Morgunblaðið - 12.07.1996, Side 30

Morgunblaðið - 12.07.1996, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ANDRÉS KRISTINN HANSSON + Andrés Kristinn Hansson fædd- ist 15. apríl 1908 í Fitjakoti á Kjalar- nesi. Hann lést á Ilrafnistu í Reykja- vík 3. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Hans Gíslason og Guðlaug Jóns- dóttir. Andrés var yngstur átta systk- ina. Hin voru Gísli, tftigurjón, Hólmfríð- ur, Andrea og Helga, sem öll eru látin. Halldóra er ein eftirlifandi systkinanna. Hálfbróðir þeirra sammæðra var Sigurgeir Guðvarðarson. Árið 1934 kvæntist Andrés eftirlifandi eiginkonu sinni Þuríði Björnsdóttur, f. 10. nóv- ember 1910. Þeirra börn eru Viðar, f. 3. nóvember 1934, d. 10. desember 1962, Erna, f. 1936, maki hennar er Valdemar Hans- en, Sigrún, f. 1939, maki Sigurður Þórðarson, Kristín Guðlaug, f. 1940, maki Gunnar Árna- son, Þorgeir Jónas, f. 1. nóvember 1943, d. 28. júlí 1944, Þorgeir Jón- as, f. 1947, maki Guðrún Erla Sig- urðardóttir. Barnabörnin eru 14 og barnabarna- börnin níu. Andrés stundaði vörubifreiðaakstur alla sína starfsævi. Hann var einn af stofnendum Vörubíl- stjórafélagsins Þróttar og var kjörinn heiðursfélagi félagsins árið 1981. Útför Andrésar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég vil minnast tengdaföður míns Andrésar Kristins Hanssonar með nokkrum orðum. Hér verður ævi háns ekki rakin en aðeins drepið á nokkur atriði í kynnum okkar. Ég sá Andrés fyrst 1960 þegar ég kom inn á heimilið í fylgd yngstu dótturinnar, sem átti eftir að verða eiginkona mín. Ég er ekki viss um að honum hafi litist nema miðlungi vel á þennan strák að norðan, sem ætlaði að biðja um hönd dóttur hans. En við áttum eftir að verða góðir vinir, og ég minnist ótal ánægjustunda þar sem ég fór rík- ari af fróðleik og tilfinningu af furídi hans. Einstakar stundir eru ógleymanlegar, til dæmis er við sátum á bekk á torgi úti í Kaup- mannahöfn og ræddum lífsins og landsins gagn og nauðsynjar á meðan Kristín kona mín og Þuríður tengdamamma voru að versla. Andrés var einstakur fjölskyldu- faðir. Ekkert var mikilvægara í hans huga en að tryggja öryggi og velferð fjölskyldunnar. Þannig var hann rúmlega þrítugur búinn að byggja einbýlishús, og þegar þau hjón voru komin nálægt átt- ræðu var ráðist í að selja húsið og kaupa vandaða íbúð í húsi aldraðra við Dalbraut. Efnahagslegt öryggi og sjálfstæði var honum mikils virði. Hann var af þeirri kynslóð sem engum vildi skulda og mér skilst að hann hafi aldrei tekið víx- illán í banka. En Andrés hugsaði ekki aðeins um veraldlega velferð fjölskyldunnar. Dæturnar þrjár og sonurinn Þorgeir voru öll sett til mennta. Var Andrés mjög stoltur af árangri bama sinna og barna- bama bæði í námi og starfi. Einnig var honum hugleikið að fjölskyldan nyti jákvæðra samvista í frístund- um. Til dæmis bauð hann allri fjöl- skyldunni í siglingu með strand- ferðaskipinu Esjunni hringinn í kringum landið árið 1954. Systurn- ar dásama þetta ferðalag enn í dag og ræða um einstök atvik 40 árum síðar. Þau Andrés og Þuríður voru ein- staklega samhent hjón bæði í með- læti og mótlæti, þannig önnuðust þau soninn Viðar, sem var þroska- heftur, á heimilinu til fullorðinsára. Andrés sýndi Viðari mikla ástúð, þolinmæði og nærgætni. Hann hafði á yngri árum Viðars séð til þess að hann gæti fylgst með dag- legum störfum heima við meðal annars í garðinum, en Andrés og Þuríður höfðu mikinn áhuga á garðrækt og garðurinn á Skeggja- götu 25 fékk eitt sinn verðlaun fegrunarnefndar Reykjavíkur. Þá leyfði hann Viðari einnig að fara með sér í styttri ferðir á vörubíln- um. Þegar Viðar eltist og umferð jókst í borginni reyndist erfitt að gæta hans heima. Það var einmitt á þeim tíma sem Kópavogshælið tók til starfa. Viðar fékk þar inni og undi hag sínum vel. Síðar þegar Styrktarfélag vangefinna var stofnað tóku tengdaforeldrar mínir virkan þátt í starfí þess. Andrés vann nær allan sinn starfsaldur sem vörubifreiðastjóri og var hann kjörinn heiðursfélagi í Vörubílstjórafélaginu Þrótti árið 1981. í yfir 60 ár fylgdist hann því náið með þeim miklu breyting- um sem urðu á höfuðborginni og kunni hann frá mörgu að segja um atvinnuhætti og líf fólks á fyrri tíð, og hafði yndi af að miðla fróð- leik til afkomenda sinna. Eitt sinn þegar sonur okkar Andri Þór átti að skrifa skólaritgerð um stríðsár- in, byggði hann ritgerðina nær ein- göngu á viðtölum við afa sinn. Við Kristín og Andri Þór bjugg- um í nokkur ár í húsi tengdafor- eldra minna á Skeggjagötunni. Þá var tillitsemi og umhyggja Andrés- ar og Þuríðár gangvart okkur ein- stök og verður seint fullþökkuð. Þá vil ég þakka að sonur okkar fékk að njóta leiðsagnar og um- hyggju afa síns og ömmu á þessum árum. Andri Þór fékk meira að segja að ganga í verkfæri afa síns þegar hann vantaði verkfæri til að lagfæra hjólið sitt, en Andrés gerði lengst af sjálfur við bíla sína og var hann einstaklega hirðusamur um að hafa allt í sem bestu lagi. Ég tel að sonur okkar hafi fyrst fengið áhuga á bifvélavirkjun hjá afa sínum, en Andri Þór nam þá iðn og starfaði um tíma við bifvéla- virkjun. Þess má geta að barnabarn hans annað, nafni hans Andrés Kristinn, hefur líka lokið námi í bifvélavirkjun. Stundum er talað um að aldrað fólk setjist í helgan stein, skorti áhugamál og verði áhugalaust um umhverfi sitt, en þessu var öfugt farið með tengdaforeldra mína. Þannig fengu þau mikinn áhuga á jafnólíkum sviðum og sundi, hand- knattleik og tónlist, eftir að þau voru komin á eftirlaunaaldur. Yngra fólki fínnst stundum að hinir öldruðu séu fjarlægir og erf- itt sé að ná sambandi við þá. Þessu var þveröfugt farið með samband okkar við tengdapabba. Hann varð tilfinningalega opnari með aldrin- um, hann fagnaði okkur innilegar og einlæglegar seinustu vikurnar en nokkru sinni áður og ég hefi grun um að tengdamamma hafí fengið fleíri ástaijátningar á sein- ustu sex mánuðum en nokkru sinni á jafn löngnm tíma fyrrum. Ég vil að lokum fyrir hönd tengdamóður minnar, barna og bamabarna hennar þakka starfs- fólki hjartadeildar 14E á Landspít- alanum, öldrunardeildar Landspít- alans í Hátúni ög starfsfólki á Hrafnistu fyrir frábæra hjúkrun og umönnun sem Andrés varð áðnjót- andi á síðustu mánuðunum. Gunnar Árnason. Þeim fækkar óðum hérna megin tjaldsins gömlu félögunum sem hófu akstur vörubifreiða sem at- vinnu um og uppúr 1930 og nú hefur Kristinn Hansson kvatt. Með Kristni er genginn mætur og góður félagi. Kristinn hafði haft að atvinnu akstur vörubifreiða frá því um 1930 og þekkti því af eigin reynslu þær stórstígu framfarir sem átt hafa sér stað í samgöngumálum einmitt þá áratugi sem hann stundaði bifreiða- akstur. Það má því segja að Krist- inn hafi á vissan hátt verið þátttak- andi í þessum framkvæmdum bæði beint og óbeint svo sem aðrir sem stunduðu sömu atvinnu. Ég kynntist þessum ágæta fé- laga mínum þegar ég ungur að árum hóf akstur vörubifreiða og segja má að félagslega hafí leiðir okkar legið saman allt til seinni ára. Við þekktum báðir erfiðleika atvinnuleysisáranna og þá niður- lægingu sem þeim tímum fylgdi ekki hvað síst hvað við kom okkar stétt. Við vorum um það sammála að slíkt ástand mætti ekki endur- taka sig en því miður er nú raunin allt önnur. Ég kveð þennan ágæta félaga minn um leið og ég flyt fjölskyldu hans samúðarkveðjur. Einar Ögmundsson. „Komið þið sæl“ sagði ég kurteis- lega og rétti svo frúnni höndina - enda var ég að hitta þau í fyrsta sinn - afa og ömmu unnusta míns. Hún brosti góðlátlega, tók í hönd mína en sagði svo; „Æ, leyfðu mér að faðma þig.“ Síðan breiddi hún út faðminn og ég, sem var engan veginn við þessu búin, lagði vanga minn við hennar. „Þú verður að venjast þessu“ bætti hún svo við, „það er óttalegt kossaflens í þess- ari fjölskyldu." Bóndi hennar stóð fyrir aftan hana og hristi höfuðið, rétt eins og hann ætti enn bágt með að venjast öllum þessum vina- hótum um leið og hann endurtók ,ja, það má nú segja - þetta er óttalegt kossaflens." Faðmlag hans kom samt upp um hann; honum var ekki eins leitt og hann lét; það var engu minna einlægt; þétt og hlýtt. Það má því með sanni segja að allt frá fyrstu stundu hafi þau Þuríður og Andrés tekið mér opnum örmum. Og það var á þessari fyrstu stundu sem þau gengu beint inn í hjartað á mér og hreiðruðu um sig þar. Andrés var að mörgu leyti barn síns tíma; yfirborðið talsvert hijúf- ara en „innaníið" og eins og flestir karlmenn sömu kynslóðar fór hann alls konar krókaleiðir þegar kom að því að tjá tilfínningar. Ég mun til dæmis aldrei gleyma því þegar hann stoltur leiddi mig um íbúð þeirra hjóna og sýndi mér hannyrð- ir húsfreyjunnar; gríðarstór og gull- falleg veggteppi og myndir. Hann sagði mér líka frá því að hún hefði saumað öll föt á börnin sín og búið til fleiri hundruð litla hesta; minja- gripi sem seldir voru í Rammagerð- inni á árum áður. „Hún hafði ekki undan“ sagði hann, „útlendingarnir voru svo hrifnir af þessu.“ Við gönt- uðumst með það að trúlega hefði Þuríður verið brautryðjandi á þessu sviði; verið fyrst til að hefja útflutn- ing á íslenska hestinum. Síðan færðist feimnislegt bros yfír varir hans og hann sagði lágum, ástúð- legum rómi; „Nei, hún er sko ekk- ert venjuleg, þessi kona.“ Það þarf því ekki að fara mörgum orðum um viðbrögð hans þegar við Andri ákváðum að gefa dóttur okk- ar nafn konunnar, sem hann hafði elskað í rúm sextíu ár. „Ja, þetta líst mér á,“ sagði hann glaður í bragði og sló sér á lær, „þetta er líka myndarlegt nafn“ - og eftir það kallaði hann Þórdísi Þuríði aldr- ei annað en Þuru. Því hefur oft verið haldið fram að aldur hafí lítið með árafjölda að gera; það sé einungis hugarfarið sem skilur þær systur; æskuna og ellina að. Æskan sé lífsglöð en ellin lúin og gjarrian svolítið löt. Það er æskan sem hrífst og hlakkar til meðan það hnussar í hneykslaðri ellinni. Það er áhuginn á lífínu en ekki fæðingarárið sem segir til um aldur manna. Það fer því ekki hjá því að mér finnist ég að mörgu leyti vera að kveðja komungan mann þegar ég á þessum vegamótum votta Andrési virðingu mína og þakka fyrir það sem hann gaf mér og fjölskyldu minni. Áhugasviðin vom líka fjölmörg - garðræktin, tónlistin, „boltinn" og bíllinn. Þau hjónin misstu helst aldrei af lands- leik í handbolta og hann lumaði sko GUNNAR GUNNARSSON + Gunnar Gunn- arsson húsa- smíðameistari fæddist á Vegamót- um á Stokkseyri 22. september 1908. Hann lést á Land- spítalanum 3. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Gunnar Gunnars- son járnsmiður frá Byggðarhorni á Stokkseyri og Ingi- björg Sigurðardótt- ir frá Grímsfjósum á Stokkseyri. Eftir- lifandi systkin hans eru: Sigur- geir, Hrefna, Þórir og Þorvarð- ur, en tvö eru látin, þau Sigríð- ur og Ingólfur. Gunnar kvæntist eftirlifandi konu sinni, Guðfinnu Lárus- dóttur úr Reykjavík, 5. okt. 1940 Börn þeirra eru tvö: 1) Unnur Inga, f. 20.6. 1941, gift Gylfa B. Gislasyni, f. 6.6. 1939, og eiga þau tvær dætur, Guð- finnu Gígju, f. 28.7. 1965, í sambúð með Sigurbirni Sveins- syni, og eiga þau einn son, Styrmi, f. 18.10. 1995, og Sonju Aðalbjörgu, f. 28.4. 1970, gifta Valdimar Ármann og eiga þau eina dóttur, Ingu Rán, f. 25.5. 1996. 2) Gunnar, f. 25.2. 1944, kvæntur Gerði Helgadóttur, f. 1.5. 1948, og eiga þau þrjú börn, Helga, f. 31.1. 1973, Gunnar, f. 8.10. 1975, og Örnu Sif, f. 4.3. 1988. Útför Gunnars fer fram frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. „Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum Iífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagriarinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa 'í fyrsta sinn.“ (Kahlil Gibran) Við sitjum hér saman barnabörn- in og erum að rifja upp allar góðu stundirnar sem við höfum átt með afa. Alltaf var hægt að leita til hans því þrátt fyrir mikinn aldurs- mun þá skildi hann okkur vel og var vinur okkar í raun. Afi var mjög opinn og fordómalaus gagnvart málefnum okkar unga fólksins, þrátt fyrir að hann hefði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Afi hafði mikla frásagnárhæfi- leika og sögur hans áttu sér enga líka og kunni hann ógrynni af vísum á mörgum heilræðunum „strákun- um okkar“ til handa. Bílamálin ræddi hann frekar við karlmennina í fjölskyldunni og þau voru ófá matarboðin þar sem Andri og afi sátu svolítið afsíðis og skiptust á skoðunum um bílakost landsmanna. Eitt greindi þá aldrei á um og það voru gæði þýskra bíla; það var nóg að nefna Benz til að kalla fram sérkennilegt blik í augum beggja. Þó það hafi ekki verið í eðli Andrésar að stæra sig af afrekum sínum eða sinna þá hafði hann alla tíð óbilandi áhuga á öllu því sem afkomendur hans voru að fást við og gilti þá einu hvort um togara- veiðar eða tískusýningar var að ræða. Hann var fyrst og fremst fjölskyldumaður og vellíðan hans var undir velferð hennar komin. Það er því eðlilegt að hann skuli hafa litið um öxl þegar sólin lækk- aði á lofti - horft yfír stóran hóp afkomenda sinna og fyllst stolti og ánægju yfir vel unnu verki. Ekki aðeins skilur hann eftir sig með eindæmum hlýja og indæla fjöl- skyldu heldur líka mikið hæfíleika- fólk. Tónlistin skipaði stóran sess í lífí þeirra hjóna, barna þeirra og nú barnabarna. Sigrún dóttir þeirra syngur með kór íslensku óperunnar auk þess sem hún kennir bæði söng og fiðluleik, Þorgeir er óperusöngv- ari og nú hafa Hrafnhildur og Arna, afa sínum til mikillar ánægju, einn- ig ákveðið að leggja fyrir sig klass- ískan söng. Ekki alls fyrir löngu heimsóttum við Andrés þar sem hann sat og hlustaði á Þorgeir sinn syngja af, segulbandi. Hann stóð upp, hækkaði í tækinu og söngur- inn hljómaði um gangana. Það var hrærður og stoltur faðir sem sagði; „Við skulum leyfa fólki að heyra þetta; það hafa allir gott af að hlusta á svona góðan söng.“ Um leið og ég þakka Andrési af öllu hjarta fyrir margar dásam- legar samverustundir og yndislegar minningar bið ég góðan Guð um að styrkja og styðja ástvini hans alla, Þuríði, Ernu, Sigrúnu, Krist- ínu og Þorgeir, fjölskyldur þeirra allra og Magnús frænda, sem einn- ig hefur nú misst mikið. Að lokum.óska ég Andrési Kr. Hanssyni góðrar heimkomu. Inger Anna Aikman. sem hann miðlaði til okkar barn- anna. Afi var hógvær en ákveðinn, einnig mikill grínisti og kom hann fólki alltaf til þess að hlæja með glettnum tilsvörum. Það má líka segja að það hafi verið dálítill stríðn- ispúki í honum en þó var hann maður sem allir báru mikla virðingu fyrir. Afi var húsasmíðameistari sem lagði mikinn metnað í sín störf. Hann var alla tíð sjálfstæður at- vinnurekandi og það var sama hvað hann var með marga menn í vinnu alltaf hafði hann góða yfirsýn yfir þau verk sem unnin voru. Afi var mikill hagleiksmaður sem sjá má af öllum þeim hlutum sem hann smíðaði og gaf okkur við ýmis tæki- færi. Hann eyddi ófáum stundum í bílskúrnum við smíðar, enda hafði hann yndi af því að skapa hluti og gleðja aðra með þeim. Afí vildi allt- af hafa eitthvað fyrir stafni og féll honum aldrei verk úr hendi og má ségja að hann hafi stundað vinnu sína nánast fram til síðasta dags. Afí átti við veikindi að stríða síð- ustu mánuði ævinnar en aldrei missti hann kjarkinn né lífsviljann. Við elskum þig og söknum þín mjög mikið en eftir lifa yndislegar minn- ingar um kærleik þinn og hlýju. í huga afa var fjölskyldan alltaf efst á blaði og voru afi og amma einstaklega samhent hjón, hjóna- band þeirra var alla tíð byggt á trún- aði og trausti. Amma, þú ert sterk kona með óbilandi kjark, í veikind- um afa varst þú stoð hans og stytta og vékst aldrei frá honum. Elsku amma, megi guð styrkja þig í sorg þinni. Góður maður og vammlaus drengur er genginn. Blessuð sé minning Gunnars Gunnarssonar. Gígja og Sonja, Helgi, Gunnar og Arna Sif.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.