Morgunblaðið - 12.07.1996, Page 40
40 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
BG EG VANUfZ A&
FA&A I GUFHJBAE) /V>EE>
KAfc-TÖFLUM 0(3
IAU!C{
Ljóska
- Ég tapaði! Ég tapaði öllu sem - Ég tapaði öllu! - Tíu bréfklemmur! Ég er ríkur!
ég átti!
BREF
TLL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reylqavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Hver stal sjóðnum?
Fyrirspurn til Neytendasamtakanna?
Frá Tryggva Hjörvar:
ÉG SNÝ mér til ykkar, þar sem
mér er farið eins og fleirum, að þá
sjaldan ég skil ráðuneytismenn, þá
trúi ég þeim ekki.
Erindið er í beinu framhaldi af
því sem heilbrigðisráðherra til-
kynnti í útvarpi í gær 7.7. 1996:
„Að nú skyldi sett á sjúkrasamlags-
gjald, undir öðru nafni og sem nef-
skattur. Gjaldið sé „aðeins" tvöþús-
und og eitthvað krónur og leggist
jafnt á alla sem vilja vera með.
Annars skulu þeir sko fá að borga
fyrir sín veikindi." Gjaldið leggst
líka á þá sem lítil sem engin laun
hafa vegna veikinda sinna. Sam-
kvæmt hefðinni hækkar þetta gjald
fjórfalt á næstu sex árum. Á sama
tíma verður dregið úr niðurgreiðsl-
um í núverandi kerfi uns þeim verð-
ur hætt. Það má vera að einhverjum
finnist ég gefa mér hæpnar forsend-
ur, en reynslan er ólygnust.
Nú er það svo að á mínum upp-
vaxtarárum voru til sjúkrasamlög
sveitarfélaganna og í Sjúkrasam-
lag Reykjavíkur greiddi ég mín
gjöld frá 16 ára aldri og tók þar
með þátt í samtryggingu fólksins
til niðurgreiðslu lyfja og læknis-
kostnaðar. Mér þótti þetta sjálf-
sagt og gott.
Þar kom að stjórnmálamenn sáu
ofsjónum yfir þessu fjármagni sem
ekki var undir þeirra stjóm, og settu
í lög að þessar greiðslur gengju til
Tryggingarstofnunar ríkisins í gegn
um skattkerfið. Þeir hækkuðu
gjöldin auðvitað í leiðinni til að
standa undir aukinni pappírsvinnu.
Nokkru síðar voru greiðslurnar
felldar beint inn í skattana, hækk-
aðar í leiðinni og sú skýring gefin
að þá þyrftu þeir ekki að borga sem
minnst mættu sín. Allt er þetta
gott og blessað, en hvað eru þessar
greiðslur háar í dag, framreiknað-
ar, og það sem meira er, hvar er
sjóðurinn?
Ég hef búið mér til sögu um
hvers vegna sjúkrasamlögunum var
komið yfír á ríkið. Bændur í minni
hreppum hafa séð ofsjónum yfir því
að þurfa að greiða fyrir þetta lið
sem ekki nennti að vinna og því
stillt greiðslum til sjóðsins í hóf.
Svo hefur einhver bóndinn lagst á
spítala og sjóðurinn farið á haus-
inn. Þá hefur verið hlaupið í þing-
manninn og hann síðan hlaupið í
sinn ráðherra og hans menn búið
tii sínar skýringar til þess að koma
heila klabbinu yfír á ríkið. (Já, ég
horfði á þættina „Já ráðherra“)
Sem sagt, frá næstu áramótum
borgum við í tvö sjúkrasamlög,
þetta nýja fer sömu leið í Hítina
og eftir 30-40 ár kemur upp það
þriðja.
TRYGGVI HJÖRVAR, eldri,
Austurbrún 35, Reykjavík.
Upplýsingar um
Alnetstengingu við
Morgunblaðið
Tenging við heimasíðu
Morgunblaðsins
Til þess að tengjast heimasíðu
Morgunblaðsins, sláið inn slóðina
http://www.centrum.is/mbl/
Hér liggja ýmsar almennar upp-
lýsingar um blaðið, s.s netföng
starfsmanna, upplýsingar um
hvernig skila á greinum til blaðs-
ins og helstu símanúmer.
Morgunblaðið á Alnetinu
Hægt er að nálgast Morgun-
blaðið á Alnetinu á tvo vegu.
Annars vegar með því að tengjast
heimasíðu Strengs hf. beint með
því að slá inn slóðina
http://www.strengur.is eða
með því að tengjast heimasíðu
blaðsins og velja Morgunblaðið
þaðan.
Strengur hf. annast áskriftar-
sölu Morgunblaðsins á Alnetinu
og kostar hún 1.000 krónur.
Sending efnis
Þeir sem óska eftir að senda
efni til blaðsins um Alnetið noti
netfangið: mbl@centrum.is.
Mikilvægt er að lesa vandlega
upplýsingar um frágang sem má
finna á heimasíðu blaðsins. Það
tryggir öruggar sendingar og
einnig að efnið rati rétta leið í
blaðið. Senda má greinar, fréttir
og myndir eins og fram kemur á
heimasíðu blaðsins.
Mismunandi tengingar
við Alnetið
Þeir sem hafa Netscape/Mos-
aic-tengingu eiga hægt um vik
að tengjast blaðinu. Einungis þarf
að slá inn þá slóð sem gefin er
upp hér að framan.
Þeir sem ekki hafa Netscape/
Mosaic-tengingu geta nálgast
þessar upplýsingar með Gopher-
forritinu. Slóðin er einfaldlega
slegin inn eftir að forritið hefur
verið ræst.
Mótöld
Heppilegast er að nota a.m.k.
14.400 baud-mótald fyrir
Netscape/Mosaic tengingar.
Hægt er að nota afkastaminni
mótöld með Gopher-forritinu.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.