Morgunblaðið - 12.07.1996, Síða 39

Morgunblaðið - 12.07.1996, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 39 ORRI frá Þúfu er líklegur til stórra afreka á sviði kynbótanna, hér fer hann með afkvæmahóp sínum sem fram kom á fjórðungs- mótinu á Gaddastaðaflötum. GLÍMA frá Laugarvatni er nú komin í hópheiðursverðlaunhrossa, eigandinn Bjarni Þorkelsson situr Guma en eiginkona hans Margrét Hafliðadóttir heldur í Glímu. Gústaf Loftsson situr Limru, Þor- kell Bjarnason situr Blakk og Þorkell Þorkelsson situr stóðhestinn Galdur. Breiðfylking góðra hrossa HESTAR Gaddstaðaflatir KYNBÓTAHROSSÁ FJÓRÐUNGSMÓTI Eitt hundrað þijátíu og sex kynbóta- hross komu fram í einstaklingsdómi á fjórðungsmótinu. Auk þess hlutu tólf hross viðurkenningu fyrir af- kvæmi, fjórir stóðhestar og átta hryssur. FLESTIR virðast sammála um að kynbótasýningin á Gaddstaðaflötum í síðustu viku hafi verið ein sú besta sem getið hefur að líta á fjórðungs- móti. Mörg góð hross komu þar fram en hinsvegar hafi vantað afgerandi stjörnur inn í heildarmyndina til að fullkomna skemmtunina sem kyn- bótasýningin vissulega var. Hrossin voru vel sýnd í nánast öllum tilvikum og undirstrikar þetta mót samferða framfarir reiðmennsku og ræktunar. Dómar kynbótahrossa hófust á mið- vikudag og var lokið síðdegis á fimmtudag. Föstudagurinn var dag- ur kynbótahrossanna þar sem aðeins var á dagskránni yfirlitssýning kyn- bótahrossa frá morgni og fram á kvöld er við tóku kappreiðar. Var þar um að ræða sannkallaða veislu fyrir unnendur kynbótahrossa og óhætt að segja að þessi frumraun hafi gefist vel. Í það minnsta vant- aði ekki fólk í brekkuna þennan eftir- minnilega dag. Fótagerðin aðal Anga Angi frá laugarvatni hlaut nú heiðursverðlaun fyrir afkvæmi sem góður áfangi eftir örlítið grýtta braut að takmarkinu. Hægt og sígandi hafa afkvæmi hans verið að sanna sig og kynbótagildi föður síns. Ef litið er yfir einkunnir kynbótamatsins á Anga má sjá að hans sterkustu póstar eru fótagerðin, hófar og höfuð en hann hefur mikla yfírburði yfír aðra hesta hvað fótagerðina varðar. Brokkið virðist sterkast af hæfileik- unum. Að öðru leyti er hann nokkuð jafn á þeim vængnum nema hvað geðslagseinkunn hans er nokkuð fyr- ir neðan meðallag. Er það kannski sá þáttur sem hefur helst dregið úr vinsældum Anga meðal hrossarækt- enda. Angi hefur aldrei verið tísku- hestur heldur hefur notkun hans verið jöfn það sem af er og vissulega ætti þessi vegtylla að ýta undir frek- ari notkun hans. Óhætt er að segja að Angi sé farsæll hestur með 129 stig fyrir 39 afkvæmi og vel að heið- ursverðlaunum kominn. Tveir hestar, Orri frá Þúfu og Pilt- ur frá Sperðli hlutu 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Orri sýnu hærri með 139 stig fyrir 39 afkvæmi en Piltur með 123 stig fyrir 43 afkvæmi. Er þetta í góðu samræmi við fyrirferð afkvæmanna á vettvangi hetsasýn- inga og keppni ýmiskonar síðustu árin. Þróunin virðist nokkuð svipuð hjá afkvæmum Pilts og Anga þ.e. þau fara frekar rólega af stað en fullyrða má að sýningin nú vakti verðskuldaða athygli og lyftir klárn- um í áliti. Sérstaklega virðist töltið í afkvæmunum gott eins og kemur fram í dómsorðum; „töltið best sem er rúmt og fjaðurmagnað". Fyrir tölt fær hann 129 stig. Utkoma Pilts fyrir byggingu er ekki eins góð og fyrir hæfileika, bak og lend kemur þar best út en þar fær hann 125 stig. Erfðaprinsinn í röðum stóðhesta Orri frá Þúfu hefur verið að slá í gegn allt frá því hann kom fyrst fram fjögra vetra og má segja að hann hafi gert það nú. Orri hefur svim- andi háa einkunn í kynbótamatinu og þykir hann mjög líklegan til að velta feðgunum Hrafni og Þokka úr sessi áður en langt um líður. Ef litið er á byggingu ber þar hæst einkunn fyrir hófa, 163 stig, og virðist Orri þar flytja góða erfðavísa frá föður sínum Otri. Stökkið stendur hæst af hæfileikum 154 stig, fegurð í reið 153, töltið 145, vilji 142, brokk 140, geð 122. Eru þetta hreint út sagt ótrúlegar tölur og ljóst að hér er ekki ferðinni neinn meðaljón. En það sem skyggir kannski helst á af- kvæmasýningu Orra en yljaði mörg- um um hjartarætur um leið, er að klárinn sjálfur bar af afkvæmum sín- um! Svipað átti sér stað þegar Platon frá Sauðárkróki kom fram með af- kvæmum sínum. Vakti klárinn slíka athygli fyrir fasmikla framgöngu að menn gleymdu jafnvel að skoða það sem máli skipti, afkvæmin. Platon hlaut 119 stig fyrir afkvæmi og önn- ur verðlaun. Tvær hryssur hlutu heiðursverð- laun fyrir afkvæmi, þær Glíma frá Laugarvatni og Brana frá Kirkjubæ. Brana sem nú er 24 vetra gömul var sýnd í reið og virðist ótrúlega vel á sig komin. Upp úr stóð af hennar hópi drottning Rauðhetta frá Kirkjubæ sem heillaði mótsgesti enn á ný þótt óþjálfuð væri. Af afkvæm- um Glímu bar mest á hinum fax- prúða Guma frá Laugarvatni sem kom afar vel fyrir hjá eiganda sínum Bjarna Þorkelssyni, svo vel að eftir var tekið. Flokkur stóðhesta sex vetra og eldri er gott dæmi um stjörnuleysið í kynbótasýningum. Þar voru samankomnir margir prýðilega góð- ir hestar en enginn þeirra skar sig verulega úr. Hrossarækt gengur að sjálfsögðu ekki út á stjörnufans en jiví er ekki að neita að stjörnurnar hleypa lífi í sýningarnar og halda áhuganum vakandi. Logi frá Skarði stóð efstur sem kunnugt er en þrátt fyrir prýðilega frammistöðu fór EYDÍS frá Meðalfelli var lengi vel með forystu af þeim þremur hryssum sem börðust um efsta sætið i flokki hryssna sex vetra og eldri en hafnaði að iokum i öðru sæti. Knapi er Svanhvít Kristjáns- dóttir. ákaflega lítið fyrir honum og ekki frítt við að sumum þætti hann eilít- ið hátt dæmdur. Eigi að síður virð- ast margir sammála um að hann sé vel að fyrsta sætinu kominn og er hægt að taka undir þá skoðun. Jór frá Kjartansstöðum lenti í svipaðri aðstöðu á landsmótinu ’94 þegar hann stóð efstur fimm vetra stóð- hesta, enginn virtist taka eftir hon- um þrátt fyrir ágæta frammistöðu. Nú hafnaði hann hinsvegar í öðru sæti á eftir Loga og er ekki annað að heyra en það veiti honum meiri umræðu og kynningu en fyrsta sæt- ið á landsmóti. Virðist sem menn hafi nú veitt því athygli að þetta væri bara býsna spennandi hestur. Víkingur frá Voðmúlastöðum kemur þar næstur með sína tíu fyrir tölt en eins og vænta má hafa menn skiptar skoðanir um það hvort hann ætti það fyllilega skilið eða hvort hann ætti að vera í 9,8 eða jafnvel 9,5. Ekki fer þó milli mála að hestur- inn er feiknagóður töltari, takturinn nánast 100%, rýmið ótæmandi en mætti kannski fjaðra örlítið meira gegnum skrokkinn. Þessir þrír efstu hestar eru allir með 9 eða þar yfír fyrir tölt sem er mikill styrkur í ræktunarstarfinu. Af öðrum hestum mætti nefna Nökkva frá Vestra- Geldingaholti, líklegast eitt hæst dæmda afkvæmi Anga. Vekur hann athygli fyrir mikinn prúðleika og fas, fær háar einkunnir fyrir skeið, vilja og fegurð í reið. Athygli vekur hversu margir hestanna fá háar ein- kunnir fyrir byggingu og er það sannarlega gleðilegt hversu vel mið- ar á þeim vettvangi. Frami vel gerður Frami frá Ragnheiðarstöðum var einn fímm vetra hestanna sem vakti nokkra athygli. Er þar á ferðinni Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ANGI frá Laugarvatni er nú kominn í raðir heiðursverðlauna- hesta, það Þorklell Bjarnason sem situr hestinn sem er framan við afkvæmahópinn. afar vel gerður hestur að byggingu til. Er með 8,36 í meðaleinkunn en 8,12 fyrir hæfileika. Hæst ber ein- kunn fyrir fótagerð 9,8 og þótt hann sé kenndur við Ragnheiðarstaði er hann hreinræktaður Laugvetningur þ.e. undan Guma og Krás frá Laug- arvatni enda skín það nokkuð vel út úr byggingareinkunnum hans. Mjög algengt er að Laugarvatns- hrossin fái frekar lágt fyrir bak og lend (beint bak), hátt fyrir fótagerð, frekar lágt fyrir réttleika en hátt fyrir hófa. Hjá Frama eru þessar einkunnir í sömu röð 7,3-9,8-7,5- 8,5. Betra tölt myndi vissulega styrkja þennan hest sem kynbótgrip en hann er nú bara fimm vetra og hefur alla möguleika á að bæta þar um. Af öðrum hestum mætti nefna Jarl frá Búðardal sem er með hæstu einkunn fimm vetra hesta fyrir hæfileika 8,47. Er þar á ferðinni bráðflinkur hestur sem lyftir vel fótum, töltir og brokkar vel. En hann er líka næst lægstur fyrir byggingu 7,74. Þá kom Ásaþór frá Feti vel fyrir, sérstaklega þó í rækt- unarhópssýningu. Þar er á ferðinni fallegur klárhestur með tölti. Þá má geta Galsa frá Ytri-Skógum en hann er með 9 fyrir bæði tölt og brokk og yfir átta fyrir byggingu. Skeiðið út hjá fjögurra vetra hrossum Vonin fylgir fjögurra vetra hestun- um því ekki er ætlast til mikils af þeim þótt stundum springi þeir út þegar hæst ber og verði stjörnur. Ekkert slíkt gerðist nú þótt víst sé að þarna voru á ferð hestar sem eiga eftir að gera garðinn frægan. Tveir efstu hestamir vöktu mesta athygli og umtal. Eiður frá Oddhóli stóð efstur, afbragðs töltari með góðu brokki og lofandi skeiðgripum. Ágæta byggingareinkunn, m.a. 9,5 fyrir fótagerð. Roði frá Múla var heldur lægri í það heila en þó áþekk- ur í mörgum atriðum en talsvert framfallegri hestur og því reisulegri í allri framgöngu. Hér mætti einnig nefna Skorra frá Gunnarsholti sem er bróðir Roða, báðir undan Orra frá Þúfu. Þessir þrír náðu einir yfir átta í einkunn af fjögra vetra hestum. Skeiðskakstur var minna áberandi í þessum flokki en oft áður og er það vel. Svo skrýtið sem það er þá virð- ast flestir sammála um í orðræðum milli manna að fella skeið út úr dómi fjögra vetra hrossa en af einhverjum sökum er það ekki gert. Er ekki orð- ið tímabært að láta til skarar skriða í þeim efnum? Hörð keppni hryssna Ekki verður annað sagt en keppni efstu hryssna í sex vetra flokknum hafí verið spennandi allt frá forskoð- un fram til síðustu stundar. Randalín frá Torfastöðum og Eydís frá Meðal- felli höfðu skipst á um að hafa foryst- una en á síðustu stundu skaust Kór- ína frá Tjarnarlandi upp fyrir þær og hirti gullið. Þátttaka Kórínu á þessu móti var mjög til umfjöllunar meðal mótsgesta en hún var sem kunnugt er efst á fjórðungsmóti á Austurlandi á síðasta ári. Nú gerist það að knapinn á Kórínu verður meðeigandi í hryssunni og þar með öðlast hún eða eigendurnir öllu held- ur rétt til senda hana á fjórðungs- mót á Suðurlandi. Þetta fór fyrir bijóstið á mörgum og talið að hér væri um málamyndagjöming að ræða til þess eins að tryggja hryss- unni rétt á Suðurlandi. Talið er að um fleiri slík tilfelli hafi verið að ræða og sýnir þetta kannski betur en annað að eignarhaldsákvæðin i bæði gæðingakeppni og kynbótasýn- ingum halda ekki og þar með til- gangslaust að viðhalda þeim. Sem kunnugt er verður þetta næst síðasta fjórðungsmótið sem haldið verður en eitthvert nýtt kerfí tekið upp sem enginn veit á þessari stundu hvernig verður. Er því tilgangslítið að gera mikið mál út af hlutum sem þessum þar sem allt kerfíð verður í uppnámi innan tíðar. Seljum ekki vaxtarbroddinn Yngri hryssurnar þóttu góðar og líklegar til góðra afreka ef ekki á keppnisbrautinni þá i haganum við folaldseignir og kynbætur. Þöll frá Vorsabæ efst af fimm vetra hryssum en Vigdís frá Feti efst í flokki fjögra vetra hryssna. Hrossarækt Brynjars Vilmundarsonar á Feti vakti verð- skuldaða athygli á þessu mót en hann var með bæði hryssur og stóð- hesta auk ræktunarhópssýningu. Ánægjulegt þegar menn uppskera ríkulega þegar mikið er lagt undir. Margt fleira mætti segja og skrifa um kynbótasýninguna á Gaddstáða- flötum. Sýningu þar sem mörg jafn- góð hross komu fram sem endur- speglar mikinn og víðtækan styrk ræktunarstarfsins. Þótt vel gangi er full ástæða til að hvetja menn til dáða því margt er óunnið enn á þess- um vettvangi. Vonandi bera menn gæfu til að halda eftir eitthvað af þessum góðu hryssum í landinu til viðhalds stofninum og áframhaldandi framfara. Valdimar Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.