Morgunblaðið - 12.07.1996, Page 46
j
\
\
I
\
I
I
í
I
I
I
íf
I
í
46 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
GADD
Myndin er hlaöirí nyjust.iíu
tæknibrellum sem vo'l u|jpl
ALIEN 2
HÁSKOLABIO
SÍMI 552 2140
Háskólabíó
FRUMSYNING: BILKO LIÐÞJALFI
DAN AYKROYD
STEVE MARTIN
Frábær gamanmynd með einum vinsælasta gamanleikaranum
í dag. Steve Martin fer á kostum sem Bilko liðþjálfi, sleipasti
svikahrappurinn i bandariska hernum. Bilko myndi selja ömmu
sína efhann væri ekki þegar búinn að leigja hana út!
Sýndkl. 5, 7, 9 og 11.10.
PAMELA AND
B A T M A Nl-P
Sýnd kl. 6.45 og 9.15.
Sýnd kl. 4.50.
HELGARMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA
Velsk spenna
og finnskurfuni
ENN ER það ríkissjónvarpið sem leyf-
ir sér þann munað að bjóða upp á
óvenjulegt kvikmyndaval þessa helg-
ina. I kvöld getum við séð tveggja ára
gamla sálfræðilega spennumynd frá
Wales sem heitir Auga fyrir auga
(Wild Justice, RÚV ►22.15) en leik-
stjóri hennar, Paul Turner, hefur verið
útnefndur til Óskarsverðlauna. Mynd-
ina hef ég ekki séð en hún virðist
forvitnileg. Á sunnudagskvöld er á
dagskrá finnsk bíómynd með þeim
þjála titli Akvaariorakkaus, einnig
frá árinu 1994 (RÚV ►22.20
★ * 'A). Sjónvarpið nefnir myndina
Ást í búri, en þegar hún tók þátt í
Norrænu kvikmyndahátíðinni hér í
Reykjavík nefndist hún, að mig
minnir, Ástir Söru. Sara er ung stúlka
sem lendir í togstreitu milli kynhvatar
og ástardrauma og gerir leikstjórinn,
Claes Olsson, sem einnig er kunnur
af heimildarmyndum sínum, lífí henn-
ar áhugaverð ef ekki fullnægjandi skil.
Fyrir utan Kryddlegin hjörtu á Stöð
2, sem gerð er sérstök grein fyrir hér
í dálkinum, er myndaúrvalið þessa
helgina í léttvægari kantinum, sem
kannski er ekki óeðlilegt miðað við
árstíma. Stöð 3 sýnir í kvöld frumraun
þeirrar ágætu Tamla-Motownsöng-
konu Diönu Ross í sjónvarpsmynda-
leik, þar sem er Úr náttmyrkri (Out
O&Darkness, Stöð 2 ►21.10). Diana
Ross, sem áður hefur komist sæmilega
frá leik í bíómyndum á borð við Lady
Sings The Blues, spreytir sig hér á
að túlka hversdagsvanda geðklofa-
sjúklings og þykir standa sig vel und-
ir stjórn gamalreynds sjónvarpsleiks-
stjóra, Larrys Elikann. Hrollvekja
kvöldsins á Sýn er þriðja framhaldið
af ágætri varúlfamynd Joes Dante,
The Howling, frá 1981, en þessi -
Öskur úlfsins (The Howling IV,
Sýn ►21.00 ★) - er sú versta af
alls sex myndum í þessari syrpu og
er varla þess virði að eyða tíma í hana
neína til að sjá hvernig reynt er að
láta Suður-Afríku, þar sem myndin
er tekin, sýnast vera Kaliforníu!
Skræfurnar á sömu stöð (Wimps
Sýn ►23.30 Yítr) er ósköp aumin-
gjaleg berrassamynd frá reyndum
leikstjóra aumingjalegra berrassa-
mynda, Chuck Vincent.
Einn af sögufrægustu leikstjórum
Bandaríkjanna, Howard Hawks, á
mynd á dagskrá ríkissjónvarpsins ann-
að kvöld, laugardag. Það er Á indí-
ánaslóðum (The Big Sky,
RÚV ►22.20) vestri frá 1952 um
hættulegan leiðangur upp Missouri-
fljótið undir stjórn gamla harðjaxlsins
Kirks Douglas. í þessari ævintýra-
mynd upp á gamla móðinn er Hawks
því miður ekki upp á sitt allra besta,
jafnvígur sem hann var á gamanmynd-
ir á borð við Bringing Up Baby, vestra
eins og Rio Bravo eða sakamálamynd-
ir eins og The Big Sleep. En samt
★ ★★. Á undan leikur gamalkunnur
bandarískur sjónvarpsgrínisti, Bob
Newhart kannski sjálfan sig - grín-
ista á niðurleið, í Skemmtikraftarnir
(The Entertainers RÚV ►20.40)
Arnold Schwartzenegger og Emma
Thompson eru jafn misheppnuð í mis-
heppnaðri gamanmynd, Lilli (Junior
Stöð2 ►21.05 ★) um ófrískt vöðva-
fjall. Vísindaskáldskapurinn Rafrás-
armaðurinn (Circuitry Man Stöð
2 ►22.55) þykir þokkaleg fyrir sinn
hatt (Martin og Potter gefa ★ ★ ★)
og gat af sér framhald. En síðan má
slappa af og njóta þeirrar notalegu
rómantísku gamanmyndar Svefnlaus
í Seattle (Sieepless in Seattle Stöð
2 ►0.30 ★★★) með Tom Hanks
og Meg Ryan. Fyrir utan tvær mynd-
ir með Faye Dunaway (sjá hér til hlið-
ar) sýnir Stöð 3 á laugardagskvöld
bandaríska sjónvarpsmynd, Mála-
vafstur (Roe vs. Wade Stöð
3 ►20.20) byggða á þekktu dóms-
máli frá áttunda áratugnum um rétt
ungrar konu til fóstureyðingar. Maltin
segir hana í meðallagi góða, en leik-
stjórinn, Gregory Hoblit, stóð sig vel
við gerð fyrstu bíómyndar sinnar, Pri-
mal Fear, sem nú er sýnd í Háskólá-
bíói.
Á sunnudag eru forvitnilegar síð-
kvöldsmyndir Stöðvar 2, Siðleysi (Da-
mage, Stöð 2 ►23.20 ★ ★ ★ 'A),
gerð af Louis heitum Malle með Jer-
emy Irons í kunnuglegu hlutverki
bresks stjórnmálamanns sem missir
niður um sig, og svo Sýnar, Dóttir
Rebekku (Rebecca’s Daughter
Sýn ►23.20) eftir leikiti Dylans
Thomas, en um hana hef ég engar
upplýsingar.
Árni Þórarinsson.
Kryddlegin hjörtu
sérflokki þessa helgina
rétt eins og um síðustu helgi - er ein
af rómönsku myndunum sem Stöð 2 sýnir á föstudögum í júlímánuði. Krydd-
legin hjörtu (Stöð 2, föstudagur ►20.55) er mexíkósk nautnaveisla, byggð
á frægri og samnefndri skáldsögu eftir Laura Esquível. Myndin er gerð
1992 af þáverandi eiginmanni skáldkonunnar, leikstjóranum og leikaranum
Alfonso Arau, og einkennist af því töfraraunsæi sem þekkt er úr römönsk-
um bókmenntum. Draumar, ímyndun og veruleiki eru eitt í þessari skemmti-
legu og litríku frásögn af konu sem flýr ofríki móður sinnar inn í galdraheim
matargerðarlistarinnar. ★ ★ ★
Faye
Dunaway
FAYE DUNAWAY er í aðalhlutverki
í tveimur myndum á Stöð 3 á laugar-
dagskvöldið, IMágrannar (The People
NextDoor ►21.55) ogÁstarraunir
(Scorchers ►0.10, Martin og Porter
gefa ★ ★) en hvorug telst til bestu
verka hennar. Dunaway, sem nú er
hálfsextug, hefur heldur misst fótanna
á framabrautinni seinni árin og verið
óheppin með myndaval. Sérgrein
hennar, ailt frá Bonnie og Ciyde
(1968), hefur verið að leika flagð und-
ir fögru skinni, en eftir því sem aldur-
inn setur mark sitt á fegurðina situr
flagðið eitt eftir.
Þær bestu
áTNT
Jailhouse Rock (1957)
Trúlega besta mynd Elvis Presley,
þar sem hann leikur tugthúslim
sem verður rokkstjarna. Leikstjóri
Richard Thorpe. (Föstudagur
►21.00)^ ★ ★
Shaft (1971) ogShaft's Big
Score (1972)
Tvær dæmigerðir fulltrúar svörtu
hasarmyndanna frá byrjun átt-
unda áratugarins með Richard
Roundtree í hlutverki einkaspæjar-
ans Shafts. Leikstjóri Gordon
Parks. (Föstudagur ►22.45 og
►0.35) ★★'/:
Zabriskie Point (1970)
ítalski meistarinn Michelangelo
Antonioni fór til Bandaríkjanna til
að lýsa því þjóðfélagi á hippatím-
anum. Forvitnileg en rennur út í
sandinn - bókstaflega. (Laugar-
dagur ►22.00) ★ ★
Point Blank (1967)
Klassísk og harðneskjuleg spennu-
mynd eftir John Boorman með Lee
Marvin í hefndarhug. (Sunnudag-
ur ►20.00)*^
Lolita (1962)
Stanley Kubrick leikstýrir furðu-
legri skopádeilu eftir sögu Vladim-
irs Nabokov um ástir prófessors
James Mason og táningsstúlkunn-
ar Sue Lyon. Peter Sellers fer á
kostum f aukahlutverki. (Sunnu-
dagur ►22.00) ★★★