Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Börn í sumarbúðum á vegum Paul Newman HÓPUR barna og unglinga er þessa dagana í sumarbúðum á ír- landi og í Bandaríkjunum á vegum Paul Newman eins og greint hefur verið frá hér í Morgunblaðinu. „Þessar sumarbúðir eru reknar fyrir ágóða sem hlýst af sölu á Paul Newman’s vörum eins og ör- '-bylgjupoppi, spagettisósum o.fl.,“ segir í frétt frá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þar segir ennfremur: „Styrktar- félagi krabbameinssjúkra barna barst boð um að senda unglinga í félaginu í sumarbúðir á vegum Paul Newmans annars vegar á ír- landi, fimm einstaklinga ásamt tveimur hjúkrunarfræðingum og hins vegar USA, tvo einstaklinga ásamt einum hjúkrunarfræðingi. Dvölin í sumarbúðunum er þátttak- endum að kostnaðarlausu en SKB og einstaklingarnir sem fara verða að standa straum af ferðakostnaði. Félagið lítur á þetta sem kosta- boð sem ekki sé hægt að hafna. Ljóst er þó að kostnaðurinn sem af ferðunum hlýst, um það bil 650.000 kr., er nefndum aðilum ofviða. Því var ákveðið að leita til nokkurra fyrirtækja varðandi fjárstuðning í þessu sambandi. Eftirtalin fyrirtæki tóku þessari bón SKB mjög vel en þau eru Karl K. Karlsson hf., Glaxe Wellcome ehf., Pharmaco hf., Vífil- fell hf., Visa-ísland, Sjóvá- Almennar, Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, Stefán Thorarensen hf., Islenskar sjávarafurðir og Jöklar hf. Flogið er með Flugleiðum til beggja áfangastaða.“ ÁGÚST Thorsteinsson, heilbrigðisfulltrúi, afhendir Erlu Þor- leifsdóttur, starfsmanni Emmessíss, viðurkenningarskjal fyrir GÁMES eftirlitskerfi. Emmessís fær viður- kenningu Heilbrigðis- eftirlits Reykjavíkur HEILBRIGÐISEFTIRLIT Reykja- víkur hefur veitt Emmessís hf. við- urkenningu fyrir að hafa komið á sérstöku kerfi sem nefnist GÁMES við innra eftirlit með framleiðslu fyrirtækisins. „GÁMES kerfínú er ætlað að tryggja öryggi og hrein- læti við framleiðslu og dreifingu matvæla og er Emmessís í hópi fyrstu fyrirtækja í landinu sem hljóta viðurkenningu fyrir að , starfa samkvæmt slíku eftirlits- kerfi,“ segir í tilkynningu frá Em- messís. Þar segir að með GÁMES (greining áhættuþátta og mikil- vægra eftirlitsstaða) sé sett upp eftirlit á öllum stigum framleiðslu og dreifingar þar sem hætta sé á að smit eða óhreinindi komist í vöruna. Settar séu reglur um fyrir- byggjandi aðgerðir og viðbrögð við frávikum frá fyllstu öryggiskröf- um. Fram kemur að Emmessís hefur starfað samkvæmt GÁMES kerf- inu frá því um síðustu áramót. Nú hafi Heilbrigðiseftirlitið gert úttekt á eftirlitskerfi ísgerðarinnar og staðfest að kerfið uppfylli allir kröfur GÁMES. Umsjón með upp- setningu kerfisins annaðist Guðjón Reynir fyrir Emmessís en honum til ráðgjafar var Ágúst Þorbjörns- son á vegum Hagvangs. Vinningar í happdrætti Hamrahlíðarkórsins Dregið var í happdrætti Hamrahlíð- * arkórsins þann l.júlí sl. Vinningar komu á eftirtalin númer: 1928, 2244, 160, 2482, 1327, 61, 2208, 96, 430, 1459, 108, 1500, 1845, 910, 853. 92, 546, 146, 413, 1334, 2210, 978, 1410, 2416, 2285, 98, 2126, 2426, 1848, 157, 677, 2262, 2039, 698, 420, 1103, 1803, 1927, J 21, 1478, 258, 498, 1925, 1129, 260, 484, 402, 2403, 956, 116, 1958, 94, 1867, 1033, 113, 95, 99, 1237, 1060, 2171, 899, 1221,1236, 1747, 2481, 947, 2322, 2085, 1678, 955, 1207, 1307, 898, 1349, 1225, 2271, 1315, 888, 2027, 227, 216, 2454, 393, 1469, 944, 2421, 288, 2247, 27, 1113, 616, 110, 1126, 1099, 1056, 1415, 1110, 1877, 1679, 985, 1115, 1489, 91. (Vinn- ingsnúmerin eru birt án ábyrgðar). ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Bréf frá Namibíu VELVAKANDA barst eft- irfarandi bréf: „Á dögunum barst mér í hendur himnasending nokkur, sem samanstóð af tveimur Morgunblöðum. Það eldra var frá fimmtu- deginum 30. maí en það nýrra frá 1. júní. Nú kann svo að vera að fæstum þyki mikill akkur í mánaðargömlum dag- blöðum en hjá okkur hér í útkjálkabyggð er þetta hvalreki og nánast lesið upp til agna. I blaðinu 30. maí (bls. 17) rakst ég á smá klausu, ásamt mynd af konum í Brynjubæ, þar sem þær skoðuðu nýfædda kiðlinga, „sem skjögruðu í túninu undir árvökulu auga móð- ur sinnar". Mér er nær að halda að hyrnda skepnan á myndinni sé móðirin (í og með vegna þess að auð- sjáanlega er hún ekki laus við hildirnar) og finnst mér mikið hafa breyst á íslandi nú hin seinni ár, ef sauð- kindin þar er farin að bera kiðjingum. í blaðinu laugardaginn 1. júní (bls. 14) er svo allít- arleg grein ásamt myndum um „Jól allt árið í Eyja- fjarðasveit". Ég gáði mar- goft á dagsetningu blaðs- ins hvort ekki stæði þar 1. apríl. Með bestu kveðjum frá Namibíu,“ Skúli A. Elíasson. Vanþóknun á Sigmund ÉG GET ekki orða bundist yfir vanþóknun minni á mynd eftir Sigmund í Morgunblaðinu 2. júlí. Að birta ómerkilega grínmynd af nýkjömum forseta Islands og gera því skóna að þar flytjist til Bessastaða maður með hamar og sigð og anda Stalíns inn í húsið. Þvílík smekkleysa. Það er skylda okkar sem landið byggjum að standa að baki forsetanum og sýna honum ekki lítilsvirð- ingu, hvaða stjórnmála- flokki sem við fylgjum, kannski í blindni. Mér finnst skömm að því fyrir Morgunblaðið að birta þessa mynd og ekki síður skömm fyrir þann mann sem teiknaði myndina. Var ekki nóg komið? Ólöf Tapað/fundið Taska á Tjarnarborg SVÖRT taska, sem gæti hafa verið utan um mynd- bandstökuvél, var skilin eftir á dagheimilinu Tjarn- arborg, líklega á sumarhá- tíðinni sem haldin var fyrir skömmu. í töskunni var myndavél og linsa. Upplýs- ingar í síma 551-7975. Leðurjakki týndist SVARTUR mótorhjóla- jakki var tekinn í misgrip- um á Olís-bensínstöðinni í Garðabæ milli kl. 22-23 sl. fimmtudagskvöld. Verið var að þrífa bíl og var jakki sem í bílnum var lagður á planið. Þegar búið var að þrífa bílinn gleymdist að taka jakkann. Var komið að vörmu spori aftur en þá var jakkinn horfinn. Annar maður á planinu sá konu á Toyotacorolla- station taka jakkann í mis- gripum. Hundur var í bíl konunnar. Konan er vin- samlegast beðin um að hafa samband í síma 565-7590 eða 565-1906. Jakkans er sárt saknað. Peysa tapaðist GRÆN peysa á 12 ára merkt Nike tapaðist fyrir u.þ.b. 3-4 mánuðum. Finnandi hringi í síma 561-1640. Með morgunkaffinu Ást er... 7-1 ... að eldast saman. TM R«s U S Ptt. Otf — all rtfits resflfVBS (c) 1986 Los Angeles Tirees SyrnlicBte ÞÚ segir þetta um blómin og býflugumar bara til að þurfa ekki að svara mér. HVAÐ meinarðu með að nú þurfir þú víst að koma þér heim? Þú ert heima! ÉG vil gjarnan eignast börn, en konan mín er hrædd við storkinn. Víkveiji skrifar... HELFT ársins er liðin. Tíminn er fugl sem flýgur hratt. Og í dag hefst 28. vika ársins. En við eigum þrátt fyrir allt hásumarið framundan. Vonandi verður sumarið, eða það sem eftir lifir þess, okkur gott, hlýtt og sólríkt. Það er þó engan- veginn á vísan að róa þegar sólrík- ir dagar eiga í hlut. Fátt er víst óstöðugra í henni veröld en ís- lenzkt veðurfar, nema ef vera kynni íslenzkt almenningsálit. En við eigum samt sem áður, hvert og eitt, leik á borði. Við eig- um veðurveröld innra með okkur, þar sem við sjálf erum veðurspá- menn - og gott betur, getum látið spárnar rætast. Sól í sinni hét það á kjarnyrtu máli ömmu okkar og afa. Það eru sem betur fer alltaf stöku mannverur í návist okkar sem stafa sólgeislum, hvernig sem úti viðrar. Þær gera jafnvel grá- myglurnar þolanlegar. xxx VRÓPUBOLTINN er að baki. Að ekki sé nú talað um for- setakosningamar. Og það er fátt um fína drætti í flóru daganna framundan. Og þó. Sjálfir hunda- dagarnir eru rétt ókomnir, en þeir eru sagðir standa frá 13. þessa mánaðar til 23. þess næsta. Jörgen Jörgensen, eða Jörundur hundadagakonungur, eins og hann var nefndur, tók sér æðstu völd á íslandi þessa daga árið 1809. „All- ur danskur myndugleiki var upp- hafinn á íslandi“, eins og sagði í hundadagakonungs boðskap. Völd hans lifðu stutt og endalok þeirra urðu með endemum. Samt sem áður höfum við Mörlandar grillað fjallalamb [eða verðhrunið svínakét] og rennt úr bjórkollu af minna tilefni en í minningu þessa eina kóngs sem við höfum ekki þurft að deila með norskum eða dönskum frændum okkar. Víkverji telur það enga goðgá að hrópa eins og eitt lítið húrra fyrir hans hátign. XXX EFTIRLAUNAMAÐUR, fyrr- um starfandi hjá ríkisstofn- un, átti erindi við Víkveija á dög- unum. Lífeyrismál bar á góma, meðal annars staða hinna ýmsu lífeyrissjóða. Eftirlaunaþeginn sagði efnislega: Það er mikið fimbulfambað um slæma stöðu Lífeyrissjóðs opin- berra starfsmanna. Mikið er sagt á skorta að hann eigi fyrir skuld- bindingum. En færri orð eru höfð um_ ástæður. Á frjálsum markaði greiða vinnuveitendur 6% á móti 4% [af launum] launþega, mánaðarlega, á sama tíma og launþeginn - um leið og laun eru greidd. Iðgjöld koma frá báðum samtímins til ávöxtunar og bættrar sjóðsstöðu í bráð og lengd. Annað er upp á teningnum hjá „stóra bróður", vildi viðmælandinn meina. Ríkið greiðir ekki með sama hætti og samtímis og launþeginn mótframlög til ávöxtna hjá sjóðn- um þeim, sagði hann. Þarna munar miklu, staðhæfði eftirlaunaþeginn. xxx NÝJAR tillögur Hafrann- sóknarstofnunar fela í sér verulega aukinn þorsk- og loðnu- afla næsta fiskveiðiárið, en minni afla af ýsu, ufsa og grálúðu. Talað er um 20% meiri þorskafla. Það munar um minna, enda er þorskur- inn gjöfulasti fiskurinn í þjóðar- búið, sannkallaður „gullstofn“. Þetta minnir Víkverja á að stærstur hluti þeirrar auðlegðar, sem íslenzkt samfélag tjaldar, þar með talið gjörvallt húsnæði lands- manna og aðstaða hvers konar í samfélaginu, hefur að stærstum hluta verið sótt í sjávardjúpið. Það var ekki fyrr en um og upp úr síðustu aldamótum, þegar Is- lendingar tóku tæknina í þjónustu fiskveiða og fiskvinnslu, sem þeir þokuðust úr fátækt til bjargálna, úr torfkofum fyrri tíðar og í nú- tímalegt húsnæði o.sv.fv. Það verður á hinn bóginn að nýta sjávarauðlindina af hyggind- um; forða því að „gullstofnarnir" hrynji vegna ofveiði, eins og síldin, „silfur hafsins", um miðja öldina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.