Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.07.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1996 ' MORGUNBLAÐIÐ I menningarbyltingunni í Kína var mannát stundað í nafni hugmyndafræði Hlið vítis opnuðust Morð, pyntingar og mannát einkenndu menningarbyltinguna í Kína, sem hófst fyrir 30 árum. í nýrri bók koma fram áhrifamikl- ar upplýsingar um hörmungar þessa óhugnanlega tíma. Menningarbylting- IN í Kína var eitt ískyggilegasta tíma- bilið í sögu landsins. Hún var hluti af valdatafli Maós Tsedongs formanns og sagt er að ógerningur sé að ýkja ódæðisverk- in, sem framin voru í skjóli henn- ar. Þar á meðal var mannát. Yfírvöld í Peking hafa neitað öllu, en umfang óhugnaðarins kemur fram í nýrri bók eftir Zheng Yi, sem á ensku nefnist „Scarlet Memorial" og kom út um miðjan júní. Maó hóf menningarbyltinguna árið 1966 til að uppræta skrifræð- ið í kommúnistaflokknum og endurvekja byltingarandann. Henni var beint gegn yfirvaldi. Böm réðust á kennara sína og ljóstruðu upp um foreldra. Obreyttir flokksfélagar veittust að yfirmönnum, pyntuðu þá og niður- lægðu. Um tíma var dagskipunin að fara yfír gatnamót á rauðu ljósi því að það var litur byltingarinn- ar, en bíða á grænu. Útkoman var ringuireið og árekstrar því að hið nýja fyrirkomulag hafði ekki bor- ist öllum til eyrna. Glundroðinn náði upp allan valdastigann og meira að segja Liu Shaoqi forseti var handtekinn og pyntaður. Hann lést úr iungna- bólgu í fangaklefa 1969 og hafði honum verið neitað um læknis- hjálp. Yfirstéttin vildi hjörtu og lifur Opinber fyrirmæli voru gefin um „hatur“ og kvótar settir um það hve margir skyldu myrtir. Margir notuðu tækifærið til að gera upp gamla reikninga. Þegar ákveðið var að lík svokallaðra „stéttaróvina" skyldu höfð til neyslu hafði hin pólitíska yfirstétt mest dálæti á hjörtum og lifrum, en fjöldinn vildi handleggina og iljarnar. Mest var mannátið í Guanxi- héraði í suðvesturhluta Kína. Þar létu sennilega um 100 þúsund manns lífið milli 1967 og 1970. í þeim fímm umdæmum, sem Zheng Yi rannsakaði í Guanxi, voru mörg hundruð „stéttaróvin- ir“ étnir og þátttakendur skiptu þúsuridum. Zheng Yi kvaðst í upphafí hafa fundið fyrir tilhneigingu til að láta þetta viðfangsefni eiga sig og það er engin furða. Eftirfarandi lýsing er ekkert einsdæmi í bók hans: „Leiðtogi viðskiptaráðsins [í Wuxuan] gekk heim með manns- fót á öxlinni og þar hugðist hann elda hann og borða. A fætinum NÁMSMENN ráðast á yfirmann í Chengdu-herskólanum. RAUÐIR varðliðar lofsyngja Maó formann á Torgi hins himneska friðar. hékk enn hluti úr buxum manns- ins.“ Tólf og þrettán ára börn myrtu og borðuðu kennara sína. Stúlka, sem hafði drepið sex manns, kall- aði sig stolt „Systur sex“. Ónnur, sem hafði níu mannslíf á samvisk- unni, kallaði sig „Systur níu“. Fyrir utan opinberar skrifstofur kraumaði í pottum fullum af mannakjöti. í júlí 1968 var „stéttaróvinur" að nafni Gao Dazuo gagnrýndur á fundi í Tongwan-umdæmi. Þurfti hann því næst að kijúpa á kné og var sleginn með kylfu í höfuð- ið. Einn af kvölurum hans reif niður um hann buxurnar og hugð- ist skera undan honum kynfærin. „Leyfíð mér að deyja fyrst,“ grát- bað Gao. „Þá getið þið skorið hann af.“ En engu var skeytt um orð hans. Á meðan Gao öskraði var skorið undan honum. Þá kom ann- ar og skar stykki úr mjöðm hans. Sá þriðji skar úr honum lifrina: „Afgangurinn af mannfjöldanum ruddist fram og reif kjötið af bein- um hans.“ Bandaríski sagnfræðingurinn Ross Terrill, sem mikið hefur skrifað um Kína, segir um þennan tíma í grein í þýska tímaritinu Die Zeit að „hlið vítis hafi galopn- ast“, en segir að það væru hins vegar mikil mistök að takast ekki á við þennan kafla í sögu þessar- ar aldar. „Bók Zhengs Yis er ein af þeim sorglegustu og jafnframt þeim mikilvægustu, sem nokkurn tíma hafa verið skrifaðar um Alþýðu: lýðveldið Kína,“ skrifar Terrill. „í Guangxi birtist alræðið í sinni ýtrustu mynd. Við þekkjum hug- myndafræði alræðisins og sömu- íeiðis algjört eftirlit. í Kína rek- umst við hins vegar á það að óvin- inum er ekki aðeins ýtt til hliðar, það er gengið svo langt að hann er borðaður." Eins og dýr leidd til slátrunar Eitt af því, sem vekur sérstak- iega til umhugsunar í bók Zhengs Yis, er að flest fórnarlömbin virð- ast hafa látið leiða sig eins og dýr til slátrunar. Þegar kylfurnar og hnífarnir voru hafin á loft krupu sakleysingjarnir „einfaldlega þegj- andi, án þess að biðjast vægðar, án þess að bölva, án þess að rök- SorTumfgTífSidumungi- Umfangsmikil könnun á lífsviðhorfum unglinga um allan heim inga, sem gerð hefur verið, fór fram síðastliðinn vetur á vegum bandaríska neyslukönnunarfyr- irtækisins BrainWaves Group. Tuttugu og fimm þúsund milli- stéttarunglingar á aldrinum 15-18 ára í fimm heimsálfum tóku þátt í könnuninni, og bend- ir útkoman til þess, að ungling- arnir eigi sameiginlegan smekk á mörgu, og hafi einnig í heiðri sömu gildi og trú, auk þess að stefna flest að því sama. Margt af þessu þykir ganga þvert á viðteknar hugmyndir um ald- urs- og menningarhópa. Frá þessu er greint i Internatioml Herald Tribune fyrir skömmu. Arangur mikils virði Eitt af þvi sem millistéttar- unglingar um allan heim virðast eiga sameiginlegt, er að þeir bera virðingu fyrir árangri. Átta af hverjum tíu sem tóku þátt í könnuninni sögðu að það, að „ná eins miklum árangri og ég mögulega get“ væri mikil- vægt. Mannfræðingurinn Alice Schlegel segir að mikið ráðist af því hvað unglingar gera á táningsárunum; hverjum þeir geti gifst, hvaða tækifæri þeim veitist í lifinu, hvort þeir fái leiðsögn til árangurs. Það sé ekki rétt, að samkeppni ríki ein- ungis í vestrænum samfélögum. Hlutfall þeirra, er stefna að því að ná árangri, er hátt í sum- um löndum sem ef til vill hefði ekki verið vænst, eins og Níger- íu og Mexíkó. Það er hæst með- TÁNINGAR um allan heim virðast eiga meira sameiginlegt en ekki. Góður árangur og heilsufar mömmu og pabba Unglinga um allan heim dreymir um að verða eitthvað og fínnst fjölskyldutengsl- in skipta einna mestu máli. Fleira virðist vera sameiginlegt með þeim en ólíkt; vestrænar kvikmyndir, sjónvarp, tónlist og menntun, hefur mótað þá umfram annað. al kínverskra unglinga og lægst meðal japanskra. Harold Ste- venson, sálfræðingur við Mic- higan-háskóla, segist ekki undr- andi á þessum mikla mun milli ríkja í Asíu. í Japan sé tryggð við hópinn mikilvægari en árangur einstaklingsins, en í Kína sé „allt í góðum gír og hvatt til framkvæmdasemi." Níu af hverjum tíu unglingum segjast bera ábyrgð á því, að þeir fái góðar einkunnir í skóla, fjórir af hverjum fimm vænta þess að ljúka námi, ganga vel í starfi og finna sér lífsförunaut. Unglingarnir vænta þess ekki að mulið verði undir þá. Allt að 90% voru sammála eftirfarandi fullyrðingu: „Það er undir mér komið að fá út úr lífinu það sem það býður upp á.“ Fjölskyldan mikilvæg Einnig eru unglingarnir yfir- leitt sammála um að fjölskyldan sé mikilvæg, þrátt fyrir að mikl- ar félags- og efnahagslegar breytingar hafi orðið í mörgum löndum. Átta af hverjum tíu töldu fjölskylduna vera mikil- vægt „leiðarþ’ós" í lífinu; einn af hverjum tveim sagði fjöl- skyldutengslin vera mikilvæg- asta undirstöðuatriðið í lífi sínu - mikilvægara en samskipti við vini sína, skemmtun eða það, að „gera heiminn að betri stað.“ Únglingarnir létu líka í ljós umhyggju fyrir heilsu foreldra sinna, þegar spurt var um áhyggjuefni. Velferð mömmu og pabba var í öðru sæti, á eft- ir atvinnumöguleikum. Þessi áhugi á fjölskyldunni hefur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.