Morgunblaðið - 12.07.1996, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ1996 21
Sýningar á verkum Snorra Sturlusonar í Reykholti
Einhver
snjallasti
sagnaritari
miðalda
„MÉR fínnst Snorri Sturluson ekki
vera eins kunnur í veröldinni eins og
hann ætti skilið, því það leikur eng-
inn vafí á því að hann var einhver
allra snjallasti sagnaritari í heiminum
á miðöldum," segir dr. Jónas Krist-
jánsson sem mun flytja erindi um
Snorra Sturluson í hinni nýju Reyk-
holtskirkju sunnudaginn 14. júlí.
Einnig munu Þorleifur Hauksson og
Gunnar Stefánsson lesa úr Heims-
kringlu og Snorra-Eddu og hefst
dagskráin klukkan 14.
Tilefnið er opnun sýningar á
verkum Snorra Sturlusonar á jarð-
hæð hinnar nýju Reykholtskirkju,
en í Snorrastofu í Reykholti verður
jafnframt opnuð sögusýning sem
séra Geir Waage hefur safnað til.
Á sýningunni í Reykholtskirkju
verða m.a. sýndar ljósmyndir úr
handritum Snorra og ýmsar útgáfur
bóka hans, bæði á íslensku og þýð-
ingar. Einnig verða til sýnis útgáfur
á forníslensku auk bóka um Snorra
Sturluson ritaðar af fræðimönnum.
Páll á Húsafelli mun leggja til
nokkur verka sinna á sýninguna,
en efniviður höggmynda hans er
steinar úr náttúrunni.
I Reykhoiti hefur aðstaða fyrir
gesti verið stóraukin og telur Jónas
enga vanþörf á, því ijöldi ferða-
manna er geysimikill. „Þetta lítur
allt miklu betur út og allt annað
að koma þarna síðan þessar bygg-
ingar komu.“
HIN nýja Reykholtskirkja verður vígð í lok þessa mánaðar.
SNORRI Sturluson. Teikning
eftir Christian Krohg úr
norskri Heimskringluútgáfu
frá 1899.
Þess er ekki vænst að íslending-
ar verði í meirihluta gesta í Reyk-
holti í sumar frekar en endranær
en Jónas vonast samt til að sem
flestir íslendingar leggi leið sína
þangað og skoði sýninguna.
— Sýna íslendingar menningar-
arfleifð sinni tómlæti?
„Já, en það er ekki einsdæmi í
heiminum. Ég hef orðið var við það
víða í frægum söfnum erlendis að
það eru aðallega útlendir gestir sem
koma að skoða þau.“
Snorri Sturluson var uppi milli
1178-1241 og var goðorðsmaður á
miðri Sturlungaöld þegar einar
mestu væringar í íslensku stjórn-
málalífi gengu yfir með mannvígum
og ófriði. Margir telja Snorra höf-
und Egils sögu, en hann skrifaði
svo vitað sé Olafs sögu helga hina
sérstöku, Heimskringlu og Snorra-
Eddu. Háttatal er eina varðveitta
kvæði Snorra en getið er um kvæði
eftir hann sem nú eru glötuð.
Það sem flestum þykir án efa
spennandi við heimsókn í Reykholt
er sú staðreynd að Snorri var högg-
vinn þar á heimili sínu, en þar átti
í hlut handbendi Noregskonungs
sem taldi Snorra landráðamann eft-
ir að hann fór í óleyfi til íslands
árið 1239.
■ GENISTA Mclntosh hefur ver-
ið skipuð næsti forstjóri Konung-
legu bresku óperunnar og er hún
fyrst kvenna til að gegna stjórn-
unarstöðu hjá stóru ríkisleik- og
tónlistarhúsunum í Bretlandi.
Mclntosh, sem er 49 ára, hefur
að undanförnu gegnt starfi fram-
kvæmdastjóra breska þjóðleik-
hússins. Mclntosh tekur við af
Sir Jeremy Isaacs, sem var aðal-
leikhússtjóri, en Mclntosh mun
ekki fá þann titil og heldur ekki
sambærileg laun og Isaacs.
■ TIL stendur að koma högg-
myndum fyrir á Trafalgar-torgi
í London. Verkin eiga að vera
dæmi um það besta sem bresk
höggmyndalist hefur upp á að
bjóða og stendur til að velja fimm
verk sem sýnd verða á torginu,
eitt í senn.
Verða verkin, sem verða bæði
ný og gömul, sýnd í allt að ár.
Búist er við að kostnaður við
þetta nemi um eitthundrað og
fimmtíu milljónum ísl. kr.
Eyja hugans
SÝNING Árna Rúnars Sverrissonar
stendur nú yfir í Galleríi Horninu.
Nefnir hann hana Eyju hugans.
Árni Rúnar tók sveinspróf í húsa-
smíði árið 1977 og stundaði nám
við Myndlistarskólann í Reykjavík
1984-1985 auk þess sem hann
stundaði nám við Myndlista- og
handíðaskóla íslands árið 1988.
Árni hefur haldið þrjár einkasýning-
ar, á Mokka, í Portinu og í Ásmund-
arsal. Þá tók Árni þátt í samsýning-
unni stefnumót trúar og listar -
andinn í Hafnarborg í fyrra.
Á sýningu Árna að þessu sinni
eru 22 myndir, allar olía á striga
og segist Árni leita fanga í ís-
lenskri náttúru.
Sýningu Árna Rúnars lýkur þann
17. júlí.
EITT verka Árna Rúnars Sverrissonar.
ARTHUR A’Avramenko myndlistarmaður.
A’Avramenko sýnir
í Hafnarborg
ARTHUR A’Avramenko, list-
málari frá Úkraínu, opnar sýn-
ingu á verkum sínum í Hafnar-
borg, menningar- og listastofn-
un Hafnarfjarðar, laugardag-
inn 13. júlf kl. 14.
Arthur hóf ungur að nema
málaralist heima í Úkraínu og
fór siðan í framhaldsnám í lista-
skólanum í St. Pétursborg.
Hann hélt sína fyrstu einkasýn-
ingu í Poltava í Úkraínu árið
1968, síðan í Moskvu og St.
Pétursborg 1990-1991 ogí
Belgrad 1991. Eftir dvöl í París
hélt hann til Kaupmannahafnar
þar sem hann hefur unnið síð-
an. Hann hefur haldið fjölda
málverkasýninga í Danmörku
frá árinu l992. Arthur hefur
dvalist á íslandi mikinn hluta
síðasta árs, m.a. að Listamið-
stöðinni í Straumi í Hafnar-
firði. Hann sýnir afrakstur
þeirrar vinnu á sýningu sinni í
Hafnarborg.
Kaupmannahöfn var valin
listaborg Evrópu 1996 og mun
Arthur sýna verk sín á átta stöð-
um í borginni af því tilefni,
m.a. mun hann taka þátt í ár-
legri sýningu í Gallerie Drag-
höj.
Sýning Arthurs stendur til
29. júlí nk. Opnunartími er frá
kl. 12-18 alla daga nema
fimmtudaga, en þá er opið til
kl. 21 og þriðjudaga er lokað.
A nýju Olísstööinni á horni Sæbrautar og Sundagaröa
2kr.
afsláttur af hverjum
eldsneytislítra. Að auki
r2. kr. sjálfsafgreiðslu
afsláttur.
Kynning á Char-Broil, amerísku
gæðagasgrillunum kl 13-19 alla daga.
* Við setjum grillið saman
og sendum það heim til þín.
* Fullur gaskútur fylgir með.
* Vönduð grillsvunta
fylgir hverju gasgrilli.
„Villt og grænt“ fræpoki fylgir hverri áfyllingu. Fylltu tankinn
á Sæbrautinni, taktu fræpoka með þér í fríið og leggðu landinu lið.
Börnin fá nýju Ollabókina*. Full bók af tróðleik
og skemmtun fyrir börn á öllum aldri.
'A Jtwöin öií^öir entias}.
léttir þér lífið