Morgunblaðið - 12.07.1996, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 15
VIÐSKIPTI
Stóraukin umsvif hjá Vátryggingarfélaginu Skandia hf.
Iðgjöldinjukust
um 30% fyrstu 5
mánuði ársins
VÖXTUR Vátryggingarfélagsins
Skandia hf. hefur verið mjög ör að
undanförnu, og jukust bókfærð ið-
gjöld fyrstu fimm mánuði þessa árs
um tæp 30% frá sama tíma í fyrra.
Þessi aukning kemur í kjölfar um
45% iðgjaldaaukningar milli áranna
1994 og 1995. Félagið hefur ráðið
marga nýja starfsmenn til sín að
undanfömu og er nú svo komið að
húsnæðið á Laugavegi 170 rúmar
ekki lengur alla starfsemina. Hefur
aðstaða sölusviðs tryggingafélagsins
því verið flutt í Nóatún 17, 3. hæð,
að því er fram kemur í frétt frá
félaginu.
Á sölusviði munu starfa 23 trygg-
ingaráðgjafar og verður áhersla lögð
á persónulega þjónustu og ráðgjöf,
þar sem leitast verður við að sér-
sníða tryggingar að þörfum hvers
viðskiptavinar. Móttaka og þjónusta
við viðskiptavini Skandia verður eft-
ir sem áður að Laugavegi 170, en
þar verða þjónustudeild, tjónadeild
og aðrar stoðdeildir vátryggingarfé-
lagsins. Eftirtaldir hafa verið ráðnir
til starfa hjá félaginu síðustu mán-
uði.^
• ÁGÚSTA Hjaltadóttir hefur
verið ráðin þjónustufulltrúi í þjón-
ustudeild Vátryggingarfélagisins
Skandia. Ágústa er leikskólakennari
frá Fósturskóla íslands og mun
jafnramt ljúka B.ed gráðu frá Kenn-
araháskóla íslands veturinn 1997.
Hún starfaði síðast hjá Félagsmála-
stofnun Kópavogs, en hefur m.a.
starfað sem aðstoðarleikskólakenn-
ari 1989-93, sem sölumaður hjá
heildversluninni Forval hf. 1984-86
og sem skrifstofumaður hjá ríkisfé-
hirði 1976-81. Ágústa er 38 ára og
tveggja bama móðir.
Ágústa
• BJÖRN Gunnlaugsson hefur
verið ráðinn markaðsstjóri Skan-
dia. Bjöm er fæddur árið 1968,
stúdent frá Menntaskólanum í
Kópavogi 1988 og viðskiptafræð-
ingur frá Háskóla Islands 1994
af markaðssviði. Hann starfaði sem
markaðsfulltrúi verslunarmiðstöðv-
arinnar Kringlunnar 1992-94 en
nú síðast hjá Vífilfelli, sem vöru-
stjóri matvæladeildar 1994- 95 og
forstöðumaður markaðsrannsókna
1995-96. Eiginkona Björns er Bríet
Birgisdóttir hjúkrunarfræðinemi
og eiga þau eitt barn.
• GISLI Jón Magnússon hefur
verið ráðinn framkvæmdastjóri
sölusviðs Vátryggingafélagsins
Skandia. Gísli Jón er fæddur í
Reykjavík árið 1956. Hann hefur
starfað hjá Tryggingamiðstöðinni
hf. frá 1979 við sölu- og tjónaupp-
Gísli Jón
gjör, nú síðast sem yfirmaður tjóna-
deildar. Auk þess hefur Gísli Jón
unnið að íþrótta- og æskulýðsstörf-
um sl. 15 ár m.a. sem knattspyrnu-
þjálfari. Hann er kvæntur Helgu
Bernhard flugfreyju og eiga þau
þrjú börn.
• HARALDUR Gunnarsson ver-
ið ráðinn fulltrúi í tjónadeild. Hann
hefur undanfarin ár starfað hjá
heildversluninni Hegas hf., en áður
m.a. sem háseti og bátsmaður hjá
Eimskip og Ríkisskipum. Harald-
ur er þrítugur að aldri, kvæntur
Rögnu Ársælsdóttur bankaritara
hjá íslandsbanka og eiga þau tvö
börn.
• KARL Eggertsson hefur verið
ráðinn tryggingaráðgjafi sölusviðs
Vátryggingafélagsins Skandia.
Karl lauk námi í rafeindavirkjun
Sigtryggur Haraldur
árið 1982 og meistaranámi í sömu
grein árið 1984. Auk þess stundaði
hann nám í tölvufræði, stærðfræði
og þýsku á árunum 1991-96. Hann
starfaði frá 1994-96 að markaðs-
málum í Evrópu fyrir bandaríska
fyrirtækið Nu Skin Int, en áður
hefur hann m.a. unnið á markaðs-
sviði hjá atvinnurekstrardeild
Tryggingamiðstöðvarinnar um
tveggja ára skeið og sem innkaupa-
og markaðsstjóri hjá Tölvusölunni
í Reykjavík 1984-91. Eiginkona
Karls er Sigríður Huld Garðars-
dóttir og eiga þau þijú börn.
• SIGTRYGGUR Sigtryggsson
hefur verið ráðinn kerfisfræðingur
við tölvudeild Skandia hf. Sigtrygg-
ur er fæddur 4. maí 1971 og hefur
nýlokið námi í kerfisfræði við
Tölvuháskóla Verslunarskóla Is-
lands.
ESB sigrar Jap-
ani í viskístríði
BrUssel. Reuter.
INNFLUTNINGUR á evrópsku
viskí, gini, koníaki og öðru áfengi
til Japans kann að verða fijálsari
vegna úrskurðar Alþjóðaviðskipta-
stofnunarinnar, WTO, þess efnis
að japanskir áfengistollar séu
óhóflega háir.
Framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins sagði að WTO hefði
komizt að raun um að áfengi fram-
leiddu í Japan væri gert hærra
undir höfði en innfluttu áfengi.
ESB hvetur til þess að japönsk-
um lögum verði breytt og segir
að athyglinni verði bráðlega beint
að svipuðum höftum á áfengisvið-
skiptum í Kóreu og Chile.
„Þessar niðurstöður eru mjög
góðar fréttir fyrir evrópska
áfengisframleiðslu," sagði við-
skiptastjóri ESB, Sir Leon Brittan.
Japanskir tollar á innfluttu
áfengi eru sex sinnum hærri en á
áfengi sem framleitt er í Japan
að sögn ESB.
Sala á evrópsku viskí til Japan
minnkaði um 25% í 11,5 milljónir
lítra 1994-1995.
Japanar flytja inn aðeins 8% af
því áfengi sem þeir neyta saman-
borið við 30% innflutning annarra
iðnríkja.
Bandaríkjamenn flytja inn 35%
þess áfengis sem þeir neyta og
Ástralíumenn 73%.
ESB hefur átt í níu ára viskí-
stríði við Japana. Deilunefnd
gömlu GATT stofnunarinnar kvað
upp úrskurð óhagstæðan Japönum
1987 og leiddi hann til breytinga
á tollakerfi Japana. ESB taldi úr-
skurðinn ekki ganga nógu langt
og kærði Japana fyrir WTO fyrir
ári.
BMW setur Þjóð-
veija yfir Rover
ROVER MG RV8 sportbíll.
Frankfurt. Rcuter.
BMW hefur
ákveðið að skipa
Þjóðveija, Walter
Hasselkus, yfir-
mann brezku ein-
ingarinnar Rover
Group.
Hasselkus hef-
ur verið yfirmað-
ur vélhjóladeildar
BMW og tekur við
nýja starfinu 1.
september af John Towers sem
hætti störfum 1. júní.
BMW hefur leitað að brezkum
stjórnanda í starfíð, en leggur
áherzlu á að skipun Hasselkus
tákni ekki stefnubreytingu og að
Rover muni halda brezku yfir-
bragði sínu.
„Rover verður eftir sem áður
brezkt fyrirtæki,“ sagði talsmaður
BMW. „Heildarstefna fyrirtækis-
ins verður óbreytt.
Bílasérfræðingar eru ekki eins
vissir og segja að skipun þýzks
yfirmanns bendingu um vaxandi
óþolinmæði með tap hja Rover og
að BMW muni taka meiri þátt í
stjórn brezka fyrirtækisins.
Hasselkus var yfírmaður BMW
íBretlandi 1980-1984 ogvareinn-
ig yfírmaður starfsemi fyrirtækis-
ins í Suður-Afríku 1984-1989.
BMW tók við rekstri Rover 1994
og hefur ráðizt í miklar fjárfest-
ingar til að auka gæði. Á árinu
1995 einu saman námu fjárfest-
ingar BMW í Rover 1.2 milljarða
marka eða 788.6 milljónum punda.
Þó er enn tap á Röver og stjórn-
arformaður BMW, Bernd Pisch-
etsrieder, býst ekki við að Rover
skili hagnaði fyrir árið 2000.
O
Fyrsti söludagur:
Sölutímabil:
Vafnverð:
Lánstími:
Einingar:
Gjalddagar:
Verðtrygging:
Innköllun:
Sölufyrirkomulag:
Annað:
IÐNLANASJOÐUR
Almennt skuldabréfaútboð
1. flokkur 1996
12. júlí 1996
12. júlí 1996 - 27. desember 1996
Fl. 1996/1A
Fl. 1996/1B
Fl. 1996/lC
Fl. 1996/1D
Fl. 1996/lE
0 - 1.500 milljónir króna
0 - 1.500 milljónir króna
0 - 1.500 milljónir króna
0 - 1.500 milljónir króna
0 - 1.500 milljónir króna
Skuldabréfm eru til 10 ára með lokagjalddaga 15. júlí 2006
Bréfín verða seld í 1, 5 og 10 milljóna króna einingum.
Gjalddagar afborgana og vaxta eru 15. júlí ár hvert, í fyrsta sinn 15. júlí 1997
og í síðasta sinn 15. júlí 2006.
Bréfm eru verðtryggð miðað við vísitölu neysluverðs
Iðnlánasjóður getur innkallað bréfin frá og með 5. gjalddaga.
Fyrst í stað verða einungis seld bréf í flokki 1/1996A. Nafnvextir og
ávöxtunarkrafa í flokki 1/1996A verða ákveðnir um leið og sala hefst, en
nafnvextir og ávöxtunarkrafa bréfa í öðrum flokkum verða ákveðnir síðar.
Ef að breytingar verða á markaðsaðstæðum og þeirri ávöxtunarkröfu sem
gerð er til skuldabréfanna verður sölu hætt í flokki 1/1996A, en sala hafin á
bréfurn í flokki 1/1996B og nafnvextir þeirra bréfa ákveðnir þá, og svo koll
af kolli. Það er því óvíst að seld verði bréf í öllum flokkum. Þegar sölu í
hverjum flokki lýkur verður Verðbréfaþingi íslands tilkynnt um nafnverð
seldra bréfa í þeim flokki og einnig hverjir nafnvextir bréfa í næsta flokki á
eftir verða.
Utboðslýsing og önnur gögn um útboðið og Iðnlánasjóð liggja frammi hjá
Kaupþingi hf. sem hefur urnsjón með útboðinu og annast sölu bréfanna. Sótt
hefur verið urn skráningu skuldabréfanna á Verðbréfaþing íslands.
Kaupþing hf.
Ifíggilt verðbréfafyrirtœki
Kringlunni 5
Sími: 515-1500