Morgunblaðið - 07.07.1996, Síða 10

Morgunblaðið - 07.07.1996, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ • ■ •> LJÓSMYND tekin 15. október 1942 af þýska flugliðsforingjanum Hugo Löhr, sem kom oft fljúgandi frá Stavangri í Noregi og tók loftmyndir af íslandi. Merkilegt við þessa mynd er að Þjóðveijar töldu yfir 80 flugvélar á flugvellinum en enga hreyfingu er að sjá á flugvélum, hvorki á flug-né aksturbrautum. Bretarnir virðast því ekki hafa vitað af ferðum þýska flugmannsins. Á myndinni eru m.a. 12 tveggja hreyfla vélar þar sem í dag er athfnasvæði innanlandsflugs Flugleiða. Flugvöllur með fortíð Um þessar mundir er hálf öld liðin frá því að Bretar afhentu íslendingum Reykjavíkur- flugvöll til umráða. Hins vegar vita færri að skömmu áður höfðu nokkur íslensk ung- menni og flugáhugamenn ráðist í það í Vatnsmýrinni í s]'álfboðavinnu að ryðja flug- braut fyrír WACO-vél Flugfélags íslands. í þessum hópi var Ólafur K. Magnússon ljós- myndari Morgunblaðsins og flugáhugamað- ur, og hann rekur hér upphaf Reykjavíkur- flugvallar. SUMARIÐ 1940 voru nokk- ur ungmenni samankomin í Vatnsmýrinni. Tilefnið var að það átti að fara að vinna við byggingu fyrsta flug- vallar á íslandi. Öll þessi ung- menni voru í sjálfboðaliðsvinnu undir stjórn Garðars Gíslasonar sem er og var mikill áhugamaður um flugmál á íslandi. Svæðið var hreinsað með þeim árangri að WACO-vél Flugfélags íslands, TF-ÖRN, gat sama kvöld lent á þessu svæði sem sjálfboðaliðarnir höfðu rutt. Það var stór stund í hugum þessara ungmenna að sjá þessa „stóru“ flugvél lenda á þeim stað sem síðar varð Reykjavíkur- flugvöllur. Flugvöllur byggður Haustið 1940 hóf breski herinn flugvallargerð í Vatnsmýrinni þrátt fyrir hörð mótmæli þáver- andi borgarstjóra Reykjavíkur, Bjarna Benediktssonar, sem skrif- aði ríkisstjórninni bréf, þar sem hann fór fram á að hún beitti sér fyrir því, að Bretar hættu við byggingu herflugvallar á þessum stað. Þrátt fyrir mótmæli borgar- stjóra samþykkti Alþingi bráða- birgðalög hinn 1. nóv. 1940 um heimild til handa Bretum um byggingu herflugvallar á svæðinu sunnan Vatnsmýrar. Áður höfðu Bretar hafið fram- kvæmdir við byggingu flugvallar á Kaldaðarnesi og gekk verkið vel, þannig að fyrstu flugvélarnar af gerð Fairey-Battle lentu á Kaldaðarnesflugvelli hinn 27. ág- úst 1940. Þetta voru gamlar úrelt- ar flugvélar, meðaí þeirra fáu sem sneru aftur eftir orrustuna um Frakkland. Flugvöllurinn í Kaldað- arnesi stóðst ekki væntingar Breta, enda flugbrautir grasvellir þar sem rétt var valtað yfir mestu ójöfnur. Yfirmenn flughersins komust brátt að raun um að bygging flug- vallar í Kaldaðarnesi voru mistök. Flugvellinum stafaði hætta af Ölf- usá, enda varð raunin sú, að hún flæddi yfir bakka sína 1943 og eyðilagði flugvöllinn þannig að öll starfsemi lagðist niður og þar með varð Reykjavíkurflugvöllur burða- rás breska flughersins. Yfirmaður breska hersins á ís- landi, H.O. Curtis hershöfðingi, ákvað að byggja nýjan flugvöll strax árið 1940. Orrustan um Atl- antshafið var orðin staðreynd og enginn flugvöllur á Islandi eða N-Atlantshafí, sem gerði það að verkum að Bretar gátu ekki notað flugvélar sínar í þessari baráttu. Kafbátar Hitlers réðu lögum og lofum á Atlantshafi þannig að ís- land var í raun eins og flugvéla- móðurskip í miðju Atlantshafi nema hvað það var án flugvéla vegna þess að þar fannst ekki flug- völlur. En Bretar vildu bæta úr því og byggðu neyðarflugvelli á Höfn í Hornafirði, Melgerði í Eyja- firði, Odda í Rangárvallasýslu og við Garðskagavita. Winston Churchill fylgdist per- sónulega með framkvæmdum bæði á Reykjavíkurflugvelli og í flotastöðinni í Hvalfirði. Hann var langt því frá að vera ánægður með hraða framkvæmdanna, sér- staklega á Reykjavíkurflugvelli. Allt efni til byggingar varð að fiytja yfir hafið við vaxandi ógn þýskra kafbáta. Skortur á verka- mönnum hamiaði hraða á bygg- ingu flugvallarins. Áætlað var að 4.000 verkamenn þyrfti til að ljúka Reykjavíkurflugvelli og uppbygg- ingu í Hvalfirði, þar af voru Islend- ingar 2.500 í það mesta. Til þess að bæta úr þessum skorti á verka- mönnum samþykkti ísl. ríkisstjórn- in að beiðni Breta að fá til landsins 500 færeyska verkamenn, en þrátt fyrir mikið atvinnuleysi í Færeyjum komu aðeins 240 Færeyingar til íslands. Samskipti íslendinga við Breta gengu að mestu snurðulaust, en þó með undantekningum, saman- ber verkfall Dagsbrúnar á Reykja- víkurflugvelli í janúar 1941. Kaup- máttur launa fór minnkandi vegna stórhækkandi verðs á matvælum. Það sem gerði þetta verkfall erfið- ara en ella var að gefið var út dreifibréf á ensku þar sem breskir hermenn voru hvattir til þess að ganga ekki í störf íslendinga sem voru í verkfalli. Þetta bréf fór mjög svo fyrir brjóstið á bresku her- stjórninni. Menn í broddi fylkingar verkalýðshreyfíngarinnar voru handteknir og færðir til yfírheyrslu hjá leyniþjónustu breska hersins. Síðan voru þeir afhentir íslend- ingum, hlutu mislanga dóma og afplánuðu sekt sína á „Letigarðin- um“ (Litla-Hrauni). Dreifibréfa- málið vakti upp margar spurning- ar, m.a.: Hver skrifaði þetta bréf? Fljótlega kom upp sá kvittur að Islendingur hefði engan veginn getað skrifað bréfið. Stíll bréfsins og málfar og vitneskja um málefni breskra verkalýðsfélaga benti allt í þá átt að þar hefði verið á ferð- inni einstaklingur mjög kunnur öllum staðháttum í Bretlandi, þannig að sú spurning vaknaði hvort höfundur bréfsins væri Breti. Þýðandi bréfsins sagðist ekki áður hafa lesið jafn vel skrif- að bréf á jafn löngu máli eftir ís- lending. í dag er álitið að höfundur bréfsins hafi verið háttsettur höf- uðsmaður innan leyniþjónustu Breta (MI-6). í augum Breta var litið á þetta bréf sem landráð gegn þjóð sem barðist fyrir tilveru sinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.