Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.08.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1996 29 MINIMINGAR i DANÍEL GUÐNI GUÐMUNDSSON + Daníel Guðni Guðmundsson var fæddur í Hafnarfirði 14. nóvember 1925 og ólst þar upp fyrstu árin. Hann lést á Borgarspítalanum 19. júlí síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Aðventkirkjunni 26. júlí. Mig langar til þess að minnast besta vinar míns, Daníels Guð- mundssonar, í örfáum orðum. Vinátta okkar hófst þegar við vorum báðir ungir að árum og má rekja til ársins 1951 og til dauða- dags Daníels vinar míns eða Dalla , eins og hann var kallaður af okkur hinum. Frá upphafi vorum við báðir i næmir fyrir fegurð náttúrunnar og • nutum þess að umgangast dýr, fylgjast með atferli þeirra og vexti. Þar áttu úteyjarnar í Vestmanna- eyjum hug okkar og hjarta — þar sér maðurinn best hvílíkur snilling- ur Guð almáttugur er. _l_ Jóna Alla Axelsdóttir j I fæddist á Akranesi 5. jan- úar 1937. Hún lést á heimili sínu 25. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Sel- tjarnarneskirkju 1. júlí. Elskuleg vinkona hefur kvatt þetta jarðlíf, eftir erfið veikindi síðustu ár. Þar sem ég átti þess ; ekki kost að fylgja henni til grafar I langar mig að senda • fátækleg kveðju og þakkarorð. Það var mér og fjölskyldu minni ómetanlegt að verða nágranni Jónu Öllu fyrir rúmum 25 árum. Ég gleymi ekki okkar fyrstu kynn- um, strax boðin velkomin í kaffi og kræsingar, sem voru alveg í sérfiokki, en meira þótti mér til um elskulegheitin og hlýjuna sem , streymdu frá henni. Jóna Alla var einstök kona, sér- 4 stök matargerðarkona og svo ( barngóð að börnin í hverfinu hændust að henni. Ég vann úti Haustið 1951 keypti ég nokkrar kindur af tengdaföður Dalla og svo merkilegt sem það annars kann að hljóma urðu þessi fjárkaup mín til þess að þá kynntist ég hinum innra manni vinar míns. Það var alveg sama hvers ég þurfti með eða hverrar hjálpar ég beiddist — alltaf var Dalli boðinn og búinn að koma mér til aðstoðar á alla lund. Greiðasemin var honum í blóð borin og honum eðlislæg. Ég man aldrei til þess að styggð- aryrði félli milli okkar í þessi 45 ár sem vinátta okkar stóð. Þetta vinarþel var gagnkvæmt og vax- andi og færðist yfir til barna minna og tengdasona þegar sá tími kom. Dalli vinur minn sýndi í verki hvem- ig sannkristinn maður lifir. Sama fölskvalausa hugarþelið sýndi eigin- konan, Marta Hjartardóttir, sem nú lifir ástkæran eiginmann. Við leiðarlok viljum við votta þér, Marta mín, og börnum ykkar eins og sagt er, hún var þá heima- vinnandi húsmóðir og bauðst fljót- lega til að gæta barnanna okkar Sigvalda á meðan. Það var þegið með þökkum og stend ég ævinlega í þakkarskuld við hana fyrir það. Seinna gerðist hún dagmamma og fórst henni það vel úr hendi eins og allt annað sem hún fékkst við. Að fylgjast með Jónu Öllu í veikindum hennar var einstakt. Aldrei kvartaði hún og var alltaf að hugsa um aðra. Hún var ætíð svo falleg og vel til höfð að undr- un sætti. Ég vil að lokum þakka henni alla tryggð og vináttu í minn garð. Börnum hennar, barnabörnum, systrum og vinkonum, sem öll studdu hana einstaklega vel í veik- indunum, sendum við einlægar samúðarkveðjur. Blessuð veri minning góðrar konu. Ragnheiður Pálsdóttir og fjölskylda. okkar dýpstu samúð, en við eigum fyrirheit um endurfundi fyrir Jesúm Krist. í huganum hljóma þessi orð úr Opinberunarbók Biblíunnar, sem er fyrirheit um nýjan himinn og nýja jörð og endurfundi.og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið. (Op. 21:3-4). Magnús Magnússon, Birna Rut Guðjónsdóttir, dætur og tengdasynir. Nýlega var til moldar borinn mágur okkar og svili, Daníel Guðni Guðmundsson, sem lést í Borgar- spítalanum 19. júlí sl. eftir stutta legu. Dalli, eins og við kölluðum hann, kom ungur til Vestmannaeyja og kynntist þar ungri stúlku, Mörtu Hjartardóttur frá Hellisholti, og eignuðust þau fimm mannvænleg börn. Dalli var mjög góður heimilis- faðir og góður heim að sækja. Marta og hann voru samhent að búa börnum sínum gott heimili. Hann var alltaf mikill búmaður og elskaði sveitalífið, enda alinn upp í var haft. Það var ekki síst skelegg- um málflutningi hans að þakka, að árás Bakkusar á Keflavíkurbæ var hindruð í það sinn. Ritstjórn Jóns við blaðið Faxa í Keflavík er þáttur, sem seint fyrn- ist yfir og ekki gleymist. í höndum hans varð Faxi eitt glæsilegasta og metnaðarfyllsta mánaðarrit landsins og þótt víðar væri leitað. Þar fór saman fagurt útlit með fjölbreyttu og vönduðu efni. Ekki er það ætlun mín að ijalla hér um öll þau björg sem Jón velti á starfsferli sínum á Suðumesjum. Ekki mun ég heldur gera grein fyrir því, hvernig honum tókst að spinna gullþræði úr margþættri og sárri lífsreynslu, sem varð á vegi hans. En vissulega óx honum ás- megin í mótlætinu. Jón fluttist til Reykjavíkur árið 1987 ásamt eiginkonu sinni, Ragn- heiði Eiríksdóttur, þeirri mætu og góðu konu, sem nú á kærum ást- vini á bak að sjá. Þótt Jón væri þá kominn á eftir- launaaldur var honum fátt fjær skapi en að setjast í helgan stein. Hann var enn sem fyrr fullur lífs- gleði og lifsorku og haslaði sér brátt völl í félagsstarfi eldri borg- ara í Reykjavík. Þar sem annars staðar var hann í fararbroddi. Hann var fyrsti formaður Söngfé- lags eldri borgara og vann þar feiknalega mikið og þakksamlega þegið starf. I Reykjavík gerðist Jón starfs- maður hjá Stórstúku íslands um Biskupstungum. Hann stundaði vörubílaakstur í Eyjum og eins í Þorlákshöfn eftir að þau flúðu Eyj: arnar í gosinu 23. janúar 1973. í Þorlákshöfn bjuggu þau í nokkur ár meðan heilsa hans leyfði akstur. Einnig var hann alltaf með kindur, sem hann heyjaði fyrir og hugsaði um. Frá Þorlákshöfn fluttu þau til Reykjavíkur. Dalli var trúmaður mikill, enda alinn upp á trúuðu heimili og var frá unga aldri með- limur sjöunda dags aðventista og verður hann jarðsettur frá Aðvent- kirkjunni. Marta mín, við biðjum góðan Guð að styrkja þig og fjölskylduna. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Tengdafólk. Við hjónin vorum stödd norður í Svarfaðardal, þegar við fengum þá fregn að mágur minn og svili væri dáinn. Nú, það átti svo sem ekki að koma okkur á óvart, því hann var búinn að liggja í mánuð þungt haldinn. En samt sem áður kom það okkur á óvart. Dalli, eins og hann var alltaf kallaður af vinum og ættingjum, hann var sérstakur árabil. Betri, virkari og vökulli starfsmaður var vandfundinn. Þar sem annars staðar var hann heill til hinstu stundar. Fyrir starfið hjá Stórstúkunni og öll störf að bindindismálum vil ég í nafni Góðtemplarareglunnar sérstaklega þakka, þau störf eru ómetanleg. Þó er fordæmi hans, það fordæmi lífstrúar, lífsgleði, góðleiks og mannlegrar hlýju, e.t.v. allra þýðingarmest. Áhrifin góðu, sem hann hafði með sinni ljúfu og léttu, en þó um leið einörðu fram- komu, lifa áreiðanlega lengst. Jón Tómasson lifði lífinu lifandi. Ungur og æskuglaður kvaddi hann þennan heim, þótt kominn væri á níræðisaldur. Innilegar samúðarkveður sendi ég Ragnheiði, börnum þeirra og fjölskyldum, systkinum og öðrum ástvinum og bið þeim blessunar Guðs. Þegar ég í þakklátri minningu hugsa til vinar míns, Jóns Tómas- sonar, vakna í vitundinni þessar persónuleiki. Hann var ákveðinn, hispurslaus og sterkur sem steinn og gott að leita til hans ef á hjálp þurfti að halda. Við áttum oft marg- ar góðar stundir með honum og konu hans, þar sem við eigum sum- arhús skammt frá hvort öðru. Ýmist var komið við á leið austur fyrir fjall eða hringt á milli úr bílum okkar. Við ferðuðumst saman og voru það margar góðar ferðir. Síð- asta ferðin var hringferð um landið sumarið 1995. Nú, svo í vor létum við okkur detta í huga Færeyjaferð, en eflaust fann hann að hann vant- aði kraft til að leggja í hana, svo ekkert varð úr. Ég vil þakka mági mínum allar þær stundir sem við áttum saman frá því við vorum ungir strákar í Vestmannaeyjum. Síðast en ekki síst samveruna í bíl- skúrnum mínum, hann kom og hjálpaði mér og ég honum þegar með þurfti. Og sakna ég þess að hann komi ekki oftar. Eins viljum við hjónin þakka honum og systur minni fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman. Vertu sæll, Dalli. Konu hans og börnum vottum við dýpstu samúð. Óskar og Ruth. hljómþýðu hendingar eins skáld- anna okkar. Sumir kveðja og síðan ekki, söguna meir, Aðrir með söng, sem aldrei deyr. í eilífum söng sem aldrei deyr lifir minning hins mæta drengs og góðs vinar, eldhugans Jóns Tómas- sonar. Björn Jónsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokaliaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðailínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. JON TOMASSON + Jón Tómasson fæddist að Járngerðarstöðum í Grindavík 26. ágúst 1914. Hann lést á Borgarspítalanum 13. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 22. júlí. Jón Tómasson, fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma í Kefla- vík, var meðal þeirra manna sem ég kynntist fyrst þegar ég, ungur að árum og reynslu, gerðist sókn- arprestur Keflvíkinga. Kynni okk- ar leiddu til lífstíðar vináttu og reyndi ég hann ávallt að góðu einu. Jón var einn þeirra manna, sem „lifði lífinu lifandi", flestum fremur þeirra, sem ég hefi haft kynni af. Á vettvangi starfsins kom hann ótrúlega víða við sögu og alls stað- ar á þann veg að um munaði og eftir var tekið. Hann var eldhugi, bjartsýnn og hugsjónaríkur og gekk heill að hveiju því hlutverki, sem hann tók að sér. Þegar ég kom til Keflavíkur var Jón eini opinberi ljósmyndarinn þar. Þótt hann væri aðeins áhugamaður í faginu og hefði enga Ijósmyndastofu, þá hafði hann næmt auga fyrir við- fangsefninu hveiju sinni og marg- ar mynda hans bera listrænum hæfileikum ótvírætt vitni. Þegar eitthvað var að gerast í Keflavík og nágrenni var Jón jafnan mættur með myndavélina sína. Og saga Keflavíkur á honum mikið að þakka fyrir hina vökulu þjónustu á vettvangi ljósmyndunarinnar. Fyrir framtak hans lifir margt andartakið, sem ella væri löngu gleymt og grafið. í félagsmálum er starfssaga Jóns með eindæmum, svo víða var þar við komið. Alls staðar markaði hann spor á veg- ferð sinni og hafa mörg þeirra orðið varanleg heillaspor. Fyrstu raunverulegu kynni okk- ar urðu þegar við unnum saman að stofnun Karlakórs Keflavíkur árið 1953. Þar tók Jón forystuna og gegndi formennsku í honum fyrstu árin. Það var ómetanlegt að hafa slíkan eldhuga í farar- broddi á meðan brautin til glæstrar framtíðar var rudd. Nú, nærfellt hálfri öld síðar, skipar karlakórinn veglegan sess í tónlistar- og menn- ingarsögu Keflvíkinga. Jón var alla tíð eindreginn og eldheitur bindindismaður og fór um langt skeið fyrir þeim flokki mætra manna og minnisstæðra, sem Góðtemplarareglan hafði á að skipa í Keflavík. Minnisstæður verður mér borgarafundur, sem haldinn var þegar fýrsta tilraunin til opnunar áfengisverslunar í Keflavík var gerð, þá var Jón Tóm- asson meðal framsögumanna og hélt þannig á málum, að í minnum JONA ALLA AXELSDÓTTIR t Föðursystir okkar, ÁSTA MARSIBIL ÓLAFSDÓTTIR, Lindargötu 42a, Reykjavík, lést í Landspítalanum að morgni 1. ágúst. Bræðrabörn. TILKYNNING UM UTBOÐ MARKAÐSVERÐBREFA HLUTABRÉF í íSLENSKA FJÁRSJÓÐNUM HF. Heildarnafnverð nýs hlutafjár: 50.000.000.- kr. Sölugengi á útgáfiidegi: 1,68 Fyrsti söludagur: 31. júlx 1996 Umsjón með útboði: Landsbréf hf. Skráning: Sótt verður um skráningu hlutabréfa á verðbrefaþingi Islands Útboðs- og skráningarlýsing vegna ofangreindra hlutabréfa liggur frammi hjá Landsbréfiim hf. og umboðsmönnum Landsbréfa hf. í útibúum Landsbanka Islands um allt land. ÍSLENSKI FJÁRSJÓÐURINN HF. , LANDSBRÉF HF. Suöurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS. : % ________________________________________________________________________________________________________________; i—

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.