Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Þorkell AUÐUR Guðjónsdóttir: „Mér finnst aumkunarvert að læknar skuli vilja tefja málið, eyðileggja fyr- ir dóttur minni og öðrum sem svipað er ástatt um, á þeim forsendum, að verið sé að gefa þeim falskar vonir og að um skottulækningar sé að ræða. Hver tapar á því að þessi aðgerð sé gerð á dótt- ur minni? Fordómarnir mega ekki vera svo miklir að þeir komi í veg fyrir framfarir. Undanfarin sjö ár hefur Auður Guðjónsdóttir barist fyrir hagsmunum dóttur sinnar, sem slas- aðist alvarlega í bílslysi. Auður segir í samtali við Urði Gunnarsdótt- ur nú svo komið að vegna andstöðu ís- lenskra lækna. eigi hún ekki annars úrkosti en að fara með dótturina úr landi til að ljúka að- gerð, sem kínverskur læknir, dr. Zhang Sha- ocheng, og dr. Halldór Jónsson gerðu á henni í desember sl. MAÐUR einn hefur látið þau orð falla að hann vildi eiga Auði Guðjóns- dóttur fyrir móður. Síð- astliðin sjö ár hefur hún verið óþreyt- andi í baráttunni fyrir dóttur sína, Hrafnhildi Thoroddsen, sem slasaðist alvarlega í bílslysi árið 1989. Auður hefur tekist á við lækna og heilbrigð- isyfirvöld, skrifræðið í kínverska hemum og ritstjóra bandarískra læknatímarita, auk þess sem hún hefur staðið fremst í fiokki þeirra sem knýja á um breytingar á skaða- bótum til handa ungmennum sem lenda í slíkum slysum. Auður hefur m.a. fengið því framgengt að í des- ember sl. kom hingað til lands kín- verskur læknir, dr. Zhang Shaocheng til að gera aðgerð á Hrafnhildi og var ætlunin að hann kæmi aftur í maí til að framkvæma síðari hluta aðgerðarinnar. Auður segir það hafa dregist úr hófí fram vegna seina- gangs Landlæknisembættisins og andstöðu íslenskra taugaskurðlækna og segist nú ekki eiga annars úr- kosti en að fara með dóttur sína til Svíþjóðar eða til Kína til að dr. Zhang geti lokið við aðgerðina. „Landlæknir hefur ekki gætt hagsmuna dóttur minnar í þessu máli, heldur lagt áherslu á að halda frið við lækna,“ segir Auður, sem hefur starfað sem skurðhjúkrunar- fræðingur í 25 ár og þekkir því mætavel til heilbrigðisþjónustunnar. Hún er afar ósátt við þá meðferð sem málið hefur fengið hjá embætt- inu, svo og hjá taugaskurðlæknum, sem hún segir engan vilja hafa sýnt til að aðstoða dóttur sína. Þeir hafí hins vegar brugðist hinir verstu við því að dr. Zhang, sem er bæklunar- skurðlæknir, skyldi framkvæma að- gerðina þar sem hún sé strangt til tekið á sviði taugaskurðlækninga. Þeir hafí staðið í vegi fyrir því að seinni hiuti hennar sé framkvæmdur hér á landi. „Ég tel meðferðina á þessu máli vera hneyksli, m.a. það að landlækn- ir ætlar læknum sem hafa lýst því yfír að þeir hafí ekkert vit á því sem dr. Zhang er að gera, að úrskurða í þessu máli. Landlæknir hefur sagt mér að þetta sé svo viðkvæmt mál, það getur vel verið, en þá fyrst og fremst fyrir læknana. Öll meðferðin á því er til marks um það að líðan dóttur minnar er algert aukaatriði.“ Fj ölmiðlaumfj öllun kom á óvart Flestum er enn.í fersku minni sú fjölmiðlaumfjöllun sem varð vegna komu dr. Zhangs í desember og seg- ir Auður hana hafa komið sér mjög á óvart. Það tók hana átta mánaða baráttu við skrifræðið í kínverska hemum áður en af komu hans varð. Það hafi hins vegar ekki hvarflað að sér að reynt yrði að standa í vegi fyrir komu hans hér, enda hafí sú ekki orðið raunin fyrr en eftir aðgerð- ina. Ekki hafi heyrst hósti né stuna frá íslenskum Iæknum fyrir aðgerð- ina, þrátt fyrir að sagt hafi verið frá henni nokkrum dögum áður en hún var framkvæmd. Árangurinn af aðgerðinni er sá að Hrafnhildur hreyfír nú báða fætur án þess að nota spelkur upp á mjöðm, eins og hún þurfti fyrir aðgerð. Hrafnhildur getur hins vegar ekki gengið, til þess er mátturinn í fótun- um of lítill. Dr. Zhang vill freista þess að ljúka aðgerðinni, sem felst í því að tengja skyntaug við tvo mjóa taugaþræði sem ganga niður úr mænunni en þær taugar eru orðnar mjög rýrar vegna þess hversu langur tími er liðinn frá slysinu. Hins vegar losaði dr. Zhang um þræðina í aðgerðinni í desember og vonast til að þeir hafí jafnað sig aðeins á þeim tíma sem liðinn er. Röng greining í upphafi Hrafnhildur slasaðist í júní 1989 og fyrstu aðgerðirnar miðuðust ein- göngu við að bjarga Iífi hennar að sögn Auðar. Enginn taugaskurð- læknir hafí verið kallaður til, þó að það eigi strangt tiltekið að gera. „Á fimmta degi kom Halldór Jónsson bæklunarlæknir að málinu, þar sem hann var að leysa af á Borgarspíta- lanum á þessum tíma. Hann gerði viðamikla aðgerð á Hrafnhildi, gerði við öll beinbrotin, en hélt svo til Sví- þjóðar skömmu síðar, þar sem hann starfaði. Annar læknir tók við Hrafn- hildi og í slíkum tilfelium hefur það viljað brenna við, að sá sem tekur við sjúklingi sýnir tilfelli hans lítinn áhuga. Það bætti ekki úr skák, að vegna valdabaráttu lækna sem sjá áttu um Hrafnhildi, fékk hún ekki þá meðferð sem hún átti kröfu um. Ég var því í stöðugu símasambandi við Halldór til Svíþjóðar vegna með- ferðarinnar á henni. Eftir fjóra mán- uði kom svo í ljós að hryggbrotið hafði ekki gróið og var Hrafnhildur þá að endingu send í aðgerð til Hall- dórs í Svíþjóð..“ Að sögn Auðar var Hrafnhildur upphaflega greind með þverlömun svokallaða, sem þýðir að hún hafi alls engan mátt í fótum og endurhæf- ingin tók mið af því. Hvorki tauga- né bæklunarskurðlæknar hafí skoðað hana eða lagt á ráðin um endurhæf- ingu. „Hrafnhildur sagðist allan tím- ann hafa tilfínningu í vinstri fæti en læknar sögðu það upphafín áhrif. Þeg- ar mér var ljóst að ekki átti að gefa henni möguleika á þjálfun upp á spelk- ur, ákvað ég að útskrifa hana. Ég fékk bæklunarlækni til að skrifa upp á spelkur og annan til að senda hana á Reykjalund. Þar kom í ljós að hún gat hreyft vinstri fótinn en það stang- ast algerlega á við greininguna. Þess- ari þjálfun var haldið áfram og hún gat á endanum gengið í spelkum.“ Enginn trúði á árangur Auður segir að þegar ljóst var að Hrafnhildur gat hreyft vinstri fót í speikum hafi vaknað hjá sér von um að eitthvað væri hægt að gera fyrir hana. Hún hafi því farið að lesa sér til um taugaflutninga, þar sem ljóst væri að dóttir hennar væri fyrst og fremst taugasködduð. Hún hafí viljað lesa sér til áður en hún leitaði til sérfræðinga, enda hafí þeir engan áhuga sýnt á að rannsaka dóttur hennar, þegar í ljós hafi komið að greiningin á meiðslum hennar var röng. Hún hafí því viljað hafa eitt- hvað í höndunum áður en hún sneri sér til þeirra. Auður leitaði til taugaskurð- og bæklunarlækna; Iækna sem hún seg- ir að hafi átt að búa yfir þekkingu til að hjálpa sér og leita upplýsinga um hvað væri að gerast á þessu sviði. „Þeir tóku ekki mark á mér, sögðu að það væri ekkert hægt að gera fyrir Hrafnhildi. Einu aðgerðirnar sem framkvæmdar hefðu verið í tengslum við taugaflutninga væru framkvæmdar á dýrum. Landlæknir var allan tímann inni í málinu og sagðist styðja mig en hann trúði því ekki frekar en aðrir að ég myndi hafa erindi sem erfiði í leit minni.“ Auður hafði, með aðstoð bókasafns- fræðinga, upp á erlendum sérfræðing- um sem hún taldi hugsanlega geta veitt upplýsingar um taugaflutninga. Hún segist hafa leitað til landlæknis um aðstoð við að hafa samband við þessa sérfræðinga þar sem hún taldi að þeir myndu fremur svara bréfum frá embættinu en einstaklingi. „Landlæknir sagðist hafa reynt að ná sambandi við mennina en eng- inn hefði svarað. Þegar ég gerði það, reyndist ekki nokkurt vandamál að ná tali af þeim og einn þeirra sýndi málinu áhuga og skilning. Hann bauð mér á þing skurðlækna í Las Vegas, þar sem ég hitti dr. Zhang en hann hafði þá framkvæmt taugaflutninga á sjúklingum í tæp tíu ár, sem aðeins eru gerðir í til- raunaskyni á dýrum á Vesturlöndum. Þetta var árið 1994, fimm árum eft- ir slysið. í mars í fyrra fóru Auður, Hrafn- hildur, Bjarni Halldórsson, eiginmað- ur Auðar og dóttir þeirra, Guðrún Dóra, til Kína, þar sem dr. Zhang skoðaði Hrafnhildi. Ekki reyndist mögulegt að framkvæma aðgerðina þá og varð því úr að hann kom til Islands í desember. Erfiðlega gekk að fá brottfararleyfi fyrir hann en það hafðist fyrir tilstilli sendiráðs Islands í Peking og Vigdísar Finn- bogadóttur, forseta íslands. Auk Hrafnhildar, skar dr. Zhang upp ungan mann, sem var með lamaðan vinstri handlegg. Brugðist við eftir aðgerð Áður en dr. Zhang hélt af landi brott eftir aðgerðina barst landlækni bréf frá taugaskurðlæknum, þar sem þeir segja að aðgerðin virðist algjör- lega stangast á við þau læknavísindi sem kunn eru á Vesturlöndum og því telji þeir nauðsynlegt að land- læknir beiti sér fyrir rannsókn á meðferðinni. Þá óska læknamir eftir upplýsingum um hvort koma dr. Zhang hafi verið kostuð af hinu opin- bera og krefjast þess að landlæknir skoði hvort læknalög hafí verið brot- in með fjölmiðlaumfjölluninni um málið. Þrátt fyrir þetta, segir Auður að landlæknir hafi aldrei kallað dr. Zhang á sinn fund. Auður segir landlækni allan tímann hafa vitað af því hvað væri að gerast í málum dóttur hennar. „Hann sagði eftir að bréfíð barst að hann hefði ekki ætlað að standa í vegi fyrir okk- ur en sagði jafnframt að hann ræki embætti og yrði að taka tillit til þéirra bréfa sem því kynnu að berast." Auður segist margoft hafa beðið landlækni um fund með honum og taugaskurðlæknum eftir að rannsókn embættisins hófst í málinu en aldrei fengið. „Menn vilja ekki vita sann- leikann í þessu máli, eða viðurkenna að þeim hafi orðið á í messunni. Það eru til myndbandsupptökur og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.