Morgunblaðið - 07.07.1996, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 07.07.1996, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ1996 25 N°7 KIAjeppi á frábæru verði, piús aukabúnaður! - Hverjum KIA jeppa fylgir plúspakki að verðmæti 171 .OOO.- Upphækkui Stígbretti + Álfelgur + Stærri dekk + Hlíf á varadekk Staðalbúnaður KIA er m.a.:^Hátt og lágt drif^Rafmagnsrúður ►Aflstýri ► Veltistýri ► Samlæsingar ► Útvarp með segulbandi ► Rafstýrðir útispeglar ► Litað gler KIA! Kemur út í plús ! KIA Sportage 5 dyra handskiptur m/ plúspakka: 1.998.000 KIA Sportage 5 dyra sjálfskiptur m/ plúspakka: 2.141.000 HEKLA SÍMI 569 5500 Kvennasögu- safnið flytur FYRIR nokkru var undirritaður samningur um flutning Kvenna- sögusafns íslands í Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn. Dr. Anna Sigurðardóttir stofnaði safnið 1. janúar 1975 í félagi við þær Else Miu Einarsdóttur og Svan- laugu Baldursdóttur. Safnið hefur alla tíð síðan verið á heimili Önnu, en hún lést í janúar sl. Kjarni Kvennasögusafnsins mun standa sem séreining í herbergi sem til þess er ætlað í Þjóðarbókhlöðu, en flestum bókum safnsins og tíma- ritum verður skipað með öðrum efn- iskosti Landsbókasafns og hafa þau rit þegar verið skráð í Gegni. Næstu mánuðir verða notaðir til að flytja Kvennasögusafnið og koma því fyrir, en ætlunin er að opna safn- ið formlega til 5. desember næst- komandi á afmælisdegi Önnu Sig- urðardóttur og verður þá efnt til sýningar á gögnum úr safninu. Ó, undur lífs TONLIST Kópavogskirkja BARNAKÓRSTÓNLEIKAR Skólakór Kársness, undir stjóm Þórunnar Björnsdóttur, flutti íslensk og erlend sönglög. Fimmtudagur 4. júlí, 1996. NOKKRIR dugandi söngstjórar hafa á undanförnum árum æft upp góða bamakóra og það góða, að kórarnir njóta alþjóðlegrar virðingar fyrir vel æfðan og fagran söng. Skólakór Kársness, undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, er einn af þeim kórum, sem unnið hafa sér nafn erlendis. Nú skal haldið utan „að syngja fyrir þjóðir“ og af því tilefni hélt kórinn tónleika í Kópa- vogskirkju sl. fímmtudag. Á tímum þegar félagsleg samvera unga fólks- ins virðist undra snemma klofna um andstæðar lífsvenjur mætti einnig hugleiða hversu andstæður í list- mati falla sterkt inn í þessa mynd. Höfnun á siðgæði er höfnun á ögun og tengist einnig öllu því sem snýr að fagurmati. Afstaða til ógnvekj- andi fyrirbæra hefur áhrif á hegðun og getur slæft tilfinninguna fyrir því sem almennt er kallað rétt eða rangt og leitt ungt fólk til óhugnan- legra athafna. Að sjá unga fólkð í Kópavogi syngja bæði agað og af fíjálslegri gleði gefur fyrirheit um að ekki hafí allir orðið leisergeislatryllingnum að bráð og enn muni verða sungið Ó, undur lífs. Þetta fallega lag Jakobs Hallgrímssonar, við kvæði Þorsteins Valdimarssonar, er í einfaldleika sín- um táknrænt fyrir þá fegurð sem birtist í söng bamanna hennar Þór- unnar. Kórinn er í mjög góðu formi og hóf tónleikana með því að sex böm á þjóðbúningi hófu að syngja ísland farsældafrón og kórinn tók síðan undir söng þeirra. Þar næst vora sungin nokkur íslensk þjóðlög og þá frumsamin lög eftir Jakob Hallgrímsson, Atla Heimi Sveinsson, Emil Thoroddsen, Jón Nordal og tvö skemmtileg tónverk eftir Þorkel Sigurbjömsson, er nefnast Fögnuður og Dúfa á brún. Öll lögin vom sér- lega fallega flutt og sama má segja um erlendu lögin, sem vom ættuð frá Ameríku, Finnlandi og Balkan- skaga. Tónleikunum lauk með Bamagælu eftir Hjálmar H. Ragn- arsson við gamansamt hrekkjalóma- kvæði Vilborgar Dagbjartsdóttur, skemmtilegt lag, þar sem textinn fær að njóta sín eintaklega vel í leikræn- um tónlesstíl lagsins, er var mjög vel flutt, bæði hvað varðar söng og framburð textans. Kórstarf í skóla birtist almenningi í fallegum söng á tónleikum en að baki slíks atburðar stendur mikil og samvirk vinna. Ögun og mótun unga fólksins er mikilvæg og umfram aðra starfsemi í skólum, þá fylgir oft að hleypt er heimdraganum, far- ið í langar og eftirminnilegar ferðir og„“sungið fyrir þjóðir“, því enn býr „undur lífsins" í fögmm söng bam- anna um allan heim og á sér endur- óman í hjörtum allra, sem enn sjá til sólar í lífí sínu. Jón Ásgeirsson fyrir neðan háls! TILBOÐ Body lotion langtíma djúpnæring kr. 990 Body skrúbb stinnir og endurbætir kr. 990 Handáburður fyrir hendur og neglur kr. 590 ; Fæst í BETRI SNYRTIVÖRU- /VERSLUNUM OG APÓTEKUM. VTSALA S byijar MÁNUDAG ALGJÖRT DUNDUR Hönnun: Rúna • Ljósmynd: Magnús Hjörleifsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.