Morgunblaðið - 12.07.1996, Síða 13

Morgunblaðið - 12.07.1996, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 13 LAIMDIÐ Morgunblaðið/Silli GUNNLAUGUR Stefánsson við unninn við. SÉÐ yfir vinnslusalinn í Aldin hf. Timburverksmiðjan Aldin hf. á Húsavík tekin til starfa Tilraunaframleiðsla á borðviði Húsavík - Aldin hf., timburverk- smiðjan á Húsavík, hefur nú hafið tilraunaframleiðslu á borðviði úr furu og greni og hefur það gengið samkvæmt áætlun. En síðar er áformað að vinna mest úr hinum dýrari efnistegundum, svo sem eik og aski. Framkvæmdastjóri Aldins hf. er Gunnlaugur Stefánsson, og segir hann framleiðsluferilinn þannig: Timbrið er keypt óunnið frá USA, sagað niður á Húsavík og þurrkað og síðan er áformað að selja það innanlands, en mestmegn- is á Evrópumarkaði. Forsenda fyrir þessari framleiðslu hér á landi er ódýrari orka til þurrkunar viðarins en víða annars staðar en það er hitavatnsorka. Þurrktími timburs- ins er mjög misjafn allt frá tveim dögum og upp í nokkrar vikur. Rakastig efnisins þá er við fáum það er um 30-35%. En við sölu er rakastigið misjafnt. Borðviður til sölu er um 18-20% en efni til hús- gagnaframleiðslu 6-8%. Verksmiðjan er mjög vélvædd og eru allar vélar til sögunar keyptar frá Maine í Bandaríkjunum. En starfsmenn frá fyrirtækinu fóru þangað til kynningar og þjálfunar. Einn þurrkklefinn, sem er stærðar hús, er frá Frakklandi, en áformað er að bæta öðrum við, því fram- leiðsluhraðinn fer mikið eftir þurrk- uninni. Koma fagmenn til uppsetn- ingar á klefanum og til að þjálfa starfsmenn. Þetta er atvinnuaukandi því við fyrirtækið starfa nú 7 menn að nýrri framleiðslu. Fyrsti timburfarmurinn sem fluttur var inn var greni, sem unn- in hefur verið í borðvið, en seinna í þessum mánuði er von á næsta farmi, sem verður harðviður. Morgunblaðið/Albert Kemp Flaggað með Sambandsfánanum ENN er gamla Sambandsfánan- um flaggað við Kaupfélag Fá- skrúðsfirðinga. Fáninn er dreg- inn daglega að hún yfir sumarið á tveimur flaggstöngum. Nema þegar einhver deyr, þá er ís- lenski fáninn dreginn í hálfa stöng á annarri fánastönginni. Afmælisár á Sauðárkróki í ÁR og á næsta ári verða merk tímabil í sögu Sauðárkróks. Nú í ár eru liðin 125 ár frá því að byggð reis á Króknum og á næsta ári eru liðin 140 ár frá því að Sauðárkrók- ur varð verslunarstaður, 90 ár frá því að Sauðárkrókur varð sérstakt sveitarfélag og 50 ár frá því að Sauðárkrókur varð kaupstaður. Af því tilefni hefur bæjarstjórn sam- þykkt að tímabilið frá 20. júlí 1996 til 20. júlí 1997 verði afmælisár á Sauðárkróki. „í fréttatilkynningu segir: „Á komandi afmælisári er ætlunin að taka til hendinni og gera góðan bæ betri. Afmælisárið verði því í senn hátíðarár og átaksár. Hátíð- arár þar sem Sauðkræklingar fagna þessum tímamótum með því að gera sér glaðan dag og átaksár sem notað er til að auka styrk bæjarins í ört vaxandi samkeppni- þjóðfélagi. Litið verður yfir farinn veg og lærdómur dreginn af fortíð- inni og hann nýttur til að búa sig undir framtíðina. Laugardaginn 20. júlí er upp- hafsdagur afmælisársins og því hefur afmælisnefnd Sauðárkróks í samvinnu við ýmsa aðila í bænum sett saman afmælisdagskrá. Dag- skráin er fjölbreytt og er von þeirra er standa að dagskránni að allir fínni eitthvað við sitt hæfi, jafnt bæjarbúar sem aðrir.“ 2 til 200 kílówatta rafstöðvar Húsavík - Á vélaverkstæði Jóns Sigurgeirssonar, Ár- teigi í Suður-Þingeyjarsýslu, eru m.a. framleiddar raf- stöðvar af stærðunum 2-200 kílówött. Stöðvar frá Árteigi hafa verið fluttar út bæði til Grænlands og Færeyja. Dýnamórinn er aðkeyptur en vatnsvélin smíðuð eftir að- stæðum, eftir því hvort virkja skal á eða lítinn bæjar- læk. „Ég kem á verkstæðið en það er lítið sem ég geri enda 75 ára. Synir mínir Eiður og Arngrímur sjá nú alveg um þetta og hafa meira en nóg að gera. Það hefur aukist mjög framleiðsla á litlum rafstöðvum fyrir sumarbú- staði, allt niður í 2 kw,“ sagði Jón Sigurgeirsson í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Silli „HÚN er ekki stór þessi en framleiðir 2 kw“, sagði Eiður Jónsson. Afmælis- hátíðí Bolungar- vík Bolungarvík - Gert er ráð fyrir að flöldi brottfluttra Bolvíkinga heim- sæki átthaga sína um næstu helgi er Bolvíkingafélagið í Reykjavík heldur upp á fimmtíu ára afmæli félagsins hér í Bolungarvík. Af því tilefni hefur Bolvíkingafé- lagið í samvinnu við Ferðamálafé- lag Bolungarvíkur skipulagt þriggja daga dagskrá sem hefst í dag, föstudaginn 12. júlí, með því að hátíðin verður sett í hinni fornu verstöð í Ósvör. Þar verða flutt ávörp og tónlist og safnvörður mun veita leiðsögn um safnið. Að setn- ingu lokinni hefst atskákmót sem standa mun alla helgina og sama dag verður einnig boðið upp á gönguferð í surtarbrandsnámu í Syðridal. Dagskrá laugardagsins hefst með veiðikeppni á brimbijótnum fyrir börn og unglinga. Þá verður svokallað Bjöggu- og Lassabikar- mót í golfi og settur upp sölumark- aður við íþróttahúsið. Nokkrar lista- Morgunblaðið/Gunnar Hallsson MYNDARLEGUR gróðurreitur hefur verið gerður í hjarta bæjarins í tilefni af afmælishátíð Bolvíkingafélagsins. konur frá Galleríi Kletti í Hafnar- firði munu sýna verk sín í Drimlu, húsi handverksfólks í Bolungarvík. Hestamenn verða með hestadag fjölskyldunnar við hesthúsin og knattspyrnuleikur verður á íþrótta- vellinum á Skeiði. Um kvöldið verð- ur svo hátíðarkvöldverður og dans- leikur í Víkurbæ og útidiskó fyrir börnin. Á sunnudag verður messað í Hólskirkju og að messu lokinni býður kvenfélagið upp á kaffi. Alla helgina verður opin sýning á gömlum ljósmyndum frá Bolung- arvík og hin landsfrægi ísbjörn, sem nú er kominn heim, verður til sýnis. Vinnuflokkar bæjarins hafa unn- ið hörðum höndum við að snyrta og fegra bæinn að undanförnu m.a. hefur verið gerður skemmtilegur gróðurreitur í hjarta bæjarins en Skeljungur og Skógræktarfélag Bolungarvíkur hafa gefið fjölda tijáplantna í þennan gróðurreit í tilefni af afmælishátíð Bolvíkinga- félagsins. V Skútuvogi 12a, sími 581 2530. YANMAR rafstöðvar BROT AF ÞVI BESTA... YANMAR díeselrafstöð — 220V 4,6 kW, rafstart kr. 230.000 án vsk. YAMAHA bensínrafstöð — 220V 2,2 kW spameytin kr. 78.370 án vsk. MASE traktorsdrifin rafstöð — 380V/220V12 kW kr. 149.000 án vsk. Vönduð vara — viðurkenndir framleiðendur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.