór var reyndar ágætur náms- maður og var ekki laust við það að metingur kæmi upp á milli okk- ar þegar að prófum kom. Það kætti okkur þó alltaf þegar hinum gekk vel enda lásum við gjarnan saman undir próf það námsefni sem okkur hafði láðst að lesa um veturinn vegna anna við önnur verkefni menntaskólanema. Það var alltaf gaman að hitta Arnór, en þó aldrei sem nú síðast. Hann var kominn í framhaldsnám erlendis sem hann hafði virkilega áhuga á og átti hug hans allan. Við ræddum um framtíðaráformin, sem hjá Arnóri snerust öll um það hvernig hægt væri að hjálpa öðr- um. Það er reyndar leitun að hjálp- legri manneskju en Arnóri. Ef eitt- hvað bjátaði á hjá vinum hans var hann alltaf tilbúinn til að hlusta og aðstoða við að greiða úr málun- um. Það er því mikill missir að hann skuli nú hverfa svo skyndi- lega á braut. Þessi heimur er verri nú en hann var fyrir nokkrum dög- um. Ég hugga mig við að hann var aldrei hamingjusamari og sáttari við sitt og þakka fyrir að hafa feng- ið að kynnast honum. Bekkjarfélagar okkar úr 6-B senda honum sína hinstu kveðju og Álíheiði, Andra, Söru og öðrum úr fjölskyldu hans sínar innilegustu samúðarkveðjur. Minning um góð- an dreng mun aldrei gleymast. Þórarinn Stefánsson. Það er erfitt að sætta sig við það að Arnór vinur okkar dó langt fyrir aldur fram. Hann sem var svo full- ur af lífsorku, hamingju og dugn- aði. Við minnumst Arnórs sérstak- lega, glaðs og jákvæðs, og alltaf var hann reiðubúinn að gefa mikið af sér. Aldrei fór framhjá neinum þegar Arnór var á staðnum vegna hans háa og skemmtilega hláturs. Skarð sem hann skilur eftir sig verður ekki auðfyllt og eigum við alltaf eftir að muna eftir hans fal- legu persónutöfrum. Við eigum eft- ir að sakna hans. Við biðjum Guð að vera með fjöl- skyldu hans, Söru og vinum og veita okkur öllum styrk. Orka þér entist aldur tveggja manna að vinna stórt og vinna rétt. Vitur og vinsæll varstu til heiðurs í þinni byggð og þinni stétt. (Einar Benediktsson) Nína Björk og Róbert Aron. í dag kveðjum við Arnór Björns- son, sem svo skyndilega var hrifinn burt úr þessu lífi. Er ég rita þessar línur er mér efst í huga glaðlegur og duglegur ungur maður. Arnóri MINIMINGAR kynntist ég fyrst er hann var nem- andi minn í klínískri sálfræði við Háskóla íslands. Hann stóð sig mjög vel í námi og var fullur áhuga; hugur hans stefndi að því að leggja fyrir sig klíníska sálfræði og feta þannig í fótspor móður sinnar. Ég tók því þeirri málaleitan hans vel að aðstoða hann við að komast í doktorsnám í klínískri sálfræði við háskólann í Boulder, Colorado hjá Prófessor Ed Craighead. Arnór hafði nýlokið fyrsta ári í námi þar og var kominn heim í sumarleyfi til að taka þátt ásamt Andra, bróð- ur sínum, í rannsóknarverkefni sem ég hef unnið að í samstarfi við Ed. Greinilegt var að Arnór hafði nýtt tima sinn vel í Bandaríkjunum og kom þaðan ánægður og með fersk- ar hugmyndir. Ed hafði Arnór í miklum metum. Arnór hafði staðið sig vel í námi, blandast samstúdent- um vel og tengst Ed, Lindu konu hans og börnum sterkum böndum. Voru þau harmi slegin er þau fréttu fráfall Arnórs. Ég sé nú á bak frábærum nem- anda og samstarfsmanni. Ég votta Álfheiði, móður hans og öðrum ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng mun lifa. Eiríkur Örn Arnarson. Og allir leggja frá sér hin notuðu nöfn á nýlega spýtu eða stein. - Og vinirnir koma. Þeir kijúpa í góðu veðri um helgar á hnján- um og hengja með gætni niður í Dauðans þögn mjóa sprota vaxandi viðarróta. Svo þeir sem annars einskis fá að njóta eiga þess kost um sumarlanga tíð við fuglasöng að seytla upp eftir tijánum. (Hannes Pétursson) Elsku Andri, Álfheiður, Björn og aðrir aðstandendur Amórs og vinir. Við sendum okkar dýpstu og innileg- ustu samúðarkveðjur. Við vonum að minningin urh Arnór megi reynast ykkur styrkur í ólýsanlegri sorg. Hildur, Guðmundur, Marta, Sigurður Yngvi, Sunna, Erla, Gísli, Eva og Sigurþóra. • Fleiri minningargreinar um Arnór Björnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Sími: 533-4040 Dan V.S. Wiiunj hdl. lögg. fasteignasali - Ólafur Guðmundsson. sölustjóri Birgir Gcorgsson sölum.. Hörður Harðarson, sölum. Erlendur Davtösson - sölum. FASTEIGNASALA - Ármúla 21 - Reykiavik - Traust og.drugg þjónusta Nethylur — hornlóð — jfl 0 D ooj— fif B|. Til sölu á einum besta stað í Ártúnsholti 288 fm atvinnuhúsn. með mikilli lofthæð sem skiptist í tvær einingar með þrennum stórum aðkeyrsludyrum og millilofti. Að auki er byggingarréttur fyrir tveggja hæða byggingu (þjónustu- og skrifstofuhúsn. ca 600 fm). Mjög góð aðkoma. Teikn. og allar nánari uppl. á skrifstofu. FASTEiGNA MARKAÐURiNN ehf Kiettagata 17 - Hf. - Opið hús Til sölu vandað 300 fm einbhús með tvöf. bílskúr. Rúmgóðar stofur og 4 svefnherb. auk vinnuherb. Parket og flísar á gólfum. Fallegt umhverfi. Skipti á minni eign koma til greina. Hagstætt verð. Húsið verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 17-19. FASTEIGNAMARKAÐURINN ehf ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 Húsið á sléttunni Grænamörk 1 C, Hveragerði Til sölu veitingahúsnæði á tveimur hæðum, alls um 564 fm. Á neðri hæð er m.a. eldhús, snyrtingar og fl. Á efri hæð er veitingasalur fyrir um 150 manns og bar. Lyfta er í húsinu. Miklir möguleikar á að breyta rekstri hússins t.d. fyrir gistiaðstöðu. Næg bílastæði, laust fljótlega. Vmsir greiðslumöguleikar. Verð 15-16 milljónir. Teikningar og allar nánari upp- lýsingar fást á skrifstofunni. Fasteignasalan Eignaborg, Hamrahlíð 12, Kópavogi, sími 564-1500, fax 554-2030. - kjarni málsins! Falleg sérbýli á frábæru verði Nýr byggingaráfangi við Laufrima 10-14 Laufrimi 10-14 Ýmsar upplýsingar Fullbúnar íbúðir Einungis 2ja hæða hús Sameign í lágmarki 3ja herbergja íbúð á 7.050.000 4ra herbergja íbúð á 7.900.000 Mjög fallegt útlit Sérinngangur i allar íbúðir Hver íbúð sérbýli Ibúðum skilað fullfrágengnum að innan sem utan Lóð fullfrágengin Hití í gangstéttum Malbikuð bíiastæði Örstutt á leikvöll, í lcikskóla og grunnskóla. Allar innréttíngar og hurðir úr kirsuberjaviði Öll gólfefni frágengin Parket eða linoleum dúkur Flísalagt baðherbergi Flísalagt eldhús Þvottahús í íbúð Mjög vandaður frágangur Dæmt um greiðslur: 3ja herbergja íbúð Verð 7.050.000 Greiðsla við samning 400.000 Húsbréf 4.935.000 Greiðsla við afhendingu 1.715.000 Samtals: 7.050.000 Hjá okkur færðu mest fyrirpeningana Jiína Uppl. í síma 5670765 Mótás ehf. Stangarhylur 5. Fax 567 0513 Sýningaríbúð við Starengi 14 opiní dag kl. 14 -16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.