Morgunblaðið - 12.07.1996, Side 17

Morgunblaðið - 12.07.1996, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 17 ERLENT Leynisamkomulag Frakka við Mladic felldi Srebrenica Fullyrt að Janvier, yfirmaður heija SÞ í lýðveldum gömlu Júgóslavíu, hafi samið um lausn gísla gegn því að loftárásum yrði hætt. Sar^jevo. The Daily Telegraph. SAMKOMU- LAG hins franska yfir- manns heija Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) í ríkj- um gömlu Júgó- slavíu og Bosn- íu-Serba var ein af aðalástæðum þess að borgin Srebrenica féll í RATKO Mladic BERNARD Janvier hafa ástæðú til að ætla að þeir gætu' ráðist á Srebrenica án þess að verða refsað og sú varð raunin." Refsing fyrir loftárásir hendur þeirra síðamefndu, þrátt fyrir að hún væri svokallað griða- svæði SÞ. Þetta fullyrða embættis- menn SÞ sem ekki vilja láta nafns síns getið. Talið er að ein mestu fjöldamorð í Evrópu eftir heims- styijöldina síðari hafi verið framin eftir töku borgarinnar og vinna sér- fræðingar SÞ nú að uppgreftri á fjöldagröfum í nágrenni hennar. Embættismennirnir segja að Ratko Mladic, yfirmaður herafla Bosníu-Serba, og Bernard Janvier, yfírmaður heija SÞ, með aðsetur í Zagreb í Króatíu, hafi gert sam- komulag eftir röð leynilegra funda í júní 1995. Þá telja embættismenn- imir að Frakklandsstjórn, sem var nýkomin til valda, hafi sent þau skilaboð til Bosníu-Serba að hún væri reiðubúin til sátta. I samningnum sem Janvier er sagður hafa gert við Bosníu-Serba, gaf hann til kynna að hann myndi koma í veg fyrir loftárásir Atlants- hafsbandalagsins (NATO) á Bosníu- Serba, ef þeir létu lausa um 370 hermenn SÞ, sem flestir voru Frakkar og teknir voru höndum í lok maí 1995. Telja embættismennirnir að stað- festingar Janviers hafi orðið til þess að Serbar ákváðu að leggja til at- lögu við Srebrenica. Franska stjóm- in neitar opinberlega að nokkur samningur hafí verið gerður en á móti því mælir neitun Janviers við ítrekuðum óskum hollenskra friðar- gæsluliða í Srebrenica um aðstoð. Þeir [Frakkar] vilja ef til vill ekki kalla þetta samning, en markmiðið var hið sama,“ sagði einn embættis- maðurinn. „Bosníu-Serbar töldu sig Atburðina við Srebrenica má rekja aftur til marsmánaðar 1995 en þá boðaði Mladic herforingja sína til skyndifundar. Mladic var ósáttur við að um 20.000 manna hans væru bundnir við umsátrið um þijár borg- ir múslima; Srebrenica, Zepa og Gorazde, og var ákveðið að láta til skarar skríða þá um sumarið. Vand- inn var hins vegar sá að um var að ræða „griðasvæði" SÞ, sem frið- argæsluliðar gættu og því varð að fmna leið til þess að taka þá úr umferð. Það tækifæri gafst 25. og 26. maí þegar NATO gerði loftárásir á höfuðvígi Serba í Bosníu, Pale, að skipun Ruperts Smith sem var yfirmaður liðs SÞ í Bosníu. Árásirn- ar voru gerðar til að refsa Bosníu- Serbum fyrir að hafa rofið bann við þungavopnum í nágrenni Sarajevo. Mladic brást þegar við og fyr- irskipaði mönnum sínum að taka gæsluliða SÞ til fanga og hlekkja þá við vopn og vopnabúr, svo ekki yrðu gerðar frekari árásir á þau. Smith krafðist þess að allir gíslarn- ir, 370 taisins, yrðu látnir lausir og í höfuðstöðvum SÞ í New York var fullyrt að ekki yrði gengið til samn- inga við Bosníu-Serba um lausn mannanna. Engu að síður átti Janv- ier fund með Mladic 4. júní í bænum Mali Zvornik í Serbíu. Franskir liðsforingjar voru ósáttir við samningsvilja Janviers, en þá voru aðeins tvær vikur liðnar frá því að tveir franskir gæsluliðar höfðu látið lífíð er þeir reyndu að ná bæ úr höndum Bosníu-Serba, sem höfðu tekið hann með því að klæðast búningum SÞ. HOLLENSKIR friðargæsluliðar niðurbrotnir eftir fall Srebr- enica en Bosníu-Serbar tóku þá til fanga. Janvier skeytti engu um óskir Hollendinga um aðstoð. Smith örvinglaður Smith frétti ekki af fundi Janviers og Mladic fyrr en að honum loknum, enda voru aðeins nánustu aðstoðar- menn Janviers viðstaddir, og efni hans ekki gert opinbert. Embættis- menn sem séð hafa minnispunkta af fundinum segja að Janvier hafí orðað það svo að „SÞ myndu snúa sér að friðargæslu eingöngu" en skilaboðin hafi engu að síður verið skýr, ef allir gjslamir yrðu látnir lausir, væri tryggt að ekki yrði um frekari loftárásir að ræða. Mladic lét semja bréf sem Janvier fékk til undirritunar, þar sem skrif- uð voru upp þau atriði sem fram komu á fundinum. í lok hans tók Janvier við bréfinu en undirritaði það ekki. Er fréttir af fundinum bárust til höfuðstöðva SÞ í Sarajevo ollu þær örvinglan yfírmanna, því með tilboði sínu hafði Janvier grafið undan öll- um tilraunum SÞ til þess að standa uppi í hárinu á Bosníu-Serbum. Allar vonir Smiths um sameiginleg- ar aðgerðir SÞ gegn Bosníu-Serbum urðu að engu á fundi sem hann átti með Janvier og Yasushi Ak- ashi, sérlegum sendifulltrúa fram- kvæmdastjóra SÞ í Bosníu, en hann var haldinn í Split í Króatíu 9. júní. í minnispunktum af þeim fundi kemur fram að Smith taldi að fengi hann ekki leyfí til að ráðast gegn Bosníu-Serbum væri vera SÞ í Bosníu í voða. „Ef við fjölgum í lið- inu getur Mladic ekki annað en lát- ið undan; en ef við förum að hans skilyrðum tekst honum að koma í veg fyrir starf okkar,“ sagði Smith á fundinum. Hann var haldinn á sama tíma og hraðsveitir SÞ, skipaðar breskum og frönskum hermönnum, bjuggust til aðgerða. Lýsti Smith því yfir að fengi hann ekki leyfí til að skipa þeim til árásar, væru slíkar sveitir gagnslausar. Þá spáði hann því einnig að yrði Serbum ekki ögrað, myndi ástandið versna og leiða til þess að enn frekar yrði þrengt að Sarajevo eða að ráðist yrði á borg- irnar í austurhlutanum. Engu að síður ákváðu Janvier og Akashi að halda óbreyttri stefnu. Atburðir sumarsins staðfestu hins vegar hrakspár Smiths, svo um munaði. Janvier hefur neitað að tjá sig um þetta mál. Ilerstjórn Búrma „Sápuóp- eran“ verði stöðvuð Rangroon, Bangkok. Reuter. AUNG San Suu Kyi, leiðtogi lýðræð- issinna í Búrma, verður að hætta allri starfsemi og yfírgefa landið ef Bandaríkjamenn vilja ræða „sameig- inlega hagsmuni1' við yfirvöld í land- inu, að því er fram kemur í mál- gagni herforingjastjórnar Búrma á miðvikudag. Þar segir, að ef slíkar viðræður eigi að verða mögulegar verði að „stöðva sápuóperuna á University- breiðgötunni." Var þar átt við sam- komur sem stuðningsmenn Suu Kyi hafa efnt til í hverri viku við heimili hennar, sem stendur við University- breiðgötu í Rangoon. Anthony Lake, öryggisfulltrúi Bandaríkjastjórnar, sagði í Bangkok í gær, að Bandaríkjamenn litu svo á, að efnahagsþvinganir gætu orðið notadijúgt tæki til þess að fá her- stjórnina í Búrma til þess að ræða við Suu Kyi og fylgismenn hennar. Hvort gripið yrði til þvingana færi þó eftir því hvað myndi gerast í Búrma. Á miðvikudag var eitt ár liðið frá því Suu Kyi var látin laus úr sex ára stofufangelsi. Almenningsálitið skiptir máli Yfirvöld í Búrma greindu frá því í vikunni að andstaðan við lýðræðis- sinnana myndi engin áhrif hafa á fyrirhugaða ferðaþjónustuherferð sem byija á i landinu í nóvember. Hópar útlægra, búrmískra andófs- manna hafa hvatt til þess að ferða- þjónusta í landinu verði sniðgengin. Hollenski bjórframleiðandinn Heineken tilkynnti á miðvikudag að fjárfesting, sem fyrirtækið hafði lagt í í Búrma yrði dregin til baka. Al- menningsálit og „ýmis málefni er varða þennan markað" gætu haft slæm áhrif á framleiðsluvörur fyrir- tækisins og orðspor þess. Þá sögðu talsmenn dönsku bjórverksmiðjanna Carlsberg á þriðjudag, að fyrirtækið hefði hætt við fyrirætlanir um að fjárfesta í Búrma. Fréttaskýrendur telja líklegt, að fleiri erlendir fjárfestar kunni að hverfa á braut frá Búrma, vegna þess hve almenningsálitið á Vestur- löndum sé neikvætt í garð yfirvalda í landinu. Forsvarsmenn bæði Heine- ken og Carlsberg sögðu ástæðu þess, að þeir hættu við að fjárfesta í land- inu, vera fregnir af mannréttinda- brotum herstjórnarinnar, og kröfur mannréttindabaráttuhópa um að við- skipti við Búrma yrðu sniðgengin. Afgreiddu þín mál á öruggan hátt Innlausn spariskírteina ríkissjóðsfer fram l.til 19. júlí. Komdu í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og tryggðu þér áfram góð kjör með nýjum spariskírteinum eða öðrum ríkisverðbréfum. • Ráðgjöf gegnum síma. • Upplýsingar um verðmæti skírteina á hverjum tíma. • Kaup á skírteinum í reglulegri áskrift. • Aðstoð við endurfjármögnun á spariskírteinum. • Sérfræðingar í ríkisverðbréfum. • Öruggustu verðbréf þjóðarinnar. • Varsla spariskírteina. • Yfirlit yfir eign og verðmæti skírteinanna. • Tilkynning þegar líður að lokagjalddaga. • Föst og örugg ávöxtun út lánstímann. • Aðstoð við sölu skírteina fyrir gjalddaga. • Kaup og sala eldri flokka spariskírteina. Hafðu samband við sérfræðinga okkar : f ríkisverðbréfum og tryggðu þér ný ; spariskírteini í stað þeirra sem nú eru : til innlausnar. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæö, sími 562 6040, fax 562 6068. Spariskírteini ríkissjóðs - framtíð byggð á öryggi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.