Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís SVIFIÐ SEGL UM ÞONDUM Eftir Guðmund Guðjónsson Við getum kallað mig stjórnarformann fremur en forstjóra fyrirtækis- ins. Annars er það satt best að segja svo að_ ég geri ekki neitt lengur, hann Óli Þór hefur verið að taka þetta að sér í vax- andi mæli og svo eru konan mín og hin bömin þijú öll hérna í fyrir- tækinu. Það eru allir aldir hérna upp,“ segir Jón Barðdal, eða Addi, eins og hann er kallaður. Það var faðir hans, Óli S. Barðdal sem keypti fyrirtækið árið 1952. Jón er fæddur 18. mai 1943 og eftir hefðbundna skólagöngu lá leiðin í Iðnskólann þar sem hann nam seglasaum. „Ég er eini seglasaum- arinn sem vinn í þeim bransa. Ég vil ekki segja að það séu ekki fleiri seglasaumarar. Ég veit um tvo aðra, en þeir vinna ekkert við það. Það má eiginlega segja að ég hafi lært seglasaum af gömlum körl- um,“ segir Addi og heldur áfram: „Þetta fyrirtæki byijaði í skúr við Ægisgarð og sá aðallega um seglasaum fyrir fiskiskipaflotann og fiskvinnsluna. Skúrinn stóð lengi eftir að við fluttum, en var reyndar rifínn í fyrra. Fyrirtækið flutti að Grandavegi 13 þegar pabbi keypti það og árið 1976 fluttum við enn, að þessu sinni í núverandi húsnæði að Eyjaslóð 7 í Örfirisey. Ég var 14-16 ára þegar ég byij- aði að vinna í fyrirtækinu með náminu. í þá daga var mikið fjör og mikið að gera við að sauma yfirbreiðslur á síldarbátana. Smám saman dró úr þeim hasar öllum og þá þurfti að líta yfir stöð- una og meta hana. Þetta gerðist ekki snögglega, heldur var miklu fremur um þróun að ræða. Sem betur fer, þá eru nánast óendan- lega margir hlutir sem hægt er að gera. Við færðumst í aukana við tjalda- svefnpoka- og sóltjalda- gerð. Ný og batnandi hráefni hjálpuðu okkur að þróa nýja fram- leiðslu. Árið sem við fluttum að Eyjaslóð mörkuðum við með því að hefja innflutning á garðhús- gögnum, og vorum með allra fyrstu fyrirtækjum á því sviði." Nærbuxur og kerlingar í herbergið er genginn Óli Þór Barðdal. Hann er fæddur 20. mars VIÐSKIPn/JflVINNUUF Á SUNNUDEGI ►Seglagerðin Ægir er orðið roskið fyrirtæki, en þar ráða ríkjum Jón Barðdal og fjölskylda hans. Jón segist ekkert gera lengur, sonur hans Óli Þór Barðdal sjái um reksturinn. Fyrirtækið hefur lagað áherslur sínar að straumum og stefnum hvetju sinni. Mest af þeirri þróun hefur gengið farsællega, því umsvif fyrirtækisins hafa stóraukist á síðustu árum. Frá vinstri, Óli Þór, Arnar, Sesselía, Addi, Björk og Björgvin. 1964 og er elstur fjögurra barna Jóns og eiginkonu hans Bjarkar Björgvinsdóttur. Hin börnin, sem reyndar eru engin börn lengur, eru Arnar, sem er sölustjóri í tjald- vagna- og fellihýsa- og fellihjól- hýsadeild fyrirtækisins, Björgvin, sem er verkstjóri á verkstæði og Sesselía sem vinnur í afgreiðslu fyrirtækisins. Björk er fjármála- stjóri fyrirtækisins. Bæði Jón og Óli Þór fara fögrum orðum um festu Bjarkar og fram- göngu alla í peningastjóminni. „Við borgum okkur engin for- stjóralaun. Fyrirtækið er hreinlega ekki rekið þannig. Við reynum að reka það á léttum nótum og fyrir vikið er frábær vinnuandi og afar gott fólk sem hér vinnur. Okkur helst vel á starfsfólki og á sumrin, þegar allt er bijálað hjá okkur, kemur venjulega alltaf sama sum- arfólkið. Óli Þór fer mörgum orðum um þann fjölbreytileika sem fyrirtækið getur stuðst við og það sé nánast fátt sem ekki sé hægt að búa til með segli og saum. „Meira að segja nærbuxur og kerlingar," segir framkvæmdastjórinn. „Kerl- ingar?“ Já, inni á gólfi verkstæðis- ins liggur kerlingin, risastór kerl- ing í íslenskum búningi. Gæti ver- ið fjallkonan. Þetta höfðu þeir saumað fyrir Rósu Ingólfsdóttur myndlistakonu sem mun að sögn þeirra feðga ætla að setja verkið upg einhvers staðar á næstunni. Óli segir fyrirtækið enn sem fyrr leiðandi í tjöldum, svefnpok- um og þess háttar og það nýjasta í þeim efnum séu stór og lítil sölu- og veitingatjöld. Sérkennileg og óvenjuleg hönnun þeirra hefur verið í höndum hins óhefðbundna arkítekts Einars Þorsteins Ás- geirssonar. „Það er vaxtarbroddur í þessari framleiðslu. Við höfum meira að segja reynt að selja þessi tjöld til útlanda, eitt fór til Dan- merkur og voru undirtektirnar góðar, enda eru gæðin samkeppn- ishæf við það sem erlendis fæst og verðið að auki lægra. Hins veg- ar er það stutt síðan að þessar tilraunir byijuðu að ég get ekkert sagt þér enn um hvað muni koma út úr þeim,“ segir Óli Þór. Nútíminn nálgast Jón, eða Addi, skýtur hér inn í, að fyrir svo sem áratug hafi enn orðið verulegar breytingar á áherslum fyrirtækisins. Án þess að hvika frá rótgrónum skyldum sínum, fann fjölskyldan fyrir vax- andi viðhorfsbreytingum þjóðar- innar til eigins lands. Ferðalög innan lands urðu æ algengari. Útivist öll og ferðalög urðu eitt- hvað sem varðaði skyndilega flesta á einn hátt eða annan. Seglagerðin fór því að flytja inn vörur til útivistar og þar sem ger- legt var, var tækni og þekking fyrirtækisins í hönnum og saum nýtt til framleiðslu á aukabúnaði. Óli Þór er beðinn að fara í gegn um það vöruúrval sem á boðstólum er í heildverslun og verslun fyrir- tækisins og stikla á stóru. For- sendan er sú að nafnið Seglagerð- in Ægir leynir ákaflega vel þeirri miklu fjölbreytni sem hér um ræð- ir. „Það má skipta þeirri tölu upp í nokkra hluta og er miðað við að bæði björgunarsveitir og almenn- ingur geti leitað til okkar. Fyrst vildi ég nefna ferðavörur á borð við fellihýsi, tjaldvagna, fellihjól- hýsi, tjöld, bakpoka, svefnpoka, klifurbúnað, fatnað, gönguskó og aðrar útivistarvörur. í öðru lagi garðhúsgögnin sem við nefndum áðan, ýmist úr furu, járni eða plasti. í þriðja lagi margs konar öryggisbúnað, t.d. björgunarvesti, bjarghringi og eitt og annað af líku tagi í skip og báta. Loks vildi ég nefna það nýjasta, sem er stangaveiðibúnaður. Fyrir þremur árum áskotnaðist okkur umboð fyrir heimssþekktar jap- anskar veiðivörur, Daiwa. Þekkt- ast er merkið fyrir vandaðar veiði- stangir, framleiddar í Skotlandi, og vöðlur og það sem á hefur vant- að til að veiðimenn geti fengið hjá okkur allt sem þeir þurfa höfum við verslað við aðrar heildverslan- ir. Ég get nefnt, að mest selda stöngin síðustu árin er frá Daiwa, 13 feta maðkrennslisstöng. Skot- veiðimenn eiga einnig erindi til okkar nú orðið.“ Hvar er mesti vaxtarbroddur- inn? „Þetta er allt á góðu róli,“ seg- ir Öli Þór, „en svarið við spurning- unni myndi hiklaust vera í fellihýs- um, fellihjólhýsum og tjaldvögn- um. Við höfum lengi verið með þessa vöru, í ein átta ár og fyrstu árin vorum við að selja 5-10 stykki. Síðustu þijú árin hefur hins vegar verið alger sprenging og í ár seljum við 70 stykki.“ Hafið þið svar við því hvernig á þessu standi Addi ræskir sig, tekur orðið og svarar: „Það kemur fleira til en eitt. Margir sem kaupa t.d. felli- hjólhýsin eru eldra fólk sem á orð- ið einhveija peninga og er búið að fá leið á sólarlöndum og sumar- bústöðum. Það langar að ferðast um landið og sér þarna sumarbú- stað áfastan bílnum. Þá er öll útborgun allt önnur í dag heldur en fyrir fáum árum. Þetta eru hlutir sem kosta einhver hundruð þúsunda og áður þurfti að borga þetta út á árinu. Nú geta menn sleppt útborgun og fengið skuldabréf til fimm ára og mjatlað nokkur þúsund krónur á mánuði. Nú, og eftir því sem fleiri eignast svona gripi, þeim mun fljótar flýgur fiskisagan um ágæti þeirra. Ég man þegar við vorum að byija að selja þessa hluti og fólk var að koma eða hringja eftir að hafa farið í fyrstu ferðirnar. Ég hélt fyrst að nú ætti að taka okk- ur í bakaríið og skamma okkur fyrir að selja eitthvað gersamlega vonlaust. En það var á hinn veg- inn. Undantekningalaust var fólk að lofa þetta og prísa. Tala um hversu vel heppnuð ferðalögin voru og hvað tjaldvagnarnir og fellihýsin hefðu staðist allar vonir og væntingar. Einn talaði um að hann hefði eytt kvöldunum í að reikna út hvað hann væri að spara í hótelkostnað! Það er líka athyglisvert, að það er hrein undantekning ef fólk plantar þessum hlutum einhvers staðar og notar sem sumarbú- staði. Nær undantekningalaust notar fólk vagnana og hýsin til ferðalaga.“ Þið berið þá ábyrgð á öllum bíla- röðunum um alla þjóðvegi á sumr- inl? „Það má eiginlega segja það,“ svarar Addi glottandi og tekur hressilega í nefið og Óli Þór bætir við að því megi hins vegar ekki gleyma að Seglagerðin Ægir ákvarði ekki hámarkshraða á þjóð- vegum landsins. Heiðarleg samkeppni Það eru fleiri um hituna í úti- vistar- ferða- og veiðibúnaði. Er um frumskóg að ræða? Óli Þór svarar þessu með alvörusvip: „Það er mikil vakning hjá þjóð- inni og því erum við að tala um umtalsverðan markað á íslenskan mælikvarða. Við erum með góða vöru, t.d. held ég að ég fari rétt með er ég segi að miðað við fjölda útseldra gönguskóa hafi tvö pró- sent þjóðarinnar keypt af okkur skó á síðasta ári. Og við seldum þúsund tjöld á sama tíma þannig að við spjörum okkur. En það er rétt, að það eru marg- ir um hituna og fleiri vandaðar vörur í umferð en þær sem við erum með. Mín reynsla er sú, að samkeppnin er mikil og hörð, en um leið heiðarleg. Þannig á það að vera. Við verðum auk þess var- ir við að viðskiptavinirnir fara mikið á milli verslana og gera gæða- og verðsamanburð. Það gleður okkur ákaflega að sjá að sömu andlitin fara að venja til okkar komur sínar.“ í fljótu bragði tengja menn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.