Morgunblaðið - 12.07.1996, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.07.1996, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VERÐMYNDUNA GRÆNMETI FORSVARSMENN samtaka launþega og atvinnurekenda kvarta undan því í samtölum við Morgunblaðið í fyrra- dag að ríkisstjórnin hafi lítið aðhafzt til að uppfylla loforð sín um að hækkun verðs á grænmeti, fugla- og svínakjöti raski ekki verðlagsforsendum kjarasamninga. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins, bendir réttilega á að hætta sé á að verð á grænmeti hækki á nýjan leik næsta vetur, og að ekki sé nóg að grænmetisverð sé lágt á sumrin. Eins og neytendur hafa kynnzt á undanförnum misserum hefur verð á ýmsum grænmetistegundum rokið upp úr öllu valdi er fyrsta ís- lenzka uppskeran kemur á markaðinn í litlu magni og land- búnaðarráðuneytið leggur ofurtolla á innflutning til þess að vernda innlendu framleiðsluna. Breyting á tollverndinni er, eins og Þórarinn bendir á, nauðsynleg til þess að inn- lenda framleiðslan fái aðhald. í Morgunblaðinu í fyrradag er jafnframt samtal við Ge- org Ottósson, stjórnarformann Sölufélags garðyrkjumanna. Hann segir þar að það sé „ætíð spurning um samkomulag milli neytenda og framleiðenda“ hvert verðið eigi að vera. Það er með ólíkindum að forsvarsmenn innlendra græn- metisframleiðenda skuli að því er virðist standa í þeirri trú að ómenguð markaðslögmál ríki á grænmetismarkaðnum hér heima. Það er einkar lítið vit í að tala um lögmál fram- boðs og eftirspurnar, þegar framboðið að utan er hindrað með háum tollum og raunveruleg samkeppni fær ekki að eiga sér stað. Væri slík samkeppni fyrir hendi, yrðu innlend- ir framleiðendur annaðhvort að lækka verðið á eigin fram- leiðslu í upphafi uppskerutímabilsins eða sannfæra neytend- ur um hún væri betri en sú erlenda og þess vegna réttlætan- legt að borga meira fyrir hana. En eins og kerfið er núna liggur nærri að innlendir græn- metisframleiðendur efni til ófriðar við viðskiptavini sína með óhóflegu verði á grænmeti hluta úr ári. Og svo mikið er víst að ekkert samkomulag hefur verið gert við neytend- ur um ofurtollana, sem lagðir eru á innflutt grænmeti. Georg Ottósson segir að garðyrkjubændur stefni að því að lengja uppskerutíma íslenzks grænmetis með rafmagns- lýsingu. Þær fyrirætlanir kunna að orka tvímælis fyrir neyt- endur, vegna þess að á meðan innlent grænmeti er á mark- aðnum er tollverndinni gagnvart hinu erlenda viðhaldið og verðinu haldið uppi, ekki sízt vegna þess að það er dýrt að rækta grænmeti við rafmagnsljós. Hins vegar gæti orðið fróðlegt að fylgjast með tilraunum, sem Georg boðar, til að rækta jarðarber við rafljós. Ekki er heimild til að leggja sömu ofurtollana á jarðarber og ýmsar grænmetistegundir og því gætu íslenzkir garðyrkju- bændur loks lent þar í alvörusamkeppni við innflutning. Nú hlýtur hins vegar að verða horft til ríkisstjórnarinnar og hvernig hún hyggst beita sér fyrir því að lækka verð á grænmeti og öðrum landbúnaðarafurðum, sem nefndar voru í yfirlýsingu hennar í tengslum við kjarasamninga. Með breytingum á verðmyndun þessara vara má ná fram veruleg- um og varanlegum kjarabótum fyrir almenning. ÍSLENZK FJÁRFESTING ERLENDIS VAXANDI frelsi í heimsviðskiptum hefur leitt til erlendr- ar fjárfestingar hér á landi, bæði í stóriðju og smærri iðnaði. Það hefur jafnframt leitt til íslenzkrar fjárfestingar erlendis, samanber fjárfestingar íslenzkra sjávarvöruselj- enda í Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi. Ýmsir út- vegsaðilar hafa og fjárfest í útgerð erlendis, svo sem í Þýzka- landi, sem og fjarlægari heimshornum, Afríku, S-Ameríku og víðar. Nýjasta dæmið er kaup íslenzkra fjárfesta í banda- rísku fiskréttakeðjunni Arthur Treacher’s, sem rekur á ann- að hundrað fiskréttastaði í Bandaríkjunum og Kanada. Ekkert er eðlilegra en að íslendingar leiti framtaksþörf útrásar utan landsteina, þegar tækifæri bjóðast, sérstaklega á þeim rekstrarsviðum þar sem reynsla þeirra og þekking er hvað mest. Smæð þjóðarbúskapar okkar og heimamarkað- ar veldur því að nauðsynlegt er að finna íslenzkri menntun, reynslu og þekkingu markaðstækifæri og viðspyrnu beggja megin Atlantsála, samhliða því að efla og treysta atvinnu- vegi okkar heimafyrir, ef við ætlum að halda velferðarsessi okkar meðal þjóða heims. Sumarskóli Útflutningsskólans á Sauðárkróki Komnir hingað til að vinna Morgunblaðið/Björn Bjömsson SUMARSKÓLI Útflutningsskólans á Sauðárkróki er í nýju bók- námshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Fyrsta sumarskóla Útflutningsskólans á Sauðárkróki lýkur í næstu viku og hefur starfið gengið vel. Námið er nýjung í skólastarfi hér á landi. Helgi Bjarnason ræddi við nemendur og mann, sem unnið hefur að undirbúningi námsins. Nemendur segja að nýjar víddir hafi opnast. ÚR kennslustund hjá Mogens Brock, aðstoðarskólameistara danska útflutningsskólans. ETTA er hörkufólk sem tekur námið alvarlega. Það er greinilega komið hingað til að vinna,“ seg- ir Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson, skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, um nem- endur Útflutningsskólans á Sauðár- króki en hann hefur aðstoðað við rekstur skólans. Þetta er fyrsta starfsár Útflutningsskólans og lýkur sex vikna sumarskóla hans í næstu viku. Vantaði útflutningsnám Guðbrandur Þorkell rekur upphaf skólans tæp tvö ár aftur í tímann. Þá fóru Þorsteinn I. Sigfússon, pró- fessor við Verkfræði- og raunvísinda- deild Háskóla íslands, og Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri á Sauðár- króki, að velta fyrir sér möguleikum þess að koma á einhvers konar námi til að auka þekkingu fólks á störfum við útflutning. Fleiri komu að þessari hugmynd og var henni vel tekið. Skip- uð var undirbúningsnefnd sem Þor- steinn og Þórólfur skipuðu ásamt Vilhjálmi Egilssyni, _ framkvæmda- stjóra Verslunarráðs íslands. Fljótlega komst á samstarf við danska útflutningsskólann í Herning á Jótlandi og hefur námið verið undir- búið í samvinnu við hann. Guðbrand- ur Þorkell segir að Danirnir hafi ráð- lagt að efna til skólahalds sem þessa úti á landi, þar væri færra sem glepti hug nemenda en í höfuðborginni og þeir gætu frekar einbeitt sér að nám- inu. Um þetta leyti var verið að taka í notkun nýtt bóknámshús Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra á Sauðár- króki og fékk skólinni þar inni. Um- ræður og undirbúningsvinna leiddi til þess að ákveðið var að koma á sex vikna sumarskóla í upphafi, þar sem lögð yrði áhersla á að þjappa saman kennslu í ýmsum verklegum hliðum samskipta við önnur lönd og ólík menningarsvæði. Komnir til að vinna Tuttugu og sex umsóknir bárust um inngöngu í sumarskólann. í upp- hafi hafði verið reiknað með að inn- rita ijórtán nemendur en vegna mikill- ar aðsóknar var ákveðið að fjölga þeim í sextán. Nemendurnir eru með ólíkan bakgrunn, allt frá því að vera með stúdentspróf og starfsreynslu og til vísindamanns. Meðalaldur nem- enda er liðlega 33 ár. „Fólkið er að þessu í fúlustu alvöru. Það er hörku- duglegt og er komið hingað til að vinna,“ segir Guðbrandur Þorkell. Skólinn tók til starfa 10. júní og nemendur útskrifast 19. júlí. Skóla- stjóri og kennarar danska útflutn- ingsskólans, DDE, hafa kennt við skólann ásamt íslenskum fyrirlesur- um. Þá hafa nemendur farið í heim- sóknir í mörg af stærstu atvinnufyrir- tækjum Norðurlands og lokaverkefni þeirra felast í því að vinna að útflutn- ingsverkefnum fyrir ýmis fyrirtæki. Skólastjóri danska útflutningsskól- ans mun skrifa upp á námsskírteini nemenda sumarskólans og verður námið metið ef einhveijir nemenda kjósa að halda áfram námi þar. Fjöldi fyrirtækja að baki Fjöldi fyrirtækja og stofnana standa að baki skólastarfinu. Meðal heimaaðila á Sauðárkróki ná nefna Kaupfélag Skagfirðinga, Fiskiðjuna Skagfirðing, Stéinullarverksmiðjuna, Loðskinn og Stuðlaberg, auk Sauðár- krókskaupstaðar og Héraðsnefndar Skagfirðinga. Meðal aðila utan héraðs má nefna Kaupfélag Eyfirðinga, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Is- lenskar sjávarafurðir, Heklu, Útflutn- ingsráð, Verslunarráð íslands og Stjórnunarfélagið. Þá hefur utanríkis- ráðuneytið stutt framtakið. Nýjar víddir opnast Morgunblaðið/Friðrik Helgason JÚLÍUS Marteinsson og Sigfús Kjaran, nemendur Útflutningsskólans á Sauðárkróki. „AUGLÝSINGIN frá skólanum höfðaði svo sterkt til mín að ég sótti strax um inngöngu," segir Júl- íus Marteinsson, nemandi við sum- arskóla Útflutningsskólans á Sauð- árkróki. Félagi hans, Sigfús Kjaran, segist ekki hafa getað sleppt því að kynnast broti af því besta úr danska útflutningsskólanum. Júlíus hefur rekið verslunina Herraríki en var áður innkaupa- stjóri hjá Miklagarði og hefur því alla tíð meira verið i því að flytja vörur inn í landið en út úr því. „Ég held þó að gaman væri að fást við útflutning og vildi gjarnan snúa þessu við, reyna að flytja eitthvað út til að klóra yfir syndirnar, a.m.k. með hinu,“ segir hann. Sigfús stundaði um tíma nám í viðskiptafræði við Háskólann, var kominn út á vinnumarkaðinn en fór svo aftur í markaðsfræðinám í Nor- egi. Þegar hann kom heim í vetur var þröngt um á vinnumarkaði og fór hann því að aka dráttarvél hjá Reykjavíkurborg. „Eg sá að það væri gráupplagt að bæta ofan á nám mitt hér og það hefði raunar verið synd að missa af þessu,“ segir hann um tiidrög þess að hann sótti um inngöngu í skólann. Sigfús og Júlíus segjast hafa haft mikið gagn af náminu. „Skól- inn gefur mér innsýn í hluti sem ég hef ekki þekkt áður,“ segir Júl- íus. Hann segir að námið byggist mikið i kringum dönsku kennarana en einnig sé áhugavert að fylgjast með fyrirlestrum íslendinganna og fara í heimsóknir í fyrirtæki á Norðurlandi. Félagarnir eru sam- mála um að einn af dönsku kennur- unum, Vijay P. Jain, standi pó upp úr. Maður þessi er af indverskum ættum og rekur ráðgjafarfyrirtæki í Kaupmannahöfn. Hann kenndi samskipti við fólk á mismunandi menningarsvæðum. Þeir segja að á fyrirlestrum hans hafi þeim opnast algerlega nýjar víddir. Júlíus og Sigfús vinna saman að lokaverkefni fyrir Steinullarverk- smiðjuna hf. á Sauðárkróki. Hún felst í því að athuga möguleika á sölu á steinull til Nýfundnalands. Þeir segja að aðstaðan í Fjölbrauta- skólanum sé mjög góð. Námið sé dálítið stíft, kennsla allan daginn og frítíminn fari í gagnaöflun vegna lokaverkefnis. Helst megi gagnrýna hvað lítill tími hafi gefist til gagnaöflunar á hefðbundnum skrifstofutíma. Alnetið hafi verið mikið notað en einnig þurfi að hafa beint samband við stofnanir og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Það hafi verið leyst með því að hafa starfsdag en hann hefði gjarn an mátt vera fyrr á dagskránni. FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ1996 27 Raunvísindastofnun Háskólans er þrjátíu ára í dag Stórt skref var stigið til eflingar undirstöðu- rannsókna á landinu með stofnun Raunvís- * indastofnunar Háskóla Islands fyrir þrjátíu árum. Stjórnarformaður stofnunarinnar, Egg- ert Briem prófessor, segir að grunnrannsókn- ir séu undirstaða allra hagnýtra framfara. Þórdís Hadda Yngvadóttir kynnti sér sögu stofnunarinnar og ræddi við Eggert um starf- semi og framtíð Raunvísindastofnunar. ÞORSTEINN Sæmundsson stjarnfræðingur mælir segulsvið jarðar. Án grunnrannsókna verða engar framfarir AUNVÍSINDASTOFNUN Háskóla íslands heldur upp á þijátíu ára afmæli sitt í dag. Hún hóf starfsemi sína formlega 12. júlí árið 1966 þeg- ar flutt var inn í nýbyggt hús stofn- unarinnar að Dunhaga í Reykjavík. Áður hafði Eðlisfræðistofnun sinnt ýmsum rannsóknum, m.a. geislamæl- ingum, en hún sameirtaðist Raunvís- indastofnun við stofnun hennar. í tilefni afmælisins verður haldið hóf í Tæknigarði milli kl. 17 og 19 í dag. í haust verður haldið málþing um stöðu og framtíð stofnunarinnar og veglegur bæklingur gefínn út um starfsemi og sögu hennar og þær rannsóknir sem þar eru framkvæmd- ar. Á 50 ára afmæli Háskólans árið 1961 voru settar fram tillögur til að efla rannsóknir í raunvís- indum sem voru lagðar fyrir þáverandi mennta- málaráðherra. Fallist var á að reisa byggingu undir rannsóknaaðstöðu. Einnig kom rífleg peningagjöf í tilefni fimmtugsafmælis- ins frá ríkisstjórn Bandaríkjanna. Ráðist var í að byggja húsið að Dun- haga og var byggingu lokið árið 1966. Með því að koma Raunvísinda- stofnun á fót var stigið stórí skref til eflingar grunnrannsókna hér á landi. Forverar hennar sem höfðu sinnt grunnrannsóknum voru eink- um Eðlisfræðistofnun Háskólans, Atvinnudeild Háskólans og Náttúru- fræðistofnun. Með Raunvísinda- stofnun verður til vettvangur þar sem keppt er að því að afla nýrrar undirstöðuþekkingar í eðlis- og efna- fræði, jarðvísindum og stærð- og reiknifræði. Raunvísindastofnun tók til starfa áður en full kennsla var hafin í umræddum fræðigreinum við Háskólann. Mikil fjölgun á vísindagreinum Á þessum þrjátíu árum hefur orð- ið mikil fjölgun á fólki og viðfangs- efnum á stofnuninni, svo og á vís- indagreinum. Einnig hefur aukist samstarf við háskóla erlendis og fyr- irtæki utan Háskólans. Eggert Briem prófessor í stærð- fræði og stjórnarformaður Raunvís- indastofnunar segir að meginhlut- verk Raunvísindastofnunar Háskól- ans sé að annast undirstöðurann- sóknir í raunvísindum öðrum en líf- fræði. „Þær hafa það markmið að afla nýrrar þekkingar, miðla fræði- legum nýjungum og efla rannsóknir og kennslu. Tilgangur slíkra rann- sókna er ekki síst sá að auka al- menna þekkingu fólks á umhverfi sínu. Niðurstöðum rannsókna er komið á framfæri í tímaritsgreinum, bókum og skýrslum eða erindum á ráðstefnum, rannsóknastofnunum og í fyrirlestrum. Mikil samvinna er við aðrar inn- lendar og erlendar stofnanir og fyrir- tæki í rannsóknum og kennslu. Náin tengsl eru við Háskóla íslands, eink- um á sviði raunvísinda og verk- fræði. Mörg meiriháttar námsverk- efni stúdenta eru að mestu leyti unnin á stofnuninni. Þá veitir Raun- vísindastofnun fjölþætta ráðgjöf og þjónustu við aðila utan Háskólans, enda eru starfsmenn hennar oft þeir einu á landinu sem hafa sérþekkingu á sumum vísindasviðum,“ segir Egg- ert. Fjárveiting 130 milljónir á ári Raunvísindastofnun er sjálfstæð stofnun innan Háskólans sem heyrir undir menntamálaráðuneytið og er á fjárlögum frá ríkinu. Fjárveiting til hennar er um 130 milljónir króna á ári. Einnig aflar stofnunin tekna með þjónustu, styrkjum og ráð- gjöf, svo og í erlendu sam- starfi, sem eru á bilinu 60-100 milljónir á ári. Stofnuninni er skipt niður í sex rannsóknastofur eftir fræðasviðum; eðlisfræði- stofu, efnafræðistofu, j arðfræðistofu, j arðeðlisf ræðistofu, reiknifræðistofu og stærðfræðistofu. Árið 1995 unnu 29 sérfræðingar, fræðimenn og vísindamenn á Raun- vísindastofnun, en verkefnaráðið fólk, tæknimenn og skrifstofufólk var alls 43. Auk þess höfðu 46 kenn- arar raunvísindadeildar fasta starfs- aðstöðu á Raunvísindastofnun. Á stofnuninni vinna því rúmlega 100 starfsmenn. Stúdentar eru ráðnir til starfa á sumrin, m.a. á vegum Ný- sköpunarsjóðs. Stúdentar vinna oft að lokaverkefnum sínum á stofnun- inni, eða vinna sem aðstoðarmenn við rannsóknir kennara. Eitt af nýjum hlutverkum stofnun- arinnar er að þjálfa fólk í meistara- námi. Stofnunin sér þannig um vís- indalega menntun stúdenta þar sem rannsóknir eru hluti náms. Fjölbreytt verkefni Eggert Briem segir að verkefni Raunvísindastofnunar séu margvís- leg og hægt sé að benda á fjölmörg merkileg rannsóknaverkefni sem unnin hafa verið hér. „Má nefna sem dæmi könnun á áhrifum mataræðis og streitu á hjartað, segulsviðsmæl- ingar, kortlagningu á rennslileiðum grunnvatns. Jarðfræðirannsóknir eru eitt af stóru málum stofnunar- innar. Nú hefur ungur fræðimaður, Ingi Þ. Bjarnason jarðeðlisfræðing- ur, fengið 25-30 milljóna króna styrk frá Bandaríkjunum til að rannsaka jarðskorpu landsins og dýpri lög undir henni. I eðlisfræðinni er verið að vinna við hálfleiðarafræði, þar sem reynt er að bæta leiðni efna sem munu gera tölvur, fjarskipti og sjón- vörp öflugri. En keppt er að þessu víða um heim. Nú er verið að vinna að snjóflóðavörnum og rannsóknum á áhrifum lýsis á hjarta og streitu." Hlutirnir gerast hratt „Með tæknilegra þjóðfélagi verða raunvísindin áþreifanlegri og þáttur þeirra stærri. Það sem var talið vera grunnrannsóknir fyrir 50 árum og myndu aldrei koma að hagnýtu gagni, eru nú orðnar hagnýtar. Þó má segja að mesta byltingin sé sú hve hlutirnir gerast hratt. Það er svo stuttur tími frá því að niðurstöður liggja fyrir í grunnrannsóknum þangað til að þær eru hagnýttar. Hægt er að spá um veðrið 5-6 daga fram í tímann. Því hefði ekki verið- trúað fyrir nokkrum árum. Þessi hraða þróun sést best í tölvutækn- inni. Þegar Raunvísindastofnun flutti í húsnæði sitt árið 1966 var þar til húsa fyrsta tölva Háskólans og fyllti út í hálfan kjallarann. Það þurfti mann í fullu starfi til að stjórna henni. Samt gat sú tölva minna en venjuleg vasatölva getur nú, sem fæst fyrir 5.000 krónur í næstu búð. Án grunnrannsókna verða hag- nýtar rannsóknir ómarkvissar. Við grunnrannsóknir er ekki beinlínis verið að hugsa um framleiðsluferli, né búa til tiltekinn hlut, heldur að svara einhveijum ákveðnum spurn- ingum um hvernig eitthvað sé og svala forvitni rannsakandans. í hag- nýtum rannaóknum eru niðurstöður úr grunn- rannsóknum notaðar til að fást við eitthvað tiltek- ið og takmarkað, að fram- leiða einhvern hlut á nýj- an hátt eða að búa til ein- hveija afurð. Oft heyrast raddir um að við ætt- um að einbeita okkur að hagnýtum rannsóknum því að við höfum ekki efni á grunnrannsóknum. En það er ekki rétt. Við verðum t.d. að þekkja eðli jarðfræði landsins áður en við reisum virkjanir," segir Eggert. íslendingar verja minni peningum til rannsókna „Við hjá Rannsóknarráði og Raun- vísindastofnun höfum aðallega áhyggjur af fjárv'eitingum til rann- sókna. Það er alltaf verið að skera einhvers staðar niður. íslendingar veija hlutfallslega minni peningum til rannsókna, en aðrar vestrænar þjóðir. Svo virðist sem skilningurinn fyrir að leggja þurfí fé í rannsóknir fari minnkandi. Rannsóknarráð Is- lands fær 350 milljónir sem þykir há upphæð, en hún skilar sér margfalt. Aftur á móti er landbúnaður niður- greiddur um 3 milljarða, sem skilar litlu. Þeir sem skipta kökunni virðast ekki átta sig nóga vel á hlutföllunum. Mikill fjöldi af velmenntuðu fólki er nú á leið úr árangursríku námi úr bestu skólum heimsins. Það skort- ir verkefni við þeirra hæfi. Auk þess eru launakjör þessa fólks alltof lág. Starf háskólamenntaðra manna er ekki eins vel metið hér og annars staðar á Vesturlöndum, t.d. eins og í Þýskalandi. Evrópa er að verða einn vinnumarkaður fyrir menntað fólk og hætt er við að við fáum ekki okkar besta fólk aftur heim. Það verður nóg að gera á Raunvís- indastofnun í framtíðinni. Við hvert nýtt svar vakna nýjar spennandi spurningar, þekking og framfarir aukast. Hafa ber í huga að án grunn- rannsókna verða engar framfarir," sagði Eggert Briem að lokum. Á ÞESSARI skopmynd eftir Sigmund má sjá Þorbjörn Sigurgeirsson prófessor, einn af frumkvöðlum Raunvísindastofnunar Háskólans, við hraunkælingu í Vestmannaeyjum 1973, sem hann var upphafs- maður að. Þess má geta að fáir höfðu trú á því að hraunkælingin bæri árangur, en það gerði hún. Með tækni- legra þjóðfé- lagi verða raunvísindin áþreifanlegri Evrópa er að verða einn vinnumarkað- ur fyrir menntað fólk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.