Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 FRÉTTIR Borgarstjóri segir ekki útilokað að verði af byggingu við Kirkjusand Arkitekt og Borgarskipulag leita lausna FULLTRÚAR Ármannsfells hf. áttu fund með borgaryflrvöldum í gær vegna fyrirhugaðrar húsbygg- ingar fyrirtækisins á Kirkjusandi. Ekki hefur verið komist að endan- legri niðurstöðu og segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri að Borgarskipulag og arkitekt Ár- mannsfells muni leita lausna á út- færslu húsanna í sameiningu. „Þeir munu skoða þetta áfram eftir helgi og vonandi skýrist það undir lok vikunnar," segir borgar- stjóri. Skipulagsnefnd hafnaði út- færslu húsanna þriggja á fundi 24. júlí síðastliðinn vegna ófullnægjandi hljóðvistar og segir Ingibjörg Sól- rún alls ekki útilokað að af bygg- ingu húsanna verði. Hún segir ennfremur aðspurð að afgreiðsla umsóknar Ármannsfells vegna fyrirhugaðrar byggingar á lóðinni hafi markað tiltekna stefnu hjá borginni. „Hávaðastig vegna umferðar við nýbyggingar hefur ekki komið upp með þessum hætti fyrr en nú, sem kannski má að hluta til rekja til reglugerða frá 1994, þar sem minni frávik á hljóðstigi eru heimiluð en áður. Það má því kannski segja að þama sé ákveðinn vendipunktur," segir borgarstjóri. Gengið var út frá því framan af við vinnslu tillagna að úrbótum vegna umferðarhávaða á lóðinni að um endumýjaða byggð væri að ræða, sem þýðir að hávaði má mest reiknast 70 desibel við helming íbúða. í niðurstöðu skipulagsnefnd- ar var hins vegar gengið út frá 55 dB, samkvæmt nýrri reglugerðum, en Ingibjörg Sólrún vill ekki meina að borgaryfirvöld hafi skipt um skoðun. „Menn töldu að tillögumar væm í lagi í upphafi en fóm kannski ekki nógu vel ofan í þessar reglu- gerðir. Síðan kemur það upp í lok júní eða byijun júlí að túlka eigi mengunarvamareglugerð með þessum hætti og okkar lögfræðing- ar voru þeirrar skoðunar að líta ætti á lóðina sem nýbyggingar- svæði. Við urðum einfaldlega að hlíta því og töldum okkur ekki geta teygt það eða togað nema með formlegum undanþágum," segir borgarstjóri. Skipulagsnefnd hafnaði tillögum að útfærslu húsanna sjö vikum eft- ir að graftrarleyfi fékkst á lóðinni. Ingibjörg^ Sólrún er spurð hvort umsókn Ármannsfells og atburða- rás í kjölfarið muni leiða til breyt- inga við meðferð skipulagsmála hjá borginni. „Það er augljóst af þessu að menn þurfa að skoða fleiri þætti eftirleiðis og framar í ferlinu," seg- ir borgarstjóri. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Syngja sjávarútvegs- ráðherra friðarsöng DANSKUR stúlknakór frá Es- bjerg í Danmörku^er staddur hér á landi og mun meðal annars syngja fyrir Þorstein Pálsson sjáv- arútvegsráðherra kl. 11 í dag að beiðni Sjómannasambandsins í Esbjerg. Troels Sörensen kórsljóri segir að kórinn sé hér á landi til þess að heimsækja vinabæ Esbjerg, Neskaupstað. „í tengslum við þessa heimsókn vorum við beðin um að syngja eitt lag fyrir íslenska sjáv- arútvegsráðherrann. Þetta verður mjög friðsamlegur söngur en ástæðan er vissulega ágreinings- mál þjóðanna á sviði sjávarútvegs- mála,“ sagði Sörensen. Sörensen segir að feður margra af kórfélögunum séu sjómenn frá Esbjerg og ef til vill sé það ástæð- an fyrir þessari beiðni. „Við viljum ekki blanda okkur i pólitísk þrætu- mál en við höfum meðferðis bréf til sjávarútvegsráðherrans frá Vemer Christensen, formanni Sjómannasamtakanna i Esbjerg, og Sutrup, borgarstjóra í Esbjerg. Bréfin eru í opnum umslögum og þar er m.a. mælst til þess að þjóð- irnar leysi sín ágreiningsmál með samningaviðræðum og efli vináttu milli danskra og islenskra sjó- manna,“ segir Sörensen. 30 stúlkur em í kómum sem dvelur hér á landi í eina viku. Veður best fyrir austan VEÐURSTOFAN spáir rign- ingu eða súld vestan- og suð- vestanlands i dag. Á Norður- landi verður skýjað en þurrt að mestu og bjartviðri með allt að 19 stiga hita á Austurlandi. Á laugardag er búist við suð- lægri eða breytilegri vindátt með rigningu og skúrum víða um land, en síst norðanlands og austan. Hiti verður á bilinu 10-18 stig, að sögn Veðurstofu. Á sunnudag birtir að líkindum til um tíma en síðan fer aftur að rigna með austan strekk- ingi, fyrst sunnanlands. Frídag verslunarmanna er búist við vætu um mestallt land og sums staðar nokkrum strekkingi. Hiti verður 8-17 stig. V erslunarmannahelgarumferðin hafin Flestir á leið til Eyja og Akureyrar Teknir með fíkniefni FJÓRIR piltar voru teknir með fíkniefni á tjaldsvæðinu á Ak- ureyri í gærkvöld, að sögn lög- reglu þar. Þeim var vísað burt af tjaldsvæðinu. Á áttunda hundrað gesta voru komnir til Vestmannaeyja með Heijólfi í gærkvöldi. Lögreglan tók fíkni- efni af einum pilti, sem var settur í fangageymslur. MEGINSTRAUMUR þeirra sem leggja land undir fót um verslunar- mannahelgina virðist ætla að liggja til Vestmannaeyja og Akureyrar, a.m.k. ef marka má bókanir hjá Flugleiðum og BSÍ. Það segir þó ekki alla söguna, þar sem margir ferðast á einkabílum og á mörgum stöðum þarf ekki að panta miða fyr- irfram. Hjá Flugleiðum fengust þær upp- lýsingar að straumurinn lægi aðal- lega til Vestmannaeyja en einnig væri mikið um bókanir til Akureyrar. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, verða flogn- ar níu aukaferðir til Eyja í dag eða tólf ferðir í allt. Gert er ráð fyrir 16 ferðum frá Eyjum á mánudag. Fullt er orðið í allar sex ferðirnar til Akureyrar í dag og mjög þéttbók- að alveg fram á mánudag. Til ann- arra áfangastaða er áætlun eins og venjulega og allsstaðar vel bókað en ekki uppselt, að sögn Einars. Björgvin Pétursson, starfsmaður í afgreiðslu íslandsflugs, segir að þar á bæ séu flestir á leið til Eyja og Neskaupstaðar. Gunnar Sveinsson, framkvæmda- Morgunblaðið/Þorkell ÞAU eru á leið á þjóðhátíð í Eyjum. Myndin var tekin á Reylqa- víkurflugvelli síðdegis í gær. stjóri BSÍ, gerir ráð fyrir að um 4.500-5.000 manns renni í gegnum Umferðarmiðstöðina í dag, en föstu- dagurinn fyrir verslunarmannahelgi er þyngsti dagur ársins þar í flutn- ingum. Hann reiknar með um 80-90 brottförum frá BSÍ í dag, en á venju- legum degi eru þær um 40-50. Hann segir flesta vera á leið til Akureyrar og Vestmannaeyja, en einnig séu nokkuð margir á leið í Galtalæk og á Siglufjörð. Fórstu/ferð þú í frí innanlands? Síðastliðna 12 mánuði? Já 82,2 Ferðaðist þú á einkabíl? Ferðaðist þú m. flugi/rútu? Næstu 12 mánuði k Sund Veiði Lengri gönguferð Sigling Hálendis/jeppaferð Hestaferð Skfðaferð 23,9% 18,8% 15,2% Gerðir þú eitthvað af ofantöldu í fríinu? NEYSLUKÖNNUN FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR1996. Úrtak 1.200 manns, 882 svöruðu. ÞÝÐI neyzlukönnunarinnar, þ.e. sá hópur þjóðarinnar sem úrtakið var tekið úr, eru allir (slendingar á aldrinum 14-80 ára. Þetta eru 185.173 einstaklingar, samkvsemt upþlýsingum frá Hagstofu íslands. Hvert þrósentustig i könnuninni samsvarar því um 1.850 manns. Taka verður tillit til skekkjumarka, sem eru á níðurstöðum í könnun sem þessari, þegar prósentustig eru umreiknuð í mannfjölda. Heimilis- og heilsugæslulæknar segja upp störfum Neyðarlínan veitir upplýsingar um aðstoð FJÖLDI heimilis- og heilsugæslu- lækna hefur sagt upp störfum og hefur heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið óskað eftir því að starfsmenn Neyðarlínunnar veiti upplýsingar um hvar og hvernig fólk leiti aðstoðar ef enginn heimil- is- eða heilsugæslulæknir er tiltæk- ur þegar á þarf að halda. Heilsugæslustöðvar verða opnar á dagvinnutíma en læknar verða á fæstum þeirra við dagleg störf. Aðeins þeim erindum sem ekki geta beðið verður sinnt á stöðvunum. í Reykjavík munu heimilislæknar utan heilsugæslustöðva (sjálfstætt starfandi heimilislæknar) gegna vaktþjónustu fyrir sína skjólstæð- inga. Hægt er að hafa samband við þá beint á stofu eða í heimasíma. Á höfuðborgarsvæðinu er þeim, sem nauðsynlega þurfa á læknishjálp að halda, bent á bráðavakt Landspít- ala, í síma 560-1010, bráðavakt Sjúkrahúss Reykjavíkur í síma 525-1700 og Neyðarlínuna í síma 112. Neyðarnúmerið 112 Upplýsingar um vaktþjónustu er að fínna á símsvara á heilsugæslu- stöðvum um land allt utan dag- vinnutíma. Frekari upplýsingar veita héraðslæknar í hverju héraði. Neyðarlínan veitir upplýsingar um hvar hægt er að leita sér læknis- hjálpar í héruðum þar sem heimilis- læknar hafa sagt upp störfum. í frétt frá Neyðarlínunni segir að sér- staklega mikilvægt sé að festa neyð- arnúmerið, 112, í minni nú þegar í hönd fer mesta ferðahelgi ársins. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið hefur óskað eftir því að Neyð- arlínan búi sig undir að veita upplýs- ingar um hvar og hvemig fólk leitar aðstoðar ef enginn heimilis- eða heilsugæslulæknir er tiltækur þegar á þarf að halda. Starfsmenn Neyð- arlínunnar munu veita þá þjónustu í neyðarnúmerinu 112. j I I I I I * \ \ I \ \ 1 I \ I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.