Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 52
varða A víðtæk tjármálaþ jónusta Landsbanki íslands Bankl ailra landsmanna MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN J, WREYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ríkisstjómin stefnir að hallalausum fjárlögum á næsta ári Niðurskurður útgjalda rúmir fjórir milljarðar VINNA við gerð fjárlaga fyrir árið 1997 stendur nú sem hæst. Ríkis- stjórnin stefnir að hallalausum fjár- lögum á næsta ári og er búið að deila útgjaldarömmum niður á öll ráðuneytin. Hefur ríkisstjómin sett sér það markmið að heildarútgjöld ráðuneytanna verði skorin niður um rúma fjóra milljarða króna frá því sem ella hefði orðið, og jafngildir það 3,5-4% spamaði, samkvæmt upplýsingum Halldórs Árnasonar, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneyt- inu. Hvert ráðuneyti vinnur nú að gerð tillagna um hvernig ná á settum markmiðum um sparnað og niður- skurð og eiga ráðuneytin að skila þeirri útfærslu um miðjan ágúst- mánuð. Hafa þau nokkuð frjálsar hendur um til hvaða aðgerða þau grípa en ríkisstjórnin verður síðan að samþykkja tillögur þeirra. Spáð er 3 milljarða veltuaukningu milli ára Reiknað er með umtalsverðri aukningu tekna ríkissjóðs á næsta ári vegna áframhaldandi bata í efna- hagslífinu og aukinna umsvifa og stuðlar það að því að jafnvægi í ríkis- búskapnum verði náð. Spáð er allt að 3% hagvexti og áætlað er að veltuaukningin á milli áranna 1996 og 1997 gæti orðið allt að þremur milljörðum króna, að sögn Halldórs. Vaxtagjöld ríkissjóðs hafa hins veg- ar aukist á undanförnum árum og er áætlað að þau verði samtals um 13 milljarðar kr. á þessu ári. Útlit fyrir að tekjur ríkisins aukist um 2 milljarða í ár Áætlað er að tekjur ríkisins á yfir- standandi ári verði um það bil tveim- ur milljörðum króna meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Þrátt fyrir auknar tekjur ríkissjóðs er þó allt útlit fyrir að halli af rekstri A-hluta ríkissjóðs á árinu verði nálægt því sem fjárlög gerðu ráð fyrir eða um 4 milljarðar króna vegna meiri útgjalda en ráð var fyrir gert. „Það hefur sýnt sig að það hefur gengið erfiðlega að ná útgjöldunum, til dæmis í heiibrigðisráðuneytinu, niður í það sem var áformað í fjárlög- um. Stjórnir Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítalanna hafa ekki náð að halda sig innan ramma fjárlaga, þannig að reksturinn er enn sem komið er nokkuð umfram fjáriög," sagði Halldór. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Horfíð á vit hins liðna ÞAÐ er eins og maður hafi horfið hundrað ár aftur í tímann á þess- ari mynd, sem tekin var í Bolung- arvík fyrir helgina. Starfsmaður minjasafnsins Osvarar hefur klæðst gömlum sjóklæðum, en hann heitir Geir Guðmundsson og hefur verið starfsmaður safnsins frá upphafi auk þess að hafa safn- að megninu af gripunum á safn- inu og sett þá upp. -----♦ ♦ ♦---- Tekinná 151 km hraða ÖKUMAÐUR fólksbíls var sviptur ökuleyfí á staðnum eftir að hraði bifreiðar hans hafði verið mældur 151 km/klst. Maðurinn átti erindi austur fyrir fjall og var stöðvaður á Hellisheiði. Morgunblaðið/Þorkell * Uti í fyrsta skipti LITLI afrækti kópurinn í Hús- dýragarðinum fékk að vera úti í allan gærdag í fyrsta skipti, en iiann er nú um það bil mánaðar- garnall. Dýrahirðar í Húsdýra- garðinum segja að kópurinn sé búinn að taka vel við sér. Hann sé orðinn hraustlegur og góðar líkur til þess að sagan fái góðan endi. Virkjanaframkvæmdir fyrir 5 milljarða hafnar TIL AÐ mæta orkuþörf vegna stækkunar ISAL og endurnýja í því skyni tækjabúnað og virkjanamann- virki hefur verið ráðist í fjölþættar virkjunar- og endurnýjunarfram- kvæmdir hjá Landsvirkjun. Heildar- kostnaður við þær nemur fimm millj- örðum króna. Framkvæmdirnar miða að því að auka orkugetu raf- orkukerfisins um allt að 665 GWst/ári sem að viðbættri umfram- orku í kerfinu mætir orkuþörf ÍSAL sem metin hefur verið 947 GWst/ári. Stærsta einstaka verkefnið er bygging fimmta áfanga Kvíslaveitu en við það eykst orkugetan um 300 GWst/ári. Einnig verður Blöndulón hækkað um 4 metra sem veitir 160 GWst/ári. Ný vatnshjól verða sett upp í Búrfellsvirkjun sem bæta við 85 GWst/ári í kerfið og loks á að ljúka virkjun Kröflu en fyrri áfangi þess verkefnis skilar 120 GWst/ári á næsta ári. Stefnt er að því að öllum verkefnunum verði lokið á síðasta fjórðungi næsta árs. Brýnt að stytta byggingartíma Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, segir mjög brýnt að leita leiða til að stytta byggingartíma raforkuvirkjana á íslandi þannig að hann verði svipaður og byggingartími stóriðjuvera. Hann segir að unnið sé að þessu af hálfu sérfræðinga Lands- virkjunar. Með vönduðum undirbún- ingi og nýrri tækni ætti að vera mögulegt að stytta byggingartímann. Stækkun álversins í Straumsvík hefur gjörbreytt stöðunni í raforku- búskap landsmanna að mati ráð- herra. Eftir að hafa verið með heila virkjun ónotaða í mörg ár er staðan skyndilega þannig að engin umfram- orka er óseld og orkuskortur er helsti þröskuldur fyrir byggingu nýlrar stóriðju. Finnur var spurður hvort við hefðum ekki getað búið okkur betur undir þennan aukna áhuga. „Þessi aukni áhugi kviknaði fyrir fáum misserum, m.a. vegna betra efnahagsástands í heiminum og bjartsýni um efnahagshorfur á næstu árum. Við höfum kynnt ísland sem vænlegan fjárfestingarkost og höfum á skipulegan hátt leitað að fyrirtækj- um sem eru tilbúin til að íjárfesta. Nú er þessi vinna að skila ár- angri. Við áttum í nokkur ár heila virkjun ónýtta, þ.e. Blönduvirkjun, og á meðan staðan var þannig var ekki forsenda fyrir því að fara út í nýjar virkjanir," sagði Finnur. ■ Orkuríkar framkvæmdir/16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.