Morgunblaðið - 12.07.1996, Síða 2

Morgunblaðið - 12.07.1996, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Siglufirði. Morgunblaðið. Siglfirðingar kvarta yfir mengun og lykt til Hollustuverndar „Peningalyktin“ óæskileg lungna- og ofnæmissj úklingum SLÆM lykt og reykmettað loft frá loðnuverksmiðju SR-mjöls hefur legið yfir Siglufirði undan- farna daga. Kvartanir hafa borist til Hollustuverndar ríkisins og kom Jóhann Guðmundsson, starfsmaður Hollustuvemdar, til Siglufjarðar til að lita á aðstæður og mun hann síðar gefa skýrslu um ástandið. Jóhann sagði að mengunin gerði heilbrigðu fólki ekki mein. Hinsvegar væri hún afar hvimleið og óæskileg fólki með lungnasjúk- dóma og ofnæmi. Hann sagði að á Siglufirði væri mengunarvarna- búnaður til staðar og sú saga, sem gengið hefði fjöllunum hærra um að hann hefði verið fjarlægður, væri röng. Jóhann sagði ennfrem- ur að miðað við núverandi ástand væri hægt að komast skrefi fram- ar í mengunarvörnum í bænum, en það væri að fjárfesta í nýjum þurrkurum. Það væri líklega fjár- hagsdæmi upp á 600-700 milljónir króna. Hreinsunarbúnaður verk- smiðjunnar er staðsettur við skor- stein hennar og felst hreinsunin á reyknum í því að sjó er dælt á reykinn og þar með eiga óæskileg efni, sem vera kunna í honum, að sitja eftir. Árvissar kvartanir Þórður Andersen, verksmiðju- stjóri SR-mjöls á Siglufirði, segir kvartanir fólks, íbúa jafnt sem ferðamanna, nánast árvissar, en mengunin nú stafi aðallega af óhagstæðri vindátt. Reykinn leggi yfir bæinn og talsverður hiti í lofti magni upp „peningalyktina". Þurrkarar loðnuverksmiðjunn- ar á Siglufirði, sem eru þrír að tölu, eru fráárinu 1946 ogþað mun hafa verið á döfinni að fá nýja, en að sögn Þórðar mun sú fjárfesting eitthvað dragast vegna uppbyggingar SR-mjöls á nýrri loðnuverksmiðju í Helguvík. Með nýjum og betri þurrkurum ætti reykurinn alveg að hverfa, en einhver lykt myndi ætíð verða til staðar. Stillur dögum saman Loðnuverksmiðja SR-mjöls á Siglufirði er stærsta loðnuverk- smiðja landsins, byggð í kringum 1930 og getur brætt allt að 1.600 tonn af loðnu á sólarhring. Stað- setning hennar með tilliti til reykjar- og lyktarmengunar er afar slæm og víst er að ef byggja ætti verksmiðjuna í dag, yrði hún að öllum líkindum ekki staðsett inni í Siglufirði sökum þess hve fjörðurinn er þröngur og veður- fari þannig háttað að stillur geta ríkt dögum saman eða þá hægur norðan andvari líkt og verið hefur undanfarið og þá umlykur reykj- armengunin bæinn. Það sem af er sumarvertíðinni hafa borist um fjórtán þúsund tonn í verksmiðjuna. Mjög góð veiði hefur verið á miðunum, reyndar allt of góð, að sögn Þórð- ar og eru skipin skyldug til að bíða í 54 tima eftir komu í höfn. Bijóti þau þessa reglu, fá þau ekki löndun hjá SR-mjöli í næsta túr. Er þetta gert til þess að auð- velda verksmiðjum að hafa undan og vinna ferskara og betra hrá- efni. Undanfarið hafa verið brædd 1.200-1.300 tonn á sólar- hring og er sumarloðnan, sem full er af átu, mun verri til bræðslu og geymsluþol hennar mun styttra. Heílbrigðisráðuneytið Veðurstofa « / • n* / • j fai fjarveit- ingu til frjó- mælinga DAVÍÐ Gunnarsson, ráðuneytis- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, seg- ir að í ráðuneytinu sé mikill áhugi á því að hafnar verði markvissar ftjómælingar og að upplýsingar um mælingarnar verði aðgengileg- ar almenningi. Hann segir mikil- vægt að sú stofnun sem annist mælingarnar, t.d. Veðurstofa ís- lands, fái fasta fjárveitingu frá rík- inu. Formaður Samtaka gegn astma og ofnæmi, Hannes Kolbeins, hefur vakið máls á brýnu hagsmunamáli ofnæmissjúklinga að fá niðurstöður mælinga á frjókornum í andrúms- lofti oftar en vikulega. Davíð segir að málið verði tekið fyrir í ráðuneytinu og unnið í samvinnu við umhverfisráðuneytið og Veður- stofuna. Unnið verði að framgangi málsins eins vel og frekast sé unnt en ekki sé ljóst hvenær formlegt samstarf um mælingar geti hafist. Hann segir hugsanlegt að bíða þurfi Ú'árlagagerðar til að fá heimild fyr- ir fjárveitingu. -----♦------ Akureyrarbær ákveð- ur að selja hlut í ÚA Fjórðungur árúman milljarð MEIRIHLUTI Framsóknarflokks og Alþýðuflokks í bæjarstjóm Ak- ureyrar hefur náð samkomulagi um sölu á hluta af hlut bæjarins í Út- gerðarfélagi Akureyringa. Hlutur bæjarins nemur nú um 53%. Gert er ráð fyrir að bærinn nýti ekki forkaupsrétt sinn í hlutafjár- útboði, sem nú stendur yfir, en bæjarstjóra verður falið að ganga til samninga við stjórn ÚA um að félaginu verði framseldur forkaups- rétturinn. Þá er bæjarstjóra falið að bjóða til sölu hlut, sem eftir hlutafjáraukningu mun nema um 24,6% af heildarhlutafé í félaginu. ■ Heimamenn fá/12 Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir STAÐSETNING loðnuverksmiðjunnar er ekki heppileg. Almennt er talið að slíkri verksmiðju yrði að öllum Iíkindum valin önnur stað- setning ef byggja ætti upp í dag vegna þess hve fjörðurinn er þröngur og veðurfari þannig háttað að stillur geta ríkt dögum saman. Framkvæmdastj óri SÍ A um auglýsingu með fáklæddum stúlkubörnum Talin afar ósmekkleg AUGLÝSING frá versluninni Cosmo, sem sýnir fáklædd stúlku- börn í faðmlögum, hefur vakið hörð viðbrögð og hafa fjölmargir haft samband við Samband ís- lenskra auglýsingastofa til að mót- mæla birtingu hennar. Sólveig Ólafsdóttir fram- kvæmdastjóri SÍA segir að þeir sem hafí haft samband við skrif- stofu sambandsins, telji auglýsing- una afar ósmekklega. Óviðurkvæmileg notkun barna „Þama eru nær nakin stúlku- börn í auglýsingu frá verslun sem selur föt fyrir fullorðna, og fólki fínnst að verið sé að nota börnin á óviðurkvæmilegan hátt. í sam- keppnislögum eru ákvæði þar sem gert er ráð fyrir að fara mjög var- lega þegar börn eru notuð í auglýs- ingar, og meginreglan hefur verið sú að bömin komi viðkomandi máli við, komi þau fram í slíkum auglýsingum. Erfitt er að sjá að svo sé í þessu tilviki, því telpumar virðast settar í samhengi sem ekki hæfir,“ segir Sólveig. Hún segir þorra þeirra sem hafi haft samband vera mæður barna á svipuðum aldri og stúlkumar í auglýsingunni. „Þeim var mjög brugðið og fannst að verið væri að nota fá- klædd börn í söluskyni. Sjálfri fínnst mér þetta mjög ósmekklegt og hef yfirleitt fengið sömu við- brögð frá fólki sem starfar í aug- lýsingafaginu. Ég efast í raun um að nokkur auglýsingastofa hefði sett upp mynd af þessu tagi, og er alveg viss um að auglýsingin sé ekki unnin á auglýsingastofu, enda er hún ómerkt þar sem hún hefur birst,“ segir hún. Hægt að kæra eða kvárta Sólveig kveðst hafa bent fólki á að til væm færar leiðir til að mót- mæla auglýsingunni, meðal annars að kæra birtingu hennar fyrir siða- nefnd SÍA og/eða kvarta til Sam- keppnisstofnunar vegna þess að hún misbjóði siðferðiskennd fólks. Fólk geti líka haft samband við þá fjölmiðla sem birt hafa auglýs- inguna til að óska eftir að hún verði ekki birt í óbreyttri mynd. SÍA geti hins vegar ekki bannað auglýsingar. Auglýsingu frá annarri fata- verslun, sem birst hefur síðustu daga og sýnir hóp kviknaktra karl- manna, segir Sóiveig ekki hafa vakið samsvarandi viðbrögð og myndin af telpunum. „Menn geta haft skiptar skoðan- ir á því hvort sýna á nokkurn svona fáklæddan í auglýsingum eða ekki, en ég held að höfuðástæða þess að fólk reiðist ekki yfir auglýsing- unni með strákunum sé sú að þar á fullorðið fólk í hlut. Fólk sættir sig hins vegar ekki við óeðlilega notkun á bömum,“ segir Sólveig. Dennis fær nýjan gervifót DENNIS Kovacevic, bosníski pilturinn sem missti fót þegar hann steig á jarðsprengju rétt hjá bænum Bihac í fyrra, fékk nýjan gervifót hjá Stoðtælqa- þjónustunni Ossuri hf. í gær. Var mótuð ný hulsa og mátaði pilturinn fótinn á Grand Hótel. Dennis, sem er 15 ára, missti fótinn þegar hann steig á jarð- sprengju þar sem hann var á ferð yfir akur og leiddi hjól sitt. Þó stríðinu sé lokið, stafar fólki enn ógn af földum sprengjum og töluvert er um slys af þessu tagi, að sögn Dennis. Eyþór Bender markaðsstjóri Össurar hf. hitti Dennis af til- viljun á sjúkrahúsi í Zagreb fyrir hálfu ári og ákvað að út- vega honum gervifót. Síðan er gamli gervifóturinn orðinn of rúmur. Guðmundur Jakobsson stoðtælgasmiður hjá Össuri hf. segir að stúfar rýrni fyrsta árið eftir slys, og því sé þörf á .. Morgunblaðið/Golli KATRIONA Inglis, stoðtækjafræðingur hjá Ossuri hf., mótar nýja hulsu á fót Dennis, en eins og sjá má missti hann fótinn mitt á milli hnés og ökkla. að skipta um fót á nokkurra mánaða fresti fyrsta árið. Eftir þetta þurfi drengurinn að skipta um fót eftirþvi sem hann vex og mun Össur hf. út- vega honum fót eftir vexti. Dennis var mjög ánægður með nýja fótinn þar sem hægt er að hreyfa ökklann, en það hefur Dennis ekki reynt siðan slysið gerðist. Hann tók því til fótanna og hljóp í nokkra hringi á nýja fætinum. Einnig rættist ósk hans um að geta hjólað aftur og af því tilefni gaf Orninn hf. honum reiðhjól. Dennis fer heim aftur á laug- ardaginn en áður mun hann sigla niður Hvítá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.