Morgunblaðið - 12.07.1996, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ1996 31
ÞORBJÖRG S.
GÍSLADÓTTIR
+ Þorbjörg S.
Gísladóttir
fæddist á Helluvaði
í Mývatnssveit 27.
nóvember 1930.
Hún Iést á heimili
dóttur sinnar að-
faranótt 4. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Gísli Árnason frá
Skútustöðum, f.
31.3. 1899, d. 1.9.
1963, og Sigríður
Sigurgeirsdóttir frá
Helluvaði, f. 31.3.
1904, d. 6.5. 1980.
Þorbjörg giftist 23. október
1954 eftirlifandi eiginmanni
sínum Jóni Árna Sigfússyni frá
Vogum, f. 23.10.
1929. Börn þeirra
eru Sigríður, gift
Jóhanni Jónssyni og
eiga þau tvær dæt-
ur; Sólveig, gift
Benedikt Svein-
björnssyni og eiga
þau fjögur börn;
Erna, í sambúð með
Jóni Guðmundssyni
og eiga þau þrjá
syni og Gísli Rafn,
giftur Bryndísi
Kristjánsdóttur og
eiga þau tvo syni.
Utför Þorbjargar
fer fram frá Reykjahlíðar-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Skuggi leið yfir
ský dró fyrir sól að kveldi.
En á hásumarmorgni
lífið aftur fæddist í æðra veldi.
Eins og allir dagar eiga sér morg-
un eiga þeir jafnframt allir kvöld,
og lífið á sína morgna og sín kvöld
í eilífri hringrás tímans. Enginn
veit á morgni lífsins hvenær dagur
er að kveldi kominn því það er svo
misjafnt hve langur dagurinn er á
þeirri ferð er jarðlíf nefnist. Öll vit-
um við þó að að því kvöldi kemur
er „faðirinn æðsti“ kallar á börnin
heim til sín í föðurgarð og úthlutar
þeim öðrum og nýjum verkefnum,
þó ætíð komi það okkur sem eftir
erum jafn mikið á óvart, jafnvel þó
við höfum gert okkur grein fyrir
að senn liði að kveldi.
„Ber er hver að baki nema sér
bróður eigi,“ segir gamalt íslenskt
máltæki og held ég að það lýsi
best tilfinningum mínum og barna
minna er við í dag kveðjum Þor-
björgu S. Gísladóttur. Ég hitti fyrst
þá mætu konu á heimili hennar og
Jóns Árna í Víkurnesi sumarið 1990
er ég kom í heimsókn til dóttur
minnar Bryndísar sem þá var trúlof-
uð einkasyni þeirra hjóna, Gísla
Rafni. Af j)eim Obbu og Jóni Árna
var mér fagnað sem gömlum vini,
þó kynni okkar væru engin áður
og ég þeirra aðeins heyrt að góðu
getið. Eins og ætíð er ný tengsl
myndast blandast fleiri fjölskyldu-
meðlimir inn í þau og því kom þar
að það var ekki aðeins mér sem var
fagnað hér heldur og yngri börnum
mínum sem voru þar um lengri og
skemmri tíma við vinnu. Oft hafa
þau minnst á þá tíma með gleði og
trúlega eru fleiri en við sem minn-
ast með hrærðum huga og þökk
þess sem notið var í Víkurnesi og
hve gott var þar að vera.
Obba var ekki aðeins fyrirmynd-
ar húsmóðir og einstök matmóðir
heldur móðir allra sem vakin og
sofin hugsaði um allt og alla. Erill-
inn var mikill, vinnudagarnir oft
langir hjá húsmóðurinni í Víkurnesi
- hvert ár þrekvirki. En þó var eins
og þessi ljúfa og umhyggjusama
móðir allra hefði aldrei neitt að
gera, því hún átti ætíð nægan tíma
fyrir fjölskyldu, vini, gesti og gang-
andi. Þannig eru hetjur hversdags-
ins. Af alúð og umhyggju var starf-
að við sérhvert verkefni og með ró
og æðruleysi mætt sérhverju því
sem dagur lífsins bar í skauti sér.
Það húmaði að kveldi fyrir einu
og hálfu ári þegar veikindi Obbu
uppgötvuðust. Æðrulaus og róleg
tók hún við því verkefni sem öðrum.
Að áliðinni nótt hins 4. júlí sl. var
skyndilega kvöldsett og nýr morg-
unn risinn. Ríkidæmi okkar felst
oft í því að kynnast mannkostum
fólks. Mín forréttindi eru að mega
nú þakka fyrir dóttur mína Bryn-
dísi, sem fékk notið þess að vera
samferða þessari einstöku konu litla
stund sem tengdamóður og ömmu
sona sinna, og einnig Arnar Rafn
sem þótti óskaplega vænt um ömmu
sína Obbu. Öll hefðum við óskað
að sú samferð hefði mátt vera
lengri, en „Guð ræður þó mennirnir
álykti“. Fyrir hin börnin mín og
sjálfa mig þakka ég fyrir það vega-
nesti sem hún gaf okkur af gæðum
sínum og mannkostum.
Elsku fjölskylda, Jón Árni, börnin
þín, tengdabörn og barnabörn. Guð
gefi ykkur styrk og kærleika nú til
að létta ykkur sorgina. Megi gjaf-
irnar, ykkar sameiginlegi íjársjóð-
ur, sem hún gaf ykkur og skilur
nú eftir meðal ykkar, vera það leið-
arljós sem lýsir ykkur um ókomna
morgna og kvöld í hringrás lífsins
á móður jörð.
Ragnhild Hansen.
Blessa þú Drottinn
bænir barna þinna
frá jarðardölum
og himnasölum
þær mætast megi
í geislaflóði,
faðirinn góði.
(Á.S.)
Nokkrar minningar um mágkonu
mína Þorbjörgu.
Obba var hún kölluð. Nú hefur
hún kvatt okkur í bili, eftir mikil
veikindi. Ótrúlegt var, hve mikinn
styrk hún hafði og gaf raunar frá
sér. Hún notaði vel góðu stundirnar
sem hún fékk. Hringdi þá úr rúm-
inu í vini sína. Obba gladdist yfir
velgengni barna sinna og barna-
barna og fylgdist með þeim af
áhuga, var svo glöð þegar hún sagði
frá.
Fjölskyldan hefur staðið þétt
saman alla tíð og ekki síst í veikind-
um Obbu. Hún veitti henni alla þá
hjálp og elsku sem í hennar valdi
stóð og ég veit að það hefur verið
Obbu kærast af öllu.
Við systkinin og frændfólkið vor-
um í nánu sambandi. Við óskuðum
þess að hún fengi dálítinn tíma,
fengi að fara heim í Víkurnesið sitt.
Það fékk hún. Það var á laugardag
fyrir hvítasunnu, að sólin tók að
skína. Fáninn var dreginn að húni
í Víkurnesi. Jón Árni var kominn
með Obbu sína heim. Saman átti
fjöiskyldan hátíðisdaga sem gaf
þeim öllum mikið.
Mágkona mín var fínleg og falleg
kona. Jón Árni og hún áttu ríkulegt
líf. Tónlistin skipaði stóran sess og
þeim þótti undurgaman að dansa
og dönsuðu fallega, svo gaman var
að horfa á. Obba var svo létt í spori
og þegar. þau gengu hlið við hlið,
hjónin, tók hún gjarnan ofurlítið
hopp, eða dansspor. Þau áttu barna-
láni að fagna og samtaka nutu þau
hátíðarstunda.
Allt um kring stendur systkina-,
frænd- og vinahópur. Við höfum
sameinast í bænum okkar og þar
munum við ávallt mætast.
Við biðjum góðan Guð að blessa
Obbu okkar og allan hópinn henn-
ar, gefa Jóni Arna og fjölskyldunni
allri styrk.
Ásdís Sigfúsdóttir.
Elsku amma. Nú ert þú farin frá
okkur eftir mikla og hetjulega bar-
áttu við sjúkdóm sem allir áttu svo
erfitt með að meðtaka og sætta sig
við að einmitt þú, besta og yndisleg-
asta amman í öllum heiminum,
þyrftir að kljást við. Við munum
alltaf hugsa til þess, elsku amma,
hve vel þú tókst alltaf á móti okkur
í sveitinni, alltaf svo glæsileg og
góð við okkur. Þú vildir alltaf allt
fyrir okkur gera og við munum
meta það við þig alla ævi því þú
hafðir svo góð áhrif á okkur.
Við munum öll hvað þetta var
erfiður tími þegar við fréttum
skyndilega af sjúkdómnum, en þú
auðveldaðir okkur að sætta okkur
við orðinn hlut með eilífri bjartsýni
og sterkum vilja. Já, amma, þú
varst og ert alltaf langsterkust af
okkur og við söknum þín mjög mik-
ið en vitum jafnframt að núna líður
þér vel og þú munt alltaf vera hjá
okkur.
Okkur finnst mjög erfitt að sætta
okkur við að þú sért ekki lengur
meðal okkar en við munum alltaf
hafa þig hjá okkur í hjörtum okkar.
Barnabörnin.
Hví drúpir laufið á grænni grein?
Hví grætur lindin og stynur hljótt?
Það er vegna þess að Obba er
dáin. Nú um hásumarið, þegar sól-
in ætti að skína á blómgaða jörð
frá morgni til kvölds og fylla okkur
gleði, fer okkur líkt og lindinni og
laufinu græna.
Obba var falleg kona, alltaf vel
til höfð. Heimilið var hlýlegt og
persónulegt, gestrisni mikil og
handbragð á öllu sem borið var
fram sérlega fallegt. Hún vann
verkin hljóð, var öllum góð.
Við fylgdumst hvor með annarri
gegnum ljósin í gluggunum okkar.
Vissum ef önnur hafði brugðið sér
af bæ. Samband okkar varð inni-
legra með árunum, eftir því sem
hljóðnaði í húsunum og börnin uxu
úr grasi.
Eg mun sakna Obbu svo sárt,
að í huga mér hef ég búið mér til
mynd, sem ég ætla að hafa mér
til styrktar.
Ég sé fyrir mér gróskulegan
garð þar sem allt er fullt af ljósum
og rósum. Þetta eru öll ljósin sem
kveikt hafa verið fyrir Obbu í veik-
indum hennar, rósirnar eru bænirn-
ar mörgu sem beðnar hafa verið
fyrir henni.
í þessum yndislega garði sé ég
ættingja og vini sem safnast hafa
saman til að taka á móti henni,
þegar hliðið opnast.
Ljúfir tónar, hliðið opnast og
þarna stendur Obba, eins og hún
var fallegust. Kjóllinn hennar er
úr svifléttu efni, dökka hárið vand-
lega greitt. Hún hefur fengið sitt
fyrra göngulag og svífur úr einum
faðmi í annan. Þegar Frelsarinn
breiðir út faðminn og Obba hverfur
til hans, lýt ég höfði og sný frá.
Nú eigum við, sem eftir sitjum,
eftir að vinna úr þessari breytingu.
Það munum við gera með Guðs
hjálp og góðra vina. Ég kveð Obbu
mágkonu mína og þakka henni vin-
áttu og tryggð.
Ég bið fyrir bróður mínum og
fjölskyldu hans og fel þau Guði.
Nína.
Orð verða hjóm eitt þegar við
stöndum andspænis andláti ætt-
ingja og vina og þeim trega og
söknuði sem því fylgir. Huggunar-
orð mega sín lítils á slíkum stund-
um. Minningin um hina látnu er
það sem við höllum okkur að og
þakklæti fyrir að hafa notið sam-
fylgdar þeirra. Með fátæklegum
orðum langar mig að þakka Obbu
frænku minni fyrir samveru á góð-
um stundum með þeirri von að slíkt
verði Jóni Árna, Gísla Rafni og
öðrum börnum Obbu og Jóns Árna
styrkur á erfiðri stund.
Það var mér ómetanlegt að heim-
sækja frændfólk mitt í Víkurnesi
veturinn 1994 þegar ég bjó í Mý-
vatnssveit um tíma. Ég vissi alltaf
að ég átti frændfólk í Mývatns-
sveitinni og það að kynnast Obbu
og fjölskyldu hennar nánar þennan
vetur veitti mér mikla gleði og
ánægju þetta tímabil. Jafnt að
nóttu sem degi var ég velkomin
að Víkurnesi. Obba hellti upp á
kaffí, bakaði brauð og kökur, bauð
mér í mat og var alltaf tilbúin til
þess að setjast niður og ræða mál-
in. Það var aldrei svo að hún væri
of upptekin til þess að taka á móti
mér. Aðrir fjölskyldumeðlimir
ÞÓRLAUG ÓLAFÍA
JÚLÍUSDÓTTIR
+ Þórlaug Ólafía
Júlíusdóttir var
fædd í Hafnarfirði
24. júlí 1926. Hún
lést á Borgarspít-
alanum 5. júlí sið-
astliðinn. Þórlaug
ólst upp á Brunn-
stíg 2 hjá foreldrum
sínum Júlíusi Þor-
kelssyni málara-
meistara og Mar-
gréti Ólafsdóttur.
Þau eru nú bæði
látin. Þórlaug var
elst í fimm systkina
hópi. Eftirlifandi
eru Eyþór, f. 26.9. 1928, Sigríð-
ur Jóna, f. 17.8. 1930, Þorkell
Sigurgeir, f. 11.11. 1931, og
Guðbjörg Salvör, f. 29.1. 1934.
Þórlaug giftist Marinó Aðal-
steinssyni sjómanni frá Fá-
skrúðsfirði 15. nóvember 1958.
Hann andaðist 9. janúar 1979.
Útför Þórlaugar fer fram frá
Víðistaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Elsku Lauga frænka, samveru-
stundirnar verða ekki fleiri að sinni,
en þú skilur eftir margar góðar og
glaðar minningar, sem eiga eftir
að hlýja okkur um ókomin ár.
Lauga og Malli, eins og þau hjón-
in voru ævinlega kölluð bjuggu
mest allan sinn búskap á Álfaskeiði
86. Eftir að Lauga varð ekkja 1979
fluttist hún á Hringbraut 76 og bjó
þar alla tíð síðan. í sama hús á
Hringbraut 74 fluttist svo systir
hennar Guðbjörg 1983 og býr þar
enn. Milli þeirra var
alltaf mjög mikill sam-
gangur og missir hún
því ekki bara góða
systur og nágranna,
heldur einnig mjög
góða vinkonu.
Lauga var mikil
saumakona og vann
mestan hluta ævi
sinnar á saumastofum,
en síðustu árin sem
hún var útivinnandi
vann hún á Hrafnistu
í Hafnarfirði. Laugu
var alltaf gott heim að
sækja. Hún átti sér-
staklega snyrtilegt og fallegt heim-
ili, var barngóð og gestrisin og
naut þess af lífi og sál að bjóða til
sín og taka á móti gestum. Alltaf
þegar maður kom til Laugu var
borðið orðið fullt af kræsingum
áður en maður vissi af.
Það er komið að kveðjustund.
Með söknuði kveðjum við elskulega
frænku og erum þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast Laugu
svona vel og notið samvista við
hana.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnastþér.
(Ingibj. Sig.)
Guð varðveiti elskulega frænku.
Júlía Margrét og fjölskylda.
sinntu mér ekki síður vel. Jón Árni,
Gísli Rafn og Bryndís voru alltaf
til staðar, svo og frændur mínir á
Laxárbakka, Árni og Gísli sonur
hans. Obba sagði mér sögur af því
þegar hún var að alast upp í Mý-
'vatnssveitinni og með því móti
kynntist ég daglegu lífi fólksins enn
betur og ekki síður frændfólki mínu
látnu og lifandi. Það er mér minnis-
stætt þegar ég kom í Víkurnes í
fyrsta sinn, eftir nokkrar mínútur
var sem ég hefði þekkt þau öll til
fjölda ára. Það var síðan eitt annað "
kvöld sem við lögðum áætlanir um
frekari tengsl innan fjölskyldunnar
og ákváðum að halda ættarmót.
Við sátum öll í stofunni í Víkur-
nesi, horfðum yfir vatnið, með
Hverfjallið í glugganum á móti.
Nú var kominn tími til að treysta’*'
fjölskyldubönd og ættarmótið
skyldi að sjálfsögðu halda í Mý-
vatnssveitinni. Og það varð ekki
aftur snúið, skipuð var undirbún-
ingsnefnd, tímasetningar stóðust
og ættarmótið var haldið nokkrum
mánuðum síðar. Mývetningar, með
Obbu, Jón Árna og Siggu dóttur
þeirra í fararbroddi tóku á móti
okkur hinum með miklum glæsi-
brag og skemmtunin var slík að
enn er í hávegum haft. Minningin
um ættarmótið er björt og hrein í
huga mínum og ekki þá síst vegna
þess að þar var Obba hress og kát
eins og hennar var vani. Nokkrum
mánuðum síðar heimsótti ég hana
á sjúkrahús hér í Reykjavík, seinna
frétti ég af henni heima í Víkur-
nesi þó veik væri og ræddi einnig
við hana í síma. Obba bar sig allt-
af vel, þrátt fyrir þau veikindi sem
að henni sóttu.
Elsku Jón Árni, Gísli Rafn, syst-
urnar og aðrir í fjölskyldunni,
minningin um Obbu lifir í hugum
okkar, missirinn er mikill og sorgin
nístir hjarta okkar. En ég trúi því
og vil deila því með ykkur að Obba
lifi enn þó við sjáum hana ekki á
hverjum degi. Hún fylgist með fólk-
inu sínu frá nýjum dvalarstað,
verndar ykkur og leiðir þar til þið
mætist á ný.
Sigríður Þrúður
Stefánsdóttir.
Vinkona mín, Þórlaug Júlíusdóttir
er látin. Mig langar til að minnast
hennar með nokkrum orðum. Við
kynntumst fyrir þijátíu árum. Hún
kom mér fyrir sjónir sem mjög
snyrtileg kona. Viðhorf mitt reyndist
rétt, allt var snyrtilegt í kringum
hana, heimili hennar til sérstakrar
fyrirmyndar. Fínlegheitin og hrein-
lætið svo áberandi. Útsaumaðar
myndir og stólar báru vott um hand-
bragð hennar. Hún var fær sauma-
kona, hafði unnið í Feldinum á yngri
árum, seinna á saumastofu Magna
í Hafnarfirði.
Ætíð var skemmtilegt að heim-
sækja hana, hún var ávallt glöð og
jákvæð með sérstakt skopskyn. Átt-
um við margar skemmtilegar sam-
verustundir.
Hún var hreinskiptin og sterkur
persónuleiki, sagði sína skoðun um-
búðalaust og mátti hver móðgast
sem vildi. Þegar erfiðleikar létu á
sér kræla, reyndi hún að slá á létt-
ari strengi. „Að skella sér á gömlu
dansana" var setning léttleika semr
fór á milli hennar og okkar hjónanna.
Fyrir um það bil tveimur árum
gekkst hún undir mjög erfiðan
hjartauppskurð sem heppnaðist.
Samt náði hún ekki sínu fyrra þreki.
' Seigla hennar og dugnaður var ótrú-
legur. Hún reyndi að halda sama
lífsmynstrinu og áður, þótt erfitt
væri oft á tíðum.
Þijú slæm hjartaáföll fékk hún á
árinu, hjarta og lungu gáfu eftir.
Um miðjan júní leit ég til hennar
en þá var hún komin á sjúkrahúsið.
Enda þótt hún væri mjög veik brosti
hún til mín og sagði: „Það verðuf
ekki farið á gömlu dansana í bráð“.
Húmorinn ávallt fyrir hendi. Von
um að hún kæmist aftur heim rætt-
ist ekki.
Kæra vinkona, bestu þakkir fyrir
samfylgdina frá okkur hjónunúm.
Megirðu hvila í friði.
Oddhildur.