Morgunblaðið - 12.07.1996, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Héraðsdómur hafnar kröfum Borgarapóteks um
ógildingu á lyfsöluleyfi Lyfju hf.
Heilbrigðisráð-
herra sýknaður
Morgunblaðið/Golli
JÓN Þór Þórhallsson, forstjóri Skýrr, Finnur Ingólfsson, iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra, og Sveinn Hannesson, framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins, kynntu TED útboðsbankann í gær.
TED útboðsbankinn eykur möguleika
íslenskra fyrirtækja
Upplýsingar
um útboð á
EES svæðinu
HÉRAÐSDÓMUR sýknaði í gær
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra af kröfum Vigfúsar Guð-
mundssonar, eiganda Borgarapó-
teks, um ógildingu á tveimur nýjum
lyfsöluleyfum í Lágmúia og Skip-
holti. Ennfremur voru þau Ingi
Guðjónsson og Guðríður Einars-
dóttir, sem hlutu þessi leyfi, sýknuð
af kröfum um að þau yrðu ógilduð.
Ingi er annar af eigendum Lyfju
hf. en Guðríður hyggst setja á stofn
apótek í Skipholti.
Eins og fram hefur komið tók
Vigfús við rekstri Borgarapóteks
1. janúar 1995. Um haustið 1995
varð ljóst að tveir lyfjafræðingar,
þeir Ingi Guðjónsson og Róbert
Melax, hefðu uppi áform um að
stofna nýja lyfjabúð í Lágmúla, eða
í innan við 200 metra fjarlægð frá
Borgarapóteki. Vigfús lýsti því yfir
gagnvart heilbrigðisráðherra að
veiting nýs lyfsöluleyfis svo nærri
Borgarapóteki yrði til þess að kippa
fótunum undan rekstri fyrirtækis-
ins. Sérstaklega kæmi þar til að
hin áformaða lyfjabúð yrði staðsett
beint á móti heilsugæslustöð þess
hverfis sem Borgarapótek þjónar.
Borgarráð lagðist ekki gegn þessu
lyfsöluleyfi á þessum stað til Inga
Guðjónssonar né heldur að veitt
yrði lyfsöluleyfi til Guðríðar í Skip-
holti. Voru leyfin veitt í apríl sl.
Vigfús höfðaði mál á hendur
FOKKER-flugvélaverksmiðjumar
eru orðnar eftirsóttar á ný vegna
tilkynningar rússneska Jakovlev
fluginaðarfyrirtækisins um að það
hyggist kaupa Fokker fyrir lok
þessa árs.
Hollenzka efnahagsráðuneytið
segir að fram hafi komið ný iðnfyr-
irtæki, sem kunni að koma Fokker
til bjargar, en neitar að nefna nöfn.
Talsmaður Fokkers, Luuc van
Zijp, sagði að meðal biðlanna væru
iðnfyrirtæki, sem tilheyrðu ekki
fyrirtækjasamtökum sem þegar
hefðu látið í ljós áhuga á verksmiðj-
unum.
Rússar hafa lítið samband haft
við Fokker síðan í apríl og athyglin
hefur aðallega beinzt að þremur
hollenzkum framkvæmdamönnum
Jaap Rosen Jacobson, Joep van den
Nieuwenhuyzen og Willem van
heilbrigðisráðherra og þeim Inga
og Guðríði í júní og krafðist ógild-
ingar á umræddum lyfsöluleyfum.
Var málshöfðunin byggð á því að
ákvarðanir heilbrigðisráðherra um
veitingu lyfsöluleyfanna brytu í
bága við það ákvæði lyfjalaga þar
sem fjallað er um fjarlægð milli
lyfjabúða. Ráðherra hafi ekki byggt
ákvarðanir sínar um þessar leyfis-
veitingar á sjálfstæðu og málefna-
legu mati, m.a. ekki lagt mat á
íbúafjölda að baki þeim nýju lyfja-
búðum sem sótt var um og fjarlægð
þeirra frá næstu lyfjabúð.
í 20. grein lyfjalaga segir m.a.
um þetta efni: „Umsóknir um ný
lyfsöluleyfi skal ráðherra senda við-
komandi sveitarstjórn tíl umsagnar.
Við mat umsagnar skal m.a. stuðst
við íbúafjölda að baki lyfjabúðinni
og fjarlægð hennar frá næstu lyfja-
búð. Leggist umsagnaraðili gegn
veitingu nýs leyfis er ráðherra
heimilt að hafna umsókninni.“
Þessu ákvæði var bætt inn í lög-
in í meðförum heilbrigðis: og trygg-
inganefndar alþingis. í athuga-
semdum var tekið fram að breyting-
unni væri ætlað að koma í veg fyr-
ir að rekstrargrundvelli apóteka í
dreifbýli yrði stefnt í hættu eins og
hagsmunaaðilar óttuðust með
óbreyttu frumvarpi. Afar mikilvægt
sé að tryggð verði örugg lyfjadreif-
ing um land allt.
Kooten - sem hver um sig reynir
að fá stuðning annarra fjárfesta.
Aðeins Rogen Jacobson er talinn
koma til greina og vegna þrýstings-
ins frá Rússum hefur hann lagt að
skiptastjórum Fokker að ræða til-
lögur sem hann hefur lagt fram -
ekki aðeins um flugvélaverksmiðj-
umar heldur allar deildir fyrirtækis-
ins.
Viðhalds- og viðgerðadeildir
Fokkers komust hjá gjaldþroti og
hollenzka verkfræðifyrirtækið
Stork NVB rannsakar starfsemi
þeirra og hugleiðir tilboð í þær.
Steijn sagði að Joep van den
Nieuwenhuyzen, sem kunnur er
fyrir að taka við rekstri fyrirtækja,
hefði enn ekki lagt fram áþreifan-
legar tillögur og plötusnúðurinn
Willem van Kooten hefði ekki feng-
ið fjársterka aðila til liðs við sig.
Tilgangur laganna að auka
atvinnufrelsi
í dómnum er m.a. vísað til þess
að þegar virt séu markmið lyfjalaga
um aukið fijálsræði og samkeppni
í lyfjadreifingu verði að túlka breyt-
ingu þá sem gerð var á umræddu
ákvæði á þann veg að með henni
sé verið að vernda hagsmuni íbúa
í dreifbýli sérstaklega. Hugsunin
sé sú að rekstrargrundvelli apóteks,
sem fyrir sé í dreifbýli, verði ekki
kippt undan því með tilkomu nýs
apóteks, enda myndi það geta leitt
til þess að starfsemi beggja apótek-
anna legðist niður, og íbúar á við-
komandi svæði yrðu þannig án
þessarar þjónustu.
Jafnframt verði að telja fullljóst
að tilgangur laganna sé umfram
allt að auka atvinnufrelsi ogtryggja
með því hagsmuni neytenda betur
en áður var, en ekki þeirra lyfsala
sem starfandi voru við gildistöku
laganna, nema að því leyti sem
hagsmunir þeirra og neytenda fari
saman.
Vigfús Guðmundsson var dæmd-
ur til að greiða þeim Inga Guðjóns-
syni og Guðríði Einarsdóttur 250
þúsund króna málskostnað hvoru
um sig. Málskostnaður heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra fellur
hins vegar niður. Dóminn kvað upp
Helgi I. Jónsson, héraðsdómari.
Hlutabréf-
in rjúka
áfram upp
VERULEGAR hækkanir urðu á
gengi hlutabréfa enn á ný í gær
og hækkaði Þingvísitalan um
1,7%. Heildarviðskipti dagsins
námu alls um 71 milljón króna.
Mestar hækkanir urðu á
hlutabréfum í Lyfjaverslun Is-
lands hf., íslandsbanka hf..og
SR-mjöli hf. Þannig urðu við-
skipti með bréf í Lyfjaverslun
íslands á genginu 3,2, sem er
6,7% hækkun, íslandsbanka-
bréf seldust á genginu 1,77,
sem er um 5,4% hækkun og
bréf í SR-mjöli fóru upp um
5,1%, eða í 2,7.
Dæmi voru einnig um lækk-
un á gengi bréfa, því hlutabréf
í Sláturfélagi Suðurlands seld-
ust á genginu 1,8, sem er 5,2%
lækkun frá síðustu viðskiptum.
IÐNAÐAR- og viðskiptaráðuneytið,
Samtök iðnaðarins og Skýrr kynntu
í gær upplýsingamiðlunina Tender
Electronic Daily. í TED, gagna-
banka Evrópusambandsins birtast
daglega útboð í fleiri hundruð verk,
bæði verklegar framkvæmdir og
innkaup á vegum opinberra aðila.
Með aðild að EES samningnum
er íslenskum fyrirtækjum heimilt
að senda inn tilboð í auglýst útboð
og keppa við önnur evrópsk fyrir-
tæki um verk. Jafnframt eru íslensk
stjórnvöld skuldbundin til að bjóða
út opinber vörukaup, framkvæmdir
og þjónustu á evrópska efnahags-
svæðinu.
Umboðsaðili bankans á íslandi
er Skýrr og íslensk fyrirtæki geta
nýtt sér þjónustu TED útboðsbank-
ans á alnetinu í gegnum þá.
Undanfarinn tvö ár hafa Skýrr
og Ríkiskaup verið í samstarfi um
íslenska útboðsbankann, Útboða.
Þar birtast íslensk útboð og niður-
stöður þeirra. Fram kemur hvert
útboðið var, hveijir buðu og hver
fékk það. Með því að fylgjast með
útboðsupplýsingum er hægt að sjá
hvað aðrir eru að bjóða í verk og
jafnvel hægt að nýta sér upplýs-
ingar til þess að leiða getum að því
hvenær samkeppnisaðilar eru ólík-
legir til að gera tilboð vegna ann-
arra verkefna.
íslenski markaðurinn ekki
nægjanlega stór
Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, sagði á kynning-
arfundinum, „að með bættri stöðu
íslenskra fyrirtækja opnist fleiri
möguleikar fyrir þau að hasla sér
völl á Evrópumarkaði. Því íslenski
markaðurinn er ekki nægjanlega
stór fyrir íslensk fyrirtæki með
mikla afkastagetu."
Sveinn Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins,
sagði í ræðu sinni, að „eftir að
hafa fylgst með TED útboðsbank-
anum í nokkurn tíma hefðu þeir
hjá Samtökum iðnaðarins sann-
færst um að þar væri að finna
mörg áhugaverð útboð, sem íslensk
fyrirtæki ættu möguleika á að bjóða
í. Fyrirtæki innan vébanda samtak-
anna sýndu gagnabankanum mik-
inn áhuga og því var ákveðið að
gera tilraun til eins árs um upplýs-
ingaflokkun og miðlun til iðnfyrir-
tækja.“
Samstarf um aðstoð við
áhugasama aðila
Skýrr sér til þess að aðgengileg-
ar upplýsingar um öll þau útboð sem
íslenskir aðilar hafa rétt á að bjóða
í liggi fyrir. Samtök iðnaðarins leita
að áhugaverðum útboðum, afla ítar-
legra upplýsinga um þau fyrir þá
sem þess óska og sjá um að miðla
þessum upplýsingum til félags-
manna sinna og annarra sem áhuga
hafa. Iðnaðarráðuneytið mun
styrkja verkefnið fjárhagslega.
Jón Þór Þórhallsson, forstjóri
Skýrr, segir markmiðin með TED
einkum vera tvö; að efla sameigin-
lega markaðinn innan EES svæðis-
ins og eins að efla viðskipti með
upplýsingar á tölvutæku formi.“
Daglega berast um 300 útboð í
TED útboðsbankann víðsvegar að
úr Evrópu og í heildina eru mörg
þúsund útboð í gangi innan hans.
Ahugi á Fokker
eykst á ný
Amsterdam. Reuter.
Mikil verðlækkun - Mikil verðlækkun - Mikil verðlækkun!
hófet í morgun kl. 9