Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni ~A S ( éq er hrituZx M V op-erum. Ljóska Allt í lagi, piltar... reynið að Við vitum hvernig óvinimir dragast ekki aftur úr.... góma þá sem dragast aftur úr og pynta þá... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Til hamingju Olafur Ragnar Grímsson! Frá Lóu Konráðs: HVER skyldi trúa því, sem þekk- ir mig og hefur heyrt til mín undan- fama mánuði að ég hefði staðið alein með tárin í augunum fyrir framan sjónvarpsskerminn kostn- inganóttina og hrópað húrra af hrifningu fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni _og fjölskyldu. Þó við Ólafur séum bæði ísfirð- ingar þekki ég hann ekki persónu- lega, okkar leiðir hafa ekki legið saman. Ég hef aðallega kynnst honum í sambandi við hans stjórn- málaferil og þar höfum við ekki átt mikla samleið. En eftir að hafa séð Ólaf og hans huggulegu fjölskyldu og hlust- að á hans frábæru sigurræðu af svölum heimilis þeirra, hreifst ég svo af hans framsetningu og túlkun á eðli embættis forseta íslands, að ég efast ekki um að hann getur orðið góður og vinsæll forseti. Hann hefur allt í hendi sér til að svo megi verða. Engan meiðir annars hól! Ég kaus Pétur Hafstein af hjartans sannfær- ingu. Hann hefur áunnið sér mikla og verðskuldaða virðingu fyrir heið- arlega baráttu og ekki minnst drengileg framkomu, þegar úrslitin voru augljós. Svo fágaða framkomu hjá þeim, sem tapar, mættu aðrir taka sér til fyrirmyndar. Við getum verið þakklát fyrir að hafa slíkan heiðursmann í sæti hæstaréttardómara. Nú er að takast á um frið og sættir og njóta saman grósku og gæða okkar fagra lands. Heill nýkjörnum forseta Islands Ólafi Ragnari Grímssyni og fjöl- skyldu. LÓA KONRÁÐS, Skólavörðustíg 31, Rvík. Upplýsmgar um alnetstengingu við Morgunblaðið Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upp- lýsingar um blaðið, s.s netföng starfsmanna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðs- ins og helstu símanúmer. Morgunblaðið á alnetinu Hægt er að nálgast Morgun- blaðið á alnetinu á tvo vegu. Ann-. ars vegar með því að tengjast heimasíðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina http://www.strengur.is eða með því að tengjast heimasíðu blaðsins og velja Morgunblaðið þaðan. Strengur hf. annast áskriftar- sölu Morgunblaðsins á alnetinu og kostar hún 1.000 krónur. Sending efnis Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um alnetið noti netfangið: mbl@centrum.is. Mikilvægt er að lesa vandlega upplýsingar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öruggar sendingar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir og myndir eins og fram kemur á heimasiðu blaðsins. Mismunandi tengingar við alnetið Þeir sem hafa Netscape/Mos- aic-tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Einungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að framan. Þeir sem ekki hafa Netscape/ Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýsingar með Gopher- forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k. 14.400 baud-mótald fyrir Netscape/Mosaic tengingar. Hægt er að nota afkastaminni mótöld með Gopher-forritinu. -HÓLL af lífi og sál ® 5510090 OPIÐ HÚS í DAG FRÁ KL. 2 - 5 Álfatún 1 -1. hæð til hægri Vorum að fá í sölu gullfallega 127 fm 4ra herbergja endaíbúð á 1. hæð í þessu fallega húsi. íbúðinni fylgir innbyggður bílskúr og er þvottahús á hæðinni. Hér eru vandaðar innréttingar og gólfefni. Frábært útsýni. Áhvílandi hagstæð lán 3,6 millj. Verð 10,9 millj. Kristján og Eik sýna ykkur slotið milli kl. 2 og 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.