Morgunblaðið - 12.07.1996, Page 8

Morgunblaðið - 12.07.1996, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er auðvitað tómt bull að vera að eyða milljörðum í göng undir fjörðinn þegar við eigum þvílíkann umhverfisráðherra . . . Bleikjan á Kili mætt til leiks VEIÐI er að glæðast í hálendi- sparadísinni Seyðisá og lækjum og vötnum á Auðkúluheiði, tengd- um Blöndulónum. Eins og tvö síð- ustu sumur er það mjög væn og falleg bleikja sem menn eru að veiða og í sumum tilvikum um mikið magn að ræða. Umbreytingin var mjög snögg í Seyðisá, í síðustu viku renndu þaulkunnugir menn en urðu lítið varir. Um helgina komu síðan nýir menn og veiddu vel og víða á svæðinu frá ármótum árinnar og Blöndu og upp að fossi sem er skammt neðan Kjalvegar. Að sögn Ástþórs Jóhannssonar, sem hafði fréttir á takteinum, voru menn mest að fá 2-4 punda bleikj- ur og reyndist best að egna með silfruðum og rauðum „spinnerum" og svörtum „Nobblerum". „Fiskur virðist vera að byrja að ganga af krafti úr Blöndu og það verður gaman að fylgjast með hvað ger- ist á næstu vikum, því þetta fer í gang fyrr en oftast áður að þessu sinni,“ sagði Ástþór. Skot á Iðunni Vel hefur veiðst á Iðunni síð- ustu daga, algengt að dagsveiðin hafi verið 6-8 laxar og mest 12 stykki fyrir skömmu. Stórir laxar eru í bland að vanda og fyrir skömmu veiddist einn yfir 20 pund. Stærsti laxinn til þessa var 22 pund. Lítið vatn hefur verið bæði í Hvítá og Stóru Laxá og jökulvatnið auk þess mjög hreint, þannig að skilyrði eru ekki beint Morgunblaðið/Steinunn Ósk JÓNÍNA Eiríksdóttir, Sigríður Valdemarsdóttir og Sigurður Kristinsson með fallega veiði úr Eystri-Rangá fyrir skömmu. Sig- urður er m.a. með 18 punda lax. dæmigerð og tökustaðir á nýjum slóðum. Glæðist í Eystri Rangá Góð veiði hefur verið í Eystri Rangá síðustu daga að sögn Guð- jóns Árnasonar framkvæmda- stjóra Sælubúsins á Hvolsvelli sem sér um sölu veiðileyfa í ánni. I fyrradag voru komnir 50 laxar á land og þá veiddi Sigurður Krist- insson 18 punda lax í Djúpadal og er það sá stærsti úr ánni í sum- ar. Laxinn var lúsugur og tók „nákvæmlega undir raflínunni sem liggur yfir ána hjá Djúpadal," eins og Sigurður komst að orði. Lax veiðist nú um alla Eystri Rangá, jafnt á efsta svæði sem því neðsta. Þokkalega hefur einnig aflast í Ytri Rangá og er að sjá að stórlaxagöngur sumarsins hafi verið í góðu lagi. Aftur á móti er smálaxinn eitthvað seinn á sér og menn bíða hans spenntir. 50 úr Svalbarðsá Svalbarðsá hefur gefíð um 50 laxa og besta hollið var með 23 fiska. Allt er þetta stórfiskur til þessa, 9 til 17 pund. Þetta er lang besta veiði miðað við fyrri hluta júlí sem menn muna eftir og eru stórlaxar enn að ganga. Væntan- lega er stutt í smálaxagöngurnar og ákvarðast þá hvort sumarið verður miðlungsgott eða frábært. Svalbarðsá er ekki mjög löng og er fískurinn einkum í miðri ánni og þar fyrir ofan. Ásarnir að glæðast Ágúst Ármann var að koma úr Laxá í Ásum með Spiesshofer hjónunum þýsku eftir fimm daga túr. Þau fengu 37 laxa þar af 18 seinasta daginn og 8 næst síðasta daginn. Mikið af þessu var 4-5 punda fiskur, sá stærsti var 14 pund. Fiskurinn fékkst bæði á flugu og maðk. Þegar þau komu var búin að vera fremur dræm veiði, 2-3 fiskar á dag. „Við vor- um í mjög björtu veðri til að byija með en svo dró fyrir sólu og fór að rigna,“ sagði Ágúst. „Það er mikið af smálaxi á ferðinni. Raf- stöðin er ekki í gangi svo áin fer niður gamla farveginn. Þar eru nokkuð góðir hyljir núna og við veiddum dálítið þar, til dæmis í Ausuhvammi. Annars veiddum við alla ána frá Húnstaðahomi og upp í Langhyl.“ Sameining ÍSI og Sparnaður o g hagræðing með sameiningu Magnús Oddsson FORRÁÐAMÉNN íþróttasambands Nor- egs og norsku Ólympíuhreyfingarinnar stefna að sameiningu í eina hreyfingu og standa vonir til þess að samkomulagið verði staðfest á þingi norska íþróttasambandsins í haust. Magnús Oddsson, varafor- seti ISI, var í Noregi á dög- unum, ræddi við ráðamenn norskra íþróttamála og kynnti sér samninginn með hugsanlega sameiningu íþróttasambands og Ólymp- íunefndar íslands í huga en fyrir skömmu voru kynnt drög að lögum nýrra heildar- samtaka sem stefnt er að að leggja fyrir Iþróttaþing í haust. „Mér virðist vera nokkuð góð eining um þessa samein- ingu í Noregi. Norðmenn eru mikil íþróttaþjóð eins og kunnugt er og helsta markmið nýju hreyf- ingarinnar er íþróttir fyrir alla. Hún verður til á þann hátt að íþróttasambandið og Ólympíu- hreyfíngin sameinast í eina hreyf- ingu með eitt þing, eina stjórn, sameiginlega starfsmenn og skrif- stofu og einn forseta. Línurnar hafa verið lagðar og sameiningin verður endanlega staðfest á þingi í haust. Eftir það verður um eina hreyfíngu að ræða.“ - Hver er ávinningur Norðmanna af sameiningu? „Þeir koma fram sem ein heild- stæð hreyfing sem þeir telja sterk- ara heldur en að vera með þetta í tveimur hreyfíngum. Síðan ná þeir sparnaði í rekstrinum sem þeir meta á tvær og hálfa milljón norskra króna, um 25 milljónir íslenskra króna, sem þeir ætla að leggja til hliðar og nota í sérstök- um tilgangi. Til dæmis fyrir börn á aldrinum 8 til 12 ára. Þetta er því stuðningur sem gengur beint til ákveðinna verkefna íþróttafé- laga að hluta til og til sérsam- banda.“ - Byggir viðræðunefnd ÍSÍ og Óí drög að lögum nýrra samtaka á hugmyndum Norðmanna? „Ekki að miklu leyti. Upphaf- lega fór málið hjá okkur af stað í milliþinganefnd sem skilaði af sér fyrir síðasta íþróttaþing sem var haldið 1994. Ég var í þeirri nefnd, sem vann mikið starf, fór um land- ið og kynnti málið. Um var að ræða ákveðna heimavinnu sem við inna ÍSÍ þurftum að vinna áður en gengið var til viðræðna við Ólympíunefnd íslands. Þingið 1994 vísaði tillögunum síðan til svonefndrar viðræðunefndar ÍSÍ og Óí sem væntanlega skilar áliti sínu í háust fyrir íþróttaþing sem haldið verður á Akranesi. Hins vegar má segja að norsku hugmyndirnar hafi verið hafðar til hlið- sjónar. Þess má geta að eitt af því sem ákafaflega mikið hefur verið fjallað um er ákvæði í Ólympíu- sáttmálanum þess efnis að ólymp- ísk sérsambönd eigi að vera með meirihluta á þingi við ákvarðana- töku. Norðmenn eru með 19 hér- aðsbandalög og 53 sérsambönd. Á þinginu eru héraðsbandalögin með 70 fulltrúa og sérsamböndin 70 fulltrúa og til að leysa fyrrnefnt ákvæði eru þeir með 19 fulltrúa til viðbótar sem eru valdir á hér- aðsbandalagsþingum en tilnefndir af ólympískum sérsamböndum. Þannig eru þetta fulltrúar tilnefnd- ir af ólympísku sérsamböndunum ► Magnús Oddsson, veitustjóri á Akranesi, fæddist 17. nóvem- ber 1935. Hann er kvæntur Svandísi Pétursdóttur, sérkenn- ara og námsráðgjafa, og eiga þau einn son, Pétur Magnússon. Magnús var formaður Iþrótta- bandalags Akraness í átta ár en undanfarin fjögur ár hefur hann verið varaforseti íþrótta- sambands íslands. Hann hefur komið að sameiningarmálum íþróttahreyfingarinnar síðan markvisst var farið að vinna að þeim, var í milliþinganefnd ÍSÍ sem skilaði áliti um málið á íþróttaþingi 1994 og er fulltrúi ISI í viðræðunefnd sambandsins og Ólympíunefndar Islands um hugsanlega sameiningu. en valdir af héraðsbandalögunum. Vandamálið hjá okkur er stærra að því leyti að sérsamböndin eiga ekki nema liðlega 15% fulltrúa á Iþróttaþingi og því er breytingin meiri hjá okkur en Norðmönnum. Héraðssamböndin og íþrótta- bandalögin þurfa að gefa meira eftir en þau þurftu að gera í Nor- egi. Verði drögin, sem verið er að vinna að, samþykkt af báðum aðil- um verður skipulagið hjá okkur byggt upp á nokkuð svipaðan hátt og í Noregi.“ - Getur íslensk íþróttahreyfing lært af Norðmönnum í þessu efni? „Já. Þeir eru með mjög vel skipulagða hreyfingu og vinna vel að þessum málum en aðstaðan hjá þeim er að mörgu leyti svipuð okkar. Varðandi sameininguna horfí ég á þau mál út frá hags- muna- og hagræðingarsjónarm- iðum og ég tel að það sé ótvíræð- ur hagur fyrir okkur að hafa íþróttamálin á einni hendi. Til dæmis er ekki hagstætt fyrir okkur að mæta á fundi erlendis þar sem fjallað er um íþróttamál og vera með tvo aðila, annars vegar frá Ólymp- íunefnd og hins vegar frá íþrótta- sambandinu, sem jafnvel eru ekki sammála um ákveðna stefnu af íslands hálfu. Norðmenn eru að gera góða hluti, Danir hafa sameinað ólymp- íuhreyfínguna og íþróttasamband- ið og þetta er að gerast víðar í Evrópu. Hreyfíngin er sátt. Ef þessir aðilar sjá fram á að samein- ast út frá spamaðar- og hagræð- ingarástæðum þá er ekki síður ástæða til þess hjá okkur, lítilli þjóð, sem veitir ekki af að standa saman um þær einingar sem við erum með.“ Sameining að gerast víða í Evrópu ) I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.