Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ1996 19 Morgunblaðiö/Valdimar Kristinsson framförum í reiðmennsku og þjálfun hróssa. Ég get alveg tekið undir það en ég verð afar móðgaður ef því er haldið fram að ekki hafi verið til góðir reiðmenn hér á árum áður. Það voru til þrælgóðir reiðmenn, þá sjálf- menntaðir og lagnir. Ég tel að á báðum sviðum hafi orðið miklar framfarir og fer vel á að þetta tvennt fylgist að. Það er líka rétt að undir- strika það að þeir sem eiga heiðurinn helst skilið fyrir framfarir í hrossa- rækt eru ræktendurnir sjálfir. Ég sem ráðunautur hef gefið leiðbein- ingarnar en það eru ræktendumir sem taka ákvarðanimar og áhætt- una.“ Þótt líf og starf Þorkels hafi snú- ist um hesta segir hann að það sem hafi gefið honum mest í þessu starfi sé sá mikli fjöldi manna sem hann hefur kynnst og átt samstarf við. „Hrossin eru ekki nema hálf sagan í minni starfssögu og mér hlýnar um hjartarætur þegar ég hugsa til allra þeirra sem ég hef kynnst á ferlinum. Auðvitað hefur stundum hvesst í samskiptunum við ýmsa en það hefur allt jafnað sig og það eru fyrst og fremst góðu stundirnar sem sitja eftir í mínum minningar ranni. Man- nauðurinn er kannski sá mesti sem við eigum og auðvitað eru menn misjafnir en það er líka fjölbreytileik- inn sem gefur mannlegum samskipt- um gildi. Það er hjá fólkinu sem drifkrafturinn liggur. Ef ekki væri þessi mikli áhugi hjá þessu ágæta fólki sem að hrossaræktinni stendur myndi lítið gerast í framfaraátt." Blendingsræktunln betri kostur Þorkell var tregur til að nefna ein- hver nöfn og gilti þá einu hvort um væri að ræða eftirminnileg hross eða athyglisverðar persónur. Sagði hann alltaf erfitt að gera slíkt þegar marg- ir verðskulduðu að um þá væri getið. Þess í stað beindi Þorkell talinu að umræðunni um stofnræktun eða blendingsrækt. sem, var kannski líf- legri fyrir nokkrum árum. Segir hann að fljótlega eftir að hann fór að leiða hugann að þessu hafi hann komist að raun um að íslenski stofninn hafi verið búinn að ganga í gegnum svo marga hreinsunarelda, t.d. móðu- harðindin, og eftir þetta væri stofn- inn orðinn mjög innræktaður og í framhaldsræktuninni mætti hafa það að leiðarljósi að sama væri hvaðan gott kæmi innan stofnsins. „Snemma á ferlinum þótti mér Þorkell Bjarnason, fyrrverandi hrossaræktarráðunautur, situr í dag á meðal brekkudómara á fjórðungs- móti sunnlenskra hestamanna eftir að hafa setið „hinumegin11 í 35 ár. ástæða til að hvetja menn til víðsýni í stóðhestavali. Sömuleiðis hef ég ekki lagt áherslu á stofnrækt en hef hinsvegar sagt: „Ef þið viljið stunda stofnrækt þá mun enginn leggja stein í götu ykkar í því, hrossin verða dæmd eins og þau koma fyrir.“ Eigi að síður er ég ekki alsaklaus af því að hafa kynnst stofnrækt og nefni ég í því sambandi Kirkjubæjarbúið en þar hef ég fylgst með ræktuninni gegnum árin og stóð fyrir því að stofnrækt var sett á laggirnar á Hólum. Til stóð að vera með tvo stofna þar en ég lagðist eindregið gegn því, mælti með að þar yrðu eingöngu ræktuð Svaðastaðahross. Ef menn vildu stunda stofnrækt þótti mér það í lagi þótt það væri ekki mín stefna. Ég tel að menn eigi að nota það sem þeim líst best á og henti best fyrir þeirra hryssur burt- séð af hvaða stofni hesturinn er,“ segir Þorkell fullur sannfæringar. Þegar hér er komið sögu skaut blaðamaður inn þeirri spumingu hvort Hrafn frá Holtsmúla væri ekki dæmigerður blöndunar- eða hræri- grautarhestur, eins og ýmsir myndu kjósa að nefna hann. Nú stóðst Þor- kell ekki mátið. „Það er langt síðan menn fóru að spyrja mig hver væri besti hestur landsins í röðum stóð- hesta. Ég hef alltaf gætt þess að gefa ekki upp slíka skoðun og tala ekki af mér. Það geta verið viðkvæmt mál að setja einhvem hest öðmm ofar. Af Hrafnl frð Holtsmúla og Svelnl á Sauðárkróki í seinni tíð hef ég látið það eftir mér að bijóta þessa reglu. Frá fyrstu tíð hefur mér litist vel á Hrafn frá Holtsmúla, var strax ágætis hestur þótt ekki væri hann sjálfur stór- snjall. Þegar svo afkvæmin fara að koma fram undan honum kringum ’79 fer ég að gera mér grein fyrir í hvað stefni með hestinn og fer að tala utan af því að þarna fari hestur öðrum merkilegri. í dag þarf enginn að velkjast í vafa um að Hrafn er besti stóðhestur landsins og í raun ótrúlegt hvað hesturinn hefur skilað mörgum góðum hrossum í ræktun- ina. Besti mælikvarðinn á gæði hans er líklega stöðugar vinsældir hans. Hann hefur verið umsetinn alla tíð, má segja að slegist hafi verið um að fá að halda undir hann. Hann stendur tvímælalaust upp úr hann Hrafn," segir Þorkell og úr því hann hafði leyft sér að nefna einn hest umfram aðra gat hann ekki á sér setið að nefna einn mann úr röðum hrossaræktenda. „Það verður ekki hjá því komist að minnast á hrossarækt Sveins Guðmundssonar á Sauðárkróki. Hann ber höfuð og herðar yfir alla ræktunarmenn á minni tíð. Ég hef fylgst með hans starfí frá fyrstu tíð og er þess fullviss að Ragnars- Brúnka stendur fyrir þessari miklu ganghæfni sem Sauðárkrókshrossin hafa skilað ómælt út í ræktunina. Hún var með mikinn vilja og vinnuf- úst geðslag. Þessir góðu eiginleikar einkenna mjög hrossin frá Sauðár- króki. Sveinn hefur spilað vel úr því sem hann fékk í upphafí síns ræktun- arferils og má segja að hann hafí staðið eins og klettur í hafínu. Það er niðurstaða mín að þeir Hrafn og Sveinn standi upp úr sem afburða einstaklingar hvor á sínu sviði. Þótt Sveinn hafí ekki notað Hrafn mikið má ekki gleyma því að Hervör er undan Hrafni og undan henni er Hervar sem er í dag einn vinsælasti stóðhestur landsins. Kynnin af Sveini voru alveg sér- stök fyrir mig, stundum deildum við hart og það sýnir kannski betur en margt annað hversu fast ég stóð á minni sannfæringu að líklega hef ég ekki deilt harðara við nokkurn mann en Svein. Það var aldrei sjálfgefíð þótt Sveinn kæmi fram með hryssu í dóm að hún yrði efst þótt Sveinn væri góður ræktunarmaður og ætti góð hross. Sveinn hafði mikil ítök meðal manna og fann ég stundum fyrir miklum kulda eftir að við höfð- um tekist á, til dæmis ef honum mislíkaði dómur sem hross frá honum höfðu hlotið. En við erum góðir vin- ir,“ segir Þorkell og brosir örlítið þegar hann rifjar upp samskipti sín við Svein á Sauðárkróki. „Auðvitað fékk ég ýmislegt á mig á þessum árum en ég held ég hafí alltaf staðið uppréttur. .Oftsinnis ver- ið sakaður um hlutdrægni, sagður hygla einum umfram aðra, þetta hefur vissulega verið stormasamt. En það eru björtu og góðu stundim- ar sem sitja sterkar í minningarsarp- inum. Ég er fullur þakklætis til fólks- ins sem ég hef starfað fyrir. Ber ekki kala til nokkurs manns og geng- ið ágætlega að lynda við fólk. Pínleg aðstaóa Frá fyrstu tíð hefur Þorkell feng- ist við hrossarækt samhliða ráðu- nautarstarfínu og var hann spurður hvort þarna hafí ekki orðið hags- munaárekstrar. „Mín hrossarækt hefur verið mér töluvert erfitt mál hvað þessu viðkemur. Ég átti mín hross þegar ég tók við starfínu og eins og kom fram var hér aðeins um hálft starf að ræða og mér datt ekki til hugar að eyða hrossunum eða losa mig við þau. Mér fannst þau heldur ekki svo merkileg að þau myndu komast ofarlega á blað á sýningum. Einnig spilaði inn í að börnin mín hneigðust snemma til hesta og gat ég ekki farið að taka hrossin af þeim. Þetta slapp nú vel í tíu ár eða svo en þá fóru að koma fram ljósir punktar í þessari ræktun. Mér er það alltaf minnisstætt á fjórðungsmóti ’76 að þá fannst með- dómendum mínum að hryssa frá mér best og ætti að standa efst í sínum flokki. Þama komst ég í verulega pínlega stöðu. Ég átti ekki von á þessu en það fyrsta sem mér hug- kvæmdist var að senda hryssuna heim um kvöldið og segja hana halta. Það var aftur ósanngjarnt gagnvart syni mínum Gylfa sem þá var fímmt- án ára og hafði sýnt hana af stakri prýði. Svo ég reyndi að semja við meðdómendur mína um að fá að lækka hana um nokkrar kommur svo hún yrði í svona fjórða eða fímmta sæti. En það var ekki við það kom- andi og sögðu þeir slíkt kæmi ekki til greina því það væri deginum ljós- ara að hryssunni bæri fyrsta sætið. Þetta atvik fór frekar illa í mig. Ég hef haft það fyrir reglu að ganga úr dómi þegar hross héðan af heimil- inu eru sýnd. Vafalaust hafa menn fundið að því að hross héðan séu leidd fyrir dóm og vantreyst mér. Ég hef aldrei heyrt það sjálfur en ég reikna ekki með öðru en svo sé,“ segir Þorkell. Um ástæður þess að Þorkell hætt- ir nú segist hann hafa tekið þessa ákvörðun að vel athuguðu máli, ein ástæðan sé sú að hrossarækt barna hans sé orðin nokkuð umfangsmikil og kannski hætta á hagsmunaá- rekstrum. Um þessar mundir sé góð sátt um störf hans og því megi segja að nú hafí verið lag. „Það er gott að hætta þegar góður andi ríkir í kringum mann, síðustu vikur og mánuði hef ég verið að ganga frá ýmsum pappírsverkum og verð eitt- hvað áfram við það þótt ég sé nú hættur. Ég kvíði ekki verkefnaleysi," segir Þorkell og heldur áfram: „Ahuginn á hestamennskunni er vel virkur ennþá og mun ég leggja stund á útreiðar í ríkari mæli en ég hef gert undanfarin ár. Þá hef ég verið beðinn um að mæta allvíða bæði hérlendis og erlendis á fundi og leið- beiningarnámskeið. Hrossarækt freistar mín ekkert, þetta er að langmestu leyti komið í hendur afkomendanna og mun ég fá mína ræktunarútrás í því að fylgjast með framgangi í þeirra ræktun. Ég held þetta hafi verið skynsamleg ákvörðun því einhvers staðar segir að gott sé að hætta hveijum leik þá hæst fram fer,“ segir Þorkell í lok viðtals þegar ekið er að Þóroddsstöð- um að skoða Laugarvatnshrossin. tilboðsverð í iúlí: eo vart <rá ágúst: fæst í næstu bókabúð Sveppatínsla er bæði skemmtileg og nytsöm iðja og er hægt að stunda hana frá miðju sumrj og langt fram á haust. í bókinni er fjallað um allt sem máli skiptir við sveppatínsluna, svo sem útlit sveppsins, eiginleika sveppaholdsins, bragð og lykt, gróduft og vaxtarstað. Ennfremur eru í bókinni margar girnilegar matar- uppskriftir og litljósmyndir af hverri sveppategund auk fjölda skýringar- teikninga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.