Morgunblaðið - 12.07.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ásdís
Spegill, spegill,
herm þú mér. . .
STJÚPA nokkur varð fræg fyrir
að spyrja töfraspegil sinn sífellt
álits á því hver fegurst væri á jörðu
hér og kæti hennar var tryggð ef
spegillinn sagði hana fegursta.
Litla manneskjan á myndinni hefur
vafalaust ekki svo hégómlegar
ástæður fyrir að heillast af spegl-
uninni. Kannski reynir hún bara
að snerta skýin í rúðunni?
Kfíl og INTÍS semja
um alnetsþjónustu
Morgunblaðið/Golli
ÞÓRÐUR Kristinsson, sljórnarformaður INTÍS, og Þórir Ólafs-
son, rektor KHÍ, skrifa undir samning um alnetsþjónustu.
INTERNET á íslandi hf. og Kenn-
araháskóli íslands undirrituðu í gær
samning um alnetsþjónustu fyrir
mennta- og menningarstofnanir
sem tengjast íslenska menntanet-
inu.
Menntamálaráðuneytið keypti í
vor þann hluta íslenska mennta-
netsins sem sá um alnetsþjónustu
við mennta- og menningarstofnanir
í landinu. Ráðuneytið fól Kennara-
háskóla Islands rekstur mennta-
netsins og hefur KHÍ nú samið við
Internet á íslandi, INTÍS, um teng-
ingu við alnetið. Með samningnum
fá þær mennta- og menningarstofn-
anir sem kjósa að tengjast Islenska
menntanetinu sameiginlegan að-
gang að alnetinu og greiða hér eft-
ir fyrir notkun þjónustunnar, en
ekki fyrir fjölda notenda eins og
verið hefur.
Að sögn Jóns Eyfjörð, forstöðu-
manns íslenska menntanetsins, hef-
ur samningurinn mikla þýðingu fyr-
ir menntanetið og þá sem því tengj-
ast. „í fyrsta lagi geta þeir aðilar
sem tengjast okkur fengið tækniað-
stoð frá menntanetinu og þurfa því
ekki að hafa hver sinn tæknimann.
í annan stað sparast töluverðir fjár-
munir með því að nýta hagkvæmni
stærðarinnar, t.d. dreifist kostnaður
á fleiri aðila ef þörf er á að stækka
tenginguna. Með samningnum
verður þannig fýsilegri kostur en
ella að nettengja mennta- og menn-
ingarstofnanirnar, í stað þess að
vera með upphringiaðgang eins og
verið hefur.“
Ibúar í Laugarneshverfi um framkvæmdir á Kirkjusandi
Verið að bijóta reglu-
gerð um hávaðamörk
Morgunblaðið/jt
NÝR Land Cruiser er fimm dyra, sjö nianna, með þriggja lítra
dísilvél með forþjöppu eða V6 bensínvél.
Nýr Land Cruiser
kominn til landsins
VERA Guðmundsdóttir, íbúi við
Laugarnesveg, segir að við skipu-
lagningu nýs hverfis við Kirkjusand
í Reykjavík sé reglugerð um há-
vaðamörk í íbúðahverfum brotin.
Reglugerðin geri ráð fyrir að háv-
aði við húsvegg megi ekki vera
meiri en 55 db, en samkvæmt
mælingum Almennu verkfræðistof-
unnar sé hávaði við húsvegg blokk-
anna sem fyrirhugað er að reisa
allt að 70 db.
Reglugerðin gerir ráð fyrir að
ef um er að ræða endumýjun fyrri
byggðar megi veita undanþágu frá
mörkum um hávaðamengun. Vera
sagði að uppbyggingin á Kirkju-
sandi félli ekki undir þessa skil-
greiningu. Verið væri að setja
INNFLYTJENDUR grænmetis
hafa áhyggjur af því að verndartoll-
ar verði lagðir á innfluttan blaðlauk
áður en framboð af íslenzkum blað-
lauk verður verulegt. Þannig geti
sagan frá því í fyrra enduríekið
sig, en þá var hæsti leyfilegur toll-
ur lagður á blaðlauk þótt framboð
á innlendum væri nánast ekkert.
Gunnar Þór Gíslason hjá Mata
hf. segir að ofurtollar verði lagðir
á blaðlauk frá 4. ágúst. „Mér sýn-
ist að ráðuneytið byrji þarna aðeins
of snemma, eins og venjulega,"
segir hann. „Fyrstu blaðlaukamir
koma yflrleitt ekki fyrr en um miðj-
an ágúst og að einhverju marki í
byrjun september.“
Gunnar segir að innflytjendum
hafi sömuleiðis þótt ráðuneytið setja
•ofurtolla á rauða papriku sl. vor
helzt til snemma. „Við fengum þau
svör að ráðuneytið hefði upplýs-
íbúðabyggð á land sem áður var
iðnaðarhverfi.
Mikill hávaði á leiksvæði
Vera sagði að þeir sem keyptu
íbúðir á þessum stað væru að kaupa
svikna vöru. Það væri hægt að búa
við þetta með því að hafa þrefalt
gler í gluggum, loftpúða loftræst-
ingu og með því að opna ekki glugga
eða svalahurðir. Þetta væri í engu
Samræmi við yfirlýsingu byggingar-
aðila um að við hönnun yrði áhersla
lögð á að hafa blokkimar vistvænar.
Vera sagði að mælingar Almennu
verkfræðistofunnar sýndu að hávaði
á þeim hliðum húsanna sem sném
að Sæbraut væri 65 og allt að 70
db. Aðrar mælingar sýndu aðeins
ingar um að nægjanlegt framboð
væri á leiðinni. Upplýsingarnar
koma eingöngu frá framleiðendum
og ráðuneytið virðist ekki ganga
eftir því hvort þær séu réttar, veit
ekki einu sinni nákvæmlega við hve
miklu af innlendu vörunni má búast
á tilsettum tíma.“
Verðum að hafa sjálfstæða
skoðun
Ólafur Friðriksson, hagfræðing-
ur í landbúnaðarráðuneytinu, segir
að býsna langt sé fram til 4. ágúst
og sumarið hafi verið gott, þannig
að grænmetisuppskera sé fyrr á
ferðinni en í meðalári. „Við gengum
frá reglugerð 21. júní, þar sem við
áætluðum hvenær íslenzka varan
kæmi inn. Fram að þessu hefur það
passað vel,“ segir Ólafur.
Ólafur segir að ráðuneytið hafi
ekki einvörðungu samband við
um 3ja db frávik frá þessum tölum.
Leiksvæði bama væri á homi Sæ-
brautar og Laugalæks þar sem þetta
mikill hávaði mældist. Hávaði við
nýbyggingarnar yrði 16-32 sinnum
yfir þeim hávaðamörkum sem reglu-
gerðin setur.
Vera er ein þeirra sem hafði for-
göngu um að safna undirskriftum
íbúa í Laugarneshverfi gegn fram-
kvæmdunum á Kirkjusandi og söfn-
uðust á nokkrum dögum 550 undir-
skriftir. Hún sagði að viðbrögð við
mótmælum íbúanna hefðu engin
verið. Svo virtist að miklir peninga-
hagsmunir væm í húfí og borgar-
yfirvöld tækju meira tillit til Ár-
mannsfells og Landsbankans en íbú-
anna.
framleiðendur, þegar áætlað sé
hvaða þörf sé fyrir grænmeti. „Oft
og tíðum ber þeim ekki saman, og
þá verðum við að meta staðreynd-
irnar og hafa okkar sjálfstæðu
skoðun. Tímabilin, þegar innlenda
varan er að koma inn á markaðinn
og þegar hún hverfur út af honum
aftur, eru viðkvæm. Á vorin hafa
fyrirtæki framleiðenda tilhneigingu
til að segja að framleiðslan komi
fyrr á markaðinn en raunin er. Á
sama hátt segja innflytjendur að
ekki sé nægilegt framboð þegar
varan er að hverfa af markaðnum.
Menn eru að beijast um hagsmuni
og einhver verður að ákveða.“
Ólafur segir að til þess að bregð-
ast við þessum vanda hafi ráðuneyt-
ið stighækkað tolla þegar innlenda
framleiðslan sé að koma inn á
markaðinn en stiglækkað þá þegar
hún sé að verða uppurin.
TOYOTA P. Samúelsson ehf. kynnir
í næstu viku árgerð ’97 af Toyota
Land Cruiser, eða Land Cruiser 90,
sem er millistór jeppi með fímm
dyrum. Dísilvél bílsins er að grunni
sú sama og í Toyota 4Runner,
þriggja lítra, fjögurra strokka, átta
ventla línuvél með forþjöppu og
tölvustýrt olíuverk (EDI), sem er
nýjung. Jafnframt verður Land
Cruiser 90 fáanlegur með 3,4 lítra,
24 ventla V6 bensínvél, með tölvu-
stýrðri innsprautun. Bíllinn er til í
fimm litum; dökkgrænu, vínrauðu,
dökkbláu, hvítu og drapplitu.
Bíllinn er fáanlegur í fjórum gerð-
um og fjórum verðflokkum, það er
STD sem kostar 3.065.000, GX sem
kostar 3.275.000, VX á 3.525.000
og loks Land Cruiser 3,4 VX, með
bensínvél, sem kostar 4.194.000
krónur með sjálfskiptingu. Verð
hinna þriggja er miðað við 5 gíra
beinskiptingu og kostar bíllinn
200.000 krónum meira ef valin er
fjögurra gíra rafeindastýrð sjálf-
skipting.
Gormafjöðrun og
tannstangarstýri
Bíllinn er með aksturstölvu sem
sýnir meðalhraða, loftþrýsting og
lofthita og sem dæmi um staðalbún-
að má nefna ABS-hemlakerfi, ör-
yggispúða fyrir ökumann og far-
þega, forstrekkjara á sætisbeltum
framsæta og bremsuljós í afturrúðu.
Þá má nefna gormafjöðrun með efri
og neðri spyrnum að framan og fjög-
urra punkta gormafjöðrun að aftan.
Auk þess er hann með tannstang-
arstýri sem gefa á, ásamt fjöðrun-
inni, mýkt og stöðugleika í akstri
og sítengt aldrif.
-----» ♦ ♦----
Handtekinn
á Akureyri
Grunaður
um þjófnað
og innbrot
RANNSÓKNALÖGREGLAN á Ak-
ureyri óskaði í gær eftir gæsluvarð-
haldsúrskurði í eina viku yfír manni
sem handtekinn var í vikunni.
Maðurinn viðurkenndi þjófnað á
utanborðsmótor í eigu siglinga-
klúbbsins Nökkva. Hann er grunað-
ur um innbrot í skóverslun MH
Lyngdal þar sem stolið var skófatn-
aði og peningum, en h'efur neitað
því.
Við yfirheyrslur viðurkenndi
maðurinn að hafa brotist inn í golf-
skálana í Ólafsfirði og á Dalvík um
síðustu helgi og stolið golfsettum
ogtölvubúnaði.
I gær var kona handtekin á Akur-
eyri grunuð um aðild að þessum
málum.
Innflytjendur telja blaðlauk tollaðan of snemma
Segja ráðuneytið hafa
ófullnægjandi upplýsingar